Milljón lítil skref og svo milljón í viðbót

Dóra Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, skrifar um baráttuna við umhverfisvána.

Auglýsing

Frelsið er ynd­is­legt en það getur líka verið ótta­lega snú­ið. Það sem ein/n upp­lifir sem frelsi upp­lifir næsta mann­eskja sem anarkí og enn önnur sem ógn. En það er mik­il­vægt að hafa frelsi i dag­legu lífi við jafn hvers­dags­legar athafnir og val á mat, val á dag­legum sam­göngum og val á fjöl­mörgum öðrum  þáttum dag­legs lífs. 

Til dæmis er aukið fram­boð af græn­met­is­fæði í eld­húsum Reykja­vík­ur­borgar til þess fallið að bjóða upp á fleiri val­kosti og þar með að auka frelsi fólks. Fleiri val­kostir er ekki ógn við það fólk sem vill áfram borða sitt kjöt. Fleiri val­kostir í sam­göngu­málum er ekki aðför að eða ógn við einka­bíl­inn heldur spurn­ing um meira val­frelsi. Sama má segja um fjöl­marga aðra hluti sem snúa að umhverf­is­mál­um; það þurfa ekki allir alltaf að flokka rusl en með því að bjóða upp á aðgengi­legt flokk­un­ar­kerfi sem víð­ast hafa fleiri val (og frelsi) til að flokka, með því að hafa vatns­hana aðgengi­lega víða hefur fólk val (og frelsi) til að sleppa einnota plast­flösk­um. Og svo mætti áfram telja.  

Umræðan um umhverf­is­mál ein­kenn­ist oft af blöndu vís­inda­legra stað­reynda og per­sónu­legra skoð­ana. Það heyr­ast alls kyns upp­hróp­anir eins og „Græn­met­is­fæði bjargar ekki heim­in­um!“ eða „Einka­bíll­inn breytir engu í lofts­lags­vánni“ og fleiri. Skila­boð vís­ind­anna eru þó skýr – við þurfum öll að axla ábyrgð í umhverf­is­málum og stíga öll þau skref sem við get­um; ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki og sam­fé­lög.

Auglýsing
Það þarf milljón lítil skref fyrir hvern og einn að breyta sínum lifn­að­ar­hátt­um, einn dag í einu, og það þarf milljón og aftur milljón örskref fyrir sam­fé­lög að breyt­ast. Senni­lega verða stór­fyr­ir­tækin síð­ust til að sjá að sér þar sem hið rót­gróna kap­ít­al­íska fram­leiðslu­kerfi nútím­ans, sem er á góðri leið með að eyði­leggja jörð­ina okkar á met­tíma, gerir alltaf ráð fyrir gróða og hag­vexti fram yfir allt ann­að, fram yfir umhverf­ið, laun og starfs­að­stæður vinnu­aflsins og fram yfir mennsk­una. Skil­virkasta leiðin til breyt­inga er að hver og ein(n) geri það sem hann/hún getur í enda­lausum örskref­um; s.s. hjóla í dag af því veðrið er gott, nota margnota vatns­brúsa og inn­kaupa­poka, fara færri ferðir til útlanda, versla með vott­uðum við­skipta­háttum (fair-tra­de), flokka þegar því verður við kom­ið, velja mat með lægsta kolefn­is­spor­inu og forð­ast mat­ar­sóun svo fáein dæmi séu nefnd.  Þannig næst sú sam­staða og sú pressa sem nauð­syn­leg er fyrir fyr­ir­tæki að breyta sínu vöru­fram­boði, fram­leiðslu­háttum og sam­skiptum við starfs­fólk því þau leggja á end­anum við hlustir eftir kröfum neyt­enda. Sam­hliða breyt­ast heilu sam­fé­lög­in, hægt og bít­andi og með milljón litlum skref­um.

Síð­ast en ekki síst vil ég und­ir­strika að það skiptir ekki síður miklu máli að kjósa rétt; að kjósa stjórn­mála­flokka með virka, öfl­uga og rót­tæka umhverf­is­stefnu vilji fólk leggja sitt af mörkum í bar­átt­unni við umhverf­is­vána. 

Höf­undur er borg­ar­full­trúi fyrir Sam­fylk­ing­una. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkfall
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar