Skaðabótalögin eru úrelt og þau verður að endurskoða

Aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands hvetur nýjan dómsmálaráðherra til að endurskoða skaðabótalögin. Um verulega hagsmuni almennings sé að ræða enda fjármagni hann kerfið með iðgjöldum.

Auglýsing

Í þó nokkurn tíma hefur farið fram umræða um nauð­syn þess að end­ur­skoða skaða­bóta­lögin nr. 50/1993. Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son fyrr­ver­andi dóm­ari við Lands­rétt og Eiríkur Jóns­son fyrr­ver­andi pró­fessor í lögum og núver­andi dóm­ari við Lands­rétt hafa báðir fært sann­fær­andi rök fyrir því í greinum á árunum 2014 og 2015 að skaða­bóta­lögin eru úrelt. Ljóst er að raun­veru­leg hætta er á því að rangar bætur fyrir lík­ams­tjón séu greiddar sam­kvæmt lög­un­um. Þetta þýðir með öðrum orðum að sumir fá of lágar bætur en aðrir of háar. Um veru­legar fjár­hæðir getur verið að ræða enda eru slys hér á landi, einkum umferð­ar­slys og vinnu­slys, mörg þús­und á ári. Bóta­greiðslur og umsýsla þeirra hafa mikil áhrif á iðgjöld meiri­hluta lands­manna. 

Íslensku skaða­bóta­lögin sem tóku gildi árið 1993 voru rétt­ar­bót. Fyr­ir­mynd þeirra voru dönsku skaða­bóta­lögin frá 1984. Fram að laga­setn­ing­unni hafði að mestu verið byggt á ólög­festum regl­um. Með lög­unum voru reglur um ákvörðun bóta fyrir lík­ams­tjón end­ur­bætt­ar, þar á meðal tjón vegna missis fram­fær­anda. Þau færðu til nútíma­horfs reglur um tengsl skaða­bóta­réttar og ann­arra bóta­úr­ræða. Loks inni­héldu þau ákvæði sem gerðu dóm­stólum kleift að taka eðli­legt til­lit til hags­muna þeirra sem valda tjóni eða bera af öðrum ástæðum skaða­bóta­á­byrgð. Lögin voru nokkuð umdeild á sínum tíma og á þeim hafa verið gerðar nokkrar breyt­ing­ar, sú viða­mesta árið 1999. Síðan þá hafa þau að mestu staðið óbreytt.

Í kjöl­far greina þeirra Eiríks Jóns­sonar og Vil­hjálms H. Vil­hjálms­sonar hóf dóms­mála­ráðu­neytið end­ur­skoðun á þeim atriðum lag­anna sem ráðu­neytið taldi sam­hljóm um að breyta strax, einkum for­sendur svo­kall­aðs marg­feld­is­stuð­uls, lág­marks- og hámarks­árs­tekna, vísi­tölu­teng­ingar fjár­hæða og frá­dráttar vegna líf­eyr­is­sjóðs­greiðslna.

Auglýsing

Ráðu­neytið fékk Eirík Jóns­son til að semja frum­varp um breyt­ingar á þessum atrið­um. Í febr­úar 2017 var skip­aður ráð­gjaf­ar­hópur Eiríki og ráðu­neyt­inu til ráð­gjafar við end­ur­skoð­un­ina. Í hópnum sátu Anna Dögg Her­manns­dóttir hdl., til­nefnd af Sam­tökum fjár­mála­fyr­ir­tækja, Bergur Þorri Benja­míns­son við­skipta­fræð­ing­ur, til­nefndur af Sjálfs­björg, Elsa Rún Gísla­dóttir lög­fræð­ing­ur, til­nefnd af Sjúkra­trygg­ingum Íslands, Sig­ur­jón Unnar Sveins­son hdl., til­nefndur af Öryrkja­banda­lagi Íslands, og Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son fyrr­ver­andi dóm­ari (þá starf­andi hrl.), til­nefndur af Lög­manna­fé­lagi Íslands. Vig­fús Ásgeirs­son trygg­inga­stærð­fræð­ingur ann­að­ist útreikn­inga sem lúta að marg­feld­is­stuðli lag­anna, en þeir byggð­ust m.a. á útreikn­ingum sem rík­is­skatt­stjóri gerði af þessu til­efni. Vig­fús ann­að­ist einnig kostn­að­ar­grein­ingu á grund­velli gagna frá trygg­inga­fé­lög­un­um. 

Í kjöl­far vand­aðrar vinnu Eiríks og ráð­gjafa­hóps­ins var lagt fram frum­varp á Alþingi þann 23. mars 2018 sem laut ein­ungis að breyt­ingum á fyrr­nefndum atrið­um. Sam­kvæmt grein­ar­gerð með frum­varp­inu var öllum sem komu að þess­ari vinnu ljóst að frek­ari end­ur­skoðun væri nauð­syn­leg, m.a. á því hvernig staðið er að mats­gerð­um, greiðslu sjúkra­kostn­aðar og ann­ars fjár­tjóns auk fyr­ir­komu­lags við end­ur­upp­töku mála. Frum­varpið dag­aði uppi eftir að hafa verið vísað til alls­herj­ar­nefnd­ar. 

Því búum við enn við það ástand að vátrygg­inga­fé­lög (í und­an­tekn­ing­ar­til­fellum aðr­ir) greiða að öllum lík­indum rangar bætur vegna lík­ams­tjóna sam­kvæmt skaða­bóta­lög­un­um. Ef ekki er vilji til að leggja frum­varpið aftur fram í óbreyttri mynd blasir a.m.k. við að hefja þarf strax heild­ar­end­ur­skoðun lag­anna. Við þá vinnu þyrfti auk fyrr­nefndra atriða að skoða kosti og galla þess að taka upp í lögin svipuð ákvæði og finna má í dönsku skaða­bóta­lög­un­um. Þar eru almennt ekki greiddar bætur fyrir var­an­lega örorku þegar örorkan er metin 15% eða lægri. Svokölluð lágör­orku­slys, þar sem var­an­leg örorka er metin frá 5-15%, eru langstærsti hluti heild­ar­bóta­greiðslna vátrygg­inga­fé­lag­anna. Því er eðli­legt í ljósi reynslu okkar á fram­kvæmd skaða­bóta­lag­anna að þetta atriði verði skoðað sér­stak­lega. Loks er brýnt að rýna í og greina þann mikla kostnað sem er sam­fara upp­gjöri slysa­bóta. 

Ég vil því hvetja nýjan dóms­mála­ráð­herra til þess að huga sem fyrst að þessum mál­um. Um veru­lega hags­muni almenn­ings er að ræða sem fjár­magnar kerfið með iðgjöld­um.

Höf­undur er hrl. og aðjúnkt við laga­deild Háskóla Íslands þar sem hann kennir skaða­bóta- og vátrygg­inga­rétt.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar