Að skilja okkur sjálf

Á hvaða vegferð eru formenn og stjórnmálaflokkar í lýðræðisríki sem ganga gegn vilja umbjóðenda sinna, þjóðar? Árni Már Jensson skrifar fyrstu grein af þremur í greinarflokki um stjórnarskrármál.

Auglýsing

Til­urð þessa greinar er umsögn und­ir­rit­aðs á sam­ráðs­gátt For­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins um mál S-128/2019/ drög að stjórn­ar­skrár­á­kvæði um auð­lindir í nátt­úru Íslands og að nú eru u.þ.b. sjö ár frá því þjóð samdi og sam­þykkti sér nýja stjórn­ar­skrá í anda hug­sjón­ar, mann­rétt­inda og rétt­læt­is. Þessa stjórn­ar­skrá hefur Alþingi ekki enn leitt í lög.

Íslenskt sam­fé­lag hefur týnst sjálfu sér í fram­þróun til lýð­ræð­is. Ýmsir ganga svo langt að halda fram að stjórn­mála­stéttin eða full­trúa­valdið hafi rænt þjóð­ina lýð­ræð­isum­bótum eft­ir-hrunsár­anna. Undir þessi orð er hægt að taka heils­hugar þegar horft er til þess merki­lega og skap­andi lýð­ræð­is, -og umbóta­ferlis sem varð upp­haf og aðdrag­andi nýju stjórn­ar­skrár­innar og bera saman við þá til­vist­ar­kreppu og hug­sjóna­þurrð full­trú­ar­valds­ins sem þjóð er nú haldið í.  

Vig­dís Finn­boga­dóttir

„Árið 2008 steig Alþingi veru­lega merki­legt skref sem átti að verða til þess að draum­ur­inn um nýja stjórn­ar­skrá rætt­ist loks­ins. Þá hófst víð­feðm­asta og lýð­ræð­is­leg­asta starf að stjórn­ar­skrár­ritun sem sagan kann frá að greina, og hefur vita­skuld vakið athygli um víða ver­öld. Stjórn­laga­ráð var kjörið með lýð­ræð­is­legum hætti svo þar fengju raddir ólíkra afla í íslensku sam­fé­lagi hvert sína rödd, og hin nýja stjórn­ar­skrá var síðan sam­þykkt sam­hljóða. Þar að auki sýndi þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla síðan fram á að íslenskir kjós­endur vildu að hin nýja stjórn­ar­skrá yrði tekin upp. En það hefur þó ekki verið gert enn. Að mínum dómi hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi."

Nú vill nefnd for­manna flokk­anna m.a. bæta auð­linda­á­kvæði inn í stjórn­ar­skrána frá 1944 án þess að hafa til þess frum­heim­ild. End­an­legt vald til stjórn­ar­skrár­breyt­inga liggur hjá þjóð en ekki hjá tíma­bundið kjörnum full­trúum henn­ar. 

Auglýsing
Í stjórn­ar­skrár­rétti er ein grund­vall­ar­regla sem er öðrum mik­il­væg­ari. Hún er þessi: Þjóðin er stjórn­ar­skrár­gjaf­inn. Þetta er skýr hefð og hluti stjórn­skip­unar Íslands. Frum­varps­drög for­manna­nefndar flokk­anna nú, eru að und­ir­lagi úr 34. gr., nýju stjórn­ar­skrár­inn­ar, sem samin var og sam­þykkt fyrir sjö árum síð­an, en með lak­ari orða­lagi þó. Til­lögur Stjórn­laga­ráðs um nýja stjórn­ar­skrá voru bornar undir sam­þykki þjóðar þann 20.10.2012 og sam­þykkt af 2/3 meiri­hluta kjós­enda og ber Alþingi því að leiða í lög vilja þjóð­ar­.  

Sú skoð­ana­könnun sem for­sæt­is­ráðu­neytið hefur nú sett af stað með full­tingi Félags­vís­inda­deildar Háskóla Íslands undir heit­inu Önd­veg­is­verk­efn­ið, Lýð­ræð­is­leg stjórn­ar­skrár­gerð vekur ýmsar sið­ferði­legar spurn­ingar í ljósi þess að Íslensk þjóð hefur þegar samið sér nýja stjórn­ar­skrá og sam­þykkt í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.  Af vef sam­ráðs um stjórn­ar­skrá dags. 30.09.2019, - „Stjórn­ar­skrá Íslands verður end­ur­skoðuð á þessu kjör­tíma­bili í sam­starfi allra flokka á þingi, sam­kvæmt áætlun for­sæt­is­ráð­herra, í víð­tæku almenn­ings­sam­ráði. Önd­veg­is­verk­efnið Lýð­ræð­is­leg stjórn­ar­skrár­gerð, sem nýtur styrks frá Rannís, og Félags­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands á að halda utan um rök­ræðukönn­un, sem hluta almenn­ings­sam­ráðs­ins og auk þess stendur Önd­veg­is­verk­efnið fyrir opnu sam­ráði á vef Betra Ísland.is  í sam­ráði við íbú­a.“ -  Hvernig er komið fyrir lýð­ræði sem hundsar að lög­leiða afdrátt­ar­lausa og lög­lega nið­ur­stöðu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu almenn­ings en ætlar þess í stað að koma með sína útgáfu af lýð­ræð­isum­bótum með hand­völdu sam­ráðsúr­taki í skoð­ana­könn­un? Það er búið að end­ur­skoða stjórn­ar­skrá Íslands.

Nið­ur­staða á stað­festum vilja þjóð­ar­innar í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni 20.10.2012 gufar ekki upp og hverfur eins og dögg fyrir sólu vegna þess­arar skoð­ana­könn­un­ar.

Sumt er hægt og annað ekki. Sé Ísland lýð­ræði, er ekki hægt að Alþingi fólks­ins lúti ekki vilja meiri­hluta fólks­ins. Við slíkar aðstæður breyt­ist Ísland frá því að vera lýð­ræði í það að vera land, stjórnað af tíma­bundið kjörnum full­trú­um, sem taka sér völd í heim­ild­ar­leysi umfram hefð og umboðs frá umbjóð­endum sín­um, fólk­inu í land­inu. Stjórn­ar­skrár­breyt­ingar heyra ekki undir full­trú­ar­vald, heldur upp­runa valds, þjóð­ar.

Auglýsing
Þessi sjón­leik­ur; hand­valin skoð­ana­könnun undir sam­ráði for­manna flokk­anna, stríðir gegn eðli og hefð stjórn­skip­un­ar­innar og kallar á við­spyrnu og mót­mæli fólks­ins í land­inu. Þessi sjón­leikur er úthugsuð póli­tísk ref­skák og til­raun kjör­inna full­trúa til að kom­ast hjá hinu óhjá­kvæmi­lega; að lög­leiða nýja stjórn­ar­skrá fólks­ins og stað­festan vilja þjóð­ar. Hvað er að í þjóð­fé­lagi þar sem full­trúar lúta ekki vilja umbjóð­enda sinna?  

Rétt­læt­is­vit­und flestra er mis­boðið og af nægu að taka. En af hverju? 

Almenn­ingur hefur mátt þola að farið hefur verið á svig við rétt­lætið þegar fram­sal fisk­veiði­auð­lindar var gefið frjálst. Þegar veð­lög afla­heim­ilda voru sam­þykkt.  Þegar rík­is­bank­arnir voru afhentir óreiðu­mönn­um. Þegar hag­kerfið var keyrt í þrot fyrir 10 árum síð­an, og nú, þegar for­menn flokk­anna stað­festa það end­an­lega, að þeir, sem full­trú­ar­vald, hygg­ist ekki lúta vilja umbjóð­enda sinna, þjóð­ar, með því að lög­leiða nýju stjórn­ar­skrána.   Í þessu sam­ráði og skoð­ana­könnun er hvergi minnst á þá stað­reynd að þjóð hefur kosið sér stjórn­ar­skrá sem ber að lög­leiða og virða. Afneit­unin er áber­andi, van­virð­ing gagn­vart almenn­ingi er skýr, og lýð­ræðið hundsað og spottað með þeim sjón­leik sem nú er haf­inn með því augna­miði að slá nýrri stjórn­ar­skrá á frest, og drepa í dróma ákall og vilja þjóðar um lang­þráð rétt­læti og lýð­ræð­isum­bæt­ur.  Er ekki mál að linni og full­trúa­valdið fari að gera sér grein fyrir þeirri grund­vallar stað­reynd að það starfar í þágu fólks­ins í land­inu, umbjóð­endur sína, en ekki öfugt?  

Aðeins um fisk­veiði­auð­lind­irnar

Engum dylst að brýn þörf er á auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá. T.a.m. byggir núver­andi fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi á reglu­gerðum og lögum sem heim­ila kaup, sölu, end­ur­sölu, end­ur­leigu og veð­setn­ingu auð­lindar í eigu Íslenskrar þjóð­ar. Það er vert að vekja athygli á sið­ferð­is­-og eigna­rétt­ar­þætti þess; hvernig hægt sé að heim­ila einka­fyr­ir­tækjum veð­setn­ingu, end­ur­sölu og end­ur­leigu á veiði­heim­ildum (í formi synd­andi fisks í haf­inu) sem ekki var upp­haf­lega greitt fyrir til þjóðar og eru í eigu þjóð­ar, en slíkt hefur tíðkast með reglu­gerðum og lögum frá Alþingi umliðna ára­tugi. Fyr­ir­komu­lag auð­linda­nýt­ingar í sjáv­ar­út­vegi umliðna ára­tugi hefur svift þjóð sann­gjörnu afgjaldi, gengið nærri nátt­úru og fært mik­inn auð til fárra og gerir enn.

Aðeins um orku­auð­lind­irnar

Inn­leið­ing OP3 hefur vakið þjóð af værum svefni þar sem stefnt er að einka­væð­ingu orku­auð­lind­anna með sam­ein­ingu Íslands við hinn sam­eig­in­lega orku­markað Evr­ópu gegn um sæstreng. Það ein­kenni­lega við tíma­setn­ingu inn­leið­ingar Alþingis á OP3 er að enn er ekk­ert hald­bært auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá. Það að inn­leiða OP3 án virks auð­linda­á­kvæðis opnar fyrir ámóta „olig­arg­is­ma“ í formi skamm­tíma reglu­gerða og henti­stefnu hags­muna­að­ila og gerði við setn­ingu kvóta­kerf­is­ins, frjáls fram­sals og veð­setn­ing­ar­heim­ilda óveidds synd­andi fisks. Sagan sýnir að fram­kvæmd­ar­valdi og flokks­ráðu full­trúa­valdi er ekki treystandi fyrir slíku fyr­ir­komu­lagi án grunn­að­halds sem heil­steypt stjórn­ar­skrá veit­ir. Þó eðli orku­auð­linda og nýt­ing séu ólík sjáv­ar­út­vegi, eru almenn­ingur og nátt­úra að ýmsu leiti óvarin ásælni fjár­festa og í litlu gætt að hags­munum þjóðar í formi afgjalds fyrir nýt­ingu. Hætt er við að pólitískt tengd sér­hags­muna­öfl muni sitja um land­gæði og auð­lindir og flestu stjórnað að þeirra hætti milli kosn­inga með reglu­gerð­um. Það er með ólík­indum að þing­menn í flestum flokkum skuli yfir­sjást glæfra­skap­inn við inn­leið­ingu OP3 án virks auð­linda­á­kvæðis stjórn­ar­skrár og átta sig ekki á því að glopp­ótt stjórn­ar­skrá er einmitt það sem skýlir sér­hags­muna­öflum á upp­kaups,-og einka­væð­inga-árum orku­auð­lind­anna. Hið póli­tíska full­trú­ar­vald hefur þarna brugð­ist þjóð á sama hátt og við setn­ingu kvóta­kerf­is­ins á sínum tíma með frjálsu fram­sali og inn­leið­ingu veð­lag­anna.  

Auglýsing
Sagan sýnir að póli­tískt tengd sér­hags­muna­öfl munu berj­ast gegn sann­gjörnu auð­lind­ar­á­kvæði stjórn­ar­skrár og semja sér það, sér og sínum í vil og taka þar ein­ungis mið af allra nauð­syn­leg­ustu þörfum þjóðar og nátt­úru í stað heild­rænnar sann­girni með vernd­un­ar­sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi.  Til­laga for­manna flokk­anna og hand­stýrt sam­ráð nú, ber keim af þessum vinnu­brögð­um. Þetta hljómar eins og ætt­bálka­kennd óráðsía meðal van­þró­aðra þjóða en á sér því miður stoð í sögu íslenskra stjórn­mála í for­tíð og nútíð. Fátt minnir okkur meira á hversu stutt er síðan við vorum meðal fátæk­ari þjóða álf­unnar en einmitt Íslensk stjórn­ála­menn­ing og tók Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis sér­stak­lega á alvar­leika van­þroskaðra stjórn­mála í skýrslu sinn­i.  

Til vara

En vilji, tíma­bundið kjörn­ir, full­trúar þjóðar koma til móts við ákall umbjóð­enda sinna hvað auð­lind­ar­á­kvæði snert­ir, ber þeim skil­yrð­is­laust að gæta þess að nýtt auð­linda­á­kvæði sé í orð­anna hljóðan það sama og 34. gr. nýju stjórn­ar­skrár­innar sem Stjórn­laga­ráð samdi og þjóð hefur sam­þykkt. Hið sama á við um hverjar þær breyt­ingar á stjórn­ar­skrá sem framundan kunna að vera, að ekki er hægt að ganga gegn ákvæðum þeirrar nýju stjórn­ar­skrár sem þjóð hefur þegar kosið sér. Hugs­an­leg frá­vik eða breyt­ingar orða­lags mætti e.t.v. heim­ila, en að inn­tak og andi greina yrði sami, helst betri, en alls ekki lak­ari.  Þá er spurn­ingin þessi: Af hverju lög­leiðir full­trú­ar­valdið ekki þá nýju stjórn­ar­skrá sem þjóð hefur kosið sér í stað þess sjón­leiks sem nú er settur á svið?

Sögu­legur aðdrag­andi nýju stjórn­ar­skrár­inn­ar, -hrunið og bús­á­halda­bylt­ingin

Það virð­ist sem núver­andi rík­is­stjórn afneiti sögu­legum hörm­ungum þjóð­ar, hrun­inu fyrir 10 árum, sem á sér þó beina orsök í glopp­óttri stjórn­ar­skrá frá 1944 sam­kvæmt skýrslu RNA.

Rík­is­stjórn og Alþingi voru illa starf­hæf og komust stjórn­mála­menn ekki hjá því að heyra háværar kröfur fólks­ins sem barði potta og pönnur á Aust­ur­velli og víðar um land eftir hrun og kröfð­ust m.a. nýrrar stjórn­ar­skrár og að ráðs­menn öxl­uðu ábyrgð og létu af völd­um. Alþingi hafði ítrekað reynt að end­ur­skoða stjórn­ar­skrána frá 1944 en ekki getað lokið því vegna mis­klíðar og ósætt­is. Öllum hugs­andi mönnum var löngu ljóst að sér­hags­muna­öfl höfðu æ rík­ari hag af aðhalds­litlum leik­reglum gömlu stjórn­ar­skrár­innar í önd­vegi við þjóð sem lá í sárum hruns­ins. Tug­þús­undir Íslend­inga misstu heim­ili sín, lífs­af­komu og hrökkl­uð­ust úr landi. Nú, tíu árum síð­ar, eru bankar enn að bera fjöl­skyldur af heim­ilum sín­um.



Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis (RNA-­skýrslan, 2010, 8. bindi, bls. 184) setti hrunið í sam­hengi við stjórn­skip­un­ina og tók undir kröfur fólks­ins í land­inu um end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar. Svohljóð­andi er ein­róma ályktun Alþingis frá 28. októ­ber 2010:


„Al­þingi ályktar að skýrsla rann­sókn­ar­nefndar Alþingis verði höfð að leið­ar­ljósi í fram­tíð­inn­i,... að taka verði gagn­rýni á íslenska stjórn­mála­menn­ingu alvar­lega,...að skýrsla rann­sókn­ar­nefndar Alþingis sé áfell­is­dómur yfir stjórn­völd­um, stjórn­mála­mönnum og stjórn­sýslu, verk­lagi og skorti á form­fest­u.“

Það gleym­ist í umræð­unni að Alþingi studdi aðdrag­anda og til­urð nýju stjórn­ar­skrár­innar ein­róma. Alþingi ályktaði einum rómi 28. sept­em­ber 2010, með öllum 63 atkvæðum greidd­um, um nauð­syn end­ur­skoð­unar stjórn­ar­skrár lýð­veld­is­ins frá 1944.

Það er hljótt um þá fyrr­ver­andi og núver­andi þing­menn sem í upp­hafi studdu hið merka umbóta­ferli nýja Íslands eftir hrun.  Þið þing­menn sem einum rómi, 63 tals­ins greiddu atkvæði með því lýð­ræð­is­ferli sem mark­aði upp­haf hinnar nýju stjórn­ar­skrá. Eftir skoð­unum ykkar er nú ósk­að.:

Anna Mar­grét Guð­jóns­dótt­ir: já, 

Atli Gísla­son: já, 

Álf­heiður Inga­dótt­ir: já, 

Árni Páll Árna­son: já, 

Árni Johnsen: já, 

Árni Þór Sig­urðs­son: já, 

Ásbjörn Ótt­ars­son: já, 

Ásmundur Einar Daða­son: já, 

Ásta R. Jóhann­es­dótt­ir: já, 

Birgir Ármanns­son: já, 

Birgitta Jóns­dótt­ir: já, 

Birkir Jón Jóns­son: já, 

Bjarni Bene­dikts­son: já, 

Björn Valur Gísla­son: já, 

Einar K. Guð­finns­son: já, 

Eygló Harð­ar­dótt­ir: já, 

Guð­bjartur Hann­es­son: já, 

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son: já, 

Guð­mundur Stein­gríms­son: já, 

Gunnar Bragi Sveins­son: já, 

Helgi Hjörvar: já, 

Huld Aðal­bjarn­ar­dótt­ir: já, 

Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir: já, 

Jón Bjarna­son: já, 

Jón­ína Rós Guð­munds­dótt­ir: já, 

Katrín Jak­obs­dótt­ir: já, 

Katrín Júl­í­us­dótt­ir: já, 

Krist­ján Þór Júl­í­us­son: já, 

Krist­ján L. Möll­er: já, 

Lilja Raf­ney Magn­ús­dótt­ir: já, 

Lilja Mós­es­dótt­ir: já, 

Magnús Orri Schram: já, 

Mar­grét Pét­urs­dótt­ir: já, 

Mar­grét Tryggva­dótt­ir: já, 

Mörður Árna­son: já, 

Oddný G. Harð­ar­dótt­ir: já, 

Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ir: já, 

Ólöf Nor­dal: já, 

Pétur H. Blön­dal: já, 

Ragn­heiður E. Árna­dótt­ir: já, 

Ragn­heiður Rík­harðs­dótt­ir: já, 

Róbert Mars­hall: já, 

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son: já, 

Sig­mundur Ernir Rún­ars­son: já, 

Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir: já, 

Sig­urður Ingi Jóhanns­son: já, 

Sig­urður Kári Krist­jáns­son: já, 

Siv Frið­leifs­dótt­ir: já, 

Skúli Helga­son: já, 

Stein­grímur J. Sig­fús­son: já, 

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir: já, 

Tryggvi Þór Her­berts­son: já, 

Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir: já, 

Val­gerður Bjarna­dótt­ir: já, 

Vig­dís Hauks­dótt­ir: já, 

Víðir Smári Pet­er­sen: já, 

Þor­gerður K. Gunn­ars­dótt­ir: já, 

Þór Saari: já, 

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir: já, 

Þrá­inn Ber­tels­son: já, 

Þur­íður Back­man: já, 

Ögmundur Jón­as­son: já, 

Össur Skarp­héð­ins­son: já

Kæru fram­an­greindu þing­menn, fyrr­ver­andi og núver­andi full­trúar almenn­ings, eftir röddum ykkar er nú ósk­að.



Um Íslenska stjórn­mála­menn­ing­u: 

Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis (2010, 8.bindi, bls. 179) II. 5

„..........Þau dæmi sem tekin hafa verið hér að framan um við­brögð og verk­lag í íslensku stjórn­kerfi eru til marks um ákveðna stjórn­mála­menn­ingu. Eitt ein­kenni hennar er að for­ingjar eða odd­vitar flokk­anna leika lyk­il­hlut­verk en hinn almenni þing­maður er atkvæða­lít­ill. Um það segir íslenskur stjórn­mála­maður með langan feril úr póli­tík­inni: -„Auð­vitað er það svo að flokks­ræðið nán­ast í öllum stjórn­mála­flokk­unum hefur þró­ast í ofur­vald for­ingj­ans og klíkunn­ar. Þess vegna er lýð­ræðið okkar svona brot­hætt og veikt og ég velti því fyrir mér hvort í raun­inni þurfi ekki að stíga mörg sterk skref vegna þess­arar reynslu til að tryggja sterk­ari stjórn­mála­menn og minna for­ingjaræð­i.“- Stjórn­mála­menn draga hins vegar ávallt dám af þeirri stjórn­mála­menn­ingu sem þeir lifa og hrærast í. Séu stjórnsið­irnir slæmir og stjórn­kerfið veikt geta sterkir stjórn­mála­menn verið vara­sam­ir. Í for­ingjaræði verður hlutur lög­gjaf­ar­þings­ins einkum að afgreiða mál sem und­ir­búin hafa verið í litlum hópi lyk­il­manna. Þannig gegnir þingið form­legu lög­gjaf­ar­hlut­verki sínu, en bæði umræðu­hlut­verkið og eft­ir­lits­hlut­verkið eru van­rækt.“

Auglýsing
Síðan segir í skýrslu RNA:

Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis (2010, 8. bindi, bls. 180)


„Mikið ráð­herraræði eykur lík­urnar á ger­ræð­is­legum ákvörð­unum sem efla vald við­kom­andi stjórn­mála­manns. Þetta helst gjarnan í hendur við þrönga sýn á lýð­ræðið sem felst í því að stjórn­mála­menn beri verk sín reglu­lega undir dóm kjós­enda og þess á milli eigi þeir að hafa frjálsar hendur um það hvernig þeir fara með völd sín, svo lengi sem þeir halda sig innan ramma lag­anna. Þetta er afar þröng sýn á lýð­ræð­is­legt lög­mæti stjórn­ar­hátta. Það er mik­il­vægur hluti af lýð­ræð­is­legum stjórn­ar­háttum að haga ákvörð­unum stjórn­valda jafnan þannig að þær stand­ist skoðun og séu teknar í sæmi­legri sátt við þá sem málið varð­ar. Frá því sjón­ar­miði séð krefj­ast lýð­ræð­is­legir stjórn­ar­hættir þess að mál séu fag­lega und­ir­bú­in, ígrunduð og vel kynnt, en ekki bara að verk stjórn­mála­manna séu lögð í dóm kjós­enda í lok kjör­tíma­bils.“

Álykt­anir og lær­dóm­ar:

Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis (2010, 8. bindi, bls. 184) „Ís­lensk stjórn­mála­menn­ing er van­þroskuð og ein­kenn­ist af miklu valdi ráð­herra og odd­vita stjórn­ar­flokk­anna. Þingið rækir illa umræðu­hlut­verk sitt vegna ofurá­herslu á kapp­ræðu þar sem þekk­ing og rök­ræður víkja fyrir hern­að­ar­list og valda­klækj­um. Þingið er líka illa í stakk búið til þess að rækja eft­ir­lits­hlut­verk sitt, meðal ann­ars vegna ofríkis meiri­hlut­ans og fram­kvæmd­ar­valds­ins, sem og skorts á fag­legu bak­landi fyrir þing­ið. Skortur á fag­mennsku og van­trú á fræði­legum rök­semdum er mein í íslenskum stjórn­mál­um. And­vara­leysi hefur verið ríkj­andi gagn­vart því hvernig vald í krafti auðs hefur safn­ast á fárra hendur og ógnað lýð­ræð­is­legum

stjórn­ar­hátt­u­m.“



Lær­dóm­ar: 

Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis (2010, 8. bindi, bls. 184):

„Leita þarf leiða til þess að styrkja sið­ferð­is­vit­und stjórn­mála­manna og auka virð­ingu þeirra fyrir góðum stjórn­sið­um. Í því skyni þyrftu þing­menn meðal ann­ars að setja sér siða­reglur og skýra þar

með fyrir sjálfum sér og almenn­ingi hvernig þeir skilja meg­in­skyldur sínar og ábyrgð.“ „Draga þarf úr ráð­herraræði og styrkja eft­ir­lits­hlut­verk Alþing­is.“ „Efla þarf góða rök­ræðu­siði meðal þjóð­ar­innar og kjör­inna full­trúa henn­ar. Í því skyni þyrfti að vinna skipu­lega að því í skólum lands­ins að búa nem­endur undir þát­töku í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi með þjálfun í mál­efna­legri rök­ræðu og skoð­ana­skipt­u­m.“

„Taka þarf stjórn­ar­skrána til skipu­legrar end­ur­skoð­unar í því skyni að treysta grund­vall­ar­at­riði lýð­ræð­is­sam­fé­lags­ins og skýra betur meg­in­skyld­ur, ábyrgð og hlut­verk vald­hafa.“

Fram­an­greindar til­vitn­anir í sann­leiks­skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis stað­festir þá til­vist­ar­kreppu sem full­trúa­lýð­ræðið er í og almenn­ingi stendur ógn af. 

Hin nýja Íslenska stjórn­ar­skrá er lýð­ræð­is­lega unnin og vönd­uð 

Í skýrslu alþjóð­legs rann­sókn­arteym­is, sem stundar sam­an­burð­ar­rann­sóknir á stjórn­ar­skrám heims­ins (The Comparative Constitutions Project), er nið­ur­staða pró­fess­or­anna Zachary Elk­ins við háskól­ann í Texas, Tom Gins­burg við háskól­ann í Chicago og James Melton við Uni­versity Col­lege í London þessi:

„End­ur­skoð­un­ar­ferli stjórn­ar­skrár Íslands hefur ein­kennst af ákaf­lega mik­illi nýbreytni og víð­tækri þát­töku. Þótt frum­varpið standi traustum fótum í stjórn­skip­un­ar­hefð Íslands eins og hún birt­ist í stjórn­ar­skránni frá árinu 1944 end­ur­speglar það einnig umtals­vert fram­lag almenn­ings til verks­ins og myndi marka mik­il­vægt tákn­rænt upp­gjör við liðna tíð. Frum­varpið er einnig í fremstu röð hvað varðar að tryggja aðild almenn­ings að ákvörð­unum stjórn­valda. Við teljum að sá þáttur hafi stuðlað að lang­lífi stjórn­skip­un­ar­laga í öðrum lönd­um.“

Lawrence Lessic er kunnur fræði­maður og pró­fessor í lögum við Harvard Háskóla. Lessic hefur lagt sig fram um að kynn­ast stjórn­ar­skrár­ferli nýju stórn­ar­skrár­innar og tjáð sig um það hér­lendis og víð­ar.  Hér eru athygli­verðir hlekkir á tvö af hans mynd­böndum um nýju Íslensku stjórn­ar­skrána.:





Frh. ll & lll verður af grein­inni, Að skilja okkur sjálf.

Höf­undur er áhuga­maður um betra líf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar