Stjórn SÍBS, Reykjalundarmálið, traust og góðir stjórnarhættir

Jón Gunnar Borgþórsson veltir því fyrir sér að ef til vill væri ráð að auka á þekkingu á stjórnarháttum innan stjórna með aðkomu betur menntaðra stjórnarmanna á því sviði.

Auglýsing

All­nokkur umræða hefur átt sér stað um hrær­ing­arnar hjá Reykja­lundi að und­an­förnu – hrær­ingar sem eiga sér enga hlið­stæðu innan stofn­un­ar­innar og hafa haft nei­kvæð áhrif á orð­spor, ekki bara Reykja­lund­ar, heldur stjórnar SÍBS og (þ.a.l.) sam­bands­ins í heild sinni. Það er því ástæða til að skoða þessi mál nokk­uð, og reyna að átta sig á hvar orsakanna er að leita og hvort og þá hvaða leiðir séu til úrbóta. Það er jú býsna alvar­legt þegar starfs­fólk stærstu rekstr­ar­ein­ingar sam­bands­ins lýsa van­trausti á stjórn þeirra.

Áður en lengra er haldið er ráð að rifja upp nokkur atriði um SÍBS. Sam­bandið hélt upp á 80 ára afmæli sitt á síð­asta ári. Starf­semi undir hatti þess er all viða­mikil því rekstr­ar­ein­ingar auk Reykja­lundar eru Múla­lund­ur, verslun SÍBS og happ­drætt­ið, auk þess sem sam­bandið á aðild að HL stöð­inni, Icelandic Health Sympos­ium og Stuðn­ings­neti sjúk­linga­fé­lag­anna (15 tals­ins).

Í 2. grein laga sam­bands­ins er til­gangur þess tíund­að­ur. Þar kemur fram meðal ann­ars að SÍBS sé ætlað að sam­eina ein­stak­linga með berkla, hjarta¬­sjúk¬­dóma, lungna­sjúk­dóma, ast­ma- og ofnæmi og svefn­háðar önd­un­ar­trufl­anir og vinna að bættri aðstöðu og þjón­ustu við þann hóp.

Auglýsing

Í lögum þess segir að æðsta vald í mál­efnum SÍBS sé í höndum sam­bands­þings­ins sem halda skal að hausti ár hvert og þar sé stjórn valin sem fer með æðsta vald milli þinga. Fimm stjórn­ar­menn eru valdir af aðild­ar­fé­lög­unum og það val stað­fest á þingi SÍBS. For­mað­ur, vara­for­maður og þrír vara­menn í stjórn eru kosnir á sam­bands­þing­inu sjálfu. Í núver­andi stjórn eru Sveinn Guð­munds­son for­mað­ur, vara­for­maður er Sól­veig Hildur Björns­dótt­ir, en aðrir stjórn­ar­menn eru Frí­mann Sig­ur­ný­as­son, Kristín Eiríks­dótt­ir, Pétur J. Jón­as­son, Selma Árna­dótt­ir, Valur Stef­áns­son og vara­menn þau Fríða Rún Þórð­ar­dótt­ir, Tryggvi Jóns­son og Val­gerður Her­manns­dótt­ir. Þá er fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna, (Guð­mundur Löve) starfs­maður stjórn­ar­inn­ar. Síð­asta þing var haldið 27. októ­ber 2018, en þegar þetta er skrifað liggur ekki fyr­ir, hvenær þingið verður haldið 2019.

Víkjum nú að stjórn­ar­háttum almennt, en á und­an­förnum ára­tug hafa tals­verðar breyt­ingar orðið á við­horfi til þess í hverju góðir stjórn­ar­hættir fel­ast. Það má lík­lega rekja m.a. til auk­innar fag­mennsku í kjöl­far fram­boðs á námi á þessu sviði og tals­verðrar umræðu um hlut­verk og starfs­hætti stjórna og stjórn­ar­manna und­an­far­inn ára­tug.

Rann­sókn­ar­mið­stöð um góða stjórn­ar­hætti innan Háskóla Íslands býður upp á krefj­andi nám á þessu sviði og náði þeim mark­verða áfanga á árinu að útskrifa hund­rað­asta „Við­ur­kennda stjórn­ar­mann­inn“. Rann­sókn­ar­mið­stöðin hefur einnig haldið árlega ráð­stefnu um góða stjórn­ar­hætti þar sem í boði hafa verið erindi inn­lendra og erlendra sér­fræð­inga á þessu sviði. Í tengslum við ráð­stefn­una hafa verið veittar við­ur­kenn­ingar til fyr­ir­tækja sem þykja hafa sýnt fram á að þau ástundi góða stjórn­ar­hætti.

Háskól­inn í Reykja­vík hefur einnig boðið upp á nám á þessu sviði og innan Stjórn­vísi (stærsta stjórn­un­ar­fé­lag lands­ins, sjá www.­stjorn­visi.is) er starf­andi fag­hópur sem fjallar um góða stjórn­ar­hætti og mál­efni þeim tengd.

Á haust­ráð­stefnu Stjórn­vísi fyrir stuttu, var fjallað um traust og nokkrar hliðar þess (traust er „þema“ félags­ins þetta starfs­árið) – hvernig það verður til, hvernig það er að breyt­ast og mik­il­vægi þess í starf­semi fyr­ir­tækja og ann­arra stofn­ana. Í inn­gangs­orðum að setn­ingu ráð­stefn­unnar sagði Guð­finna S. Bjarna­dótt­ir, ráð­stefnu­stjóri frá því m.a. hvernig hún flokk­aði gjarnan traust ann­ars vegar sem fag­legt og hins vegar sem sam­skipta­tengt. Eitt lyk­il­at­riða í starfi stjórna er einmitt að skapa og við­halda trausti milli stjórnar og hag­að­ila. Það er því mik­il­vægt í sam­hengi við áhrif á sam­skipti inn á við og út á við og ekki síður varð­andi það hvernig ákvörð­unum stjórnar og yfir­stjórn­enda er tek­ið.

Það er áhuga­vert að velta fyrir sér stöð­unni hjá Reykja­lundi í þessu sam­hengi, þar sem greini­lega virð­ist eitt­hvað vanta upp á sam­skipta­hlið­ina. Starfs­fólk lýsir ástæðum óánægju sinnar sem hroka stjórn­ar­manna, skorti á sam­ráði við bæði það og ekki síður fagráð stofn­un­ar­inn­ar.

Það má líka velta fyrir sér hvort sitj­andi stjórn­ar­menn hafi fag­lega þekk­ingu til að bera á því hvaða ábyrgð, hverjar skyldur og kröfur um þekk­ingu þeir þurfi að upp­fylla? Ég vil taka það skýrt fram að ég þekki lítt til starfa fólks­ins í stjórn SÍBS og hef því litlar for­sendur til að gagn­rýna fag­lega þekk­ingu þeirra á stjórn­ar­störfum og aðkomu að stjórn­inni.

Annað atriði sem e.t.v. er ráð að minn­ast á og hefur verið áber­andi upp á síða­kast­ið, er hvað krafan um áhættu­grein­ingu varð­andi starf­semi og ákvarð­ana­töku er sett fram­ar­lega í starfi stjórna. Í sjálfu sér er það ekki óeðli­legt, ekki síst sam­fara oft lítt ígrund­uðum og hrað­ari frétta­flutn­ingi, auknum kröfum um gagn- og gegn­sæi og þ.a.l. meira aðhaldi hag­að­ila og almenn­ings. Það er styttra í tor­tryggn­ina en oft áður og því þurfa vinnu­brögðin að end­ur­spegla það ástand. Ekki er það til að auð­velda málið og draga úr tor­tryggni þegar stjórn­ar­menn eru bundnir trún­aði, eins og for­maður stjórnar SÍBS bar fyrir sig í við­tali við fjöl­miðla.

Ef til vill væri ráð að auka á þekk­ingu á stjórn­ar­háttum innan stjórna með aðkomu betur mennt­aðra stjórn­ar­manna á því sviði? Óháðir fag­legir stjórn­ar­menn hafa einmitt þótt heppi­legir til að auka gæði ákvarð­ana­töku í stjórn­um, ekki síst með kröfum um fag­leg vinnu­brögð, gagn­rýna hugsun og að aukið til­lit sé tekið til lang­tíma­á­hrifa á rekstur og sam­skipti við hag­að­ila. Eins og áður sagði er erfitt að dæma um frammi­stöðu stjórn­ar­manna eins og í til­felli SÍBS. En samt velti ég fyrir mér hvort ekki sé ástæða fyrir núver­andi stjórn og aðild­ar­fé­lögin að skoða alvar­lega hvort ráð sé að end­ur­nýja stjórn­ina til að reyna að bæta sam­skiptin og byggja upp traust á ný milli henn­ar, starfs­fólks Reykja­lundar og almenn­ings­? ­Traust til stjórnar er vand­með­far­ið, brot­hætt og verð­mætt.

Höf­undur er alþjóð­lega vott­aður stjórn­enda­ráð­gjafi (CMC) og við­ur­kenndur stjórn­ar­maður (HÍ).

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar