Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni

Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, skrifar grein í tilefni af alþjóðlegum degi jarðvegs, sem var 5. desember 2019.

Auglýsing

Sam­ein­uðu þjóð­irnar hafa und­an­farin ár til­einkað 5. des­em­ber bar­átt­unni gegn eyð­ingu jarð­vegs. Í ár er það gert undir slag­orð­unum „stöðvum jarð­vegseyð­ingu, björgum fram­tíð­inn­i“. Það vefst varla fyrir nokkrum manni að moldin er und­ir­staða lífs­ins á jörð­unni. Hins vegar virð­ist mikið skorta upp á skiln­ing á mik­il­vægi jarð­vegs­verndar og sjálf­bærar nýt­ingar jarð­vegs og gróð­urs. Jarð­vegseyð­ing er böl víða um heim sem ógnar lífs­af­komu manna og eyðir líf­fræði­legri fjöl­breytni. Þessi dagur á að minna okkur á þetta og að frek­ari aðgerðir til að fyr­ir­byggja frek­ari jarð­vegseyð­ingu séu nauð­syn­leg­ar.

Land­vernd, land­græðslu- og umhverf­is­vernd­ar­sam­tök Íslands, héldu upp á 50 ára afmæli sitt nýlega. Sam­tökin voru stofnuð af fólki og sam­tökum sem litu svo á að við það að  jarð­veg­ur­inn á land­inu okkar væri að fjúka út í buskann, væru Íslend­ingar að missa fót­fest­una og sjálfan grund­völl lífs­ins á land­inu okk­ar. Einn stofn­enda Land­vernd­ar, Ingvi Þor­steins­son nátt­úru­fræð­ing­ur, skrif­aði í grein í 50 ára afmæl­is­riti sam­tak­anna: „Telja má víst að sú gíf­ur­lega rýrnun land­kosta sem gróð­ur- og jarð­vegseyð­ing hefur valdið á lið­lega 1100 árum Íslands­byggðar sé án sam­jafn­aðar mestu ham­farir sem yfir þjóð­ina hafa geng­ið, og þær hafa í ald­anna rás valdið henni meiri hörm­ung­um, rýrn­unar lífs­kjara og neyð en nokkur önnur áföll“. Þrátt fyrir ára­tuga bar­áttu og aðgerðir en enn langt til land að jarð­vegseyð­ing á Íslandi heyri sög­unni til­.  

Gæða­stýr­ing í sauð­fjár­rækt

Nýleg skýrsla Ólafs Arn­alds pró­fess­ors um gæða­vottun og styrk­veit­ingar til sauð­fjár­ræktar (Rit Lbhl nr. 118)  sýnir að jarð­vegs­vernd hefur svo sann­an­lega ekki  fengið þann sess í íslenska stjórn­sýslu sem henni ber. Lög kveða svo á að styrki til sauð­fjár­ræktar eigi ekki að greiða að fullu nema land­notkun og land­bóta­á­ætl­anir séu í sam­ræmi við gild­andi við­mið og regl­ur. Sem betur fer upp­fyllir mik­ill meiri­hluti bænda þessi skil­yrði og fær þá styrki sem þeim ber. 

Auglýsing
En tæp­lega fimmt­ungur sauð­fjár­beitar er á landi þar sem þessi skil­yrði eru ekki upp­fyllt, segir í nið­ur­stöðu Ólafs fram­an­greindir rann­sókn. Engu að síður fá þeir bændur sem stunda þess háttar búskap órétt­mætan fullan styrk. Þessu verður kippa í lið­inni svo ósjálf­bær beit verði stöðv­uð. 

Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda

Jarð­vegseyð­ing er líka böl fyrir lofts­lag­ið. Talið er að heild­ar­losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á Íslandi á árinu 2017 hafi verið um 14 millj­ónir tonna CO2 ígilda. Þar af voru tæpar fimm millj­ónir tonna vegna beinna umsvifa lands­manna (sam­göng­ur, iðn­að­ur, land­bún­að­ur, úrgang­ur) en rúmar níu millj­ónir tonna frá fram­ræstu vot­lend­i.  Þessu til við­bótar eru vís­bend­inga um að illa far­inn úthagi á Íslandi geti verið að losa 2 til 20 millj­ónir tonna CO2 árlega. End­ur­heimt land­gæða er því mik­il­væg lofts­lags­að­gerð.

Birki­skógar

End­ur­heimt birki­skóga er sér­stak­lega verð­ugt verk­efni fyrir okkur Íslend­inga. Við land­nám er talið að birki hafi þakið um 25 til 30 pró­sent lands­ins, en nú þekja þeir aðeins um 1,5 pró­sent. Verndun birki­skóga er sterkur leikur í verndun líf­fræði­legrar fjöl­breytni hér á landi; að styrkja og varð­veita til fram­tíðar þær teg­undir sem hafa frá upp­hafi skapað íslenska nátt­úru og þrif­ist hér á landi í árþús­und­ir, og bindur þar að auki kolefni. Meðal brýnna verk­efna er að varð­veita betur þá birki­skóga sem telja má nátt­úru­vætti vegna sér­stöðu. Leyn­ings­hól­ar, við mynni Vill­inga­dals inn­ar­lega í Eyja­firði, eru dæmi um slíka nátt­úruperlu sem og Teigs­skógur á Vest­fjörð­u­m. 

Birki­skógum má ekki spill með því að gróð­ur­setja í þá erlendar trjá­teg­und­ir, teg­undir sem með tím­anum stærðar sinnar vegna geta lagt þá undir sig. Flestar erlendar trjá­teg­undir ætti ekki að nota nema í þar til skil­greindum reitum þar sem ætl­unin er að rækta nytja­skóg eða ­skjól­skóga, sem auð­lind fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Við upp­græðslu almennt ætti að nota inn­lendar teg­undir eða tryggja fram­vindu nátt­úr­legs gróð­urs með vernd­un. Það síð­ast nefnda er að ger­ast á Skeið­ar­ár­sandi án telj­andi aðkomu manna. Á nyrsta hluta hans er nú að vaxa upp birki þar sem áður var auðn. Hér námum fyrstu birki­plönt­urnar land fyrir um 30 árum nú er útbreiðslan orðin yfir 30 km2. Þetta sýnir að nátt­úr­leg fram­vinda gróð­urs getur verið öflug og mik­il­vægt er að nýta hana til fulls því hún styður jafn­framt að mark­miðum um líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika. Nátt­úr­leg fram­vinda tekur tíma en er bæði hag­kvæm og far­sæl leið til jarð­vegs­verndar sem jafn­framt býr í hag­inn fyrir líf­fræði­lega fjöl­breytni. Höfum það í huga við gerð land­græðslu- og skóg­rækt­ar­á­ætl­ana í fram­tíð­inni.

Höf­undur er for­maður Land­vernd­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar