Samgönguráð og óráð

Guðjón Sigurbjartsson fjallar um samgöngumál og þörfina fyrir því að fjárfesta meira í þeim á höfuðborgarsvæðinu.

Auglýsing

Á Aust­ur­landi búa rúm­lega 10.000 manns eða 3% Íslend­inga. Þar eru tvö nýleg veggöng og hug­myndir um fleiri. Þrýst er á um veggöng undir Fjarð­ar­heiði upp á 34 millj­arða króna og tvö til við­bótar til að ná hring­teng­ingu um svæð­ið, sam­tals upp á 64 millj­arða króna sem gætu hæg­lega endað í 120 ma. kr. sem gerir 6-12 m.kr. á hvern Aust­firð­ing.

Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu búa um 280.000 manns eða 80% Íslend­inga. Nýi Sam­göngusátt­mál­inn gengur út á að verja 120 millj­arða króna í styrk­ingu sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu næstu 15 ár, sem gerir um 0,5 millj­ónir króna á mann á hvern höf­uð­borg­ar­búa. Að mestu verður féð fengið með nýrri fjár­mögnun frá fólki á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Síð­asta ára­tug lætur nærri að um 20 millj­arðar króna hafi árlega verið varið í nýjar sam­göngu­fram­kvæmd­ir, þar af um 10% á SV-horn­inu, þó þar verði flest dauða- og stór­slys­in. 

Sam­göngu­stofa metur það svo að dauða- og stór­slys kosti þjóð­fé­lagið um 50 millj­arða króna á ári fyrir utan það til­finn­inga­lega tjón sem þau valda. Slíkum slysum mun stór­fækka með nýja Sam­göngusátt­mál­an­um. Þær fram­kvæmdir munu fljót­lega spara fyrir sér í lægri útgjöldum vegna færri dauða- og stór­slysa. Þetta sýnir hversu mik­il­vægt það er for­gangs­raða í þágu betra örygg­is.

Auglýsing
Ef hægt er að bæta við fjár­munum í nýjar sam­göngu­fram­kvæmdir þá er þeim best varið á SV-horn­inu vegna fjöld­ans sem þar er á ferð­inni ekki síst með stór­auknum straumi ferða­manna. Það hrein­lega borgar sig að bæta sam­göngu­kerfið og styrkja við­bragðs­að­ila veru­lega.

Það er ekki hægt að gera allt fyrir alla

Stjórn­mála­menn verða að stand­ast þrýst­ing sér­hags­muna­afla með hags­muni fjöld­ans í huga. Það kemur öllum vel.

Í þeim fal­lega firði Seyð­is­firði búa um 700 manns. Þar leggur Smyril Line að sem færir bænum verð­mæta við­skipta­vini og atvinnu. En vetr­ar­færð um Fjarð­ar­heiði er oft slæm. Bæj­ar­búar leggja því áherslu á veggöng undir Fjarð­ar­heiði sem eins og fyrr segir áætl­ast kosta 34 millj­arða króna sem gæti endað í 60 millj­arða króna.

Smyril Line hefur óskað eftir því að færa sig yfir á Reyð­ar­fjörð sem hefur betri veg­teng­ing­ar. Það myndi bæta sam­göngur og öryggi veg­far­enda strax, með litlum til­kostn­aði. Það gengur ekki að láta hags­muni fámennra byggð­ar­laga ganga fyrir hags­munum heild­ar­inn­ar. Veggöng undir Fjarð­ar­heiði þurfa að bíða á meðan brýnni fram­kvæmdir kom­ast að. 

Nú er unnið að sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi. Þó ekki heild­ar­sam­ein­ingu, sem virð­ist borð­leggj­andi í stað þess að sam­eina sveit­ar­fé­lög allt í kringum Fjarða­byggð. Það skyldi þó ekki vera að hags­munir ein­stakra byggða tog­ist hér á? 

Hvað með Vest­firði. Hvaða áhrif hefði það á vega­gerð um svo­kall­aðan Teigs­skóg á Barða­strönd ef sunn­an­verðir Vest­firðir væru eitt sveit­ar­fé­lag? Í dag er staðan sú að fámennt sveit­ar­fé­lag getur komið í veg fyrir fram­kvæmdir sem varða mun stærra svæði.

Höf­uð­borg­ar­svæðið hefur sem fyrr segir aðeins fengið um 10% af fé til nýfram­kvæmda und­an­farna ára­tugi og þó Sam­göngusátt­mál­inn sé inn­spýt­ing sem ber að fagna bendir sagan til þess að það þurfa mark­viss­ari hags­muna­gæslu fyrir höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Ekki er enn vilji til að sam­eina sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hvernig væri að sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu kæmu sér saman um „höf­uð­borg­ar­svæð­is­stjórn“ á vegum SSH? Slík stjórn allra sveita­stjórna á svæð­inu þyrfti að hitt­ast nokkrum sinnum á ári. Hún myndi álykta eða taka ákvörðun um stóru lín­urnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu svo sem í skipu­lagi og sam­göng­um. Hún gæti staðið fyrir fundum með þing­mönnum svæð­is­ins og ef vel tæk­ist til eflt hags­muna­gæslu fyrir Höf­uð­borg­ar­svæðið þvert á póli­tískar lín­ur.

Sam­ein­ing sveit­ar­fé­laga er mik­il­væg­ari en í fyrstu sýn­ist og nýjar til­lögur um fram­kvæmd máls­ins ganga síst of lang­t. 

Höf­undur er við­skipta­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar