Uppsagnir – A la Sopranos

Fyrrum yfirlæknir sjúkrasviðs Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Stykkishólmi skrifar um stöðuna á Reykjalundi.

Auglýsing

Reykja­lundur er ein af þeim stofn­un­um, sem við Íslend­ingar vísum til með stolti    - flagg­skip íslenzkrar end­ur­hæf­ingar um ára­tuga skeið. Fag­fólk um allt land hefur getað vísað sjúk­lingum í níu svið stað­ar­ins og jafnan hugsað til hans með þakk­læti og virð­ingu.

Magnús Óla­son hefur verið yfir­maður verkja­sviðs og nú síð­ast for­stöðu­læknir Reykja­lund­ar, og í raun helgað stofn­un­inni sína starfs­krafta um ára­tuga skeið. Hann hefur notið virð­ingar og vin­sælda sem læknir og vís­inda­maður og unnið starf­semi end­ur­hæf­ingar í land­inu ómælt gagn. Síð­ustu tólf árin hafði hann sér við hlið Birgi Gunn­ars­son, afar hæfan fram­kvæmda­stjóra og vall­gró­inn sóma­mann.

Nú hefur þeim báðum verið „sagt upp”   - þ.e.a.s þeir rekn­ir, og minna aðfar­irnar einna helzt á  Sopranos - „not­hing per­sonal – just business” og þær aðferð­ir, sem beitt er í heimi við­skipta. Starfs­fólk Reykja­lundar hefur brugð­izt við og mót­mælt af krafti og margir sagt upp störf­um, en aðrir íhuga upp­sögn.

 Þær afsak­anir og skýr­ingar ,sem fram eru born­ar, eru  hræmug­legar – „skipu­lags­breyt­ing­ar”, „í ferli”, „trún­að­ar­mál”, „nýtt skipu­rit” o.s.frv.. Þá hefur verið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri lækn­inga, sem     - með fullri virð­ingu fyrir honum sem kollega – kemst ekki með tærnar í námunda við hæla Magn­úsar Óla­sonar hvað mennt­un, reynslu og hæfni snertir á sviði end­ur­hæf­ingar almennt. Þá er talað um aldur Magn­ús­ar. Að því bezt er vit­að, er hann við hesta­heilsu og starfs­geta hans með ágæt­um. Reykja­lundur er einka­rekin stofnun og getur því látið hann starfa mörg ár enn.

Auglýsing
Svipuðum vinnu­brögðum var beitt, þegar Har­aldur Erlends­son var rek­inn fyr­ir­vara­laust frá Heilsu­stofnun NLFÍ í Hvera­gerði. Engar skýr­ing­ar, eng­inn fyr­ir­vari, rek­inn á mín­út­unni     - „not­hing per­sonal, just business!”.

Sá sem þessar línur ritar starf­aði í sjö og hálft ár undir stjórn Heil­brigð­is­stofn­unar Vest­ur­lands, þar sem svipuð við­horf ríktu. Starf for­stjóra var aldrei aug­lýst, en Guð­jóni Brjáns­syni „falið að sjá um” sam­ein­ingu 8 stofn­ana á Vest­ur­landi og í V-Húna­vatns­sýslu og Stranda­sýslu. Hann réði svo Þóri Berg­munds­son, HNE-lækni og fjórtán aðra und­ir­stjórn­endur með eigin hendi – alla á Akra­nesi. Við, sem störf­uðum á Franciskusspít­ala í Stykk­is­hólmi, máttum svo búa við að lof­orð um sam­vinnu, sam­eig­in­legar ákvarð­anir um starf­semi o.s.frv. voru öll svik­in, og aldrei heyrð­ist jákvætt orð af munni for­stjóra um starf­sem­ina á spít­al­an­um, en þar er reyndar rekin eina deildin innan HVE, sem þjónar öllu land­inu - Háls- og bak­deild . Þórir Berg­munds­son skip­aði und­ir­rit­aðan „Yf­ir­lækni sjúkra­sviðs Heil­brigð­is­stofn­unar Vest­ur­lands í Stykk­is­hólmi”  – í fram­haldi af því tal­aði hann aldrei við und­ir­rit­aðan í 7 ½ - sjö og hálft ár - um starf­semi téðs „sjúkra­sviðs”.

Það virð­ist hlaupa ein­hver and­skoti í menn lít­illa sæva og lít­illa sanda, þegar þeir kom­ast í þá aðstöðu að geta ráðskast með hámenntað fag­fólk, sem nýt­ur  virð­ingar og vin­sælda, bæði meðal sam­starfs­fólks og skjól­stæð­inga. Það fer ekki hjá því, að tvö „prinsipp” komi upp í hug­ann - The Kru­ger-D­unn­ing Effect og The Peter Principle. The Kru­ger-D­unn­ing Effect er ein­fald­lega það fyr­ir­bæri þegar menn eru svo óhæfir, að þeir átta sig ekki á því sjálf­ir. The Peter Principle kveður á um að menn, sem starfa í fyr­ir­tæki eða stofn­un, þar sem hægt er að ná frama, enda gjarnan í stöðu, sem  þeir eru ekki hæfir til að gegna.

Skratt­inn hirði allar „skipu­lags­breyt­ing­ar”, „ferli”, o.frv.  – svona fram­ferði er rudda­skap­ur!

Gott fólk – við erum fá í þessu landi – við höfum ekki efni á þessu!.

Höf­undur er ­fyrrum „Yf­ir­læknir sjúkra­sviðs Heil­brigð­is­stofn­unar Vest­ur­lands í Stykk­is­hólmi” og fag­maður í teymi Háls- og bak­deildar St.Franciskusspít­ala.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar