Vinstri græn og kjötið

Stjórnmálafræðingur segir að þegar landbúnaður sé annars vegar þori hvorki Vinstri græn né geti. Þar ríki enn kjötgræn moðsuða ættuð úr Alþýðubandalaginu.

Auglýsing

Til að bregð­ast við ham­fara­hlýnun þarf að stokka upp land­búnað og draga úr kjöt­fram­leiðslu. Um þetta eru sér­fræð­ingar í loft­lags­málum sam­mála. Þetta verður ekki auð­velt, enda vöxtur og aukin fram­leiðsla inn­byggð í hugs­un­ar­hátt og stefnu­mótun sam­tím­ans. Mörgum brá við þegar Ólafur Ragnar Gríms­son fyrr­ver­andi for­seti lýsti því yfir í sjón­varps­við­tali að helsta fram­lag ein­stak­linga til lofts­lags­mála væri að hætta að borða nauta­kjöt. For­set­inn fyrr­ver­andi hefði getað gengið lengra án þess að vera sér­stak­lega rót­tæk­ur: mjólk­ur­fram­leiðsla og fram­leiðsla lamba­kjöts þurfa einnig að drag­ast sam­an. Ekki hverfa, eins og sumir túlka ummæli af þessu tag­inu, held­ur  minnka. Íslensk stjórn­völd telja þó enga sér­staka ástæðu til breyt­inga, land­bún­að­ar­kerfið mun standa óbreytt.

Þetta aðgerð­ar­leysi þarf ekki að koma á óvart. Flokkur hins græna í íslenskum stjórn­málum er einnig flokkur kjöts­ins. Flokk­ur­inn er í for­ystu í rík­is­stjórn sem vill óbreytt ástand í þessum efn­um. Frá stofnun hafa Vinstri Græn lagt áherslu á að styðja við land­bún­að­ar­kerfið og oft verið með yfir­boð um aukin útgjöld og bætt kjör bænda. „Vandi sauð­fjár­bænda“ kemur iðu­lega fyrir í álykt­unum flokks­ins. Fyrr­ver­andi for­maður flokks­ins, Stein­grímur J. Sig­fús­son var um tíma upp­nefndur „Rollu­grím­ur“ vegna ástar hans á sauðfé og land­bún­aði. Þetta upp­nefni var lík­lega Stein­grími til fram­drátt­ar, sauðfé hefur löngum verið vin­sælt á Íslandi. Það er áleitin spurn­ing hversu lengi hin rauð­græna, eða kjöt­græna eins og kannski mætti kalla hana, stefnu­blanda Vinstri grænna fær stað­ist. Það verður að segj­ast eins og er að umhverf­is­stefna Vinstri grænna virð­ist nokkuð stöðn­uð, föst í hjól­förum sem henni voru mörkuð í gamla Alþýðu­banda­lag­in­u. 

Auglýsing
Núverandi stefna Vinstri grænna er ein­hvers­konar sátt á milli fram­leiðslu­sjón­ar­miða með áherslu á lands­byggð­ina og sjón­ar­miða nátt­úru­vernd­ar. „Sátt“ af þessu tag­inu er auð­vitað ekki stöðug, eins og glöggt má sjá í við­brögðum flokks­ins við Hval­ár­virkjun á Strönd­um. Hér veit flokk­ur­inn ekki í hvorn fót­inn hann á að stíga, enda virkj­unin hug­sjóna­mál sumra flokks­manna á meðan hún er eitur í beinum ann­ara. Vinstri græn studdu verk­smiðju á Húsa­vík sem brennir kolum og flokk­ur­inn var jákvæður í garð olíu­leitar við Ísland. Þetta eru sjón­ar­mið flokks sem seg­ist vera grænn, en eru aug­ljós­lega langt frá stefnu sem kenna má við sjón­ar­mið græn­ingja­flokka á alþjóð­legum vett­vangi.

Það er eðli­legt og við­búið að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Mið­flokk­ur­inn vilji halda í kjötið og óbreytt land­bún­að­ar­kerfi. Það sem vekur furðu er tryggð Vinstri grænna við úrelt land­bún­að­ar­kerfi. Í orði vill flokk­ur­inn bregð­ast við lofts­lags­breyt­ing­um, en í verki er allt óbreytt. Ein­stak­lingar og ein­staka stofn­anir eins og mötu­neyti eiga að bregð­ast við, jafn­vel lands­fundur Vinstri grænna var kjöt­laus. Loft­lags­málin krefj­ast hins vegar nýrrar hugs­unar og stefnu sem Vinstri græn, líkt og margir aðr­ir, virð­ast ekki alveg til­búin til að takast á við. Breyta þarf fram­leiðslu­styrkjum í land­bún­aði, lík­lega er besti að taka upp búsetu­styrki og draga úr opin­berum stuðn­ingi við fram­leiðslu kjöts. Styrkja þarf byggð í land­inu, án þess að fram­leiðslu­tengja styrk­ina með beinum hætti. Í það minnsta þarf að end­ur­skoða land­bún­að­ar­kerfið frá grunni. Fyrsta skrefið er að við­ur­kenna vand­ann, horfast í augu við fyrri mis­tök og krefj­ast breyt­inga. For­ystu í þessum efnum er ekki að vænta frá sjálf­skip­uðum full­trúum grænna sjón­ar­miða í íslenskum stjórn­mál­um. Þegar land­bún­aður er ann­ars vegar þorir hvorki VG né get­ur, þar ríkir enn kjöt­græn moð­suða ættuð úr Alþýðu­banda­lag­in­u. 

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar