Hverjir eru Samherjar í þessu stríði?

Hallgrímur Hróðmarsson segir að margir skammist sín fyrir að vera Íslendingar. Ekki af því að við höfum gerst sek um að arðræna fátækt ríki í Afríku, heldur fremur vegna þess að við höfum ekki staðið okkur í því að koma í veg fyrir svona glæpi.

Auglýsing

Ömur­legar fréttir hafa verið til umræðu und­an­farna daga. Spurn­ingin vakn­ar: Hverjir eru sam­herjar í þessu stríð­i? 

Er allt starfs­fólk Sam­herja – sam­herj­ar? Alþýða og auð­vald? – Svarið er vissu­lega nei. 

Eru það hákarl­arnir í Namibíu og menn­irnir sem keyptu kvót­ann af þeim og  greiddu mút­ur, „ráð­gjöf“, til að liðka fyrir kaup­un­um; og létu sig ekki muna um að kaupa þennan kvóta á hærra verði en þeir kaupa kvót­ann okkar á Íslandi? – Já, þá má nefna sam­herj­a. 

Eru íslenskir ráða­menn Sam­herja og namibískir hákarlar sam­herj­ar? Þeir sem með verkum sínum orsök­uðu atvinnu­missi fjölda fátæks fólks  í Namibíu ? – Já, þeir eru í hæsta máta sam­herj­ar. 

Er almenn­ingur á Íslandi og stjórn­endur Sam­herja - sam­herj­ar? – Nei, alþýðan á Íslandi tekur þátt í upp­bygg­ingu sam­fé­lags­ins með því að greiða ákveð­inn skatt til hags­bóta fyrir okkur öll. En þeir sem flytja mikla fjár­muni til Tortóla og ann­arra skatta­skjóla – þeir hafa sagt sig úr lögum við land og þjóð.  

Gíf­ur­legur munur á við­brögðum rann­sak­enda

Áþekk lög eru í gildi um mútur í Namibíu og á Íslandi. Einmitt þess vegna er athug­un­ar­vert að bera saman við­brögð stjórn­valda og opin­berra rann­sak­enda í báðum ríkj­un­um. Í Namibíu eru hinir grun­uðu settir í gæslu­varð­hald; gögn þeirra rann­sökuð og reikn­ingar þeirra fryst­ir. Á Íslandi er málið skoðað fyrir luktum dyrum án þess að hinir grun­uðu séu settir í gæslu­varð­hald; án þess að hús­rann­sóknir séu gerðar hjá fyr­ir­tæk­inu Sam­herja; án þess að eignir Sam­herja séu kyrr­settar og án þess að fjár­munir fyr­ir­tæk­is­ins og stjórn­enda þess séu fryst­ir. 

Auglýsing
Stjórnendur Sam­herja hafa því frítt spil á meðan dyr rann­sak­end­anna eru lukt­ar. Þegar þær opn­ast fara málin vænt­an­lega fyrir dóm­stóla; stjórn­endur Sam­herja ráða til sín rán­dýra stjörnu­lög­fræð­inga; þá hina sömu og vörðu glæpi íslenskra fjár­mála­spek­úlanta sem voru að stærstum hluta ábyrgir fyrir koll­sigl­ingu Íslands í hrun­in­u. 

Tals­verð óvissa ríkir um hvernig málin munu þró­ast í Namib­íu. Í land­inu ríkir mikil spill­ing meðal æðstu stjórn­enda þess og óvíst er hvort rann­sak­endur mál­anna fái hina grun­uðu dæmda fyrir ósvinn­una. Bjarni Ben fjár­mála­ráð­herra telur einmitt að hægt sé að skýra atburða­rás­ina alla með því að benda á þessa spill­ingu. Og hann er rétti mað­ur­inn til að úttala sig um mál­ið; hann hefur reynsl­una; hann sat á skýrsl­unni um Panama­skjölin fram yfir síð­ustu kosn­ing­ar, vænt­an­lega sökum þess að hann mat það svo að fólkið í land­inu væri ekki í stakk búið að skilja þessa flóknu hluti.

Lán í óláni

Þó kald­hæðn­is­legt sé má segja að það hafi verið lán í óláni að málið komst í hámæli. Nú neyð­ist rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur til að grípa til rót­tækra aðgerða. En miklar efa­semdir hljóta að vakna við það að Bjarni Ben og Krist­ján Júl­í­us­son eiga að bera hit­ann og þung­ann á við­brögð­un­um. 

Það læð­ist að manni spurn­ingin hvort VG hefðu ekki átt að leggja meir áherslu á að fá fjár­mála­ráðu­neytið frekar en for­sæt­is­ráðu­neytið í núver­andi rík­is­stjórn. Ég hefði treyst Katrínu betur til að taka á spill­ing­ar­málum á Íslandi en full­trúum frjáls­hyggj­unn­ar. En sjálf­sagt hafa þing­menn VG lagt meira upp úr því að fá sam­þykkt útþynnt auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrána.

Skömm fyrir þjóð og land

Í dag eru margir, sem skamm­ast sín fyrir að vera Íslend­ing­ar. Ekki af því að við höfum gerst sek um að arð­ræna fátækt ríki í Afr­íku, heldur fremur vegna þess að við höfum ekki staðið okkur í því að koma í veg fyrir svona glæpi. 

Við hefðum átt að draga meiri lær­dóma af koll­steypu Íslands í hrun­in­u. 

Við hefðum átt að koma í veg fyrir að óprút­tnir fjár­glæfra­menn svindli á okkur og á fólki í öðrum löndum með ósvífnum rán­skap.

Við komumst út úr krepp­unni með átaki sem kost­aði margs­konar fórn­ir.

Glæp­ur­inn sem ræddur er í frétt­unum þessa dag­ana er því að stórum hluta okkur að kenna.

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar