Skaðabótalögin eru úrelt og þau verður að endurskoða

Aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands hvetur nýjan dómsmálaráðherra til að endurskoða skaðabótalögin. Um verulega hagsmuni almennings sé að ræða enda fjármagni hann kerfið með iðgjöldum.

Auglýsing

Í þó nokkurn tíma hefur farið fram umræða um nauð­syn þess að end­ur­skoða skaða­bóta­lögin nr. 50/1993. Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son fyrr­ver­andi dóm­ari við Lands­rétt og Eiríkur Jóns­son fyrr­ver­andi pró­fessor í lögum og núver­andi dóm­ari við Lands­rétt hafa báðir fært sann­fær­andi rök fyrir því í greinum á árunum 2014 og 2015 að skaða­bóta­lögin eru úrelt. Ljóst er að raun­veru­leg hætta er á því að rangar bætur fyrir lík­ams­tjón séu greiddar sam­kvæmt lög­un­um. Þetta þýðir með öðrum orðum að sumir fá of lágar bætur en aðrir of háar. Um veru­legar fjár­hæðir getur verið að ræða enda eru slys hér á landi, einkum umferð­ar­slys og vinnu­slys, mörg þús­und á ári. Bóta­greiðslur og umsýsla þeirra hafa mikil áhrif á iðgjöld meiri­hluta lands­manna. 

Íslensku skaða­bóta­lögin sem tóku gildi árið 1993 voru rétt­ar­bót. Fyr­ir­mynd þeirra voru dönsku skaða­bóta­lögin frá 1984. Fram að laga­setn­ing­unni hafði að mestu verið byggt á ólög­festum regl­um. Með lög­unum voru reglur um ákvörðun bóta fyrir lík­ams­tjón end­ur­bætt­ar, þar á meðal tjón vegna missis fram­fær­anda. Þau færðu til nútíma­horfs reglur um tengsl skaða­bóta­réttar og ann­arra bóta­úr­ræða. Loks inni­héldu þau ákvæði sem gerðu dóm­stólum kleift að taka eðli­legt til­lit til hags­muna þeirra sem valda tjóni eða bera af öðrum ástæðum skaða­bóta­á­byrgð. Lögin voru nokkuð umdeild á sínum tíma og á þeim hafa verið gerðar nokkrar breyt­ing­ar, sú viða­mesta árið 1999. Síðan þá hafa þau að mestu staðið óbreytt.

Í kjöl­far greina þeirra Eiríks Jóns­sonar og Vil­hjálms H. Vil­hjálms­sonar hóf dóms­mála­ráðu­neytið end­ur­skoðun á þeim atriðum lag­anna sem ráðu­neytið taldi sam­hljóm um að breyta strax, einkum for­sendur svo­kall­aðs marg­feld­is­stuð­uls, lág­marks- og hámarks­árs­tekna, vísi­tölu­teng­ingar fjár­hæða og frá­dráttar vegna líf­eyr­is­sjóðs­greiðslna.

Auglýsing

Ráðu­neytið fékk Eirík Jóns­son til að semja frum­varp um breyt­ingar á þessum atrið­um. Í febr­úar 2017 var skip­aður ráð­gjaf­ar­hópur Eiríki og ráðu­neyt­inu til ráð­gjafar við end­ur­skoð­un­ina. Í hópnum sátu Anna Dögg Her­manns­dóttir hdl., til­nefnd af Sam­tökum fjár­mála­fyr­ir­tækja, Bergur Þorri Benja­míns­son við­skipta­fræð­ing­ur, til­nefndur af Sjálfs­björg, Elsa Rún Gísla­dóttir lög­fræð­ing­ur, til­nefnd af Sjúkra­trygg­ingum Íslands, Sig­ur­jón Unnar Sveins­son hdl., til­nefndur af Öryrkja­banda­lagi Íslands, og Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son fyrr­ver­andi dóm­ari (þá starf­andi hrl.), til­nefndur af Lög­manna­fé­lagi Íslands. Vig­fús Ásgeirs­son trygg­inga­stærð­fræð­ingur ann­að­ist útreikn­inga sem lúta að marg­feld­is­stuðli lag­anna, en þeir byggð­ust m.a. á útreikn­ingum sem rík­is­skatt­stjóri gerði af þessu til­efni. Vig­fús ann­að­ist einnig kostn­að­ar­grein­ingu á grund­velli gagna frá trygg­inga­fé­lög­un­um. 

Í kjöl­far vand­aðrar vinnu Eiríks og ráð­gjafa­hóps­ins var lagt fram frum­varp á Alþingi þann 23. mars 2018 sem laut ein­ungis að breyt­ingum á fyrr­nefndum atrið­um. Sam­kvæmt grein­ar­gerð með frum­varp­inu var öllum sem komu að þess­ari vinnu ljóst að frek­ari end­ur­skoðun væri nauð­syn­leg, m.a. á því hvernig staðið er að mats­gerð­um, greiðslu sjúkra­kostn­aðar og ann­ars fjár­tjóns auk fyr­ir­komu­lags við end­ur­upp­töku mála. Frum­varpið dag­aði uppi eftir að hafa verið vísað til alls­herj­ar­nefnd­ar. 

Því búum við enn við það ástand að vátrygg­inga­fé­lög (í und­an­tekn­ing­ar­til­fellum aðr­ir) greiða að öllum lík­indum rangar bætur vegna lík­ams­tjóna sam­kvæmt skaða­bóta­lög­un­um. Ef ekki er vilji til að leggja frum­varpið aftur fram í óbreyttri mynd blasir a.m.k. við að hefja þarf strax heild­ar­end­ur­skoðun lag­anna. Við þá vinnu þyrfti auk fyrr­nefndra atriða að skoða kosti og galla þess að taka upp í lögin svipuð ákvæði og finna má í dönsku skaða­bóta­lög­un­um. Þar eru almennt ekki greiddar bætur fyrir var­an­lega örorku þegar örorkan er metin 15% eða lægri. Svokölluð lágör­orku­slys, þar sem var­an­leg örorka er metin frá 5-15%, eru langstærsti hluti heild­ar­bóta­greiðslna vátrygg­inga­fé­lag­anna. Því er eðli­legt í ljósi reynslu okkar á fram­kvæmd skaða­bóta­lag­anna að þetta atriði verði skoðað sér­stak­lega. Loks er brýnt að rýna í og greina þann mikla kostnað sem er sam­fara upp­gjöri slysa­bóta. 

Ég vil því hvetja nýjan dóms­mála­ráð­herra til þess að huga sem fyrst að þessum mál­um. Um veru­lega hags­muni almenn­ings er að ræða sem fjár­magnar kerfið með iðgjöld­um.

Höf­undur er hrl. og aðjúnkt við laga­deild Háskóla Íslands þar sem hann kennir skaða­bóta- og vátrygg­inga­rétt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar