Rauði múrinn gliðnar

Doktorsnemi í stjórnmálasálfræði við Háskólann í Kent í Bretlandi skrifar um kosningarnar í Bretlandi með áherslu á „Rauða múrinn“ - iðnaðarsvæðin í Norður-Englandi sem Verkamannaflokkurinn átti með húð og hári áður fyrr en Íhaldsflokkurinn gæti unnið nú.

Auglýsing

Nú er tæp vika í þing­kosn­ingar í Bret­land­i. ­Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra og leið­togi Íhalds­flokks­ins, boð­aði til þeirra nán­ast undir þeim for­merkjum að þær séu þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um Brex­it, útgöng­una úr Evr­ópu­sam­band­inu. Þegar tók að líða á kosn­inga­bar­átt­una hefur þó komið í ljós að breskum almenn­ingi er ekki alveg sama um önnur mál­efni líð­andi stund­ar.

Ég bý í Canter­bury, 60 þús­und manna bæ í suð­austur Englandi, sem fær að kalla sig borg því hér er dóm­kirkja lands­ins og sæti erki­bisk­ups­ins af Kant­ara­borg. Svæðið er fremur eins­leitt, flestir íbúar til­heyra efri milli­stétt og lang­flestir eru hvítir á hör­und. Hér eru þó einnig þús­undir háskóla­nema, enda þrír háskólar í borg­inn­i. Canter­bury hafði verið öruggt vígi Íhalds­flokks­ins í meira en eina og hálfa öld, þangað til Verka­manna­flokk­ur­inn vann óvænt­an, og mjög tæpan, sigur árið 2017. Það var Rosi­e Duffi­eld ­sem hafð­i S­ir Ju­li­an Brazi­er und­ir, en hann hafði verið þing­maður borg­ar­innar í þrjá­tíu ár fyrir Íhalds­flokk­inn. Duffi­eld var algjör nýgræð­ingur í stjórn­mál­um, en hún er ein­stæð móðir sem vann áður fyrir sér sem ófag­lærður aðstoð­ar­kenn­ari í grunn­skóla og reynt fyrir sér í skrifum og kvik­mynda­gerð. Canter­bury varð þá rauður dep­ill í því bláa hafi sem ­Kent-hérað er ennþá. Sigur Verka­manna­flokks­ins hér í borg þótti ein óvænt­ustu úrslit kosn­ing­anna 2017, og má með góðum vilja líkja því við að Vinstri græn myndu landa sigri í Garða­bæ, svo óvænt þóttu úrslit­in. Sig­ur­inn hefur verið skýrður með því að Verka­manna­flokknum í Canter­bury tókst að virkja háskóla­nema í borg­inni og fá þá á kjör­stað í stórum stíl. Nú er tví­sýnt með að Canter­bury hald­ist rauð, enda skildu aðeins tæp­lega 200 atkvæði á milli­ Duffi­eld og fram­bjóð­anda Íhalds­manna fyrir tveimur árum og eru aðrar aðstæð­ur, og óhag­stæð­ari, uppi í dag í lands­mál­un­um.

Öflug gras­rót Verka­manna­flokks­ins

Það verður þó að segj­ast að miðað við brag­inn á borg­inni að Verka­manna­flokk­ur­inn er mun sýni­legri en aðrir flokk­ar. Þrátt fyrir að Íhalds­flokknum sé spáð sigri má sjá skilti og plaköt til stuðn­ings­ Duffi­eld og Verka­manna­flokknum út um alla borg, fólk gengur um með kosn­inganælur og víða má sjá fót­göngu­liða að bera út fagn­að­ar­er­ind­ið. 

Auglýsing
Í því liggur styrkur Verka­manna­flokks­ins einmitt á lands­vísu, því gras­rót Verka­manna­flokks­ins er marg­falt stærri en Íhalds­flokks­ins. Ólíkt íslenskum flokkum fá breskir stjórn­mála­flokkar enga rík­is­styrki til að reka kosn­inga­bar­áttu, og þeir þurfa því að reiða sig á sjálfsafla fé frá ein­stak­lingum og fyr­ir­tækj­um. Þar liggur á móti styrkur Íhalds­flokks­ins, enda notar Verka­manna­flokk­ur­inn hvert tæki­færi til þess að mála Íhalds­flokk­inn sem vini millj­óna­mær­ing­anna og flokk auð­valds­ins.

Boris molar múr­inn

Hvað sem kosn­inga­bar­átt­unni í Canter­bury líður þá eru enn stærri tíð­indi lík­leg til að ber­ast úr norð­ur­hluta lands­ins þegar talið verður upp úr kjör­köss­un­um. Nú er talað um að John­son tak­ist að gera það sem engum Íhalds­manni hefur tekist, að mynda sprungu í „Rauða múr­inn“ í Norð­ur­-Englandi og Norð­ur­-Wa­les. Þennan múr mynda stórar borgir eins og Manchester, Li­ver­pool, S­heffi­eld og Hull. Vand­inn er þó stærstur í minni bæjum og úthverfum í Rauða múr­n­um, sem áður voru mikil iðn­að­ar­svæði, eins og ­Stoke, Der­by, Midd­les­boroug­h o.s.frv. Verka­manna­flokk­ur­inn hefur getað gengið að þing­sætum á þessum svæðum nán­ast vísum í ára­tugi. Sú alþjóð­lega þróun sem átt hefur sér stað á und­an­förnum ára­tug­um, að vinn­andi fólk hefur fjar­lægst vinstri­flokka, kemur illa niður á Verka­manna­flokknum í Norð­ur­-Englandi. Þau sæti eru flokknum nauð­syn­leg ætli hann sé að landa sigri.

Í Norð­ur­-Englandi eru fyrir á fleti stórir hópar fólks sem hafa kosið Verka­manna­flokk­inn til ára­tuga en kusu með­ Brex­it í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni 2016. Verka­manna­flokk­ur­inn hefur verið að fjar­lægst þennan kjós­enda­hóp, og nú er svo komið að þeir eru farnir að hugsa sér til hreyf­ings. Þetta á aðal­lega við karla á miðjum aldri og upp úr, sem hafa íhalds­sam­ari skoð­anir í félags­málum og vilja sjá Brex­it, harð­ari inn­flytj­enda­lög­gjöf og and­svar við hnatt­væð­ing­unni sem hefur leikið iðn­að­ar­héröðin grátt.

Arf­leið T­hatcher­s víkur fyr­ir­ Brexit

Sjálf­sagt hefði ein­hver látið segja sér það tvisvar að verka­menn í gömlum kola­fram­leiðslu- og verk­smiðju­bæjum kysu Íhalds­menn í stórum stíl. Þar unnu áður þús­undir í kola­námum sem rík­is­stjórnir Íhalds­manna, með­ Marg­ar­et T­hatcher í broddi fylk­ing­ar, létu loka og verk­smiðjur og annar iðn­aður á svæð­unum fylgdi fljót­lega með og störfin flutt til landa þar sem vinnu­afl var ódýr­ara. Efna­hags­leg og félags­leg hnignun hefur síðan ein­kennt þessi svæði, sem og tals­verð fyr­ir­litn­ing á Íhalds­mönnum og T­hatcher. Á síð­ari árum hefur and­rúms­loftið þó frekar ein­kennst af van­trausti í garð stjórn­mála­manna almennt, and­stöðu við inn­flytj­endur og stuðn­ingi við Brex­it.

John­son hefur höfðað með skýrum hætti til þess­ara hópa. Hann hefur boðað miklar fjár­fest­ingar í innviðum sem og styrki til svæða í Norð­ur­-Englandi sem hafa farið hall­oka, kallað eftir harð­ari inn­flytj­enda­lög­gjöf og lofað að koma Bret­landi út úr Evr­ópu­sam­band­inu. Margir kjós­endur Verka­manna­flokks­ins í „Rauða múr­n­um“ virð­ast því ætla að horfa fram­hjá vofu T­hatcher­s og setja til hliðar gömlu fyr­ir­litn­ing­una á Íhalds­mönn­um.

Auglýsing
Skilaboð Johnsons til þess­ara hópa eru ein­föld: Að þeir geti treyst honum fyr­ir­ Brex­it. Hann muni koma útgöng­unni í gegn, og eftir það þurfi þeir ekki endi­lega að kjósa sig aft­ur. Ef stór hópur kjós­enda sem hefur alltaf kosið Verka­manna­flokk­inn brýtur hefð­ina kann þó að vera að ekki verði aftur snú­ið. Eftir að hafa farið yfir víg­lín­una og krossað við Íhalds­flokk­inn einu sinni verður auð­veld­ara fyrir þetta sama fólk að kjósa annað en Verka­manna­flokk­inn næst. Breyt­ingin gæti því verið var­an­leg og haft áhrif á stöðu Verka­manna­flokks­ins um ókomin ár.

Hinn eini sann­i Brex­it-­flokkur

Í þessu liggur einmitt helsta sókn­ar­færi Íhalds­flokks­ins, því hann er orð­inn hinn raun­veru­leg­i Brex­it-­flokk­ur. Vissu­lega er í fram­boði annar flokkur með því nafni undir for­yst­u Nig­el Fara­ge, en hann hef­ur hins­veg­ar ­nán­ast dregið sig úr bar­átt­unni og undir rós lýst yfir stuðn­ingi við John­son og Íhalds­flokk­inn. Af þessum sökum hefur kosn­inga­bar­átta Íhalds­flokks­ins verið frekar lág­stemmd að öðru leyti en hvað varð­ar­ Brex­it. Þó John­son sé tíð­rætt um aukin fjár­fram­lög í heil­brigð­is­kerfið og fjölgun lög­reglu­þjóna, er það meira í fram­hjá­hlaupi og af hálf­gerðu áhuga­leysi. Stefnu­skráin er þunn af yfir­lögðu ráði, því þegar öllu er á botn­inn hvolft snýst allt um Brex­it.

Hin póli­tíska staða er sú að ef Íhalds­flokk­ur­inn vinnur verður útgangan að veru­leika á næstu tveimur mán­uðum (eða því lofar flokk­ur­inn alla­vega). Ef flokknum mis­tekst að ná meiri­hluta, verður útgöng­unni frestað um óákveð­inn tíma. Mjög ólík­legt er að Verka­manna­flokk­ur­inn hljóti meiri­hluta þing­manna, og komi til þess að Íhalds­flokk­ur­inn tapi er lík­leg­ast að Verka­manna­flokk­ur­inn gangi til samn­inga við aðra flokka um ein­hvers konar minni­hluta­stjórn. Stefna Verka­manna­flokks­ins er að semja upp á nýtt við Evr­ópu­sam­bandið og setja samn­ing­inn í þjóð­ar­at­kvæði, sem Jer­emy Cor­byn ­segi að taki aðeins hálft ár. Þetta yrði hann hins­veg­ar að semja um við Skoska þjóð­ar­flokk­inn og Frjáls­lynda demókrata. Hvort það tak­ist er erfitt að segja og nið­ur­staðan gæti allt eins orðið aðrar þing­kosn­ingar snemma á næsta ári.

Sprung­urnar í Rauða múr­num segja þó ekki allt um gengi Verka­manna­flokks­ins. Fyrir aðeins nokkrum vikum stefndi í sögu­legt afhroð hans, en nú, viku fyrir kosn­ingar eru kann­anir tví­ræð­ar. Dregið hefur saman milli stóru flokk­anna tveggja, Íhalds­flokks­ins og Verka­manna­flokks­ins. Íhalds­flokk­ur­inn hefur dalað lít­il­lega á meðan Verka­manna­flokk­ur­inn hefur sótt í sig veðr­ið. Akkíles­ar­hæl­l Í­halds­flokks­ins gæti nefni­lega verið hans eigin kjós­endur sem áður voru tryggir, þ.e. þeir Íhalds­menn sem styðja áfram­hald­andi veru í Evr­ópu­sam­band­inu og hugn­ast ekki harð­línu­stefna John­sons. Þessir kjós­endur gætu setið heima eða kosið annað en Íhalds­flokk­inn. Það er því ekki hægt að ganga neinu vísu og nið­ur­staðan gæti allt eins orðið þing án starf­hæfs meiri­hluta (e. hung par­li­ament).

Heil­brigð­is­kerfið selt Trump

For­ysta Verka­manna­flokks­ins hefur reynt hvað hún getur að leggja áherslu á önnur mál en Brex­it, þá aðal­lega heil­brigð­is­kerf­ið, þjóð­nýt­ingu lesta­kerf­is­ins og afnám skóla­gjalda í háskól­um. Stóra kosn­inga­bomba flokks­ins átti án efa að vera upp­ljóstr­un Jer­emy Cor­byns á leyniskjölum sem á að hafa verið lekið úr samn­inga­við­ræðum rík­is­stjórn­ar John­sons við Banda­ríkja­stjórn um frí­verslun eft­ir Brex­it. Sam­kvæmt þeim skjölum er breska heil­brigð­is­kerfið á borð­inu í samn­inga­við­ræð­un­um, og Verka­manna­flokk­ur­inn hefur haldið því fram að ekki aðeins mun­i John­son einka­væða heil­brigð­is­kerfið heldur selja Don­ald Trump það í bút­um. Upp­ljóstr­an­irnar hafa ekki farið eins hátt og Cor­byn ætl­aði sér, og frekar má segja að hann hafi hlaupið á sig og lítið mark verið tekið á ásök­un­un­um. Afleið­ing­arnar virð­ast frekar vera þær að nú grass­era sam­sær­is­kenn­ingar á net­inu um að Cor­byn sé í slag­togi við rúss­neska hakk­ara ­sem hafi stolið gögn­un­um. Nokkuð stór hluti kjós­enda virð­ist vera til­bú­inn að trúa flestu illu upp á Cor­byn, og það að hann sé föð­ur­lands­svik­ari er því ekki svo lang­sótt í eyrum margra, enda mæl­ast vin­sældir hans í algjöru lág­marki.

Gyð­inga­hatur og ylvolg­t Brexit

Það er ekki bara vand­ræða­gang­ur­inn í kringum upp­ljóstrun þess­ara leyniskjala sem hafa kom­ið Cor­byn í koll. Honum hefur ekki tek­ist að verj­ast ásök­unum um gyð­inga­hatur í Verka­manna­flokknum með sann­fær­andi hætti, og hefur þótt koma illa út í við­tölum að und­an­förnu vegna þessa. Cor­byn hefur einnig átt í vand­ræðum með að verja stefnu Verka­manna­flokks­ins í Brex­it, sem kveður á um að semja upp á nýtt við Evr­ópu­sam­bandið og boða til ann­arrar þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, þar sem val­kost­irnir yrðu fyr­ir­liggj­andi samn­ingur eða áfram­hald­andi ver­a. 

Auglýsing
Tímalínan sem Verka­manna­flokk­ur­inn hefur lagt fram fyrir verkið hefur þótt óraun­hæf og harðir útgöngu­sinnar ótt­ast að samn­ing­ur Cor­byn yrði of „mjúk­ur“, í þeim skiln­ingi að Bretar yrði enn of háðir Evr­ópu­sam­band­in­u. Val­kostn­irn­ir í þess­ari seinni þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu yrði því ylvolg útganga með ein­hvers konar „EES-­samn­ing“ eða áfram­hald­andi vera. Þá hef­ur Cor­byn verið gagn­rýndur fyrir að neita að gefa upp hvort hann myndi styðja útgöngu eða áfram­hald­andi veru ef til þess­arar þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu kem­ur. Að end­ingu þykir ekki sami neisti í Cor­byn nú og í kosn­inga­bar­átt­unni 2017, þar sem hann vann fræk­inn varn­ar­sigur og var raunar ekki svo langt frá því að velta Ther­esu Ma­y úr sessi.

John­son hefur líka fat­ast flugið

John­son hefur einnig fengið sinn skerf af gagn­rýni. Ýmis óvið­ur­kvæmi­leg ummæli hans í gegnum tíð­ina hafa verið rifjuð upp. Hann hefur sagt börn ein­stæðra mæðra vera illa upp alin, fáfróð og óskil­getin, sam­kyn­hneigða karl­menn vera tank-topp­ed bum­boys (ill­þýð­an­legt á íslensku) og ummæli hans um svart fólk er lík­lega best að sleppa að hafa eft­ir, en eru mest í ætt við eitt­hvað sem gæti hafa komið fram í sög­unni um Svarta ­Sambó. John­son virð­ist þó ætla að sleppa nokkuð bil­lega og kjós­endur ekki erfa þetta sér­stak­lega við hann. Hans helsta afsökun er sú að hann hafi jú skrifað svo mikið í gegnum tíð­ina að eflaust megi þar finna sitt­hvað mis­jafnt.

Þá hefði leið­toga­ráð­stefna NATO-­ríkj­anna, sem fór fram í London í vik­unni, átt að vera tæki­færi fyr­ir­ John­son til að sanna sig sem heims­leið­toga. Því tæki­færi glutr­aði hann niður í vand­ræða­gangi í kringum Don­ald Trump ­Banda­ríkja­for­seta. Nær­ver­a Trumps þótti óþægi­leg fyr­ir­ John­son. Trump hefur áður farið fögrum orðum um sinn breska kollega, sem er vont fyrir þann síðar nefnda því Trump er fádæma óvin­sæll í Bret­landi. Þá hef­ur John­son ­reynt að fjar­lægja sig frá­ Trump ­vegna meintrar sölu breska heil­brigð­is­kerf­is­ins til banda­rískra fjár­festa. Ráð­stefnan var svo kór­ónuð með mynd­bandi sem náð­ist af John­son á tali við Justin Tru­deau, Emmanu­el Macron og fleiri, þar sem við­staddir virt­ust gera stólpa­grín af for­set­an­um. Trump ­móðg­að­ist, flýtti heim­för sinni og fór í fússi. Í stað­inn fyrir að koma fram sem statesman og lands­fað­ir, virk­að­i John­son óör­uggur og jafn­vel svo­lítið vand­ræða­legur í þessu havaríi.

Í skugga árás­ar­innar á London Bridge

Þá eru glæpir og öryggi almenn­ings ofar í huga kjós­enda en árið 2017. Hnífstungu­árásin á London Bridge í síð­ustu viku mun síst draga úr þeim áhyggj­um. Þrátt fyrir að for­eldrar eins fórn­ar­lambanna hafi beðið stjórn­mála­menn um að nýta sér ekki þessi voða­verk í póli­tískum til­gangi, þá hafa stjórn­mála­menn allra flokka gert sér mat úr þeim. Ásak­anir ganga á milli­, John­son ­segir að Cor­byn vilji fara mjúkum höndum um glæpa­menn, á meðan Verka­manna­flokk­ur­inn sakar Íhalds­menn um öfga­fulla ref­sigleð­i. 

Árás­armað­ur­inn var dæmur hryðju­verka­mað­ur, sem var undir eft­ir­liti lög­reglu og hafði fengið bæj­ar­leyfi til að sækja ráð­stefnu um end­ur­hæf­ingu fanga í London, en þangað mátti hann ann­ars ekki fara því hann var enn álit­inn hættu­leg­ur. Það er erfitt að segja til um á þessum tíma­punkti hvort árásin muni hafa afger­andi áhrif á kosn­ing­arn­ar, það er ómögu­legt að greina áhrif árás­ar­innar frá öllu öðru sem er að eiga sér stað í orra­hríð­inni sem stendur yfir. Þó er gott að hafa í huga að stjórn­mála­sál­fræðin segir okkur að ótti og hræðsla, eðli­legar til­finn­ingar sem kvikna upp hjá almenn­ingi í kjöl­far hryðju­verka­árása, færi fólk til hægri frekar en vinstri (sjá t.d. hér og hér).

Sann­ar­lega sögu­legar kosn­ing­ar?

Það er því enn tals­verð spenna í kosn­inga­bar­átt­unni og allt getur gerst. Það er oft sagt um hverjar kosn­ingar sem standa fyrir dyrum að þær séu sögu­legar og úrslit þeirra sér­stak­lega mik­il­væg. Það má þó færa sann­fær­andi rök fyrir því að kosn­ing­arnar í ár séu sann­ar­lega sögu­leg­ar. Þær gætu það þýtt var­an­lega breyt­ingu á lands­lagi breskra stjórn­mála ef Íhalds­flokk­ur­inn nær nýjum land­vinn­ingum í Norð­ur­-Englandi, sem og að Brex­it verði loks­ins að raun­veru­leika. Þá eru hins­veg­ar enn eftir stór­mál, eins og frí­verslun við Evr­ópu­sam­band­ið, útfærsla landamær­anna á Norð­ur­-Ír­landi, sem og sam­band Bret­lands við umheim­inn all­an.

Höf­undur er dokt­or­snemi í stjórn­mála­sál­fræði við Uni­versity of Kent.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar