Eiga sölu- og markaðsmál samleið?

Guðmundur Halldór Björnsson segir að ef hámarka eigi árangur af markaðsstarfi sé vænlegast að láta eiginleika vörumerkis, söluráðanir og vörumerkjatengingar spila saman.

Auglýsing

Ég var að hlusta á við­tal við Steinar Þór Ólafs­son mark­aðs­stjóra Skelj­ungs í Jóns hlað­varp­inu sem fjallar um mark­aðs­mál. Við­talið var áhuga­vert og gaman að heyra í fólki sem brennur fyrir mark­aðs­mál.

Það var eitt atriði sem vakti sér­stak­lega áhuga minn en það var pæl­ingin hans Stein­ars um að sölu- og mark­aðs­mál eigi ekki sam­leið.

Hér að neðan má sjá hvað Steinar hafði að segja um mál­ið:

Auglýsing

„Það er alltaf verið að steyta saman sölu og mark­aðs­sviði. Sölu- og mark­aðs­mál eiga ekki mikið sam­an. Sölu­mennska er skamm­tíma­drif­in… á meðan hlut­verk mark­aðs­fólks er að að standa vörð um vöru­merki og passa upp á ásýnd­ina… Ég held að mannauðs­málin og mark­aðs­málin eigi miklu meira sam­an… fólk man eftir frá­bærri þjón­ust­u…”.

Þarna get ég ekki tekið undir með Stein­ari. Auð­vitað getur það skipt máli hvert mark­aðs­lega við­fangs­efnið er, hve mikil sala hefur áhrif á mark­aðs­starfið en ég hef ekki enn upp­lifað í mínu starfi að sölu- og mark­aðs­mál eigi ekki mikið sam­an.

Hér eru nokkur rök fyrir því.

Ég trúi því að lang­tíma­ár­angur af mark­aðs­starfi náist ekki ef að skamm­tíma­ár­angur er ekki til staðar eða öfugt og hef í mínum störfum í gegnum tíð­ina upp­lifað það. Rann­sóknir hafa líka sýnt fram á jákvæð tengsl þarna á milli. Sölu­mennska er oft lyk­il­þáttur til að tryggja að skamm­tíma mark­miðum sé náð og á það sér­stak­lega við ef verið er að mark­aðs­setja vör­ur/­þjón­ustu þar sem kaup eru það flókin að við­skipta­vin­ur­inn treystir sér t.d. ekki í að hefja sam­tal­ið.

Steinar nefnir í við­tal­inu að hlut­verk mark­aðs­fólks sé „að standa vörð um vöru­merki og passa upp á ásýnd”. Þetta er ágæt lýs­ing á starfi mark­aðs­fólks. En til glöggv­unar er gott að brjóta þetta meira nið­ur. Vöru­merkja­stjórnun snýst um að við­halda/auka vit­und og ímynd vöru­merkja. Til þess að hafa áhrif á vit­und og ímynd vöru­merkja er mark­aðs­fólk með tól sem skipt­ast upp í þrjá flokka:

  1. Eig­in­leikar vöru­merkis (t.d nafn, merki, lit­ur, slag­orð og annað sem teng­ist vöru­merk­inu sem slíku)
  2. Sölu­ráð­arnir (Vara, verð, sala/dreif­ing, kynn­ing/al­manna­tengsl og þjón­usta)
  3. Vöru­merkja­teng­ingar

Ef hámarka á árangur af mark­aðs­starf­inu er væn­leg­ast að láta alla þessa þætti spila saman og því erfitt að halda því fram að sala og mark­aðs­mál eigi ekki sam­leið. 

Að lokum vil ég benda á það fyrir þá sem eru að velta fyrir sér breyt­ingu á skipu­riti að hafa helst alla sölu­ráð­ana á sama sviði til að stytta boð­leiðir og auka sam­vinnu. Ég lofa því að árangur af mark­aðs­starf­inu verður betri.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar