Greinin sem Fréttablaðið vildi ekki birta fyrr en einhvern tíma löngu, löngu síðar

Gylfi Magnússon svarar Halldóri Benjamín Þorbergssyni og Herði Ægissyni í aðsendri grein.

Auglýsing

Með­fylgj­andi grein var send Frétta­blað­inu 11. októ­ber síð­ast­lið­inn sem svar við tveimur greinum sem birst höfðu í því blaði fyrr í þeirri viku. Frétta­blaðið féllst á að birta grein­ina þegar vel stæði á en það hefur ekki gerst enn tveimur vikum síð­ar, þrátt fyrir ítrek­anir mín­ar, og ekk­ert útlit virð­ist fyrir að það breyt­ist í bráð. Þetta á sér vafa­laust allt sára­saklausa skýr­ingu. Ég hef því beðið Kjarn­ann að losa stjórn­endur Frétta­blaðs­ins úr klemm­unni og birta grein­ina enda geta áhuga­menn um „svæsin rifr­ildi valda­manna“ vart beðið mikið leng­ur.

Í grein í Frétta­blað­inu 9. októ­ber sl. fjall­aði Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, um það sem hann kallar útgjalda­þenslu hins opin­bera og sér­stak­lega fjölgun opin­berra starfs­manna. Af grein­inni mátti skilja að und­an­farin ár hefði þessum starfs­mönnum fjölgað nán­ast stjórn­laust, langt umfram fjölgun á almennum vinnu­mark­aði. Hörður Ægis­son tók svo undir þetta í leið­ara í blað­inu tveimur dögum síðar þar sem hann full­yrti m.a. að opin­berir starfs­menn væru í ein­hverjum hlið­ar­veru­leika þar sem þeim fjölg­aði stöðugt og laun þeirra hækk­uðu enda­laust.

Allt er þetta áhuga­vert en þó í litlu sam­ræmi við hag­töl­ur. Opin­berum starfs­mönnum á land­inu hefur nefni­lega fjölgað nán­ast nákvæm­lega jafn­hratt og starfs­mönnum á almennum vinnu­mark­aði und­an­farin einn og hálfan ára­tug. Þeim fjölg­aði að vísu aðeins nokkur ár þar á und­an, þ.e. í kringum síð­ustu alda­mót, fyrst og fremst utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Það er því engin flóð­bylgja opin­berra starfs­manna að leggj­ast yfir hag­kerfið um þessar mundir til að kremja úr því allan mátt eins og skilja má á skrifum þeirra félaga.

Auglýsing

Skoðum töl­urnar aðeins nán­ar. Hér verður byggt á sömu tölum og Hall­dór og Hörð­ur, frá Hag­stof­unni um starfs­fólk í opin­berri stjórn­sýslu, fræðslu­starf­semi, heil­brigð­is- og félags­þjón­ustu. Það er reyndar ekki nákvæmur mæli­kvarði á fjölda opin­berra starfs­manna, því að sumir sem vinna við þetta starfa hjá einka­fyr­ir­tækjum eða sjálfs­eign­ar­stofn­un­um, en ekki fjarri lagi. Frá árinu 2000 til árs­ins 2018 fjölg­aði þeim sem starfa í þessum geirum um 52%. Hall­dór og Hörður nota reyndar töl­una 55% en ekki er ljóst hvaðan hún er kom­in. Það er nokkuð meiri fjölgun en varð á almennum vinnu­mark­aði og hækk­aði hlut­fall þeirra sem starfa við þetta úr 23,4% í 29,4%. Það er auð­vitað nokkuð mikil breyt­ing og getur kannski skýrt áhyggjur Sam­taka atvinnu­lífs­ins.

Þegar nánar er að gáð sést þó að hækkun hlut­falls opin­berra starfs­manna á þennan mæli­kvarða varð öll á árunum 2000 til 2003. Árið 2000 er raunar skemmti­lega valið sem við­mið­un­arár því að þá var fyrr­nefnt hlut­fall það lægsta sem það hefur orðið frá 1991. Ef ætl­unin var að sýna fram á mikla fjölgun opin­berra starfs­manna var því grá­upp­lagt að velja 2000 sem við­mið­un­arár en ekki eitt­hvert annað ár, t.d. 2010 þegar hlut­fallið var hærra en nú.

Síðan 2003 hefur hlut­fallið verið nokkuð stöðugt, á bil­inu 28-30%, og var nán­ast nákvæm­lega það sama í fyrra (29,4%) og árið 2003 (29,1%). Það er því engin inn­stæða fyrir áhyggjum Hall­dórs og Harðar núna. Breyt­ing­unum sem þeir fjalla um lauk fyrir hálfum öðrum ára­tug.

Það er jafn­framt áhuga­vert að hækkun hlut­falls opin­berra starfs­manna í kringum síð­ustu alda­mót varð fyrst og fremst utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Frá árinu 2003 hefur hlut­fallið verið nán­ast nákvæm­lega það sama á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (28,6%) og utan þess (28,3%) en á tíunda ára­tugnum var hlut­fallið mun hærra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (27,2%) en utan þess (21,6%). Þró­unin sem Hörður og Hall­dór ótt­ast svo mjög varð því fyrir tæpum 20 árum utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Síðan þá hefur opin­berum starfs­mönnum fjölgað í takti við fjölgun á almennum vinnu­mark­aði, hvort heldur er á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða utan þess. Álykt­anir þeirra um bráðavá vegna ofsa­fjölg­unar um þessar mundir eru því í engu sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi hag­töl­ur. Með­fylgj­andi myndir sýna þetta glöggt.

Fjöldi og hlutfall starfsmanna í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu á landinu öllu 1991-2018.

Hlutfall starfsmanna í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og utan þess 1991-2018. 

Höf­undur er dós­ent við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins framkvæmdu ólögmæta breytingu á útreikningum á vöxtum á breytilegum verðtryggðum lánum í fyrra.
Sumir lántakar hjá sjóði verzlunarmanna að greiða vexti sem hafa ekki sést áður
Hópur lántakenda hjá næst stærsta lífeyrissjóði landsins, sem varð fyrir vaxtabreytingu, sem reyndist síðar óheimili fær brátt ofgreiddar greiðslur endurgreiddar. Vextir á lánum þeirra munu reiknast eftir fyrri reglu, og eru undir tveimur prósentum.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar