Betra að veifa röngu tré en öngvu?

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, ber saman sótspor íslenskrar lambakjötsframleiðslu og nýsjálensks lambakjöts sem flutt hefur verið til Íslands.

Auglýsing

Fyrr­ver­andi land­bún­að­ar­ráð­herra kastaði fram áhuga­verðri spurn­ingu: „Hver er mun­ur­inn á kolefn­is­fótspori íslensks lamba­kjöts og lamba­kjöts inn­fluttu frá Nýja Sjá­land­i?“ í aðsendri grein í Frétta­blað­inu 29. ágúst sl.. Spurn­ing­unni var að formi til beint til umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins. En af sam­hengi og síð­ari skrifum mátti ráða að ráð­herr­ann fyrr­ver­andi ætl­að­ist ekki til að fá tölu­legt svar. Lík­lega hefur hann ætl­ast til að almenn­ingur drægi þá álykt­un, án gagna, að Ný-­Sjá­lenskt lamba­kjöt væri kols­ótugt vegna flutn­ings­fjar­lægð­ar. Ráð­herr­ann fyrr­ver­andi hefði betur kannað sót­spor flutn­inga áður en hann lagði í þessa veg­ferð: Flutn­ingur hvers kílós af varn­ingi frá Eyja­álfu til Evr­ópu losar aðeins 4 kíló af CO2-í­gildum

Þegar ekk­ert tölu­legt svar barst við spurn­ingu land­bún­að­ar­ráð­herr­ans fyrr­ver­andi fór ég að afla upp­lýs­inga um sót­spor vegna fram­leiðslu íslensks og nýsjá­lensks lamba­kjöts. Sam­kvæmt nýlegri skýrslu Environ­ice (En­viron­ice, 2017) hefur fram­leiðsla hvers kílós af lamba­kjöti á Íslandi í för með sér losun 28,6 kg CO2-í­gilda. For­stjóri Environ­ice benti mér á að finna mætti upp­lýs­ingar um sót­spor í mat­væla­fram­leiðslu í hinum ýmsu löndum heims í yfir­lits­grein í tíma­rit­inu Journal of Cleaner Prod­uct­ion (Clu­ne, Cross­in, & Verg­hese, 2017). Í grein­inni eru dregnar saman upp­lýs­ingar úr 369 rann­sóknum sem birtar hafa verið opin­ber­lega. Reynt er að gefa yfir­lit yfir nið­ur­stöður varð­andi sót­spor ferskra mat­væla: græn­met­is, ávaxta, kjöt­met­is, eggja og mjólkur svo dæmi séu tek­in.

Í töflu 8 á bls 775 í grein Clune og félaga er yfir­lit yfir nið­ur­stöður er tengj­ast sótspori jórt­ur­dýra­kjöt­fram­leiðslu. Þeir finna 19 gildi úr 9 birtum rann­sóknum á sótspori lamba­kjöts­fram­leiðslu í Eyja­álfu. Ein þeirra rann­sókna er rann­sókn Leg­arde og félaga (Leg­ard, Lieffer­ing, McDevitt, Boyes, & Kemp, 2010). Með­al­tals­gildið er 19,01 kíló af CO2-í­gildum á hvert kíló lamba­kjöts. Mið­gild­ið, sem Clune og félagar nota í text­anum í grein sinni er lægra, 17,63 kíló af CO2-í­gildum á hvert kíló bein­lauss lamba­kjöts.

Auglýsing

Hér er kom­inn efni­viður í svar við spurn­ingu land­bún­að­ar­ráð­herr­ans fyrr­ver­andi. Sót­spor lamba­kjöts frá Nýja Sjá­landi komið til Íslands er á bil­inu 21,5 til 23 kíló á hvert bein­laust kjöt­kíló. Má bera saman við 28,6 kíló CO2-í­gilda á hvert kíló (með beini) á Ísland­i. 

Und­ir­rit­aður gerði grein fyrir þessum nið­ur­stöðum í Frétta­blað­inu. Reynt var að hafa sam­an­burð­inn sem hag­stæðastan íslenska kjöt­inu, þannig var í grein­inni sót­spor nýsjá­lenska kjöts­ins miðað við með­al­tals­gildið úr grein Clune og félaga (19 kg sótspor) og ekki mið­gildið sem þó hefði mátt telja eðli­legra (17,63 kg sótspor). Þá var heldur ekki tekið til­lit til kolefn­islos­unar vegna fóðr­unar íslensks sauð­fjár á afrétti [gæti rétt­lætt aukn­ingu íslenska sótspors­ins um 10 til 20%, sbr. skýrslu Jóns Guð­munds­sonar (Guð­munds­son, 2016)]. 

Þá var ekki tekið til­lit til þess að Environ­ice hafði miðað sótsporsút­reikn­inga sína við heild­ar­fall­þunga (kjöt og bein) en ekki við bein­laust kjöt. Sam­kvæmt töflu 1 í grein Clune og félaga ætti að hækka CO2-í­gilda­los­un­ar­-­töl­una fyrir Ísland um 1/0,66 eða 51,5% til að taka til­lit til þessa þátt­ar. 

Sé tekið til­lit til þess­ara tveggja atriða væri rétt­ara að segja að sót­spor íslenska lamba­kjöts­ins við afurða­stöðv­ar­vegg sé 47,5-52 kg CO2-í­gilda á hvert kíló bein­lauss kjöts. Til sam­an­burðar er sót­spor nýsjá­lenska kjöts­ins 17,6-19,1 kg án flutn­ings til Evr­ópu og 21,5-23 kíló með flutn­ingn­um. Með öðrum orðum þá er sót­spor íslensks lamba­kjöts meira en tvö­falt meira en sót­spor ný sjá­lensks lamba­kjöts. 

Þess má einnig geta að sót­spor íslenska lamba­kjöts­ins sam­kvæmt end­ur­skoð­uðum útreikn­ingum er nálægt hæsta gildi sem Clune og félagar finna nokk­urs staðar í heim­in­um, sbr. töflu 8 í áður til­vitn­aðri skýrslu. Ann­ars er sót­spor lamba­kjöts­fram­leiðslu í Evr­ópu­sam­band­inu (32,7 CO2-í­gild­i/kg) hærra en sót­spor lamba­kjöts­fram­leiðslu í Stóra Bret­landi (25,6 CO2-í­gild­i/k­g). 

Til sam­an­burðar má nefna að sót­spor fyrir þorsk á heims­vísu er 3,5 CO2-í­gild­i/kg sam­kvæmt Clune og félög­um. Sam­kvæmt íslensku rann­sókn­unum sem þeir vísa til var sót­spor línu­veiða við Ísland 1,58 CO2-í­gild­i/kg og 5,14 CO2-í­gild­i/kg í tog­veið­um. Lamba­kjöts­mál­tíð fylgir því 10 til 25 falt sót­spor sam­an­borið við þorsk­mál­tíð! Sót­spor kjúklinga og svína­kjöts (á heims­vísu) er síðan á bil­inu 3-6 CO2-í­gildi á hvert kíló bein­lauss kjöts. Kjöt af jórt­ur­dýrum er „sótugasta“ kjöt sem hægt er að leggja sér til munns.

Málsvörn Lands­sam­taka sauð­fjár­bænda

Fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka sauð­fjár­bænda skrifar grein í Bænda­blaðið 10. októ­ber sl.. Grein­ar­höf­undur virðis hafa haft að leið­ar­ljósi við skrifin að betra sé fyrir hags­muna­gæslu­menn að veifa röngu tré en öngvu. Grein­ar­höf­undur telur að tölur fyrir Ísland og Nýja Sjá­land (Eyja­álfu) séu ekki sam­bæri­leg­ar. Hann bendir m.a. á erlendu gögnin séu miðuð við bein­laust kjöt en íslenska talan miði við skrokka með bein­um. Honum láist hins vegar að gera grein fyrir því að þessi „yf­ir­sjón“ verði til þess að van­meta sót­spor íslenska lamba­kjöts­ins um þriðj­ung! 

Grein­ar­höf­undur bendir á að áætlun um losun CO2 frá sauð­fjár­rækt á Íslandi sé byggð á lík­ana­út­reikn­ingum en ekki raun­töl­um. Þar með séu íslensku töl­urnar ekki sam­bæri­legar við þær erlendu. Þetta er ekki rétt. Allar erlendu töl­urnar byggja á lík­ana­út­reikn­ingum vegna þess að það er ekki nein önnur aðferð í boði við að reikna út sót­spor í dýra­hald­i! 

Þá telur fram­kvæmda­stjór­inn að upp­lýs­ingar um sót­spor nýsjá­lensku lamba­kjöts­fram­leiðsl­unnar sé komin úr ranni nýsjá­lensku bænda­sam­tak­anna. Síðan upp­hefst mikil bar­átta við þá fugla­hræðu, þar sem m.a. er sett fram sú full­yrð­ing að ekk­ert sé að marka nið­ur­stöður úr skýrslu sem unnin er fyrir nýsjá­lensk bænda­sam­tök þar sem þær nið­ur­stöður séu lit­aðar af hags­munum skýrslu­beið­anda! (Minnt­ist ein­hver á bjálka, flís og auga?) 

En skýrsla Leg­ard og félaga (Leg­ard, Lieffer­ing, McDevitt, Boyes, & Kemp, 2010) er aðeins ein af níu skýrslum sem Clune og félagar byggja sínar nið­ur­stöður á. Clune og félagar leggja mikla vinnu í að sam­ræma upp­lýs­ingar úr þeim níu skýrslum sem nota til að meta CO2-í­gilda losun í ný-­sjá­lenskum land­bún­aði. Þar á meðal leið­rétta þeir alla útreikn­inga þannig að CO2-í­gilda taln­ing hættir við vegg afurða­stöðv­ar. Töl­urnar sem birtar eru í Frétta­blaðs­grein­inni eru teknar frá Cluen og félög­um, ekki frá Leg­ard og félög­um. Allt tal um skringi­lega stuðla og annan ósam­bæri­leika fellur því um sjálft sig. 

Reyndar vekur athygli að fram­kvæmda­stjór­inn gerir ekki minnstu til­raun til að setja fram tölu­legan sam­an­burð á sótspori íslenskrar lamba­kjöts­fram­leiðslu ann­ars vegar og nýsjá­lenskrar hins veg­ar. Lík­lega veit hann fyr­ir­fram að sá sam­an­burður er óhag­stæður umbjóð­endum hans. Þess vegna kýs hann að veifa röngu tré. Trú­verð­ug­leiki hans hefði þó verið styrk­ari hefði hann öngvu tré veif­að. En það verður hann að eiga við sjálfan sig. Und­ir­rit­aður er hins vegar sekur um að hafa haft van­metið sót­spor íslenskrar lamba­kjöts­fram­leiðslu stór­lega. Á því er rétt að biðj­ast afsök­un­ar.

Nið­ur­staða

Þegar tekið er til­lit til afrétt­ar­beitar og leið­rétt fyrir beina­málið þá kemur í ljós að sót­spor íslenskrar lamba­kjöts­fram­leiðslu er nálægt 50 kílóum af CO2-í­gildum á kíló af bein­lausu lamba­kjöti. Sót­spor ný-­sjá­lensks lamba­kjöts, komið til Íslands er undir 25 kílóum af CO2-í­gildum á hvert kíló bein­lauss bita.

Til­vitn­anir

Clu­ne, S., Cross­in, E., & Verg­hese, K. (2017). Systematic review of green­house gas emissions for differ­ent fresh food categories. Journal of Clener Prod­uct­ion, 766-783.

Environ­ice. (2017). Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá sauð­fjár­búum á Íslandi og aðgerðir til að draga úr los­un. Reykja­vík: Environ­ice.

Guð­munds­son, J. (2016). Grein­ing á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá íslenskum land­bún­aði. Land­bún­að­ar­há­skóli Íslands. Hvann­eyri: Land­bún­að­ar­há­skóli Íslands.

Leg­ard, S., Lieffer­ing, M., McDevitt, J., Boyes, M., & Kemp, R. (2010). A Green­house Gas Foot­print Study for Exported New Zea­land Lamb (Report prepared for the Meat Industry Associ­ation, Ball­ance Agri Nutri­ents, Landcorp and MAF). Hamilton, New Zea­land: Agres­e­arch.

Höf­undur er pró­­fessor í hag­fræði við Háskóla Ísland

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar