Ævintýrið í Lykkeland að fjara út?

Sögu ExxonMobil í Noregi má rekja allt aftur til dags verkalýðsins 1. maí 1893.

Auglýsing

Orkan okkar gerir nú strand­högg á norska land­grunn­inu. Er þá að sjálf­sögðu átt við kaup fyr­ir­tæk­is­ins Vår Energi á eignum Exxon­Mobil í norska olíu­iðn­að­in­um. Þetta eru tals­verð tíma­mót, því Exxon­Mobil ásamt und­an­förum þess risa­stóra olíu­fyr­ir­tækis eiga meira en hund­rað ára við­skipta­sögu í Nor­egi. Þeiri löngu sögu virð­ist nú vera að ljúka.

Sögu Exxon­Mobil í Nor­egi má rekja allt aftur til dags verka­lýðs­ins 1. maí 1893. Þegar fyr­ir­tæki á vegum olíu­ljúf­lings­ins John D. Rockefeller byrj­aði að selja norskum frændum okkar olíu­af­urðir. Það gerði hann í gegnum norskt dótt­ur­fé­lag Stand­ard Oil sam­steypunnar og var þetta norska félag nefnt því hóg­væra nafni Olíu­fé­lag Aust­ur­lands. Eða öllu heldur Øst­land­ske Petr­o­leumscompagni. Það ágæta félag varð síðar hluti af norska armi Esso, sem síðar varð hluti af Exxon, sem enn síðar varð hluti af Exxon­Mobil. 

Og nú eftir 126 ára starf­semi í Nor­egi er Exxon­Mobil sem sagt á förum! Þetta er ennþá athygl­is­verð­ara í ljósi þess að þarna fylgir Exxon­Mobil í kjöl­far ann­arra banda­rískra olíu­fé­laga sem hafa verið að kveðja Noreg upp á síðkast­ið. Stutt er síðan Chevron ákvað að yfir­gefa norska land­grunnið. Og meira að segja ConocoPhillips virð­ist áhuga­samt um að minnka veru­lega umsvif sín á evr­ópska land­grunn­inu.

Auglýsing

Umrædd sala banda­rísku félag­anna á eignum sínum í Nor­egi kemur lík­lega einkum til af því að þetta eru félög sem eru sífellt á tánum að leita bestu tæki­fær­anna til að græða aðeins meiri pen­ing. Og nú sjá þau tæki­færi í því að færa fjár­muni frá norsku olíu­svæð­unum yfir í arð­bær­ari vinnslu og þá einkum olíu­vinnslu með s.k. berg­broti (fract­uring) í Texas og víðar í Banda­ríkj­un­um. 

Sam­dráttur banda­rísku olíu­fé­lag­anna í norsku lög­sög­unni felur í sér mjög stór við­skipti. Sala Exxon­Mobil á norskum eignum sínum nú nýverið nam t.a.m. hátt í jafn­gildi 500 millj­arða íslenskra króna. Meðal eign­anna var hluti í mik­il­vægum olíu­svæðum líkt og Grana, Snorra, Fram og Orm­inum langa. Og kaup­and­inn er sem sagt Vår Energi, þar sem ítalska orku­fyr­ir­tækið Eni er í lyk­il­hlut­verki. Svo virð­ist sem Ítal­irnir vilji, öfugt við banda­rísku félög­in, styrkja stöðu sína á norska land­grunn­inu, en þar hafa þeir ítölsku reyndar verið í smá ves­eni með hánorð­ur­svæðið sitt í Barents­hafi kennt við ris­ann Gol­íat.

Mestu tíð­indin við minnk­andi áhuga banda­rískra olíu­fé­laga á norsku lög­sög­unni er þó lik­lega fjar­vera ConocoPhillips (og fleiri banda­rískra stór­fyr­ir­tækja) í nýlegum útboðum á norskum leit­ar- og vinnslu­leyfum á norska land­grunn­inu. Þarna vekur nafn Phillips auð­vitað strekar hug­renn­ing­ar. Um þessar mundir eru nefni­lega nán­ast slétt 50 ár síðan olíu­æv­in­týrið í Nor­egi hófst,  þegar bor­p­all­ur­inn Ocean Vik­ing hjá Phillips hitti í mark. Og fyrsta olían gaus upp úr því sem reynd­ist risa­lindin Ekofisk í norska Norð­ur­sjónum. Þessum atburðum voru nýverið gerð skil á skemmti­legan hátt í norsku sjón­vars­þátta­ser­í­unni Lykk­eland, sem sýnd var á RÚV s.l. vet­ur. 

En nú eftir hálfrar aldar magnað olíu­æv­in­týri eru sem sagt veru­legar breyt­ingar að eiga sér stað út við sjón­deild­ar­hring norska land­grunns­ins. Sú spurn­ing hefur reyndar vaknað hvort minnk­andi áhugi stóru banda­rísku olíu­fé­lag­anna á norska land­grunn­inu teng­ist eitt­hvað nýlegri ákvörðun Norð­manna um að norski olíu­sjóð­ur­inn skuli draga úr fjár­fest­ingum í olíu­iðn­aði. Sú ákvörðun felur kannski í sér áhuga­verða sið­ferð­is­lega þver­sögn. En það virð­ist fremur lang­sótt kenn­ing að þetta valdi banda­ríska flótt­anum úr norsku lög­sög­unn­i. 

Raun­veru­lega ástæðan fyrir banda­rísku brott­för­inni er miklu fremur sú að nú fimm ára­tugum eftir að Ekofisk fannst og ævin­týrið hóf­st, er norska land­grunnið orðið mið­aldra. Brátt mun olíu- og gasvinnslu þar taka að hnigna vegna minnk­andi linda og auk­ins kostn­að­ar. Og þá má kannski byrja að velta fyrir sér hvernig skyldi fara með íslenska Dreka­svæðið. Mun íslenskt olíu­æv­in­týri kannski aldrei renna upp? Eða er það bara tíma­spurs­mál? 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar