Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skrifar um fangelsisdómana sem kveðnir voru upp í síðustu viku yfir níu leiðtogum sjálfstæðishreyfingar Katalóníu.

Auglýsing

Þungir fang­els­is­dómar voru kveðnir voru upp í síð­ustu viku af Hæsta­rétti Spánar yfir níu leið­togum sjálf­stæð­is­hreyf­ingar Kata­lón­íu. Fólkið var dæmt til 9-13 ára fang­els­is­vistar vegna aðgerða þeirra í tengslum við atkvæða­greiðslu um sjálf­stæði Kata­lóníu árið 2017 og sjálf­stæð­is­yf­ir­lýs­ingar í kjöl­far­ið. Níu­menn­ing­arnir voru sak­felldir fyrir ólög­legan upp­reisn­ar­á­róður og mis­notkun á opin­beru fé í þágu sjálf­stæðrar Kata­lón­íu. 

Það er hægt að hafa sterka skoðun á þessum þungu dómum án þess að skipta sér í raun af því hvort Kata­lónar eigi að vera sjálf­stæðir eða ekki. Það á að vera lýð­ræð­is­leg ákvörðun íbú­anna sjálfra í Kata­lóníu og fyr­ir­komu­lagið á því efni við­ræðna við Spán. Og þrátt fyrir að hægt sé að líta svo á að dóm­arnir sam­ræm­ist stjórn­ar­skrá Spán­ar, þá er ekki hægt að horfa á mál þar án sam­hengis við sög­una og hvernig stjórn­ar­skráin varð til fyrir 40 árum í kjöl­far dauða Francos, ein­ræð­is­herra Spánar og hans blóði drifnu valda­tíð­ar. 

Fang­elsi fyrir frið­sam­lega bar­áttu

Kata­lónar hafa ávallt haft að leið­ar­ljósi að krefj­ast sjálf­stæðis með frið­sam­legum leið­um. Önn­ur ­sjálf­stjórn­ar­héröð hafa barist fyrir meira sjálfs­for­ræði, líkt og Kata­lón­ía. Skemmst er að minn­ast bar­áttu ETA-­sam­tak­anna í Baska­hér­aði sem börð­ust fyrir sjálf­stæði Baska á mjög ofbeld­is­fullan hátt. Það hafa Kata­lónar ekki gert í sinni sjálf­stæð­is­bar­áttu, heldur notað frið­sam­legar aðferð­ir. Það er því einmitt þess vegna sem dóm­arnir þungu eru svo ill­skilj­an­leg­ir. Margra ára dómar yfir fólki sem eru lýð­ræð­is­lega kjörnir full­trúar sem vilja það eitt að fá að kjósa um sjálf­stæði Kata­lón­íu. Eða fá margra ára fang­els­is­dóm fyrir það eitt að leyfa umræður í kata­lónska þing­inu um sjálf­stæði hér­aðs­ins. Að auki voru tveir full­trúar almanna­sam­taka sem hafa haft sjálf­stæði Kata­lóníu sem helsta bar­áttu­mál sitt, líka dæmdir í langt fang­elsi. Stóra hættan nú með dómunum er að frið­sam­leg barátta snú­ist upp í ofbeld­is­fyllri bar­átt­u. 

Auglýsing

Það er með miklum ólík­indum að slíkir dómar séu kveðnir upp í frjálsu, lýð­ræð­is­ríki í Evr­ópu árið 2019. Enda hafa mörg hund­ruð þús­und íbúar hér­aðs­ins nú mót­mælt dómunum á götum úti. 

Leið­togar Kata­lóna hafa líka kallað eftir við­brögðum og stuðn­ingi frá alþjóða­sam­fé­lag­inu og það er mín ein­læga skoðun að íslensk stjórn­völd, þing­menn eða aðrir kjörnir full­trú­ar, eiga að þora að láta í ljós andúð sína á þessum dómum yfir lýð­ræð­is­lega kjörnum full­trú­um.

Afbökum ekki lýð­ræð­ið. Stöndum vörð um tján­ingar – og skoð­ana­frels­ið. 

Höf­undur er vara­for­mað­ur­ ut­an­rík­is­mála­nefndar Alþingis og vara­for­seti Evr­ópu­ráðs­þings­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkfall
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar