Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri

Jón Grétar Guðjónsson segir að mörgum fallist hendur þegar markaðurinn dregst saman en að mörg tækifæri leynist í slíku umhverfi og í harðnandi samkeppni. Mikilvægt sé fyrir fyrirtæki að nýta tækifærin á meðan þau bjóðast.

Auglýsing

Það hefur ekki farið fram hjá mér á ferðum mínum til lands­ins að und­an­farið hafa dunið á okkur fréttir um að efna­hags­um­hverfi íslenskra fyr­ir­tækja sé að versna. Við höfum lifað við stöðugan vöxt und­an­farin ár þar sem ferða­mönnum hefur farið fjölg­andi, krónan hefur styrkst og hjól atvinnu­lífs­ins snú­ist sífellt hrað­ar. En því miður bendir ýmis­legt til þess að nú sé að hægj­ast á mark­að­inum og fréttir um glat­aðar fjár­fest­ing­ar, tóma sjóði og aukin van­skil prýða síður fjöl­miðla í síauknu mæli.

Sér­fræð­ingar þjóð­ar­innar eru flestir sam­mála um það að blikur séu á lofti um að ein­hver sam­dráttur muni eiga sér stað. Vissu­lega eru skiptar skoð­anir um það hversu djúp og löng dýfan verð­ur, von­andi verður hún sem grynnst og varir sem styst.

Allar breyt­ingar í efna­hags­líf­inu hafa ein­hver áhrif á fyr­ir­tæki sem þá á móti bregð­ast við. Þessi við­brögð geta þýtt það að hreyf­ing kemst á mark­aði sem voru fastir í járnum áður. Fyr­ir­tæki sem áttu trygga mark­aðs­hlut­deild geta misst spón úr aski sín­um. Á sama tíma eiga fyr­ir­tæki með nýjar og ferskar vörur og þjón­ustur greiða leið að mark­aðs­hlut þeirra fyr­ir­tækja sem eiga í erf­ið­leik­um.

Auglýsing

Það að hreyf­ing komi á mark­aði þýðir líka að ný og spenn­andi tæki­færi birt­ast þér og þínu fyr­ir­tæki. Spurn­ingin er, hvernig ætlið þið að bregð­ast við? Hér fyrir neðan höfum við tekið saman nokkur ráð fyrir fyr­ir­tækja­eig­and­ann, for­stjór­ann eða metn­að­ar­fulla milli­stjórn­endur til að tryggja að vel gangi að grípa þau tæki­færi sem bjóð­ast.

Vertu viss um að setja við­skipta­vin­inn í fyrsta sæti 

Þegar vel gengur hjá fyr­ir­tækjum geta þau lent í því að missa sjónar á því sem skiptir þau mestu máli, það er að segja við­skipta­vin­ur­inn. Án við­skipta­vina getur fyr­ir­tækið ekki skapað neitt virði eða neinar tekj­ur. Nú er rétti tím­inn til að fara í nafla­skoð­un, kort­leggja upp­lifun við­skipta­vina og greina virð­is­straumana ykkar og þjón­ustur með það að mark­miði að finna hvernig þið skapið sem mest virði. Með því að setja við­skipta­vin­inn í fyrsta sæti getið þið haldið þeim í við­skiptum í stað þess að missa þá til sam­keppn­is­að­ila. Er við­skipta­vin­ur­inn í fyrsta sæti hjá þér í dag?

Þegar auð­lindir eru af skornum skammti, skiptir öllu að nota þær rétt

Þegar að það harðnar í ári þarf að nýta þær auð­lindir sem fyr­ir­tækið hefur yfir að búa á sem besta máta. Í upp­vexti er svo auð­velt að missa sjónar á því hvað skiptir raun­veru­leg máli. Nýttu tæki­færið í krepp­unni og bættu fók­us­inn í fyr­ir­tæk­inu. Mik­il­væg­ustu auð­lindir hvers fyr­ir­tækis eru hug­vit, tími og orka starfs­manna. Ef fyr­ir­tækið þekkir við­skipta­vini sína og þarfir þeirra vel þarf að gæta þess að virð­is­auk­andi verk­efni séu í for­grunni. Starf­semi og fjár­fest­ingar sem hafa hvorki áhrif á ánægju né upp­lifun við­skipta­vina ætti að end­ur­skoða. Ert þú viss um að fyr­ir­tækið þitt sé að nýta auð­lindir sínar á besta mögu­lega máta?

Mundu að kreppan er tíma­bund­in, en fyr­ir­tækið til fram­tíðar

Ekki gleyma því að allar kreppur eru bara tíma­bundn­ar. Harðn­andi rekstr­ar­um­hverfi gerir öll vanda­mál sýni­legri og lyftir þeim upp á yfir­borðið þar sem allir finna meira fyrir þeim. Óhag­ræði í rekstri, hár kostn­að­ur, langir við­bragðs­tímar og tækni­skuld eru aðeins hluti af þeim vanda­málum sem geta komið upp. Gættu þess að ráð­ast ekki í hag­ræð­ingar aðgerðir sem gætu skaðað fyr­ir­tækið til lengri tíma lit­ið. Með því að ráð­ast í verk­efni sem búa í hag­inn til fram­tíðar munt þú ekki bara gera fyr­ir­tækið þitt sam­keppn­is­hæf­ara heldur gætir þú aukið starfs­á­nægju allra í leið­inni. Gættu þess að hlúa vel að vaxt­ar­sprot­unum í stað þess að fórna þeim fyrir von­lít­inn rekst­ur.

Reyndu að vaxa og hafðu til­gang með sparn­aðnum

Þegar það harðnar í ári getur verið freist­andi að spara í kex­inu, kaupa ódýr­ari kaffi­baunir og fækka starfs­fólki á stoðsvið­um. Það má vissu­lega spara krón­urnar þannig, en á móti kemur að breyt­ingar til að spara krónur í umhverfi starfs­manna geta kostað þig þús­und­kalla í formi óánægju, óvissu og lægri fram­leiðni. Þegar sparn­að­ar­út­reikn­ing­arnir eru gerðir þarf að spyrja sig hvað aðgerð­irnar geta kostað með til­liti til mjúku mál­anna, áhættu­meta þær og spyrja sig hvort þær séu þess virði. Klukku­tíma­langur fundur til að ræða kex­sparn­að­inn getur auð­veld­lega kostað meira en upp­hæð­irnar sem spar­ast með því að skipta í ódýr­ara súkkulaði­kex. Settu ork­una frekar í að elta vaxt­ar­tæki­færi sem mynd­ast í nið­ur­sveifl­unni.

Not­aðu tækn­ina til að bæta hag við­skipta­vina

Staf­ræn umbreyt­ing er heitt mál­efni í íslensku við­skipta­lífi í dag. Með því að sjálf­virkni­væða má ekki bara spara tíma heldur líka lækka kostn­að. Af mörgu er að taka þegar við skoðum hvað má sjálf­virkni­væða, með fram­förum á sviði sjálf­virkni­væð­ing­ar, gervi­greind og vél­námi má nán­ast sjálf­virkni­væða hvað sem er. Gættu þess þó að hag­ræð­ingin sé ekki á kostnað upp­lif­unar við­skipta­vin­ar­ins eða vilja hans til að vera í við­skiptum við þig. Þegar öllu er á botn­inn hvolft snýst rekst­ur­inn þinn um við­skipta­vin­inn og upp­lifun hans. Ert þú að sjálf­virkni­væða réttan hluta af við­skipta­mód­el­inu þínu?

Hvað sem þú þarft að gera, gerðu það rétt

Það getur kostað mikið að gera rétta hlut­inn sé hann gerður rangt. Með því að beita hug­ar­fari straum­línu­stjórn­unar (Lean) og kvikri nálgun (Agi­le) ásamt hönn­un­ar­hugsun (Design Think­ing) má draga úr lík­unum á því að þeir séu gerðir rangt. Dæmi um slíkar ákvarð­anir gæti verið að læs­ast inni hjá byrgjum þegar nýjar tækni­lausnir eru útfærð­ar. Að byggja flösku­hálsa inn í mik­il­vægar þjón­ustur og ferla, eða gleyma hrein­lega mik­il­vægum þjón­ustu­þáttum við end­ur­hönnun þjón­usta. Með því að setja smá tíma og orku í að hugsa það hvernig hlutir eru útfærðir getur þú sparað þér tölu­verðan haus­verk.

Pass­aðu þig á póli­tískum átökum

Það er engin góð leið til að segja það, en þegar það harðnar í ári aukast lík­urnar á því að starfs­fólk fari að benda á hvort annað og hætta að starfa saman sem heild. Þegar söl­unum fækk­ar, eða við­skipta­vin­irnir verða óánægðir er hætta á því að sumir haldi að vanda­málin séu öðrum að kenna, eða bendi ein­fald­lega á aðra til að draga athygl­ina frá sér. Til að yfir­stíga efna­hags­leg­ar, sam­fé­lags­leg­ar, póli­tískar og rekstr­ar­legar áskor­anir þurfum við öll að vera í sama liði, deila sam­eig­in­legri sýn og vera sam­stíga. Mótun sam­eig­in­legrar sýn­ar, fram­kvæmd­ar­á­ætl­unar og að huga að ánægju starfs­fólks­ins hefur aldrei verið mik­il­væg­ara en núna. Eru allt sam­starfs­fólkið þitt að stefna í sömu átt?

Ef þú bíður of lengi er hætt við að þú hættir að skipta máli 

Sumir segja að besta leiðin til þess að elda krabba sé að sjóða þá hægt og rólega. Það getur að sama skapi verið freist­andi í rekstri fyr­ir­tækja að bíða og sjá hvað ger­ist. Því stærra sem fyr­ir­tækið er, og því hærri fjár­hæðir sem eru und­ir, því lík­legra er að þau bíði og sjái. Það að bíða og sjá getur verið dýr stra­tegía fyrir fyr­ir­tæki þar sem mun ódýr­ara getur verið að bregð­ast við atburðum strax og þeir ger­ast. Clayton M. Christen­sen skrif­aði í bók sinni The Innovator‘s Dilemma um fyr­ir­tæki sem sváfu á verð­inum og brugð­ust of seint við. Á meðan þau biðu náðu sam­keppn­is­að­ilar að skapa nýja mark­aði, mark­aði þar sem eldri fyr­ir­tæki voru ekki með í leikn­um. Ætlið þið að bíða og sjá til hvernig málin þróast?

Kreppa sem þitt tæki­færi?

Þegar erf­ið­leik­arnir dynja yfir verður öllum ljóst að eitt­hvað þarf að gera. Nýttu það tæki­færi til að keyra í gegn breyt­ing­arnar sem þú hefur lengi barist fyrir og hafa ekki kom­ist að. Nýttu það tæki­færi til að styrkja stöðu þína á mark­aði. Nýttu það tæki­færi til að stappa stáli í fólkið þitt og styrkja liðs­heild­ina. Ef þú þarft að breyta á annað borð, breyttu þá rétt.

Þau fyr­ir­tæki sem standa sig hvað best við erf­iðar aðstæður gera ekki bara eitt­hvað vel, heldur gera þau allt sem þau gera vel. Þau setja við­skipta­vin­inn og þarfir hans í fyrsta sæti á sama tíma og þau auka skil­virkn­ina hjá sér, draga úr kostn­aði, standa saman og verja tekj­urn­ar. Að taka slag­inn á öllum þessum víg­stöðvum er bæði erfitt og krefj­andi. Því skiptir máli að vera með rétta fólkið með sér í liði, vita hvað þarf að ein­beita sér að og grípa tæki­færið sem kreppan bíður uppá. Bara þannig getur þú sótt fram á völl­inn á meðan aðrir pakka í vörn.

Höf­undur er búsettur í Stokk­hólmi og er stofn­andi og for­stjóri ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins Cor­eMotif ehf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar