Annað hvort eða?

Auður Önnu Magnúsdóttir segir að reynslan sýni að náttúruvernd og byggðaþróun fari vel saman – þrátt fyrir fullyrðingar sumra um annað – og að nú sé tími til að Íslendingar taki höndum saman og verndi Drangajökulsvíðernin.

Auglýsing

Á þriðju­dags­kvöld 3. des­em­ber var sýndur mjög góður þáttur Kveiks um Árnes­hrepp á Ströndum og Hval­ár­virkj­un. Þar var rætt við margt mætt fólk sem yfir­leitt fær ekki að tjá sig um stóru mál­in, þ.e. íbú­ana á svæð­inu. Einnig fékk ein­stök nátt­úru­feg­urð svæð­is­ins að njóta sín á hátt sem sjaldan hefur tek­ist nógu vel í sjón­varpi.

Í fyr­ir­sögn þátt­ar­ins á vef Kveiks er byggða­þróun og nátt­uru­vernd stillt upp sem and­stæð­um. Því er haldið fram að fólk sé annað hvort með nátt­úr­unni eða byggð­inni í liði. Þar birt­ist gam­al­dags hugs­un­ar­háttur sem gerir ráð fyrir því að byggð geti ein­göngu þrif­ist í land­inu á kostnað nátt­úr­unn­ar. Í nútíma er þetta langt frá því að vera rétt eins og skýrsla Hag­fræði­stofn­unar um frið­lýst svæði og hag sveit­ar­fé­laga sýnir skýrt. Frið­lýst svæði hafa nefni­lega jákvæð áhrif á afkomu og atvinnu í dreifðum byggð­um.

Þá sýnir nýleg skýrsla sem Environ­ice vann fyrir nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin Ófeigu að frið­lýs­ing Dranga­jök­ul­svíð­erna skilar mun meira til sam­fé­lags­ins á Ströndum en virkjun til langs tíma, en markið hlýtur alltaf að vera að tryggja stöð­ug­leika til langs tíma en ekki upp­grip í örfá ár sem síðan skilja ekk­ert eftir nema eyði­lagða nátt­úru og gróða örfárra aðila.

Auglýsing

Aðal­fundur Land­verndar ályktaði fyrir 20 árum um nauð­syn verndar nátt­úru- og menn­ing­arminja í Árnes­hreppi. Álykt­un­inni fylgdi Land­vernd eftir með fundum í hér­aði og úttekt sem leiddi til til­lagan um aðgerðir að bjarga búsetu og byggð í þess­ari fögru svei. Í kjöl­farið sam­þykkti Alþingi þings­á­lyktun sem tók undir þau sjón­ar­mið sem Land­vernd hafi sett fram. En því miður brugð­ust stjórn­völd; lítið sem ekk­ert var gert til að fylgja þeim til­lögum eft­ir. Var það vegna áforma um Hval­ár­virkj­un?

Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands birti til­lögur sínar um frið­lýs­ingu Dranga­jök­ul­svíð­erna fyrir einu og hálfu ári en þær sitja nú fastar hjá Umhverf­is­stofn­un. Er það Hval­ár­virkjun sem veldur að það þjóð­þrifa­mál situr fast í kerf­inu?

Með því að fylgja eftir til­lögum Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar, aðgerð­ar­á­ætlun Land­verndar 1998 og nið­ur­stöðum í skýrslu Environ­ice og Hag­fræði­stofn­unar öðl­ast sú ein­staka saga, lands­lag og nátt­úra sem er að finna í Árnes­hreppi á Ströndum þá við­ur­kenn­ingu og athygli sem þau eiga skil­ið. Með því að vernda það sem er ein­stakt á svæð­inu má tryggja áfram­hald­andi byggð á for­sendum svæð­is­ins. Með því að eyði­leggja það sem er ein­stakt á svæð­inu er fram­tíð þess stofnað í hættu.

Það má því færa rök fyrir því að áform Hval­ár­virkjun hafi verið „Þrándur í Götu“ til­rauna til að styðja byggð­ina í Árnes­hreppi. Reynslan sýnir að nátt­úru­vernd og byggða­þróun fara vel sam­an. Tökum nú höndum sam­an, verndum Dranga­jök­ul­svíð­erni og dustum rykið af til­lögum um stuðn­ing við búsetu sem komu úr smiðju Land­verndar á sínum tíma. Án þess­ara aðgerða verður þjóðin einni byggð­inni fátæk­ari og glatar einum glæst­ustu víð­ernum Evr­ópu.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar