Greinin sem Fréttablaðið vildi ekki birta fyrr en einhvern tíma löngu, löngu síðar

Gylfi Magnússon svarar Halldóri Benjamín Þorbergssyni og Herði Ægissyni í aðsendri grein.

Auglýsing

Meðfylgjandi grein var send Fréttablaðinu 11. október síðastliðinn sem svar við tveimur greinum sem birst höfðu í því blaði fyrr í þeirri viku. Fréttablaðið féllst á að birta greinina þegar vel stæði á en það hefur ekki gerst enn tveimur vikum síðar, þrátt fyrir ítrekanir mínar, og ekkert útlit virðist fyrir að það breytist í bráð. Þetta á sér vafalaust allt sárasaklausa skýringu. Ég hef því beðið Kjarnann að losa stjórnendur Fréttablaðsins úr klemmunni og birta greinina enda geta áhugamenn um „svæsin rifrildi valdamanna“ vart beðið mikið lengur.

Í grein í Fréttablaðinu 9. október sl. fjallaði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um það sem hann kallar útgjaldaþenslu hins opinbera og sérstaklega fjölgun opinberra starfsmanna. Af greininni mátti skilja að undanfarin ár hefði þessum starfsmönnum fjölgað nánast stjórnlaust, langt umfram fjölgun á almennum vinnumarkaði. Hörður Ægisson tók svo undir þetta í leiðara í blaðinu tveimur dögum síðar þar sem hann fullyrti m.a. að opinberir starfsmenn væru í einhverjum hliðarveruleika þar sem þeim fjölgaði stöðugt og laun þeirra hækkuðu endalaust.

Allt er þetta áhugavert en þó í litlu samræmi við hagtölur. Opinberum starfsmönnum á landinu hefur nefnilega fjölgað nánast nákvæmlega jafnhratt og starfsmönnum á almennum vinnumarkaði undanfarin einn og hálfan áratug. Þeim fjölgaði að vísu aðeins nokkur ár þar á undan, þ.e. í kringum síðustu aldamót, fyrst og fremst utan höfuðborgarsvæðisins. Það er því engin flóðbylgja opinberra starfsmanna að leggjast yfir hagkerfið um þessar mundir til að kremja úr því allan mátt eins og skilja má á skrifum þeirra félaga.

Auglýsing

Skoðum tölurnar aðeins nánar. Hér verður byggt á sömu tölum og Halldór og Hörður, frá Hagstofunni um starfsfólk í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Það er reyndar ekki nákvæmur mælikvarði á fjölda opinberra starfsmanna, því að sumir sem vinna við þetta starfa hjá einkafyrirtækjum eða sjálfseignarstofnunum, en ekki fjarri lagi. Frá árinu 2000 til ársins 2018 fjölgaði þeim sem starfa í þessum geirum um 52%. Halldór og Hörður nota reyndar töluna 55% en ekki er ljóst hvaðan hún er komin. Það er nokkuð meiri fjölgun en varð á almennum vinnumarkaði og hækkaði hlutfall þeirra sem starfa við þetta úr 23,4% í 29,4%. Það er auðvitað nokkuð mikil breyting og getur kannski skýrt áhyggjur Samtaka atvinnulífsins.

Þegar nánar er að gáð sést þó að hækkun hlutfalls opinberra starfsmanna á þennan mælikvarða varð öll á árunum 2000 til 2003. Árið 2000 er raunar skemmtilega valið sem viðmiðunarár því að þá var fyrrnefnt hlutfall það lægsta sem það hefur orðið frá 1991. Ef ætlunin var að sýna fram á mikla fjölgun opinberra starfsmanna var því gráupplagt að velja 2000 sem viðmiðunarár en ekki eitthvert annað ár, t.d. 2010 þegar hlutfallið var hærra en nú.

Síðan 2003 hefur hlutfallið verið nokkuð stöðugt, á bilinu 28-30%, og var nánast nákvæmlega það sama í fyrra (29,4%) og árið 2003 (29,1%). Það er því engin innstæða fyrir áhyggjum Halldórs og Harðar núna. Breytingunum sem þeir fjalla um lauk fyrir hálfum öðrum áratug.

Það er jafnframt áhugavert að hækkun hlutfalls opinberra starfsmanna í kringum síðustu aldamót varð fyrst og fremst utan höfuðborgarsvæðisins. Frá árinu 2003 hefur hlutfallið verið nánast nákvæmlega það sama á höfuðborgarsvæðinu (28,6%) og utan þess (28,3%) en á tíunda áratugnum var hlutfallið mun hærra á höfuðborgarsvæðinu (27,2%) en utan þess (21,6%). Þróunin sem Hörður og Halldór óttast svo mjög varð því fyrir tæpum 20 árum utan höfuðborgarsvæðisins. Síðan þá hefur opinberum starfsmönnum fjölgað í takti við fjölgun á almennum vinnumarkaði, hvort heldur er á höfuðborgarsvæðinu eða utan þess. Ályktanir þeirra um bráðavá vegna ofsafjölgunar um þessar mundir eru því í engu samræmi við fyrirliggjandi hagtölur. Meðfylgjandi myndir sýna þetta glöggt.

Fjöldi og hlutfall starfsmanna í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu á landinu öllu 1991-2018.

Hlutfall starfsmanna í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og utan þess 1991-2018. 

Höfundur er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar