Eiga sölu- og markaðsmál samleið?

Guðmundur Halldór Björnsson segir að ef hámarka eigi árangur af markaðsstarfi sé vænlegast að láta eiginleika vörumerkis, söluráðanir og vörumerkjatengingar spila saman.

Auglýsing

Ég var að hlusta á við­tal við Steinar Þór Ólafs­son mark­aðs­stjóra Skelj­ungs í Jóns hlað­varp­inu sem fjallar um mark­aðs­mál. Við­talið var áhuga­vert og gaman að heyra í fólki sem brennur fyrir mark­aðs­mál.

Það var eitt atriði sem vakti sér­stak­lega áhuga minn en það var pæl­ingin hans Stein­ars um að sölu- og mark­aðs­mál eigi ekki sam­leið.

Hér að neðan má sjá hvað Steinar hafði að segja um mál­ið:

Auglýsing

„Það er alltaf verið að steyta saman sölu og mark­aðs­sviði. Sölu- og mark­aðs­mál eiga ekki mikið sam­an. Sölu­mennska er skamm­tíma­drif­in… á meðan hlut­verk mark­aðs­fólks er að að standa vörð um vöru­merki og passa upp á ásýnd­ina… Ég held að mannauðs­málin og mark­aðs­málin eigi miklu meira sam­an… fólk man eftir frá­bærri þjón­ust­u…”.

Þarna get ég ekki tekið undir með Stein­ari. Auð­vitað getur það skipt máli hvert mark­aðs­lega við­fangs­efnið er, hve mikil sala hefur áhrif á mark­aðs­starfið en ég hef ekki enn upp­lifað í mínu starfi að sölu- og mark­aðs­mál eigi ekki mikið sam­an.

Hér eru nokkur rök fyrir því.

Ég trúi því að lang­tíma­ár­angur af mark­aðs­starfi náist ekki ef að skamm­tíma­ár­angur er ekki til staðar eða öfugt og hef í mínum störfum í gegnum tíð­ina upp­lifað það. Rann­sóknir hafa líka sýnt fram á jákvæð tengsl þarna á milli. Sölu­mennska er oft lyk­il­þáttur til að tryggja að skamm­tíma mark­miðum sé náð og á það sér­stak­lega við ef verið er að mark­aðs­setja vör­ur/­þjón­ustu þar sem kaup eru það flókin að við­skipta­vin­ur­inn treystir sér t.d. ekki í að hefja sam­tal­ið.

Steinar nefnir í við­tal­inu að hlut­verk mark­aðs­fólks sé „að standa vörð um vöru­merki og passa upp á ásýnd”. Þetta er ágæt lýs­ing á starfi mark­aðs­fólks. En til glöggv­unar er gott að brjóta þetta meira nið­ur. Vöru­merkja­stjórnun snýst um að við­halda/auka vit­und og ímynd vöru­merkja. Til þess að hafa áhrif á vit­und og ímynd vöru­merkja er mark­aðs­fólk með tól sem skipt­ast upp í þrjá flokka:

  1. Eig­in­leikar vöru­merkis (t.d nafn, merki, lit­ur, slag­orð og annað sem teng­ist vöru­merk­inu sem slíku)
  2. Sölu­ráð­arnir (Vara, verð, sala/dreif­ing, kynn­ing/al­manna­tengsl og þjón­usta)
  3. Vöru­merkja­teng­ingar

Ef hámarka á árangur af mark­aðs­starf­inu er væn­leg­ast að láta alla þessa þætti spila saman og því erfitt að halda því fram að sala og mark­aðs­mál eigi ekki sam­leið. 

Að lokum vil ég benda á það fyrir þá sem eru að velta fyrir sér breyt­ingu á skipu­riti að hafa helst alla sölu­ráð­ana á sama sviði til að stytta boð­leiðir og auka sam­vinnu. Ég lofa því að árangur af mark­aðs­starf­inu verður betri.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Unnið að því að leggja niður Neytendastofu
Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.
Kjarninn 28. október 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála.
Tekjufallsstyrkir til ferðaþjónustunnar áætlaðir 3,5 milljarðar króna
Leiðsögumenn og aðrir litlir rekstraraðilar eiga rétt á að fá allt að 400 þúsund krónur á mánuði í tekjufallsstyrki fyrir hvert stöðugildi í allt að 18 mánuði. Kostnaður vegna styrka til ferðaþjónustu hefur nú verið áætlaður.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar