Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni

Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, skrifar grein í tilefni af alþjóðlegum degi jarðvegs, sem var 5. desember 2019.

Auglýsing

Sam­ein­uðu þjóð­irnar hafa und­an­farin ár til­einkað 5. des­em­ber bar­átt­unni gegn eyð­ingu jarð­vegs. Í ár er það gert undir slag­orð­unum „stöðvum jarð­vegseyð­ingu, björgum fram­tíð­inn­i“. Það vefst varla fyrir nokkrum manni að moldin er und­ir­staða lífs­ins á jörð­unni. Hins vegar virð­ist mikið skorta upp á skiln­ing á mik­il­vægi jarð­vegs­verndar og sjálf­bærar nýt­ingar jarð­vegs og gróð­urs. Jarð­vegseyð­ing er böl víða um heim sem ógnar lífs­af­komu manna og eyðir líf­fræði­legri fjöl­breytni. Þessi dagur á að minna okkur á þetta og að frek­ari aðgerðir til að fyr­ir­byggja frek­ari jarð­vegseyð­ingu séu nauð­syn­leg­ar.

Land­vernd, land­græðslu- og umhverf­is­vernd­ar­sam­tök Íslands, héldu upp á 50 ára afmæli sitt nýlega. Sam­tökin voru stofnuð af fólki og sam­tökum sem litu svo á að við það að  jarð­veg­ur­inn á land­inu okkar væri að fjúka út í buskann, væru Íslend­ingar að missa fót­fest­una og sjálfan grund­völl lífs­ins á land­inu okk­ar. Einn stofn­enda Land­vernd­ar, Ingvi Þor­steins­son nátt­úru­fræð­ing­ur, skrif­aði í grein í 50 ára afmæl­is­riti sam­tak­anna: „Telja má víst að sú gíf­ur­lega rýrnun land­kosta sem gróð­ur- og jarð­vegseyð­ing hefur valdið á lið­lega 1100 árum Íslands­byggðar sé án sam­jafn­aðar mestu ham­farir sem yfir þjóð­ina hafa geng­ið, og þær hafa í ald­anna rás valdið henni meiri hörm­ung­um, rýrn­unar lífs­kjara og neyð en nokkur önnur áföll“. Þrátt fyrir ára­tuga bar­áttu og aðgerðir en enn langt til land að jarð­vegseyð­ing á Íslandi heyri sög­unni til­.  

Gæða­stýr­ing í sauð­fjár­rækt

Nýleg skýrsla Ólafs Arn­alds pró­fess­ors um gæða­vottun og styrk­veit­ingar til sauð­fjár­ræktar (Rit Lbhl nr. 118)  sýnir að jarð­vegs­vernd hefur svo sann­an­lega ekki  fengið þann sess í íslenska stjórn­sýslu sem henni ber. Lög kveða svo á að styrki til sauð­fjár­ræktar eigi ekki að greiða að fullu nema land­notkun og land­bóta­á­ætl­anir séu í sam­ræmi við gild­andi við­mið og regl­ur. Sem betur fer upp­fyllir mik­ill meiri­hluti bænda þessi skil­yrði og fær þá styrki sem þeim ber. 

Auglýsing
En tæp­lega fimmt­ungur sauð­fjár­beitar er á landi þar sem þessi skil­yrði eru ekki upp­fyllt, segir í nið­ur­stöðu Ólafs fram­an­greindir rann­sókn. Engu að síður fá þeir bændur sem stunda þess háttar búskap órétt­mætan fullan styrk. Þessu verður kippa í lið­inni svo ósjálf­bær beit verði stöðv­uð. 

Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda

Jarð­vegseyð­ing er líka böl fyrir lofts­lag­ið. Talið er að heild­ar­losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á Íslandi á árinu 2017 hafi verið um 14 millj­ónir tonna CO2 ígilda. Þar af voru tæpar fimm millj­ónir tonna vegna beinna umsvifa lands­manna (sam­göng­ur, iðn­að­ur, land­bún­að­ur, úrgang­ur) en rúmar níu millj­ónir tonna frá fram­ræstu vot­lend­i.  Þessu til við­bótar eru vís­bend­inga um að illa far­inn úthagi á Íslandi geti verið að losa 2 til 20 millj­ónir tonna CO2 árlega. End­ur­heimt land­gæða er því mik­il­væg lofts­lags­að­gerð.

Birki­skógar

End­ur­heimt birki­skóga er sér­stak­lega verð­ugt verk­efni fyrir okkur Íslend­inga. Við land­nám er talið að birki hafi þakið um 25 til 30 pró­sent lands­ins, en nú þekja þeir aðeins um 1,5 pró­sent. Verndun birki­skóga er sterkur leikur í verndun líf­fræði­legrar fjöl­breytni hér á landi; að styrkja og varð­veita til fram­tíðar þær teg­undir sem hafa frá upp­hafi skapað íslenska nátt­úru og þrif­ist hér á landi í árþús­und­ir, og bindur þar að auki kolefni. Meðal brýnna verk­efna er að varð­veita betur þá birki­skóga sem telja má nátt­úru­vætti vegna sér­stöðu. Leyn­ings­hól­ar, við mynni Vill­inga­dals inn­ar­lega í Eyja­firði, eru dæmi um slíka nátt­úruperlu sem og Teigs­skógur á Vest­fjörð­u­m. 

Birki­skógum má ekki spill með því að gróð­ur­setja í þá erlendar trjá­teg­und­ir, teg­undir sem með tím­anum stærðar sinnar vegna geta lagt þá undir sig. Flestar erlendar trjá­teg­undir ætti ekki að nota nema í þar til skil­greindum reitum þar sem ætl­unin er að rækta nytja­skóg eða ­skjól­skóga, sem auð­lind fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Við upp­græðslu almennt ætti að nota inn­lendar teg­undir eða tryggja fram­vindu nátt­úr­legs gróð­urs með vernd­un. Það síð­ast nefnda er að ger­ast á Skeið­ar­ár­sandi án telj­andi aðkomu manna. Á nyrsta hluta hans er nú að vaxa upp birki þar sem áður var auðn. Hér námum fyrstu birki­plönt­urnar land fyrir um 30 árum nú er útbreiðslan orðin yfir 30 km2. Þetta sýnir að nátt­úr­leg fram­vinda gróð­urs getur verið öflug og mik­il­vægt er að nýta hana til fulls því hún styður jafn­framt að mark­miðum um líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika. Nátt­úr­leg fram­vinda tekur tíma en er bæði hag­kvæm og far­sæl leið til jarð­vegs­verndar sem jafn­framt býr í hag­inn fyrir líf­fræði­lega fjöl­breytni. Höfum það í huga við gerð land­græðslu- og skóg­rækt­ar­á­ætl­ana í fram­tíð­inni.

Höf­undur er for­maður Land­vernd­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar