Offramleiðsla mjólkur og okur í skjóli opinberrar verðlagningar?

Þórólfur Matthíasson prófessor skrifar um sölu á íslensku smjöri á undverði til útlanda.

Auglýsing

Neysla mjólkur og mjólk­ur­vöru í þró­uðum löndum hefur ekki auk­ist mikið frá 2008 ef trúa skal upp­lýs­ingum frá Mat­væla og land­bún­að­ar­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna, (sjá t.d. töflu 7.4 hér).  Neysla ferskvöru minnkar á tíma­bil­inu 2008-2017, meðan neysla á geymslu­vöru eykst lít­il­lega.  Áætl­anir Mat­væla og land­bún­að­ar­stofn­un­ar­innar (FAO) ganga út á að áfram­hald verði á þeirri þróun í þró­uðum lönd­um.  Vænt­an­leg fram­leiðslu­aukn­ing er ekki meiri en svo að svari til fram­leiðni­aukn­ing­ar. Þess vegna er ekki ástæða til þess að hvetja mjólk­ur­bændur til að auka fram­leiðslu­getu sína í okkar hluta heims­ins.

Á Íslandi eru það opin­berir aðilar í sam­ráði við hags­muna­sam­töl sem „ákveða“ umfang mjólk­ur­fram­leiðsl­unn­ar.  Það mætti því að óreyndu ætla að Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið og Bænda­sam­tökin hög­uðu fram­leiðslu­stýr­ingu sinni í sam­ræmi við lík­lega lang­tíma­þróun fram­leiðni og eft­ir­spurn­ar.  Það hefði þýtt að þessir aðilar hefðu haldið aftur af vexti og vaxtaróskum ein­stakra fram­leið­enda og þess í stað mætt tíma­bundnum skorti á mjólk­ur­af­urðum með inn­flutn­ingi. Slík póli­tík stuðlar að jafnri tekju­þróun fyrir fram­leið­endur og dregur úr líkum á efna­hags­legum koll­steypum í rekstri kúa­bú­a.  En þessu er ekki að heilsa. Stjórn­völd sölu­tryggja ákveðið magn mjólkur á hverju ári á föstu verði. Hið sölu­tryggða magn hefur auk­ist úr 123 millj­ónum lítra árið 2014 í 145 millj­ónir lítra árið 2019, þetta er aukn­ing upp á 18% (eða 3,3% á ári). Ástæðan er að stjórn­völd og bændasamtök hafa elt skamm­tímat­ísku­sveiflur (sem m.a. urðu til þess að búa til smjör-­bólu á alþjóð­legum mörk­uðum fyrri hluta árs 2017).

Offram­boð hrá­mjólkur til Mjólk­ur­sam­söl­unnar (MS) hefur orðið til þess að nú fram­leiðir MS alltof mikið af smjöri. Eðli­leg­ast væri að bregð­ast við slíkum vanda með því að lækka verðið á smjör­inu til íslenskra neyt­enda (heild­sölu­verð er nú 834 kr/kg) eða á rjóm­anum (heild­sölu­verð nú 904 kr/lítri í lausu máli).  En það virð­ist ekki vera inn í dæm­inu. Svo virð­ist sem reikni­meist­arar MS hafi kom­ist að því að það borgi sig að selja smjörið úr landi. Hvernig skyldi nú það reikn­ings­dæmi líta út?

Auglýsing

Í frétt á vef RÚV að útflutn­ings­verð á smjöri frá Íslandi hafi verið um 490 krónur á kíló. Lyk­il­orð hér er "hefur verið". Verð á smjöri hefur nefni­lega farið lækk­andi frá því að smjör­bólan sprakk árið 2017. 

Evr­ópu­mark­aðs­verð á smjöri (heims­mark­aðs­verð) er 360 evrur á hver 100 kíló. Það gerir 500 kr/kg, sjá línu­rit sem heitir EU Average Dairy Market Prices 2019 Todate á þess­ari vef­síðu). Þá á eftir að draga flutn­ings­kostnað frá. Gefum okkur lágt mat á þessum kostn­aði, segjum 50 krónum á kíló (sjá nán­ari grein­ingum með umtals­vert hærri verðum í sumum til­vik­um). Það er því ólílegt að MS haldi áfram að fá 490 krónur á kílóið héðan í frá, sér­stak­lega ekki ef þessi 300 tonna útflutn­ingur verður til þess að þeir þurfi að flytja hluta smjörs­ins inn til Evr­ópu á fullum toll­kvóta!

Nettóskila­verð til MS vegna útflutn­ings smjörs til Evr­ópu er því lík­lega um 450-460 krónur á kílóið ef það er flutt út innan toll­kvóta. Ef MS þarf að taka á sig segjum 30% lækkun vegna tolla þá er skila­verðið komið niður í 350 krón­ur. Toll­ur­inn gæti verið hærri og ótal­inn er hugs­an­legur geymslu­kostn­aður í landi kaup­anda, mark­aðs­setn­ing­ar­kostn­að­ur, kostn­aður við heil­brigð­is­vott­orð og fleira. Ætli það sé ekki raun­hæft að ætla að end­an­legt skila­verð til MS verði nær 350-400 krónum á kíló­ið.

MS gæti því haft svona ca 90 til 120 millj­ónir króna upp úr því að selja "umfram­birgðir" sínar til Evr­ópu.

Veltum nú fyrir okkur hvað MS þyrfti að lækka smjörið mikið í verði til að losna við 300 tonn. Það er um það bil 10% sölu­aukn­ing eða svo. Gefum okkur að verð­teygni smjörs sé -0,7. Þá má reikna út að það þyrfti að lækka verðið á smjör­inu um 60 krónur á kíló. Heild­ar­kostn­aður gæti þá verið um 140 millj­ónir króna.

Og nú er komin skýr­ingin á því af hverju reikni­meist­arar MS kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að það sé hag­kvæmara að selja smjör til Evr­ópu á 300-400 krónur kílóið þegar þeir geta lík­lega losnað við umfram­magnið á inn­lendum mark­aði með því að lækka verð­ið. Ástæðan er að þeir geta forð­ast tap upp á 140 millj­ónir og í leið­inni fengið tekjur upp á 100 millj­ónir króna! Þetta geta þeir í krafti þess að þeir geta keypt og selt smjör á erlendum vett­vangi meðan inn­lendir neyt­endur geta í raun aðeins átt við­skipti við MS. MS er í einka­sölu­stöðu. Það er meira að segja tekið sér­stak­lega fram í laga­bálki um sölu land­bún­að­ar­af­urða að MS heim­ilt að nýta sér einka­sölu­að­stöðu sína.  For­ráða­menn ann­arra fyr­ir­tækja sem vildu haga sér með sama hætti ættu fang­els­is­vist á hættu ef þeir beittu sömu aðferð­um. Alþingi gerir til­raun til að setja gróða­sókn MS mörk með því að gefa Verð­lags­nefnd búvara heim­ild til að verð­leggja sumar mjólk­ur­vör­ur, þ.m.t. smjör. Núna er sem­sagt lag fyrir ný-end­ur­skip­aðan for­mann Verð­lags­nefndar land­bún­að­ar­vara til að ganga í lið með almenn­ingi og neyt­endum þessa lands og lækka verðið á smjöri um 60 krónur kíló­ið, eða svo.

Höf­undur er pró­­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar