Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skrifar um fangelsisdómana sem kveðnir voru upp í síðustu viku yfir níu leiðtogum sjálfstæðishreyfingar Katalóníu.

Auglýsing

Þungir fang­els­is­dómar voru kveðnir voru upp í síð­ustu viku af Hæsta­rétti Spánar yfir níu leið­togum sjálf­stæð­is­hreyf­ingar Kata­lón­íu. Fólkið var dæmt til 9-13 ára fang­els­is­vistar vegna aðgerða þeirra í tengslum við atkvæða­greiðslu um sjálf­stæði Kata­lóníu árið 2017 og sjálf­stæð­is­yf­ir­lýs­ingar í kjöl­far­ið. Níu­menn­ing­arnir voru sak­felldir fyrir ólög­legan upp­reisn­ar­á­róður og mis­notkun á opin­beru fé í þágu sjálf­stæðrar Kata­lón­íu. 

Það er hægt að hafa sterka skoðun á þessum þungu dómum án þess að skipta sér í raun af því hvort Kata­lónar eigi að vera sjálf­stæðir eða ekki. Það á að vera lýð­ræð­is­leg ákvörðun íbú­anna sjálfra í Kata­lóníu og fyr­ir­komu­lagið á því efni við­ræðna við Spán. Og þrátt fyrir að hægt sé að líta svo á að dóm­arnir sam­ræm­ist stjórn­ar­skrá Spán­ar, þá er ekki hægt að horfa á mál þar án sam­hengis við sög­una og hvernig stjórn­ar­skráin varð til fyrir 40 árum í kjöl­far dauða Francos, ein­ræð­is­herra Spánar og hans blóði drifnu valda­tíð­ar. 

Fang­elsi fyrir frið­sam­lega bar­áttu

Kata­lónar hafa ávallt haft að leið­ar­ljósi að krefj­ast sjálf­stæðis með frið­sam­legum leið­um. Önn­ur ­sjálf­stjórn­ar­héröð hafa barist fyrir meira sjálfs­for­ræði, líkt og Kata­lón­ía. Skemmst er að minn­ast bar­áttu ETA-­sam­tak­anna í Baska­hér­aði sem börð­ust fyrir sjálf­stæði Baska á mjög ofbeld­is­fullan hátt. Það hafa Kata­lónar ekki gert í sinni sjálf­stæð­is­bar­áttu, heldur notað frið­sam­legar aðferð­ir. Það er því einmitt þess vegna sem dóm­arnir þungu eru svo ill­skilj­an­leg­ir. Margra ára dómar yfir fólki sem eru lýð­ræð­is­lega kjörnir full­trúar sem vilja það eitt að fá að kjósa um sjálf­stæði Kata­lón­íu. Eða fá margra ára fang­els­is­dóm fyrir það eitt að leyfa umræður í kata­lónska þing­inu um sjálf­stæði hér­aðs­ins. Að auki voru tveir full­trúar almanna­sam­taka sem hafa haft sjálf­stæði Kata­lóníu sem helsta bar­áttu­mál sitt, líka dæmdir í langt fang­elsi. Stóra hættan nú með dómunum er að frið­sam­leg barátta snú­ist upp í ofbeld­is­fyllri bar­átt­u. 

Auglýsing

Það er með miklum ólík­indum að slíkir dómar séu kveðnir upp í frjálsu, lýð­ræð­is­ríki í Evr­ópu árið 2019. Enda hafa mörg hund­ruð þús­und íbúar hér­aðs­ins nú mót­mælt dómunum á götum úti. 

Leið­togar Kata­lóna hafa líka kallað eftir við­brögðum og stuðn­ingi frá alþjóða­sam­fé­lag­inu og það er mín ein­læga skoðun að íslensk stjórn­völd, þing­menn eða aðrir kjörnir full­trú­ar, eiga að þora að láta í ljós andúð sína á þessum dómum yfir lýð­ræð­is­lega kjörnum full­trú­um.

Afbökum ekki lýð­ræð­ið. Stöndum vörð um tján­ingar – og skoð­ana­frels­ið. 

Höf­undur er vara­for­mað­ur­ ut­an­rík­is­mála­nefndar Alþingis og vara­for­seti Evr­ópu­ráðs­þings­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar