Eiga sölu- og markaðsmál samleið?

Guðmundur Halldór Björnsson segir að ef hámarka eigi árangur af markaðsstarfi sé vænlegast að láta eiginleika vörumerkis, söluráðanir og vörumerkjatengingar spila saman.

Auglýsing

Ég var að hlusta á við­tal við Steinar Þór Ólafs­son mark­aðs­stjóra Skelj­ungs í Jóns hlað­varp­inu sem fjallar um mark­aðs­mál. Við­talið var áhuga­vert og gaman að heyra í fólki sem brennur fyrir mark­aðs­mál.

Það var eitt atriði sem vakti sér­stak­lega áhuga minn en það var pæl­ingin hans Stein­ars um að sölu- og mark­aðs­mál eigi ekki sam­leið.

Hér að neðan má sjá hvað Steinar hafði að segja um mál­ið:

Auglýsing

„Það er alltaf verið að steyta saman sölu og mark­aðs­sviði. Sölu- og mark­aðs­mál eiga ekki mikið sam­an. Sölu­mennska er skamm­tíma­drif­in… á meðan hlut­verk mark­aðs­fólks er að að standa vörð um vöru­merki og passa upp á ásýnd­ina… Ég held að mannauðs­málin og mark­aðs­málin eigi miklu meira sam­an… fólk man eftir frá­bærri þjón­ust­u…”.

Þarna get ég ekki tekið undir með Stein­ari. Auð­vitað getur það skipt máli hvert mark­aðs­lega við­fangs­efnið er, hve mikil sala hefur áhrif á mark­aðs­starfið en ég hef ekki enn upp­lifað í mínu starfi að sölu- og mark­aðs­mál eigi ekki mikið sam­an.

Hér eru nokkur rök fyrir því.

Ég trúi því að lang­tíma­ár­angur af mark­aðs­starfi náist ekki ef að skamm­tíma­ár­angur er ekki til staðar eða öfugt og hef í mínum störfum í gegnum tíð­ina upp­lifað það. Rann­sóknir hafa líka sýnt fram á jákvæð tengsl þarna á milli. Sölu­mennska er oft lyk­il­þáttur til að tryggja að skamm­tíma mark­miðum sé náð og á það sér­stak­lega við ef verið er að mark­aðs­setja vör­ur/­þjón­ustu þar sem kaup eru það flókin að við­skipta­vin­ur­inn treystir sér t.d. ekki í að hefja sam­tal­ið.

Steinar nefnir í við­tal­inu að hlut­verk mark­aðs­fólks sé „að standa vörð um vöru­merki og passa upp á ásýnd”. Þetta er ágæt lýs­ing á starfi mark­aðs­fólks. En til glöggv­unar er gott að brjóta þetta meira nið­ur. Vöru­merkja­stjórnun snýst um að við­halda/auka vit­und og ímynd vöru­merkja. Til þess að hafa áhrif á vit­und og ímynd vöru­merkja er mark­aðs­fólk með tól sem skipt­ast upp í þrjá flokka:

  1. Eig­in­leikar vöru­merkis (t.d nafn, merki, lit­ur, slag­orð og annað sem teng­ist vöru­merk­inu sem slíku)
  2. Sölu­ráð­arnir (Vara, verð, sala/dreif­ing, kynn­ing/al­manna­tengsl og þjón­usta)
  3. Vöru­merkja­teng­ingar

Ef hámarka á árangur af mark­aðs­starf­inu er væn­leg­ast að láta alla þessa þætti spila saman og því erfitt að halda því fram að sala og mark­aðs­mál eigi ekki sam­leið. 

Að lokum vil ég benda á það fyrir þá sem eru að velta fyrir sér breyt­ingu á skipu­riti að hafa helst alla sölu­ráð­ana á sama sviði til að stytta boð­leiðir og auka sam­vinnu. Ég lofa því að árangur af mark­aðs­starf­inu verður betri.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar