Milljón lítil skref og svo milljón í viðbót

Dóra Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, skrifar um baráttuna við umhverfisvána.

Auglýsing

Frelsið er ynd­is­legt en það getur líka verið ótta­lega snú­ið. Það sem ein/n upp­lifir sem frelsi upp­lifir næsta mann­eskja sem anarkí og enn önnur sem ógn. En það er mik­il­vægt að hafa frelsi i dag­legu lífi við jafn hvers­dags­legar athafnir og val á mat, val á dag­legum sam­göngum og val á fjöl­mörgum öðrum  þáttum dag­legs lífs. 

Til dæmis er aukið fram­boð af græn­met­is­fæði í eld­húsum Reykja­vík­ur­borgar til þess fallið að bjóða upp á fleiri val­kosti og þar með að auka frelsi fólks. Fleiri val­kostir er ekki ógn við það fólk sem vill áfram borða sitt kjöt. Fleiri val­kostir í sam­göngu­málum er ekki aðför að eða ógn við einka­bíl­inn heldur spurn­ing um meira val­frelsi. Sama má segja um fjöl­marga aðra hluti sem snúa að umhverf­is­mál­um; það þurfa ekki allir alltaf að flokka rusl en með því að bjóða upp á aðgengi­legt flokk­un­ar­kerfi sem víð­ast hafa fleiri val (og frelsi) til að flokka, með því að hafa vatns­hana aðgengi­lega víða hefur fólk val (og frelsi) til að sleppa einnota plast­flösk­um. Og svo mætti áfram telja.  

Umræðan um umhverf­is­mál ein­kenn­ist oft af blöndu vís­inda­legra stað­reynda og per­sónu­legra skoð­ana. Það heyr­ast alls kyns upp­hróp­anir eins og „Græn­met­is­fæði bjargar ekki heim­in­um!“ eða „Einka­bíll­inn breytir engu í lofts­lags­vánni“ og fleiri. Skila­boð vís­ind­anna eru þó skýr – við þurfum öll að axla ábyrgð í umhverf­is­málum og stíga öll þau skref sem við get­um; ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki og sam­fé­lög.

Auglýsing
Það þarf milljón lítil skref fyrir hvern og einn að breyta sínum lifn­að­ar­hátt­um, einn dag í einu, og það þarf milljón og aftur milljón örskref fyrir sam­fé­lög að breyt­ast. Senni­lega verða stór­fyr­ir­tækin síð­ust til að sjá að sér þar sem hið rót­gróna kap­ít­al­íska fram­leiðslu­kerfi nútím­ans, sem er á góðri leið með að eyði­leggja jörð­ina okkar á met­tíma, gerir alltaf ráð fyrir gróða og hag­vexti fram yfir allt ann­að, fram yfir umhverf­ið, laun og starfs­að­stæður vinnu­aflsins og fram yfir mennsk­una. Skil­virkasta leiðin til breyt­inga er að hver og ein(n) geri það sem hann/hún getur í enda­lausum örskref­um; s.s. hjóla í dag af því veðrið er gott, nota margnota vatns­brúsa og inn­kaupa­poka, fara færri ferðir til útlanda, versla með vott­uðum við­skipta­háttum (fair-tra­de), flokka þegar því verður við kom­ið, velja mat með lægsta kolefn­is­spor­inu og forð­ast mat­ar­sóun svo fáein dæmi séu nefnd.  Þannig næst sú sam­staða og sú pressa sem nauð­syn­leg er fyrir fyr­ir­tæki að breyta sínu vöru­fram­boði, fram­leiðslu­háttum og sam­skiptum við starfs­fólk því þau leggja á end­anum við hlustir eftir kröfum neyt­enda. Sam­hliða breyt­ast heilu sam­fé­lög­in, hægt og bít­andi og með milljón litlum skref­um.

Síð­ast en ekki síst vil ég und­ir­strika að það skiptir ekki síður miklu máli að kjósa rétt; að kjósa stjórn­mála­flokka með virka, öfl­uga og rót­tæka umhverf­is­stefnu vilji fólk leggja sitt af mörkum í bar­átt­unni við umhverf­is­vána. 

Höf­undur er borg­ar­full­trúi fyrir Sam­fylk­ing­una. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar