Fiskar sá sem rær

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson veltir fyrir sér útspili Miðflokksins um báknið.

Auglýsing

Það er nauð­syn­legt fyrir hvern kaptein að hafa vind í segl­um. Þetta veit Sig­mundur Dav­íð, for­maður Mið­flokks­ins. Og hann veit líka að það er lífs­nauð­syn­legt að sigla ekki með storm­inn í fang­ið. Í þessu ljósi má skoða nýjasta útspil flokks­ins um bákn­ið, þar sem flokk­ur­inn aug­lýsir eftir reynslu­sögum fólks sem hefur orðið illa úti í sam­skiptum sínum við kerf­ið. Hér er róið á kunn­ug­leg mið; „fiski­mið lýð­hyggj­unn­ar“ þar sem nán­ast alveg er gefið að vel ber í veiði. Á svona veiðum fær eng­inn trollið í skrúf­una eða öng­ul­inn í rassinn, ef út í það er far­ið! Sig­mundur þarf heldur engu að kosta til, bara henda út á netið einu tölvu­póst­fangi og svo er bara að hala krás­irnar inn. Netið er net Sig­mund­ar!

Kapteinn Sig­mundur veit það einnig að eftir mesta „lýð­skrum­s­mál­þóf“ lýð­veld­is­sög­unnar (Orku­pakk­inn, sem nú er að koma í ljós að kostar Alþingi nokkra tugi millj­óna króna), þá var viss hætta á að einmitt logn hefði færst yfir Mið­flokk­inn og hann hefði mögu­lega átt hættu á að falla í gleymsk­unnar dá.

Þess vegna þurfti Sig­mundur að finna mál sem hægt er að gera út á með þeim hætti sem hann hyggst gera í sam­bandi við bákn­ið. Hann hefur hins­vegar ekki skýrt neitt sér­lega vel út, hvað hann á við með orð­inu bákn­ið; er það emb­ætt­is­mann­bákn­ið, er það heil­brigð­is­bákn­ið, eða öll yfir­bygg­ingin á íslensku sam­fé­lagi? Eða hvað á hann við?

Auglýsing

Flokk­ur­inn hefur birt áherslur sínar í sam­bandi við báknið og sækir þar með í smiðju ungra sjálf­stæð­is­manna (SUS), sem börð­ust á seinni hluta síð­ustu aldar undir fra­s­anum „báknið burt.“ Mið­flokk­ur­inn er jú þjóð­ern­is­sinn­aður íhalds og lýð­hyggju­flokkur á hægri væng stjórn­mál­anna. En athygli vekur að Sig­mundur gleymir einu aðal­bákni íslensks sam­fé­lags (senni­lega vilj­and­i), en það er land­bún­að­ar­bákn­ið, sem kostar íslenskan almenn­ing um 15.000 millj­ónir á hverju ári. ­Sig­mundur seg­ist hins­vegar nán­ast „enda­laust heyra sögur um bákn­ið“ á ferðum sínum um land­ið, sama hvert hann fari (Silfur Egils, 10.11 2019). En spurn­ingin er kannski, hvernig bákn vill Sig­mundur eða vill hann bara ekk­ert bákn yfir­leitt? Vill hann kannski „lítið rík­is­vald“ að hætti frjáls­hyggj­unn­ar, það sem ensku­mæl­andi kalla „sm­all govern­ment.“?

Báknið var rætt í Silfri Egils þann 10. nóv­em­ber og þar var ekki annað að skilja á mönnum en að Sig­mundur væri mjög djarfur að leggja út í þessa bar­áttu og vís­uðu menn til merkis flokks­ins, sem er (vænt­an­lega) íslenskt hross, sem rís upp á aft­ur­lapp­irn­ar. Sig­mundi var óskað vel­farn­aðar í kross­ferð sinni gegn bákn­inu, já það var einmitt eins og menn væru að tala um ridd­ara sem væri að leggja í djarfa ferð. ­Sig­mundur er sem sagt aftur sestur á hrossið og ríður nú gegn bákn­inu (minnir svo­lítið á eitt­hvað í sam­bandi við vind­myll­ur). En hross Mið­flokks­ins nýtt­ist þeim Mið­flokks­mönnum vel í umræð­unni um Klaust­ur-­mál­ið, segja má að Mið­flokks­menn hafi allir verið á eins­konar „Ródeó-hrossi“ – sem kastaði af sér öllu óþægi­legu í því máli. Þeir voru jú allir meira eða minna sak­lausir af þessu og það var farið mjög illa með flokk­inn í því máli. Allir voru vondir við Mið­flokk­inn og að sjálf­sögðu var þetta allt saman eitt risa­stórt sam­særi, skipu­lagt af vondu fólki úti í bæ. Því var gott að hafa alvöru ródeó-hross til að nota í að hrista hlut­ina af sér.

Það verður áhuga­vert að sjá hverju nýjasta kross­ferðin hjá ridd­urum Mið­flokks­ins muni skila af sér. Kannski verður að lokum splæst í eina „selfie“ á Aust­ur­velli eins og þegar kross­ferð flokks­ins í Orku­pakka­mál­inu stóð yfir. Þar slógu menn sér á brjóst! En klikki þetta hins­veg­ar, mun „skipp­er­inn“ örugg­lega finna ein­hver önnur mið til að róa á – það verður jú góður skipper að gera! Og sjá til þess að lýð­skrumið skaffi byr í segl­in.

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari og starfar því senni­lega í bákn­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar