Hvað getur útgerðin greitt?

Kjartan Jónsson telur að auðvelt sé að sýna fram á það sem sjávarútvegsfyrirtækin geti raunverulega greitt og treysti sér til. Það sé með uppboði.

Auglýsing

Í lok árs­ins 2007 sagði fær­eyska rík­is­stjórnin upp öllum fisk­veiði­heim­ildum við Fær­eyjar með 10 ára fyr­ir­vara og skyldi að því loknu taka upp nýtt kerfi, þar sem stefnt skyldi á upp­boð á afla­heim­ild­um. Áður en að því kom fór mak­ríll að ber­ast í umtals­verðum mæli inn í land­helgi Fær­eyja og árið 2011 voru í fyrsta sinn boðin upp 20.000 tonn af sam­tals 150.000 tonnum sem Fær­ey­ingar skömmt­uðu sér.

Í upp­hafi árs 2018 var síðan farið af stað með nýtt kerfi þar sem boðið var upp 15 til 25% af veiði­heim­ildum helstu teg­unda. Þá voru sett veiði­leyfagjöld á aðrar afla­heim­ildir sem eiga að vera afkomu­tengd, þ.e. fylgja afkomu grein­ar­innar í heild sinni, svipað því fyr­ir­komu­lagi sem haft er á Ísland­i. 

Hægt er að bjóða í veiði­heim­ildir til eins, þriggja eða átta ára og er verðið á heim­ildum til þriggja eða átta ára tíma fast hlut­fall af mark­aðsvirði á hverjum tíma. Á fyrri hluta þessa árs voru hæstu verð á veiði­heim­ildum fyrir mak­ríl 6,62 danskar krón­ur fyrir kíló­ið, sem sam­svarar um 120 ísl. kr. Upp­boðs­verð á botn­­fiski, aðal­lega þorski, var hæst 8,31 danskar krón­ur, um 150 ísl. kr. Til við­mið­unar er á Íslandi veiði­gjald á mak­ríl (með sér­stöku veiði­gjaldi) 13,55 krónur og veiði­gjald á þorsk 13,88 krón­ur.

Auglýsing

Það er hægt að rök­ræða enda­laust mis­mun­andi for­sendur veiði­leyfagjalds og hversu hátt það á að vera. Hins vegar er auð­velt að sýna fram á það sem fyr­ir­tækin geta raun­veru­lega greitt og treysta sér til – á upp­boði. Séu ein­hverjar þær aðstæð­ur, gæði hrá­efn­is­ins, mögu­leikar í mark­aðs­setn­ingu, o.s.frv. sem valda verri afkomu þess­ara veiða hér á landi, mun það koma fram í mark­aðs­verði á afla­heim­ild­um.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri og heim­spek­ingur en MA-verk­efni hans í heim­speki var: „Er upp­boðs­leið rétt­lát leið til úthlut­unar afla­heim­ilda?“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar