Afmæliskveðja til Alþingis

Örn Bárður Jónsson skrifar um sjö ára afmæli þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs

Auglýsing

 

Í dag, 20. októ­ber 2019, eru liðin 7 ár frá því íslenska þjóðin sagði hug sinn til höf­uð­þátta nýrrar stjórn­ar­skrá sem samin hafði verið árið áður af þjóð­kjörnum full­trúum stjórn­laga­ráðs. Rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur hafði ýtt úr vör ferli sem bar þess greini­lega merki að rétt væri að málum staðið á allan hátt. Leiðin er þekkt og hefur verið farin áður af öðrum þjóðum t.d. Nor­egi, en fram­kvæmd­inni þar lýsti ég í grein í Kjarn­anum fyrr á þessu ári. 

Mögur ár

Í dag eru liðin 7 ár, mögur ár, sé horft til afstöðu fjög­urra rík­is­stjórna til til­lögu stjórn­laga­ráðs sem jafnan er kölluð af almenn­ingi „nýja stjórn­ar­skrá­in“. Þeirri fyrstu af þessum fjórum rík­is­stjórnum stýrði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þá tók við Sig­urður Ingi Jóhanns­son, svo Bjarn­i Bene­dikts­son og loks Katrín Jak­obs­dótt­ir. Öll þessi mögru ár hefur lítið sem ekk­ert gerst af hálfu Alþingis í tengslum við stjórn­ar­skrána.

Auglýsing

Inn­byggður ómögu­leiki

Núver­andi for­sæt­is­ráð­herra hefur haldið því fram að Alþingi eigi að skrifa stjórn­ar­skrána. Hún á að vita að svo ein­falt er málið ekki. Í alvöru lýð­ræði er sér­stöku þingi falið að skrifa stjórn­ar­skrá, setið af fólki sem til þess er valið af þjóð sinn. Þess­ari aðferð hefur verið beitt víða um heim til þess að forða því að stjórn­mála­menn véli um sín mál og skrifi sína sér­sniðnu stjórn­ar­skrá. Sér­hvert þjóð­þing hefur í sér inn­byggðan ómögu­leika til að skrifa stjórn­ar­skrá vegna hags­muna­á­rekstra því þing­menn gæta allir þröngra hags­muna síns flokks og kjör­dæmis og hættir þar með til að tapa til­finn­ingu fyrir hags­munum heild­ar­inn­ar. 

Lið­hlaupar

Ferlið sem hleypt var af stokk­unum eftir hrun var lýð­ræð­is­legt og opið ferli sem vandað var til á allan hátt. Alþingi tók við afurð stjórn­laga­ráðs og bar að leiða það fram til afgreiðslu. Því miður sýndu sumir þing­menn stjórn­ar­flokk­anna sem mynd­uðu rík­is­stjórn undir for­sæti Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur af sér ódrengi­lega hegðun þegar komið var að Alþingi að fjalla um til­lögu ráðs­ins og komu þar með í veg fyrir að málið hlyti far­sæla lausn. 

Þar með hófust mögru árin sjö. 

Við­van­ings­leg stjórn­sýsla

Stjórn­mála­hefðin á Íslandi er því miður mjög los­ara­leg og stjórn­sýsla öll við­van­ings­leg í land­inu sé Ísland borið saman við mörg önnur lönd t.d. Noreg þar sem ég hef búið og starfað síð­ast liðin 5 ár. Sam­an­burð­ur­inn er slá­andi á flestum sviðum stjórn­sýslu. Dreng­skapur og heið­ar­leiki mættu að mínu mati vera ofar á baugi á Íslandi en raun ber vitni. Virð­ing fyrir hefðum Alþingis og hlut­verki þess sem lýð­ræð­is­stofn­unar þurfa þing­menn að sýna í verki. Ein­ungis lít­ill hluti almenn­ings ber nú traust til Alþingis (18% 1. mars 2019). Hver er hlutur alþing­is­manna sjálfra í þeirri hnignun sem átt hefur sér stað?

Lög sem Alþingi sam­þykkir eru lög og þeim ber að hlýða. Lögum má auð­vitað breyta og gera á þeim brag­ar­bæt­ur. Lög skulu standa. Flokkar mega ekki hegða sér þannig að þeir virði bara lög sem þeirra flokkur stóð að en ekki þau sem aðrir náðu fram með meiri­hluta. Lýð­ræð­inu er hætta búin af fólki sem þannig hugs­ar.

Valdið og sætin

Á alþingi eru 63 sæti. Sætin eru valda­stólar og valdi fylgir ábyrgð, mikil ábyrgð. Rík­is­stjórn er leidd af ein­stak­lingi, emb­ætt­is­manni, sem situr í for­sæti. Vert er að huga að merk­ingu orð­ins emb­ætti í þessu sam­bandi. Emb­ætti er af sömu rót og orðið amb­átt sem merkir þræll eða þjónn. Ein­stak­lingar taka við emb­ætti og yfir­gefa emb­ætti. Ein­stak­lingar koma og fara en emb­ættið var­ir. "Rík­ið, það er ég" sagði Loð­vík 14. Hann var barn síns tíma og fangi síns upp­eldis og for­rétt­inda. Hann skyldi ekki lýð­ræð­is­lega hugs­un. Alþing­is­menn koma og fara en Alþingi er til staðar þar sem sætin 63 standa sem tákn um vald sem þjóðin felur sama fjölda þing­manna á hverjum tíma. Valdið liggur í þing­inu í stjórn­skipan lýð­veld­is­ins. Lög sem t.d. voru sett fyrir ára­tugum af þing­mönn­um, sem nú gætu þess vegna allir verið komnir undir græna torfu, gilda áfram sem lög, hafi þeim ekki verið breytt. 

Þjóðin studdi nýju stjórn­ar­skrána

Lög voru sett af Alþingi um stjórn­laga­þing og þau sem til þess voru kosin skipuð í stjórn­laga­ráð sem vann verkið og skil­aði því til Alþingis eins og vera ber. Allar greinar frum­varps­ins voru sam­þykktar sam­hljóða. Þjóðin fékk svo að segja hug sinn til höf­uð­þátta í til­lögum ráðs­ins og sam­þykkti þá alla utan einn með yfir­gnæf­andi meiri­hluta. Þjóðin felldi til­lögu ráðs­ins um Þjóð­kirkju Íslands og vildi hana þar með áfram í stjórn­ar­skrá (54%). Mest fylgi hlaut til­lagan um auð­lindir í þjóð­ar­eign en 83% studdu hana. Mik­ill meiri­hluti þjóð­ar­innar eða 67% sögð­ust vilja að til­lögur stjórn­laga­ráðs yrðu lagðar til grund­vallar frum­varpi að nýrri stjórn­ar­skrá.

Borð­leggj­andi er hvað þjóðin hefur sagt og því má gjarnan halda á lofti að verk stjórn­laga­ráðs hefur hlotið lof fræði­manna víða um heim og verið mært af unn­endum lýð­ræðis og mann­rétt­inda í mörgum lönd­um.

Í þjón­ustu hvers?

Tóm­lætið hér heima í röðum þeirra er stól­ana sitja nú og hafa setið frá því til­lög­urnar litu dags­ins ljós er nístandi kalt og ber að mínu mati vott um skertan emb­ætt­is­skiln­ing, óvirð­ingu gagn­vart lýð­ræði og valdi og skort á sam­stöðu með ákvörð­unum sem teknar hafa verið af þjóð­inni sjálfri, sem er upp­spretta valds­ins sem þing­mönnum er falið sem þjónum lýð­ræð­is­ins. 

Von­andi eigum við í vændum önnur 7 ár, betri og vænni en þau sem liðin eru með sínum horfnu tæki­fær­um. 

Á 7 ára afmæli þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar um til­lögu stjórn­laga­ráðs óska ég þjóð­inni til ham­ingju með að hafa hleypt af stokk­unum svo fögru og lýð­ræð­is­legu ferli sem raun ber vitni, en harma um leið með and­vörpum og tárum, tóm­læti alþing­is­manna sem mér þykir hafa brugð­ist grunn­gildum og heil­brigðum hefðum á margan hátt og standi þar með vart undir nafni sem þjónar lýð­ræð­is­ins í þágu heild­ar­inn­ar.

Höf­undur er sókn­ar­prestur og fv. full­trúi í stjórn­laga­ráði.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar