Greinin sem Fréttablaðið vildi ekki birta fyrr en einhvern tíma löngu, löngu síðar

Gylfi Magnússon svarar Halldóri Benjamín Þorbergssyni og Herði Ægissyni í aðsendri grein.

Auglýsing

Með­fylgj­andi grein var send Frétta­blað­inu 11. októ­ber síð­ast­lið­inn sem svar við tveimur greinum sem birst höfðu í því blaði fyrr í þeirri viku. Frétta­blaðið féllst á að birta grein­ina þegar vel stæði á en það hefur ekki gerst enn tveimur vikum síð­ar, þrátt fyrir ítrek­anir mín­ar, og ekk­ert útlit virð­ist fyrir að það breyt­ist í bráð. Þetta á sér vafa­laust allt sára­saklausa skýr­ingu. Ég hef því beðið Kjarn­ann að losa stjórn­endur Frétta­blaðs­ins úr klemm­unni og birta grein­ina enda geta áhuga­menn um „svæsin rifr­ildi valda­manna“ vart beðið mikið leng­ur.

Í grein í Frétta­blað­inu 9. októ­ber sl. fjall­aði Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, um það sem hann kallar útgjalda­þenslu hins opin­bera og sér­stak­lega fjölgun opin­berra starfs­manna. Af grein­inni mátti skilja að und­an­farin ár hefði þessum starfs­mönnum fjölgað nán­ast stjórn­laust, langt umfram fjölgun á almennum vinnu­mark­aði. Hörður Ægis­son tók svo undir þetta í leið­ara í blað­inu tveimur dögum síðar þar sem hann full­yrti m.a. að opin­berir starfs­menn væru í ein­hverjum hlið­ar­veru­leika þar sem þeim fjölg­aði stöðugt og laun þeirra hækk­uðu enda­laust.

Allt er þetta áhuga­vert en þó í litlu sam­ræmi við hag­töl­ur. Opin­berum starfs­mönnum á land­inu hefur nefni­lega fjölgað nán­ast nákvæm­lega jafn­hratt og starfs­mönnum á almennum vinnu­mark­aði und­an­farin einn og hálfan ára­tug. Þeim fjölg­aði að vísu aðeins nokkur ár þar á und­an, þ.e. í kringum síð­ustu alda­mót, fyrst og fremst utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Það er því engin flóð­bylgja opin­berra starfs­manna að leggj­ast yfir hag­kerfið um þessar mundir til að kremja úr því allan mátt eins og skilja má á skrifum þeirra félaga.

Auglýsing

Skoðum töl­urnar aðeins nán­ar. Hér verður byggt á sömu tölum og Hall­dór og Hörð­ur, frá Hag­stof­unni um starfs­fólk í opin­berri stjórn­sýslu, fræðslu­starf­semi, heil­brigð­is- og félags­þjón­ustu. Það er reyndar ekki nákvæmur mæli­kvarði á fjölda opin­berra starfs­manna, því að sumir sem vinna við þetta starfa hjá einka­fyr­ir­tækjum eða sjálfs­eign­ar­stofn­un­um, en ekki fjarri lagi. Frá árinu 2000 til árs­ins 2018 fjölg­aði þeim sem starfa í þessum geirum um 52%. Hall­dór og Hörður nota reyndar töl­una 55% en ekki er ljóst hvaðan hún er kom­in. Það er nokkuð meiri fjölgun en varð á almennum vinnu­mark­aði og hækk­aði hlut­fall þeirra sem starfa við þetta úr 23,4% í 29,4%. Það er auð­vitað nokkuð mikil breyt­ing og getur kannski skýrt áhyggjur Sam­taka atvinnu­lífs­ins.

Þegar nánar er að gáð sést þó að hækkun hlut­falls opin­berra starfs­manna á þennan mæli­kvarða varð öll á árunum 2000 til 2003. Árið 2000 er raunar skemmti­lega valið sem við­mið­un­arár því að þá var fyrr­nefnt hlut­fall það lægsta sem það hefur orðið frá 1991. Ef ætl­unin var að sýna fram á mikla fjölgun opin­berra starfs­manna var því grá­upp­lagt að velja 2000 sem við­mið­un­arár en ekki eitt­hvert annað ár, t.d. 2010 þegar hlut­fallið var hærra en nú.

Síðan 2003 hefur hlut­fallið verið nokkuð stöðugt, á bil­inu 28-30%, og var nán­ast nákvæm­lega það sama í fyrra (29,4%) og árið 2003 (29,1%). Það er því engin inn­stæða fyrir áhyggjum Hall­dórs og Harðar núna. Breyt­ing­unum sem þeir fjalla um lauk fyrir hálfum öðrum ára­tug.

Það er jafn­framt áhuga­vert að hækkun hlut­falls opin­berra starfs­manna í kringum síð­ustu alda­mót varð fyrst og fremst utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Frá árinu 2003 hefur hlut­fallið verið nán­ast nákvæm­lega það sama á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (28,6%) og utan þess (28,3%) en á tíunda ára­tugnum var hlut­fallið mun hærra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (27,2%) en utan þess (21,6%). Þró­unin sem Hörður og Hall­dór ótt­ast svo mjög varð því fyrir tæpum 20 árum utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Síðan þá hefur opin­berum starfs­mönnum fjölgað í takti við fjölgun á almennum vinnu­mark­aði, hvort heldur er á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða utan þess. Álykt­anir þeirra um bráðavá vegna ofsa­fjölg­unar um þessar mundir eru því í engu sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi hag­töl­ur. Með­fylgj­andi myndir sýna þetta glöggt.

Fjöldi og hlutfall starfsmanna í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu á landinu öllu 1991-2018.

Hlutfall starfsmanna í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og utan þess 1991-2018. 

Höf­undur er dós­ent við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar