Vinstri græn og kjötið

Stjórnmálafræðingur segir að þegar landbúnaður sé annars vegar þori hvorki Vinstri græn né geti. Þar ríki enn kjötgræn moðsuða ættuð úr Alþýðubandalaginu.

Auglýsing

Til að bregð­ast við ham­fara­hlýnun þarf að stokka upp land­búnað og draga úr kjöt­fram­leiðslu. Um þetta eru sér­fræð­ingar í loft­lags­málum sam­mála. Þetta verður ekki auð­velt, enda vöxtur og aukin fram­leiðsla inn­byggð í hugs­un­ar­hátt og stefnu­mótun sam­tím­ans. Mörgum brá við þegar Ólafur Ragnar Gríms­son fyrr­ver­andi for­seti lýsti því yfir í sjón­varps­við­tali að helsta fram­lag ein­stak­linga til lofts­lags­mála væri að hætta að borða nauta­kjöt. For­set­inn fyrr­ver­andi hefði getað gengið lengra án þess að vera sér­stak­lega rót­tæk­ur: mjólk­ur­fram­leiðsla og fram­leiðsla lamba­kjöts þurfa einnig að drag­ast sam­an. Ekki hverfa, eins og sumir túlka ummæli af þessu tag­inu, held­ur  minnka. Íslensk stjórn­völd telja þó enga sér­staka ástæðu til breyt­inga, land­bún­að­ar­kerfið mun standa óbreytt.

Þetta aðgerð­ar­leysi þarf ekki að koma á óvart. Flokkur hins græna í íslenskum stjórn­málum er einnig flokkur kjöts­ins. Flokk­ur­inn er í for­ystu í rík­is­stjórn sem vill óbreytt ástand í þessum efn­um. Frá stofnun hafa Vinstri Græn lagt áherslu á að styðja við land­bún­að­ar­kerfið og oft verið með yfir­boð um aukin útgjöld og bætt kjör bænda. „Vandi sauð­fjár­bænda“ kemur iðu­lega fyrir í álykt­unum flokks­ins. Fyrr­ver­andi for­maður flokks­ins, Stein­grímur J. Sig­fús­son var um tíma upp­nefndur „Rollu­grím­ur“ vegna ástar hans á sauðfé og land­bún­aði. Þetta upp­nefni var lík­lega Stein­grími til fram­drátt­ar, sauðfé hefur löngum verið vin­sælt á Íslandi. Það er áleitin spurn­ing hversu lengi hin rauð­græna, eða kjöt­græna eins og kannski mætti kalla hana, stefnu­blanda Vinstri grænna fær stað­ist. Það verður að segj­ast eins og er að umhverf­is­stefna Vinstri grænna virð­ist nokkuð stöðn­uð, föst í hjól­förum sem henni voru mörkuð í gamla Alþýðu­banda­lag­in­u. 

Auglýsing
Núverandi stefna Vinstri grænna er ein­hvers­konar sátt á milli fram­leiðslu­sjón­ar­miða með áherslu á lands­byggð­ina og sjón­ar­miða nátt­úru­vernd­ar. „Sátt“ af þessu tag­inu er auð­vitað ekki stöðug, eins og glöggt má sjá í við­brögðum flokks­ins við Hval­ár­virkjun á Strönd­um. Hér veit flokk­ur­inn ekki í hvorn fót­inn hann á að stíga, enda virkj­unin hug­sjóna­mál sumra flokks­manna á meðan hún er eitur í beinum ann­ara. Vinstri græn studdu verk­smiðju á Húsa­vík sem brennir kolum og flokk­ur­inn var jákvæður í garð olíu­leitar við Ísland. Þetta eru sjón­ar­mið flokks sem seg­ist vera grænn, en eru aug­ljós­lega langt frá stefnu sem kenna má við sjón­ar­mið græn­ingja­flokka á alþjóð­legum vett­vangi.

Það er eðli­legt og við­búið að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Mið­flokk­ur­inn vilji halda í kjötið og óbreytt land­bún­að­ar­kerfi. Það sem vekur furðu er tryggð Vinstri grænna við úrelt land­bún­að­ar­kerfi. Í orði vill flokk­ur­inn bregð­ast við lofts­lags­breyt­ing­um, en í verki er allt óbreytt. Ein­stak­lingar og ein­staka stofn­anir eins og mötu­neyti eiga að bregð­ast við, jafn­vel lands­fundur Vinstri grænna var kjöt­laus. Loft­lags­málin krefj­ast hins vegar nýrrar hugs­unar og stefnu sem Vinstri græn, líkt og margir aðr­ir, virð­ast ekki alveg til­búin til að takast á við. Breyta þarf fram­leiðslu­styrkjum í land­bún­aði, lík­lega er besti að taka upp búsetu­styrki og draga úr opin­berum stuðn­ingi við fram­leiðslu kjöts. Styrkja þarf byggð í land­inu, án þess að fram­leiðslu­tengja styrk­ina með beinum hætti. Í það minnsta þarf að end­ur­skoða land­bún­að­ar­kerfið frá grunni. Fyrsta skrefið er að við­ur­kenna vand­ann, horfast í augu við fyrri mis­tök og krefj­ast breyt­inga. For­ystu í þessum efnum er ekki að vænta frá sjálf­skip­uðum full­trúum grænna sjón­ar­miða í íslenskum stjórn­mál­um. Þegar land­bún­aður er ann­ars vegar þorir hvorki VG né get­ur, þar ríkir enn kjöt­græn moð­suða ættuð úr Alþýðu­banda­lag­in­u. 

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis
Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar