Fiskar sá sem rær

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson veltir fyrir sér útspili Miðflokksins um báknið.

Auglýsing

Það er nauð­syn­legt fyrir hvern kaptein að hafa vind í segl­um. Þetta veit Sig­mundur Dav­íð, for­maður Mið­flokks­ins. Og hann veit líka að það er lífs­nauð­syn­legt að sigla ekki með storm­inn í fang­ið. Í þessu ljósi má skoða nýjasta útspil flokks­ins um bákn­ið, þar sem flokk­ur­inn aug­lýsir eftir reynslu­sögum fólks sem hefur orðið illa úti í sam­skiptum sínum við kerf­ið. Hér er róið á kunn­ug­leg mið; „fiski­mið lýð­hyggj­unn­ar“ þar sem nán­ast alveg er gefið að vel ber í veiði. Á svona veiðum fær eng­inn trollið í skrúf­una eða öng­ul­inn í rassinn, ef út í það er far­ið! Sig­mundur þarf heldur engu að kosta til, bara henda út á netið einu tölvu­póst­fangi og svo er bara að hala krás­irnar inn. Netið er net Sig­mund­ar!

Kapteinn Sig­mundur veit það einnig að eftir mesta „lýð­skrum­s­mál­þóf“ lýð­veld­is­sög­unnar (Orku­pakk­inn, sem nú er að koma í ljós að kostar Alþingi nokkra tugi millj­óna króna), þá var viss hætta á að einmitt logn hefði færst yfir Mið­flokk­inn og hann hefði mögu­lega átt hættu á að falla í gleymsk­unnar dá.

Þess vegna þurfti Sig­mundur að finna mál sem hægt er að gera út á með þeim hætti sem hann hyggst gera í sam­bandi við bákn­ið. Hann hefur hins­vegar ekki skýrt neitt sér­lega vel út, hvað hann á við með orð­inu bákn­ið; er það emb­ætt­is­mann­bákn­ið, er það heil­brigð­is­bákn­ið, eða öll yfir­bygg­ingin á íslensku sam­fé­lagi? Eða hvað á hann við?

Auglýsing

Flokk­ur­inn hefur birt áherslur sínar í sam­bandi við báknið og sækir þar með í smiðju ungra sjálf­stæð­is­manna (SUS), sem börð­ust á seinni hluta síð­ustu aldar undir fra­s­anum „báknið burt.“ Mið­flokk­ur­inn er jú þjóð­ern­is­sinn­aður íhalds og lýð­hyggju­flokkur á hægri væng stjórn­mál­anna. En athygli vekur að Sig­mundur gleymir einu aðal­bákni íslensks sam­fé­lags (senni­lega vilj­and­i), en það er land­bún­að­ar­bákn­ið, sem kostar íslenskan almenn­ing um 15.000 millj­ónir á hverju ári. ­Sig­mundur seg­ist hins­vegar nán­ast „enda­laust heyra sögur um bákn­ið“ á ferðum sínum um land­ið, sama hvert hann fari (Silfur Egils, 10.11 2019). En spurn­ingin er kannski, hvernig bákn vill Sig­mundur eða vill hann bara ekk­ert bákn yfir­leitt? Vill hann kannski „lítið rík­is­vald“ að hætti frjáls­hyggj­unn­ar, það sem ensku­mæl­andi kalla „sm­all govern­ment.“?

Báknið var rætt í Silfri Egils þann 10. nóv­em­ber og þar var ekki annað að skilja á mönnum en að Sig­mundur væri mjög djarfur að leggja út í þessa bar­áttu og vís­uðu menn til merkis flokks­ins, sem er (vænt­an­lega) íslenskt hross, sem rís upp á aft­ur­lapp­irn­ar. Sig­mundi var óskað vel­farn­aðar í kross­ferð sinni gegn bákn­inu, já það var einmitt eins og menn væru að tala um ridd­ara sem væri að leggja í djarfa ferð. ­Sig­mundur er sem sagt aftur sestur á hrossið og ríður nú gegn bákn­inu (minnir svo­lítið á eitt­hvað í sam­bandi við vind­myll­ur). En hross Mið­flokks­ins nýtt­ist þeim Mið­flokks­mönnum vel í umræð­unni um Klaust­ur-­mál­ið, segja má að Mið­flokks­menn hafi allir verið á eins­konar „Ródeó-hrossi“ – sem kastaði af sér öllu óþægi­legu í því máli. Þeir voru jú allir meira eða minna sak­lausir af þessu og það var farið mjög illa með flokk­inn í því máli. Allir voru vondir við Mið­flokk­inn og að sjálf­sögðu var þetta allt saman eitt risa­stórt sam­særi, skipu­lagt af vondu fólki úti í bæ. Því var gott að hafa alvöru ródeó-hross til að nota í að hrista hlut­ina af sér.

Það verður áhuga­vert að sjá hverju nýjasta kross­ferðin hjá ridd­urum Mið­flokks­ins muni skila af sér. Kannski verður að lokum splæst í eina „selfie“ á Aust­ur­velli eins og þegar kross­ferð flokks­ins í Orku­pakka­mál­inu stóð yfir. Þar slógu menn sér á brjóst! En klikki þetta hins­veg­ar, mun „skipp­er­inn“ örugg­lega finna ein­hver önnur mið til að róa á – það verður jú góður skipper að gera! Og sjá til þess að lýð­skrumið skaffi byr í segl­in.

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari og starfar því senni­lega í bákn­inu.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum.
Fjórði hver íbúi á Suðurnesjum útlendingur
Tveir af hverjum þremur erlendum ríkisborgurum sem búa á Íslandi búa á höfuðborgarsvæðinu. Þrír af hverjum fjórum þeirra búa annað hvort þar eða á Suðurnesjunum. Það sveitarfélag sem er með lægst hlutfall útlendinga er einungis með einn útlending á skrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Reynt að múta lögreglumanni í Namibíu
Spillingarlögreglan hefur handtekið mann, sem reyndi að hindra framgang réttvísinnar við rannsókn á Samherjaskjölunum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Friðrik Rafnsson
Lestur er leikfimi hugans
Kjarninn 21. janúar 2020
„Lúalegt bragð“ að ala á samviskubiti foreldra
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent borgarráði opið bréf vegna fyrirhugaðrar styttingar opnunartíma leikskóla í Reykjavíkurborg.
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður spyr Katrínu um hverjar skaðabótakröfur stórútgerðarinnar séu
Búið er að leggja fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra um hversu háa upphæð stórútgerðir eru að krefja íslenska ríkið vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kjarninn óskaði fyrst eftir þeim upplýsingum í fyrrasumar en ríkið vill ekki afhenda þær.
Kjarninn 21. janúar 2020
Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
Kjarninn 21. janúar 2020
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar