Greinin sem Fréttablaðið vildi ekki birta fyrr en einhvern tíma löngu, löngu síðar

Gylfi Magnússon svarar Halldóri Benjamín Þorbergssyni og Herði Ægissyni í aðsendri grein.

Auglýsing

Með­fylgj­andi grein var send Frétta­blað­inu 11. októ­ber síð­ast­lið­inn sem svar við tveimur greinum sem birst höfðu í því blaði fyrr í þeirri viku. Frétta­blaðið féllst á að birta grein­ina þegar vel stæði á en það hefur ekki gerst enn tveimur vikum síð­ar, þrátt fyrir ítrek­anir mín­ar, og ekk­ert útlit virð­ist fyrir að það breyt­ist í bráð. Þetta á sér vafa­laust allt sára­saklausa skýr­ingu. Ég hef því beðið Kjarn­ann að losa stjórn­endur Frétta­blaðs­ins úr klemm­unni og birta grein­ina enda geta áhuga­menn um „svæsin rifr­ildi valda­manna“ vart beðið mikið leng­ur.

Í grein í Frétta­blað­inu 9. októ­ber sl. fjall­aði Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, um það sem hann kallar útgjalda­þenslu hins opin­bera og sér­stak­lega fjölgun opin­berra starfs­manna. Af grein­inni mátti skilja að und­an­farin ár hefði þessum starfs­mönnum fjölgað nán­ast stjórn­laust, langt umfram fjölgun á almennum vinnu­mark­aði. Hörður Ægis­son tók svo undir þetta í leið­ara í blað­inu tveimur dögum síðar þar sem hann full­yrti m.a. að opin­berir starfs­menn væru í ein­hverjum hlið­ar­veru­leika þar sem þeim fjölg­aði stöðugt og laun þeirra hækk­uðu enda­laust.

Allt er þetta áhuga­vert en þó í litlu sam­ræmi við hag­töl­ur. Opin­berum starfs­mönnum á land­inu hefur nefni­lega fjölgað nán­ast nákvæm­lega jafn­hratt og starfs­mönnum á almennum vinnu­mark­aði und­an­farin einn og hálfan ára­tug. Þeim fjölg­aði að vísu aðeins nokkur ár þar á und­an, þ.e. í kringum síð­ustu alda­mót, fyrst og fremst utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Það er því engin flóð­bylgja opin­berra starfs­manna að leggj­ast yfir hag­kerfið um þessar mundir til að kremja úr því allan mátt eins og skilja má á skrifum þeirra félaga.

Auglýsing

Skoðum töl­urnar aðeins nán­ar. Hér verður byggt á sömu tölum og Hall­dór og Hörð­ur, frá Hag­stof­unni um starfs­fólk í opin­berri stjórn­sýslu, fræðslu­starf­semi, heil­brigð­is- og félags­þjón­ustu. Það er reyndar ekki nákvæmur mæli­kvarði á fjölda opin­berra starfs­manna, því að sumir sem vinna við þetta starfa hjá einka­fyr­ir­tækjum eða sjálfs­eign­ar­stofn­un­um, en ekki fjarri lagi. Frá árinu 2000 til árs­ins 2018 fjölg­aði þeim sem starfa í þessum geirum um 52%. Hall­dór og Hörður nota reyndar töl­una 55% en ekki er ljóst hvaðan hún er kom­in. Það er nokkuð meiri fjölgun en varð á almennum vinnu­mark­aði og hækk­aði hlut­fall þeirra sem starfa við þetta úr 23,4% í 29,4%. Það er auð­vitað nokkuð mikil breyt­ing og getur kannski skýrt áhyggjur Sam­taka atvinnu­lífs­ins.

Þegar nánar er að gáð sést þó að hækkun hlut­falls opin­berra starfs­manna á þennan mæli­kvarða varð öll á árunum 2000 til 2003. Árið 2000 er raunar skemmti­lega valið sem við­mið­un­arár því að þá var fyrr­nefnt hlut­fall það lægsta sem það hefur orðið frá 1991. Ef ætl­unin var að sýna fram á mikla fjölgun opin­berra starfs­manna var því grá­upp­lagt að velja 2000 sem við­mið­un­arár en ekki eitt­hvert annað ár, t.d. 2010 þegar hlut­fallið var hærra en nú.

Síðan 2003 hefur hlut­fallið verið nokkuð stöðugt, á bil­inu 28-30%, og var nán­ast nákvæm­lega það sama í fyrra (29,4%) og árið 2003 (29,1%). Það er því engin inn­stæða fyrir áhyggjum Hall­dórs og Harðar núna. Breyt­ing­unum sem þeir fjalla um lauk fyrir hálfum öðrum ára­tug.

Það er jafn­framt áhuga­vert að hækkun hlut­falls opin­berra starfs­manna í kringum síð­ustu alda­mót varð fyrst og fremst utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Frá árinu 2003 hefur hlut­fallið verið nán­ast nákvæm­lega það sama á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (28,6%) og utan þess (28,3%) en á tíunda ára­tugnum var hlut­fallið mun hærra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (27,2%) en utan þess (21,6%). Þró­unin sem Hörður og Hall­dór ótt­ast svo mjög varð því fyrir tæpum 20 árum utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Síðan þá hefur opin­berum starfs­mönnum fjölgað í takti við fjölgun á almennum vinnu­mark­aði, hvort heldur er á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða utan þess. Álykt­anir þeirra um bráðavá vegna ofsa­fjölg­unar um þessar mundir eru því í engu sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi hag­töl­ur. Með­fylgj­andi myndir sýna þetta glöggt.

Fjöldi og hlutfall starfsmanna í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu á landinu öllu 1991-2018.

Hlutfall starfsmanna í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og utan þess 1991-2018. 

Höf­undur er dós­ent við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar