Auður, vald og vit

Þorsteinn Vilhjálmsson fjallar um náttúruauðlindir Íslendinga, Samherjamálið, valdamenn og traust í aðsendri grein.

Auglýsing

Frá því að sögur hófust hefur auður haft til­hneig­ingu til að safn­ast á „fárra“ hend­ur. Þessi til­hneig­ing hefur að vísu verið mis­mikil eftir sam­fé­lags­gerð og auk þess hefur hún verið til­efni til ýmiss konar hug­leið­inga og sam­lík­inga. Sú sem flestir kann­ast við er lík­lega dæmi­saga Mark­ús­ar­guð­spjalls (10. kafli) um auð­mann­inn, úlf­ald­ann og nál­ar­aug­að, enda er hún bæði skýr og umhugs­un­ar­verð.

Í ljósi þess konar hug­leið­inga þarfn­ast ríki­dæmi ein­stakra manna ein­hvers konar rétt­læt­ingar og menn hafa þá meðal ann­ars reynt að vísa til þess að ríkir menn séu yfir­leitt svo fáir að auður þeirra skipti ekki máli fyrir sam­fé­lagið í heild, enda láti sumir þeirra líka gott af sér leiða að öðru leyti. Má þó ljóst vera að slík „rétt­læt­ing“ – svo langt sem hún nær eða nær ekki – veltur alger­lega á því að auð­ur­inn sé hóf­legur miðað við stærð sam­fé­lags­ins þar sem hann verður til.

Við Íslend­ingar upp­lifðum gott dæmi um þetta í hrun­inu þegar einn af „meist­ur­um“ þess reynd­ist hafa haft 30 millj­arða króna í tekjur eitt árið, en því miður er sú tala svo stór að margir skildu hana ekki. Í arab­íska talna­kerf­inu er hún skrifuð sem 30.000.000.000 – þrír með tíu núllum á eftir – og jafn­gildir hart­nær hund­rað þús­und krónum á hvert manns­barn í land­inu, eða hálfri milljón á hverja fimm manna fjöl­skyldu. Þarf varla að fjöl­yrða um það að slíka fjár­hæð væri hægt að nýta með ýmsum hætti til veru­legra hags­bóta í þjóð­ar­bú­inu; hún þurrkar í raun­inni út mörkin milli „einka­mála“ ein­stakra manna og þjóð­ar­hags. Þó að talan sem nú er rætt um hjá Þor­steini Má sé sex sinnum minni eða svo, þá á þetta líka við um hana.

Auglýsing

Auð­lindin og örlög hennar

Íslend­ingar voru ekki auðug þjóð um alda­mótin 1900, vegna ein­angr­unar og fábreytni í atvinnu­lífi. En þetta breytt­ist hraðar en hjá nágranna­þjóðum á 20. öld, þannig að við stóðum í aðal­at­riðum jafn­fætis þeim í lok ald­ar­inn­ar. Það orsak­að­ist ekki síst af því að okkur tókst að virkja inn­flutta tækni til öfl­ugra fisk­veiða á gjöf­ulum miðum kringum land­ið. Mik­il­væg skref í þá átt voru stigin upp úr miðri öld­inni með útfærslu land­helg­inn­ar, þar sem þjóðin stóð saman sem einn maður gegn útgerð­ar­auð­valdi breska heims­veld­is­ins, sem þá var raunar í hnign­un.

Nokkrum ára­tugum síðar var svo komið að hin verð­mætu fiski­mið voru í hættu sem auð­lind vegna ofveiði okkar sjálfra, enda hafði skipa­flot­inn vaxið úr hófi fram. Stjórn­völd settu þá á lagg­irnar kvóta­kerfi til að tak­marka heild­ar­veið­ina. Það kost­aði nokkurn tíma og átök en tókst að lokum í meg­in­at­rið­um, og telja flestir kvóta­eig­endur núna að þar með sé nóg að gert. En það er því miður ekki svo, því að tvö úrslita­at­riði gleymd­ust í handa­gang­inum við inn­leið­ingu kvót­ans. Ann­ars vegar var ekki hugað að því að úthlutun kvót­ans yrði rétt­lát og gagnsæ og mundi ekki leiða til óhóf­legrar auð­söfn­unar sem mundi spilla sátt­um. Og hins vegar fórst fyrir að tryggja eig­anda auð­lind­ar­inn­ar, þjóð­inni, sann­gjarnan hlut í arð­inum af henni, og hafði þjóðin þó einmitt barist fyrir aðgang­inum að mið­unum og fært fórnir í þeirri bar­áttu.

Græðgin og nýlendu­stefnan

Ein afleið­ing kvóta­kerf­is­ins, eins og það hefur þró­ast í með­förum stjórn­valda og sam­taka útvegs­manna, hefur orðið sú að kvót­inn hefur safn­ast á sífellt færri hendur eins og alþjóð veit, og virð­ist sem sumum stjórn­mála­mönnum finn­ist jafn­vel enn ekki nóg að gert í því efni. Sumum fyr­ir­tækjum hefur ekki heldur dugað að hafa íslensk fiski­mið und­ir, heldur hafa þau sótt á mið í öðrum löndum og jafn­vel í fjar­lægum heims­álf­um. Þau virð­ast láta sér í léttu rúmi liggja hvort slík hegðun stuðlar að því að úlf­ald­inn kom­ist í gegnum nál­ar­aug­að.

Sam­herj­a­málið er ljótt mál hvað sem laga­krókum líð­ur. Mút­urnar eru ljótur verkn­aður sem felur meðal ann­ars í sér að arð­inum af auð­lind­inni er stolið af réttum eig­anda, namibísku þjóð­inni. Auk þess er farið á svig við þá stefnu namibískra stjórn­valda að afli frá fiski­miðum lands­ins skuli verk­aður í land­inu. Orð­spor Íslands er svert og unnið gegn lang­tíma­hags­munum okkar allra; við erum ekki búin að bíta úr nál­inni með það. Sár­ast af öllu er þó að horfa upp á það að íslenskt fyr­ir­tæki er þarna komið í sama hlut­verk gagn­vart fátækri smá­þjóð og útgerð­ar­fyr­ir­tæki breska nýlendu­veld­is­ins tóku sér gagn­vart okkur sjálfum fyrir rúm­lega hálfri öld. Græðgin hefur snúið þorska­stríð­inu á haus!

Ekki er síður leitt að heyra að fjár­mála­ráð­herra lands­ins mælir græðginni bót og seg­ist ekki missa svefn af þessu máli. Hann stekkur upp á nef sér þegar menn vilja tryggja sem best að mál af þessu tagi fái sann­fær­andi rann­sókn, og virð­ist telja að eigin lof­orð hans eigi að duga okk­ur. Skyldu þessi við­brögð hans vera til þess fallin að auka traust okkar á hon­um?

Höf­undur er pró­­fessor á eft­ir­­launum við Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar