Uppbygging fjölmiðla í þágu almennings

Framkvæmdastjóri Kjarnans skrifar um tækifæri ráðamanna til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla.

Auglýsing

Við höfum verið hressi­lega minnt á mik­il­vægi fjöl­miðla og mik­il­vægi öfl­ugra blaða­manna að und­an­förnu. Nægir að nefna upp­ljóstr­anir Kveiks um Sam­herja í Namibíu og viða­mikla umfjöllun Kjarn­ans um pen­inga­þvætti og skort á reglu­verki sem hindrar slíkt athæfi hér á landi. Dæmin eru auð­vitað miklu miklu fleiri. Öfl­ugir fjöl­miðlar og öfl­ugir blaða­menn eru nauð­syn­legir hér á landi sem ann­ars stað­ar. Við þurfum fjöl­miðla sem upp­lýsa almenn­ing, veita vald­höfum aðhald og styrkja þannig stoðir lýð­ræð­is­ins.

Ráða­menn hafa nú tæki­færi til að bæta rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla til muna gegnum frum­varp til breyt­inga á lögum um fjöl­miðla sem Lilja Dögg Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hefur mælt fyrir og komið er til umfjöll­unar í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Stuðn­ingur rík­is­ins við einka­rekna fjöl­miðla í frum­varp­inu er í formi end­ur­greiðslu á hluta kostn­aðar sem fellur til við öflun og miðlun frétta og frétta­tengds efn­is. 

Fólk vill styrkja lýð­ræðið

Verði frum­varpið að lögum breytir það miklu fyrir rekstur á fálið­uðum frétta­miðli eins og Kjarn­an­um. Yfir­bygg­ing okkar er lítil og lang­sam­lega stærstur hluti kostn­aðar eru laun rit­stjórn­ar. Með bættu rekstr­ar­um­hverfi og sann­gjörnum end­ur­greiðslum gæti draum­ur­inn um að stækka og efla mið­il­inn enn frekar færst örlítið nær. 

Auglýsing
Kjarninn hefur frá því í lok árs 2016 boðið les­endum sjálfum að styrkja mið­il­inn. Styrkj­endum hefur fjölgað jafnt og þétt síð­ast­liðin þrjú ár og fyrir þann stuðn­ing erum við sem skipum rit­stjórn Kjarn­ans ákaf­lega þakk­lát. Það færir okkur byr í seglin að finna fyrir því að fólk vill styrkja frjálsan fjöl­miðil til frétta­skrifa. Vef­ur­inn okkar er opinn og allir hafa jafnan aðgang að fréttum og frétta­skýr­ingum Kjarn­ans. Stuðn­ing­ur­inn sem við finnum segir okkur að fólk almennt hefur þörf fyrir öfl­uga fjöl­miðla, skilur vel mik­il­vægi þeirra og vill gjarnan taka þátt í styrkja lýð­ræðið með því að halda þeim gang­and­i. 

Ábyrgð bæði hjá ráða­mönnum og fjöl­miðlum

Þing­menn standa nú frammi fyrir því að geta lagt sitt af mörkum til því að bæta rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla hér landi í formi end­ur­greiðslna að nor­rænni fyr­ir­mynd. Því fylgir mikil ábyrgð að færa fé úr sjóðum almenn­ings og því fylgir líka ábyrgð að taka við fé úr sam­eig­in­legum sjóð­um. Það er skylda fjöl­miðla sem þiggja greiðslur gegnum fjöl­miðla­frum­varp­ið, verði það að lög­um, að nýta féð í það sem því er ætlað - að efla umræðu í land­inu og stuðla að vönd­uðum frétta­flutn­ingi sem veitir aðhald. 

Kjarn­inn tekur hlut­verk sitt gagn­vart almenn­ingi alvar­lega og það sem af er ári hafa alls 409 frétta­skýr­ingar verið birtar á Kjarn­anum og 2.367 frétt­ir. Kjarn­inn vill líka vera vett­vang­ur  umræðu og á árinu hafa 539 skoð­ana­greinar verið birt­ar, langstærstur hluti þeirra eru aðsendar grein­ar. Skoð­ana­efni rit­stjórn­ar, leið­arar og önnur skrif þar sem skoð­anir rit­stjórnar birt­ast eru 1,7% af öllu efni Kjarn­ans. 

Skyldur fjöl­miðla við almenn­ing eru ríkar og tryggð Kjarn­ans er aðeins við les­end­ur, það breyt­ist ekki þótt hluti rit­stjórn­ar­kostn­aðar fáist endu­greidd­ur. Að sama skapi er það skylda þing­manna sem taka ákvarð­anir um að útdeila fé að skoða vand­lega hvernig féð kemur best að not­um. Um þetta var til að mynda fjallað þegar lögð var fram metn­að­ar­full nýsköp­un­ar­stefna fyrir Ísland á dög­un­um, sem allir flokkar studdu og komu að því að móta. Þar er lögð sér­stök áhersla á það að fjár­magn „rann­sókna og frum­kvöðla” frekar en í „um­sýslu og yfir­bygg­ingu” eins og það var orðað í kynn­ingu á Nýsköp­un­ar­land­inu Íslandi. Auð­veld­lega mætti heim­færa þessa hugsun á fram­lög til fjöl­miðla. 

Pen­ingum úr sjóðum almenn­ings er aug­ljós­lega betur borgið hjá minni fjöl­miðlum en þeim stærri sem hafa safnað upp tapi gegnum árin. Fjár­magn til minni miðla með skýra sýn á hlut­verk sitt og ábyrgð er til þess fallið að nýt­ast beint í ráðn­ingu fleiri blaða­manna. Fjár­magn sem veitt er til stærri miðla er lík­legra til að fara í umsýslu og yfir­bygg­ing­u. 

Hærri end­ur­greiðsla og lægra þak

Með því að hækka end­ur­greiðslu­hlut­fall rit­stjórn­ar­kostn­aðar og lækka hámarks­greiðslu sem ein­stakur fjöl­mið­ill getur fengið gætu þing­menn stuðlað að því að féð sem til fjöl­miðla rennur nýt­ist frekar í fjölgun blaða­manna við störf. Flótti úr blaða­manna­stétt hefur verið til umfjöll­un­ar, meðal ann­ars í leið­ara rit­stjóra Kjarn­ans nýverið. Það ætti að vera sér­stakt keppi­kefli þing­manna sem nú velta fyrir sér fjöl­miðla­frum­varp­inu að tryggja að það stuðli að því að blaða­mönnum fjölg­i. 

Styrkt­ar­að­ilar Kjarn­ans standa undir dágóðum hluta launa­kostn­aðar Kjarn­ans og fyrir það erum við þakk­lát. End­ur­greiðslur á hluta kostn­aðar við rit­stjórn myndi skipta sköpum fyrir frek­ari upp­bygg­ingu Kjarn­ans. Við leggjum okkur fram um að gæta hófs í yfir­bygg­ingu en viljum að sjálf­sögðu fara í öllu að ákvæðum í kjara­samn­ingum blaða­manna. Kjarn­inn hefur þegar samið við Blaða­manna­fé­lag Íslands og mætt sann­gjörnum kröfum um bætt kjör á meðan stærri miðl­ar,  sem útlit er fyrir að fái marg­föld fram­lög á við Kjarn­ann gegnum end­ur­greiðslur á kostn­aði, þrá­ast enn við í kjara­deil­unni við blaða­menn. 

Viljum bæta í hóp­inn

Við hjá Kjarn­anum viljum gjarnan sækja fram, þróa frétta­vef­inn okkar áfram, nýta enn fleiri leiðir við miðlun frétta og frétta­tengds efn­is, sækja okkur frek­ari þekk­ingu, bæta enn frekar í hóp vand­aðra blaða­manna og leggja okkur almennt fram um að bjóða fram­úr­skar­andi frétta­efni fyrir les­endur okk­ar. 

Það þurfti sann­ar­lega kraft og áræðni í bland við skap­andi frum­kvöðla­hugsun til að láta sér detta í hug að stofna frétta­mið­il­inn Kjarn­ann árið 2013 í sam­keppni við mun stærri miðla. Stjórn­mála­menn sem nýlega hafa sett nafn sitt við metn­að­ar­fulla stefnu um nýsköpun þar sem talað er sér­stak­lega um „virð­ingu fyrir frum­kvöðlum og skap­andi ein­stak­lingum í efna­hags­lífi og menn­ingu” mættu gjarnan skoða end­ur­greiðslur til fjöl­miðla í sama ljósi og styrkja frekar minni miðla sem hafa getu og vilja til að byggja sig upp almenn­ingi til heilla. Krafan hlýtur alltaf að vera að það fé sem er til skipt­anna renni þangað sem það þjónar lýð­ræð­inu best. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Kjarn­ans.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiÁlit