Auglýsing

Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri og Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði sem sæti á í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands, komu á dög­unum fyrir efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþing­is. 

Á fund­inum ákvað Gylfi Zoega að tjá sig um vanda­málin hjá ferða­þjón­ust­unni og Icelanda­ir, sem eru mikil og alvar­leg þessi miss­er­in. 

Um vanda Icelandair sagði hann meðal ann­ars:

Auglýsing

„Hvenær verður eigið fé þar komið á hætt­u­­legt stig? Það má ekki veðja þjóð­ar­bú­inu á að Icelanda­ir fái full­ar bæt­ur frá Boein­g.”

Hann tjáði sig enn fremur um áhyggjur sem hann hefði af veikum rekstr­ar­grunni í ferða­þjón­ustu almennt, vegna hás launa­kostn­aðar í hlut­falli við tekjur og erf­iðra rekstr­ar­skil­yrða. 

Í ljósi þess hve stór atvinnu­grein ferða­þjón­ustan væri orðin á Íslandi þá væri þetta ákveðið hættu­merki fyrir hag­kerf­ið. 

Bréfa­send­ingar

Icelandair brást við þessu með nei­kvæðum hætti, og gagn­rýndi for­stjóri félags­ins, Bogi Nils Boga­son, Gylfa fyrir „ógæti­leg” orð og að hafa gert Icelandair sér­tækt að umtals­efni á fund­in­um. Var meðal ann­ars gengið svo langt, að bréf var sent form­lega til Seðla­bank­ans vegna þessa

Þetta er óvenju­legt og algjör óþarfi hjá félag­in­u. 

Sjálf­sagt er hjá Gylfa að viðra skoð­anir sínar á stöðu mála, og ef hún bein­ist að einu fyr­ir­tæki sem er þjóð­hags­lega mik­il­vægt þá er sér­stak­lega mik­il­vægt að ræða um þau. Ekk­ert athuga­vert við það. Almanna­hags­munir eru fyrir því að draga upp glögga mynd af stöð­unni. Staða félags­ins er ekki einka­mál hlut­hafa eða stjórn­enda, eins og áður seg­ir. 

Loft­brúin milli Íslands og umheims­ins hefur kerf­is­lægt mik­il­vægi fyrir íslenska hag­kerfið og Icelandair er þannig þjóð­hags­lega mik­il­vægt fyr­ir­tæki. Enda er fyr­ir­tækið lang­sam­lega stærsta ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki lands­ins og erfitt að hugsa sér stöðu mála án þess. Fólks­flutn­ingar og vöru­flutn­ingar eru það umfangs­miklir, og félagið sinnir mik­il­vægu hlut­verki fyrir Ísland.

Það hefur tapað 11 millj­örðum á síð­ustu tveimur árs­fjórð­ungum og staðan verið erf­ið. Fátt bendir til ann­ars en að hún verði það áfram.

Það sem þing­menn ættu að taka til sín, er það að Gylfi ákvað að fara á fund­inn og gera þetta að umtals­efni af ástæðu með seðla­banka­stjór­an­um. Það ætti öllum að vera ljóst.

Þeir eru að senda skila­boð til þing­manna og tala um það sem skiptir mestu máli í augna­blik­inu í hag­kerf­inu, og þar sem mesta áhættan ligg­ur. Auð­velt er að lesa það út úr því sem fram kom á fund­in­um, þó eflaust geti verið deildar mein­ingar um það. 

Í Fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­banka Íslands er staðan einnig gerð að umtals­efni og það segir sína sögu um það, að vandi félags­ins er alvar­leg­ur.

Mark­aðsvirði Icelandair skiptir engu máli miðað við mik­il­vægi félags­ins fyrir hag­kerf­ið. Það að mark­aðsvirði félags­ins hafi hrunið niður á und­an­förnum árum, og sé nú aðeins rúm­lega 0,5 sinnum eigið fé félags­ins (um 30 millj­arð­ar, en bók­fært eigið fé 55 millj­arð­ar), segir sína sögu um hvernig fjár­festar meta félagið um þessar mund­ir. 

Mál­sóknir Sout­hwest

Nei­kvæðar fréttir af stöðu mála hjá Boeing, vegna kyrr­setn­ingar á 737 Max vél­unum og rann­sóknum sem enn eru í gangi, eru ekki til að skapa mikla jákvæðni. Icelandair hefur veðjað á þær vél­ar, og því hefur kyrr­setn­ingin komið illa við félag­ið, eins og marg hefur verið rak­ið. Icelandair gerir ráð fyrir því að geta byrjað að nota vél­arnar í jan­ú­ar.

Nýj­ustu fréttir frá Sout­hwest flug­fé­lag­inu, sem keypt hefur meira en 30 Max vél­ar, benda til þess að Max vél­arnar fari í fyrsta lagi í loftið í febr­ú­ar, sam­kvæmt mati félags­ins. Þá hefur stétt­ar­fé­lag flug­manna Sout­hwest hafið mála­rekstur gegn Boeing og gerir kröfu um 100 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 12,5 millj­örðum króna, í bæt­ur. 

Ástæðan er sú að félagið hafi ekki staðið rétt að upp­lýs­inga­gjöf til flug­manna og þannig ógnað öryggi þeirra og far­þega. Fjöl­margar lög­sóknir eru ýmist í und­ir­bún­ingi eða í gangi, gegn Boeing, og ekki sér fyrir end­ann á þeim mál­um.

Rann­sóknum á slys­unum hörmu­lega í Indónesíu og Eþíóp­íu, þar sem 346 létu lífið eftir að Max vél­arnar tog­uð­ust til jarð­ar, er hvergi nærri lok­ið. 

Tím­inn er ekki að vinna með Icelanda­ir, og af þeim ástæðum verður að telj­ast eðli­legt að ræða um vanda félags­ins við efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþing­is, með fremur almennum og hóf­stilltum orð­um.  

Von­andi er vel fylgst með

Á þessum vett­vangi var fjallað um alvar­lega stöðu íslensku loft­brú­ar­inn­ar, 10. sept­em­ber síð­ast­lið­inn, og meðal ann­ars fjallað um ótrú­verðug áform þeirra sem vilja byrja að fljúga undir merkjum WOW air. 

Nær ekk­ert hefur stað­ist sem komið hefur fram í yfir­lýs­ingum þeirra sem hafa verið með það hlut­verk að tjá sig fyrir hönd félags­ins. Von­andi eru stjórn­völd, í gegnum Sam­göngu­stofu og eft­ir­lits­hlut­verk henn­ar, að fylgj­ast náið með hverju skrefi, því það getur haft alvar­legar afleið­ingar að fara af stað með van­fjár­mögnuð og illa und­ir­búin flug­fé­lög, eins og sakir standa. 

Þögnin hættu­leg

Sagan ætti að kenna okkur það að bera virð­ingu fyrir því þegar okkar helstu fræði­menn og stjórn­endur í Seðla­bank­anum eru að tjá sig um mál­efni ein­staka fyr­ir­tækja sem eru í vand­ræð­u­m. 

Óþarfi er að taka almennu tali um þetta illa, og bréfa­send­ingar eru takt­laus­ar. Ekk­ert er ógæti­legt við það að fjalla um vanda­mál­in. Það er frekar að það sé á hinn veg­inn, að þögnin ein geti verið hættu­leg. Þannig var það í aðdrag­anda þess að WOW air fór á haus­inn.

Von­andi tekst að við­halda og styrkja lof­brúna milli Íslands og umheims­ins, en vanda­málin hjá Icelandair eru eðli­legt umræðu­efni fyrir efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþingis þessi miss­er­in, vegna þess hve mikið er í húfi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkfall
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari