Fiskar sá sem rær

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson veltir fyrir sér útspili Miðflokksins um báknið.

Auglýsing

Það er nauð­syn­legt fyrir hvern kaptein að hafa vind í segl­um. Þetta veit Sig­mundur Dav­íð, for­maður Mið­flokks­ins. Og hann veit líka að það er lífs­nauð­syn­legt að sigla ekki með storm­inn í fang­ið. Í þessu ljósi má skoða nýjasta útspil flokks­ins um bákn­ið, þar sem flokk­ur­inn aug­lýsir eftir reynslu­sögum fólks sem hefur orðið illa úti í sam­skiptum sínum við kerf­ið. Hér er róið á kunn­ug­leg mið; „fiski­mið lýð­hyggj­unn­ar“ þar sem nán­ast alveg er gefið að vel ber í veiði. Á svona veiðum fær eng­inn trollið í skrúf­una eða öng­ul­inn í rassinn, ef út í það er far­ið! Sig­mundur þarf heldur engu að kosta til, bara henda út á netið einu tölvu­póst­fangi og svo er bara að hala krás­irnar inn. Netið er net Sig­mund­ar!

Kapteinn Sig­mundur veit það einnig að eftir mesta „lýð­skrum­s­mál­þóf“ lýð­veld­is­sög­unnar (Orku­pakk­inn, sem nú er að koma í ljós að kostar Alþingi nokkra tugi millj­óna króna), þá var viss hætta á að einmitt logn hefði færst yfir Mið­flokk­inn og hann hefði mögu­lega átt hættu á að falla í gleymsk­unnar dá.

Þess vegna þurfti Sig­mundur að finna mál sem hægt er að gera út á með þeim hætti sem hann hyggst gera í sam­bandi við bákn­ið. Hann hefur hins­vegar ekki skýrt neitt sér­lega vel út, hvað hann á við með orð­inu bákn­ið; er það emb­ætt­is­mann­bákn­ið, er það heil­brigð­is­bákn­ið, eða öll yfir­bygg­ingin á íslensku sam­fé­lagi? Eða hvað á hann við?

Auglýsing

Flokk­ur­inn hefur birt áherslur sínar í sam­bandi við báknið og sækir þar með í smiðju ungra sjálf­stæð­is­manna (SUS), sem börð­ust á seinni hluta síð­ustu aldar undir fra­s­anum „báknið burt.“ Mið­flokk­ur­inn er jú þjóð­ern­is­sinn­aður íhalds og lýð­hyggju­flokkur á hægri væng stjórn­mál­anna. En athygli vekur að Sig­mundur gleymir einu aðal­bákni íslensks sam­fé­lags (senni­lega vilj­and­i), en það er land­bún­að­ar­bákn­ið, sem kostar íslenskan almenn­ing um 15.000 millj­ónir á hverju ári. ­Sig­mundur seg­ist hins­vegar nán­ast „enda­laust heyra sögur um bákn­ið“ á ferðum sínum um land­ið, sama hvert hann fari (Silfur Egils, 10.11 2019). En spurn­ingin er kannski, hvernig bákn vill Sig­mundur eða vill hann bara ekk­ert bákn yfir­leitt? Vill hann kannski „lítið rík­is­vald“ að hætti frjáls­hyggj­unn­ar, það sem ensku­mæl­andi kalla „sm­all govern­ment.“?

Báknið var rætt í Silfri Egils þann 10. nóv­em­ber og þar var ekki annað að skilja á mönnum en að Sig­mundur væri mjög djarfur að leggja út í þessa bar­áttu og vís­uðu menn til merkis flokks­ins, sem er (vænt­an­lega) íslenskt hross, sem rís upp á aft­ur­lapp­irn­ar. Sig­mundi var óskað vel­farn­aðar í kross­ferð sinni gegn bákn­inu, já það var einmitt eins og menn væru að tala um ridd­ara sem væri að leggja í djarfa ferð. ­Sig­mundur er sem sagt aftur sestur á hrossið og ríður nú gegn bákn­inu (minnir svo­lítið á eitt­hvað í sam­bandi við vind­myll­ur). En hross Mið­flokks­ins nýtt­ist þeim Mið­flokks­mönnum vel í umræð­unni um Klaust­ur-­mál­ið, segja má að Mið­flokks­menn hafi allir verið á eins­konar „Ródeó-hrossi“ – sem kastaði af sér öllu óþægi­legu í því máli. Þeir voru jú allir meira eða minna sak­lausir af þessu og það var farið mjög illa með flokk­inn í því máli. Allir voru vondir við Mið­flokk­inn og að sjálf­sögðu var þetta allt saman eitt risa­stórt sam­særi, skipu­lagt af vondu fólki úti í bæ. Því var gott að hafa alvöru ródeó-hross til að nota í að hrista hlut­ina af sér.

Það verður áhuga­vert að sjá hverju nýjasta kross­ferðin hjá ridd­urum Mið­flokks­ins muni skila af sér. Kannski verður að lokum splæst í eina „selfie“ á Aust­ur­velli eins og þegar kross­ferð flokks­ins í Orku­pakka­mál­inu stóð yfir. Þar slógu menn sér á brjóst! En klikki þetta hins­veg­ar, mun „skipp­er­inn“ örugg­lega finna ein­hver önnur mið til að róa á – það verður jú góður skipper að gera! Og sjá til þess að lýð­skrumið skaffi byr í segl­in.

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari og starfar því senni­lega í bákn­inu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar