Hverjir eru Samherjar í þessu stríði?

Hallgrímur Hróðmarsson segir að margir skammist sín fyrir að vera Íslendingar. Ekki af því að við höfum gerst sek um að arðræna fátækt ríki í Afríku, heldur fremur vegna þess að við höfum ekki staðið okkur í því að koma í veg fyrir svona glæpi.

Auglýsing

Ömur­legar fréttir hafa verið til umræðu und­an­farna daga. Spurn­ingin vakn­ar: Hverjir eru sam­herjar í þessu stríð­i? 

Er allt starfs­fólk Sam­herja – sam­herj­ar? Alþýða og auð­vald? – Svarið er vissu­lega nei. 

Eru það hákarl­arnir í Namibíu og menn­irnir sem keyptu kvót­ann af þeim og  greiddu mút­ur, „ráð­gjöf“, til að liðka fyrir kaup­un­um; og létu sig ekki muna um að kaupa þennan kvóta á hærra verði en þeir kaupa kvót­ann okkar á Íslandi? – Já, þá má nefna sam­herj­a. 

Eru íslenskir ráða­menn Sam­herja og namibískir hákarlar sam­herj­ar? Þeir sem með verkum sínum orsök­uðu atvinnu­missi fjölda fátæks fólks  í Namibíu ? – Já, þeir eru í hæsta máta sam­herj­ar. 

Er almenn­ingur á Íslandi og stjórn­endur Sam­herja - sam­herj­ar? – Nei, alþýðan á Íslandi tekur þátt í upp­bygg­ingu sam­fé­lags­ins með því að greiða ákveð­inn skatt til hags­bóta fyrir okkur öll. En þeir sem flytja mikla fjár­muni til Tortóla og ann­arra skatta­skjóla – þeir hafa sagt sig úr lögum við land og þjóð.  

Gíf­ur­legur munur á við­brögðum rann­sak­enda

Áþekk lög eru í gildi um mútur í Namibíu og á Íslandi. Einmitt þess vegna er athug­un­ar­vert að bera saman við­brögð stjórn­valda og opin­berra rann­sak­enda í báðum ríkj­un­um. Í Namibíu eru hinir grun­uðu settir í gæslu­varð­hald; gögn þeirra rann­sökuð og reikn­ingar þeirra fryst­ir. Á Íslandi er málið skoðað fyrir luktum dyrum án þess að hinir grun­uðu séu settir í gæslu­varð­hald; án þess að hús­rann­sóknir séu gerðar hjá fyr­ir­tæk­inu Sam­herja; án þess að eignir Sam­herja séu kyrr­settar og án þess að fjár­munir fyr­ir­tæk­is­ins og stjórn­enda þess séu fryst­ir. 

Auglýsing
Stjórnendur Sam­herja hafa því frítt spil á meðan dyr rann­sak­end­anna eru lukt­ar. Þegar þær opn­ast fara málin vænt­an­lega fyrir dóm­stóla; stjórn­endur Sam­herja ráða til sín rán­dýra stjörnu­lög­fræð­inga; þá hina sömu og vörðu glæpi íslenskra fjár­mála­spek­úlanta sem voru að stærstum hluta ábyrgir fyrir koll­sigl­ingu Íslands í hrun­in­u. 

Tals­verð óvissa ríkir um hvernig málin munu þró­ast í Namib­íu. Í land­inu ríkir mikil spill­ing meðal æðstu stjórn­enda þess og óvíst er hvort rann­sak­endur mál­anna fái hina grun­uðu dæmda fyrir ósvinn­una. Bjarni Ben fjár­mála­ráð­herra telur einmitt að hægt sé að skýra atburða­rás­ina alla með því að benda á þessa spill­ingu. Og hann er rétti mað­ur­inn til að úttala sig um mál­ið; hann hefur reynsl­una; hann sat á skýrsl­unni um Panama­skjölin fram yfir síð­ustu kosn­ing­ar, vænt­an­lega sökum þess að hann mat það svo að fólkið í land­inu væri ekki í stakk búið að skilja þessa flóknu hluti.

Lán í óláni

Þó kald­hæðn­is­legt sé má segja að það hafi verið lán í óláni að málið komst í hámæli. Nú neyð­ist rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur til að grípa til rót­tækra aðgerða. En miklar efa­semdir hljóta að vakna við það að Bjarni Ben og Krist­ján Júl­í­us­son eiga að bera hit­ann og þung­ann á við­brögð­un­um. 

Það læð­ist að manni spurn­ingin hvort VG hefðu ekki átt að leggja meir áherslu á að fá fjár­mála­ráðu­neytið frekar en for­sæt­is­ráðu­neytið í núver­andi rík­is­stjórn. Ég hefði treyst Katrínu betur til að taka á spill­ing­ar­málum á Íslandi en full­trúum frjáls­hyggj­unn­ar. En sjálf­sagt hafa þing­menn VG lagt meira upp úr því að fá sam­þykkt útþynnt auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrána.

Skömm fyrir þjóð og land

Í dag eru margir, sem skamm­ast sín fyrir að vera Íslend­ing­ar. Ekki af því að við höfum gerst sek um að arð­ræna fátækt ríki í Afr­íku, heldur fremur vegna þess að við höfum ekki staðið okkur í því að koma í veg fyrir svona glæpi. 

Við hefðum átt að draga meiri lær­dóma af koll­steypu Íslands í hrun­in­u. 

Við hefðum átt að koma í veg fyrir að óprút­tnir fjár­glæfra­menn svindli á okkur og á fólki í öðrum löndum með ósvífnum rán­skap.

Við komumst út úr krepp­unni með átaki sem kost­aði margs­konar fórn­ir.

Glæp­ur­inn sem ræddur er í frétt­unum þessa dag­ana er því að stórum hluta okkur að kenna.

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar