Ævintýrið í Lykkeland að fjara út?

Sögu ExxonMobil í Noregi má rekja allt aftur til dags verkalýðsins 1. maí 1893.

Auglýsing

Orkan okkar gerir nú strand­högg á norska land­grunn­inu. Er þá að sjálf­sögðu átt við kaup fyr­ir­tæk­is­ins Vår Energi á eignum Exxon­Mobil í norska olíu­iðn­að­in­um. Þetta eru tals­verð tíma­mót, því Exxon­Mobil ásamt und­an­förum þess risa­stóra olíu­fyr­ir­tækis eiga meira en hund­rað ára við­skipta­sögu í Nor­egi. Þeiri löngu sögu virð­ist nú vera að ljúka.

Sögu Exxon­Mobil í Nor­egi má rekja allt aftur til dags verka­lýðs­ins 1. maí 1893. Þegar fyr­ir­tæki á vegum olíu­ljúf­lings­ins John D. Rockefeller byrj­aði að selja norskum frændum okkar olíu­af­urðir. Það gerði hann í gegnum norskt dótt­ur­fé­lag Stand­ard Oil sam­steypunnar og var þetta norska félag nefnt því hóg­væra nafni Olíu­fé­lag Aust­ur­lands. Eða öllu heldur Øst­land­ske Petr­o­leumscompagni. Það ágæta félag varð síðar hluti af norska armi Esso, sem síðar varð hluti af Exxon, sem enn síðar varð hluti af Exxon­Mobil. 

Og nú eftir 126 ára starf­semi í Nor­egi er Exxon­Mobil sem sagt á förum! Þetta er ennþá athygl­is­verð­ara í ljósi þess að þarna fylgir Exxon­Mobil í kjöl­far ann­arra banda­rískra olíu­fé­laga sem hafa verið að kveðja Noreg upp á síðkast­ið. Stutt er síðan Chevron ákvað að yfir­gefa norska land­grunnið. Og meira að segja ConocoPhillips virð­ist áhuga­samt um að minnka veru­lega umsvif sín á evr­ópska land­grunn­inu.

Auglýsing

Umrædd sala banda­rísku félag­anna á eignum sínum í Nor­egi kemur lík­lega einkum til af því að þetta eru félög sem eru sífellt á tánum að leita bestu tæki­fær­anna til að græða aðeins meiri pen­ing. Og nú sjá þau tæki­færi í því að færa fjár­muni frá norsku olíu­svæð­unum yfir í arð­bær­ari vinnslu og þá einkum olíu­vinnslu með s.k. berg­broti (fract­uring) í Texas og víðar í Banda­ríkj­un­um. 

Sam­dráttur banda­rísku olíu­fé­lag­anna í norsku lög­sög­unni felur í sér mjög stór við­skipti. Sala Exxon­Mobil á norskum eignum sínum nú nýverið nam t.a.m. hátt í jafn­gildi 500 millj­arða íslenskra króna. Meðal eign­anna var hluti í mik­il­vægum olíu­svæðum líkt og Grana, Snorra, Fram og Orm­inum langa. Og kaup­and­inn er sem sagt Vår Energi, þar sem ítalska orku­fyr­ir­tækið Eni er í lyk­il­hlut­verki. Svo virð­ist sem Ítal­irnir vilji, öfugt við banda­rísku félög­in, styrkja stöðu sína á norska land­grunn­inu, en þar hafa þeir ítölsku reyndar verið í smá ves­eni með hánorð­ur­svæðið sitt í Barents­hafi kennt við ris­ann Gol­íat.

Mestu tíð­indin við minnk­andi áhuga banda­rískra olíu­fé­laga á norsku lög­sög­unni er þó lik­lega fjar­vera ConocoPhillips (og fleiri banda­rískra stór­fyr­ir­tækja) í nýlegum útboðum á norskum leit­ar- og vinnslu­leyfum á norska land­grunn­inu. Þarna vekur nafn Phillips auð­vitað strekar hug­renn­ing­ar. Um þessar mundir eru nefni­lega nán­ast slétt 50 ár síðan olíu­æv­in­týrið í Nor­egi hófst,  þegar bor­p­all­ur­inn Ocean Vik­ing hjá Phillips hitti í mark. Og fyrsta olían gaus upp úr því sem reynd­ist risa­lindin Ekofisk í norska Norð­ur­sjónum. Þessum atburðum voru nýverið gerð skil á skemmti­legan hátt í norsku sjón­vars­þátta­ser­í­unni Lykk­eland, sem sýnd var á RÚV s.l. vet­ur. 

En nú eftir hálfrar aldar magnað olíu­æv­in­týri eru sem sagt veru­legar breyt­ingar að eiga sér stað út við sjón­deild­ar­hring norska land­grunns­ins. Sú spurn­ing hefur reyndar vaknað hvort minnk­andi áhugi stóru banda­rísku olíu­fé­lag­anna á norska land­grunn­inu teng­ist eitt­hvað nýlegri ákvörðun Norð­manna um að norski olíu­sjóð­ur­inn skuli draga úr fjár­fest­ingum í olíu­iðn­aði. Sú ákvörðun felur kannski í sér áhuga­verða sið­ferð­is­lega þver­sögn. En það virð­ist fremur lang­sótt kenn­ing að þetta valdi banda­ríska flótt­anum úr norsku lög­sög­unn­i. 

Raun­veru­lega ástæðan fyrir banda­rísku brott­för­inni er miklu fremur sú að nú fimm ára­tugum eftir að Ekofisk fannst og ævin­týrið hóf­st, er norska land­grunnið orðið mið­aldra. Brátt mun olíu- og gasvinnslu þar taka að hnigna vegna minnk­andi linda og auk­ins kostn­að­ar. Og þá má kannski byrja að velta fyrir sér hvernig skyldi fara með íslenska Dreka­svæðið. Mun íslenskt olíu­æv­in­týri kannski aldrei renna upp? Eða er það bara tíma­spurs­mál? 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar