Uppsagnir – A la Sopranos

Fyrrum yfirlæknir sjúkrasviðs Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Stykkishólmi skrifar um stöðuna á Reykjalundi.

Auglýsing

Reykja­lundur er ein af þeim stofn­un­um, sem við Íslend­ingar vísum til með stolti    - flagg­skip íslenzkrar end­ur­hæf­ingar um ára­tuga skeið. Fag­fólk um allt land hefur getað vísað sjúk­lingum í níu svið stað­ar­ins og jafnan hugsað til hans með þakk­læti og virð­ingu.

Magnús Óla­son hefur verið yfir­maður verkja­sviðs og nú síð­ast for­stöðu­læknir Reykja­lund­ar, og í raun helgað stofn­un­inni sína starfs­krafta um ára­tuga skeið. Hann hefur notið virð­ingar og vin­sælda sem læknir og vís­inda­maður og unnið starf­semi end­ur­hæf­ingar í land­inu ómælt gagn. Síð­ustu tólf árin hafði hann sér við hlið Birgi Gunn­ars­son, afar hæfan fram­kvæmda­stjóra og vall­gró­inn sóma­mann.

Nú hefur þeim báðum verið „sagt upp”   - þ.e.a.s þeir rekn­ir, og minna aðfar­irnar einna helzt á  Sopranos - „not­hing per­sonal – just business” og þær aðferð­ir, sem beitt er í heimi við­skipta. Starfs­fólk Reykja­lundar hefur brugð­izt við og mót­mælt af krafti og margir sagt upp störf­um, en aðrir íhuga upp­sögn.

 Þær afsak­anir og skýr­ingar ,sem fram eru born­ar, eru  hræmug­legar – „skipu­lags­breyt­ing­ar”, „í ferli”, „trún­að­ar­mál”, „nýtt skipu­rit” o.s.frv.. Þá hefur verið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri lækn­inga, sem     - með fullri virð­ingu fyrir honum sem kollega – kemst ekki með tærnar í námunda við hæla Magn­úsar Óla­sonar hvað mennt­un, reynslu og hæfni snertir á sviði end­ur­hæf­ingar almennt. Þá er talað um aldur Magn­ús­ar. Að því bezt er vit­að, er hann við hesta­heilsu og starfs­geta hans með ágæt­um. Reykja­lundur er einka­rekin stofnun og getur því látið hann starfa mörg ár enn.

Auglýsing
Svipuðum vinnu­brögðum var beitt, þegar Har­aldur Erlends­son var rek­inn fyr­ir­vara­laust frá Heilsu­stofnun NLFÍ í Hvera­gerði. Engar skýr­ing­ar, eng­inn fyr­ir­vari, rek­inn á mín­út­unni     - „not­hing per­sonal, just business!”.

Sá sem þessar línur ritar starf­aði í sjö og hálft ár undir stjórn Heil­brigð­is­stofn­unar Vest­ur­lands, þar sem svipuð við­horf ríktu. Starf for­stjóra var aldrei aug­lýst, en Guð­jóni Brjáns­syni „falið að sjá um” sam­ein­ingu 8 stofn­ana á Vest­ur­landi og í V-Húna­vatns­sýslu og Stranda­sýslu. Hann réði svo Þóri Berg­munds­son, HNE-lækni og fjórtán aðra und­ir­stjórn­endur með eigin hendi – alla á Akra­nesi. Við, sem störf­uðum á Franciskusspít­ala í Stykk­is­hólmi, máttum svo búa við að lof­orð um sam­vinnu, sam­eig­in­legar ákvarð­anir um starf­semi o.s.frv. voru öll svik­in, og aldrei heyrð­ist jákvætt orð af munni for­stjóra um starf­sem­ina á spít­al­an­um, en þar er reyndar rekin eina deildin innan HVE, sem þjónar öllu land­inu - Háls- og bak­deild . Þórir Berg­munds­son skip­aði und­ir­rit­aðan „Yf­ir­lækni sjúkra­sviðs Heil­brigð­is­stofn­unar Vest­ur­lands í Stykk­is­hólmi”  – í fram­haldi af því tal­aði hann aldrei við und­ir­rit­aðan í 7 ½ - sjö og hálft ár - um starf­semi téðs „sjúkra­sviðs”.

Það virð­ist hlaupa ein­hver and­skoti í menn lít­illa sæva og lít­illa sanda, þegar þeir kom­ast í þá aðstöðu að geta ráðskast með hámenntað fag­fólk, sem nýt­ur  virð­ingar og vin­sælda, bæði meðal sam­starfs­fólks og skjól­stæð­inga. Það fer ekki hjá því, að tvö „prinsipp” komi upp í hug­ann - The Kru­ger-D­unn­ing Effect og The Peter Principle. The Kru­ger-D­unn­ing Effect er ein­fald­lega það fyr­ir­bæri þegar menn eru svo óhæfir, að þeir átta sig ekki á því sjálf­ir. The Peter Principle kveður á um að menn, sem starfa í fyr­ir­tæki eða stofn­un, þar sem hægt er að ná frama, enda gjarnan í stöðu, sem  þeir eru ekki hæfir til að gegna.

Skratt­inn hirði allar „skipu­lags­breyt­ing­ar”, „ferli”, o.frv.  – svona fram­ferði er rudda­skap­ur!

Gott fólk – við erum fá í þessu landi – við höfum ekki efni á þessu!.

Höf­undur er ­fyrrum „Yf­ir­læknir sjúkra­sviðs Heil­brigð­is­stofn­unar Vest­ur­lands í Stykk­is­hólmi” og fag­maður í teymi Háls- og bak­deildar St.Franciskusspít­ala.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brynjar sakar Pírata um popúlisma – Björn Leví segir Brynjar vera latan og gera ekkert
Tveir þingmenn, annar úr Sjálfstæðisflokki og hinn frá Pírötum, tókust hart á á samfélagsmiðli í gær. Sá fyrrnefndi ásakaði hinn um popúlisma. Sá síðarnefndi sagði hinn vera latan og reyna að gera sem minnst.
Kjarninn 30. september 2020
Ríkisbankarnir tveir á meðal stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar