Uppsagnir – A la Sopranos

Fyrrum yfirlæknir sjúkrasviðs Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Stykkishólmi skrifar um stöðuna á Reykjalundi.

Auglýsing

Reykja­lundur er ein af þeim stofn­un­um, sem við Íslend­ingar vísum til með stolti    - flagg­skip íslenzkrar end­ur­hæf­ingar um ára­tuga skeið. Fag­fólk um allt land hefur getað vísað sjúk­lingum í níu svið stað­ar­ins og jafnan hugsað til hans með þakk­læti og virð­ingu.

Magnús Óla­son hefur verið yfir­maður verkja­sviðs og nú síð­ast for­stöðu­læknir Reykja­lund­ar, og í raun helgað stofn­un­inni sína starfs­krafta um ára­tuga skeið. Hann hefur notið virð­ingar og vin­sælda sem læknir og vís­inda­maður og unnið starf­semi end­ur­hæf­ingar í land­inu ómælt gagn. Síð­ustu tólf árin hafði hann sér við hlið Birgi Gunn­ars­son, afar hæfan fram­kvæmda­stjóra og vall­gró­inn sóma­mann.

Nú hefur þeim báðum verið „sagt upp”   - þ.e.a.s þeir rekn­ir, og minna aðfar­irnar einna helzt á  Sopranos - „not­hing per­sonal – just business” og þær aðferð­ir, sem beitt er í heimi við­skipta. Starfs­fólk Reykja­lundar hefur brugð­izt við og mót­mælt af krafti og margir sagt upp störf­um, en aðrir íhuga upp­sögn.

 Þær afsak­anir og skýr­ingar ,sem fram eru born­ar, eru  hræmug­legar – „skipu­lags­breyt­ing­ar”, „í ferli”, „trún­að­ar­mál”, „nýtt skipu­rit” o.s.frv.. Þá hefur verið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri lækn­inga, sem     - með fullri virð­ingu fyrir honum sem kollega – kemst ekki með tærnar í námunda við hæla Magn­úsar Óla­sonar hvað mennt­un, reynslu og hæfni snertir á sviði end­ur­hæf­ingar almennt. Þá er talað um aldur Magn­ús­ar. Að því bezt er vit­að, er hann við hesta­heilsu og starfs­geta hans með ágæt­um. Reykja­lundur er einka­rekin stofnun og getur því látið hann starfa mörg ár enn.

Auglýsing
Svipuðum vinnu­brögðum var beitt, þegar Har­aldur Erlends­son var rek­inn fyr­ir­vara­laust frá Heilsu­stofnun NLFÍ í Hvera­gerði. Engar skýr­ing­ar, eng­inn fyr­ir­vari, rek­inn á mín­út­unni     - „not­hing per­sonal, just business!”.

Sá sem þessar línur ritar starf­aði í sjö og hálft ár undir stjórn Heil­brigð­is­stofn­unar Vest­ur­lands, þar sem svipuð við­horf ríktu. Starf for­stjóra var aldrei aug­lýst, en Guð­jóni Brjáns­syni „falið að sjá um” sam­ein­ingu 8 stofn­ana á Vest­ur­landi og í V-Húna­vatns­sýslu og Stranda­sýslu. Hann réði svo Þóri Berg­munds­son, HNE-lækni og fjórtán aðra und­ir­stjórn­endur með eigin hendi – alla á Akra­nesi. Við, sem störf­uðum á Franciskusspít­ala í Stykk­is­hólmi, máttum svo búa við að lof­orð um sam­vinnu, sam­eig­in­legar ákvarð­anir um starf­semi o.s.frv. voru öll svik­in, og aldrei heyrð­ist jákvætt orð af munni for­stjóra um starf­sem­ina á spít­al­an­um, en þar er reyndar rekin eina deildin innan HVE, sem þjónar öllu land­inu - Háls- og bak­deild . Þórir Berg­munds­son skip­aði und­ir­rit­aðan „Yf­ir­lækni sjúkra­sviðs Heil­brigð­is­stofn­unar Vest­ur­lands í Stykk­is­hólmi”  – í fram­haldi af því tal­aði hann aldrei við und­ir­rit­aðan í 7 ½ - sjö og hálft ár - um starf­semi téðs „sjúkra­sviðs”.

Það virð­ist hlaupa ein­hver and­skoti í menn lít­illa sæva og lít­illa sanda, þegar þeir kom­ast í þá aðstöðu að geta ráðskast með hámenntað fag­fólk, sem nýt­ur  virð­ingar og vin­sælda, bæði meðal sam­starfs­fólks og skjól­stæð­inga. Það fer ekki hjá því, að tvö „prinsipp” komi upp í hug­ann - The Kru­ger-D­unn­ing Effect og The Peter Principle. The Kru­ger-D­unn­ing Effect er ein­fald­lega það fyr­ir­bæri þegar menn eru svo óhæfir, að þeir átta sig ekki á því sjálf­ir. The Peter Principle kveður á um að menn, sem starfa í fyr­ir­tæki eða stofn­un, þar sem hægt er að ná frama, enda gjarnan í stöðu, sem  þeir eru ekki hæfir til að gegna.

Skratt­inn hirði allar „skipu­lags­breyt­ing­ar”, „ferli”, o.frv.  – svona fram­ferði er rudda­skap­ur!

Gott fólk – við erum fá í þessu landi – við höfum ekki efni á þessu!.

Höf­undur er ­fyrrum „Yf­ir­læknir sjúkra­sviðs Heil­brigð­is­stofn­unar Vest­ur­lands í Stykk­is­hólmi” og fag­maður í teymi Háls- og bak­deildar St.Franciskusspít­ala.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar