Þjóðaröryggi, jarðstrengir og rafmagn á Dalvík

Ólafur Valsson skrifar um aðgerðarleysi Landsnets og spyr hvort forstjóri þess fyrirtækis eigi að axla ábyrgð og fara frá?

Auglýsing

Ham­fara­veður verða sífellt algeng­ari um allan heim og má alveg búast við að veður eins og það sem lands­menn upp­lifðu fyrir fáum dögum verði tíð­ari. Lands­net þarf í ljósi þessa að end­ur­skoða alfarið stefnu sína og end­ur­hanna upp­bygg­ingu flutn­ings­kerf­is­ins. Jafn­vel nýj­ustu fram­kvæmdir Lands­nets slógu út í veðr­inu. Þannig var PCC á Bakka raf­magns­laust um stund í tvígang hið minnsta.

Þjóðar­ör­ygg­is­ráð var kallað sam­an. Átaks­hópur stjórn­valda var stofn­að­ur. Ef koma á í veg fyrir að álíka ástand skap­ist þarf að leggja raf­línur í jörð. Tæknin er til staðar og væri hægt að leggja stóran hluta flutn­ings­kerf­is­ins í jörð með því að nota ýmist rið­straums- eða jafn­straums­strengi. Nú gæti Lands­net  farið á undan og hannað Blöndulínu 3 frá Blöndu til Akur­eyrar sem jafn­straums­streng alla leið. Þau gætu byrjað strax á morgun og er ég viss um að eng­inn ein­stak­lingur né sveit­ar­fé­lög settu sig uppá móti því. Svo mikil stefnu­breyt­ing verður þó vart undir núver­andi for­ystu Lands­nets. Það gæti verið að þessi lausn sé dýr­ari en loft­línur en þegar þjóðar­ör­yggi er ann­ars vegar þá má spyrja hvort þeim fjár­munum væri ekki vel var­ið. Stjórn­mála­menn mega þar líka velta fyrir sér ábyrgð sinni á óeðli­legum hömlum á jarð­strengja­lögnum í stefnu stjórn­valda.

Auglýsing
Sem betur fer stóð sá hluti byggða­lín­unnar sem Blöndulína 3 átti að leysa af hólmi, Rang­ár­valla­lína frá Blöndu til Akur­eyr­ar,  af sér veð­ur­ham­inn að þessu sinni. Árið 2012, í mats­ferli um Blöndulínu 3, lagði Hörg­ár­sveit til að hluti Dal­vík­ur­línu yrði lögð í jörð. Og hvert var svar Lands­nets þá? Jú, stutt og laggott: „...lagn­ing Dal­vík­ur­línu í jörð telst að mati Lands­nets ekki vera val­kost­ur.“ Þessi lína kubb­að­ist í sundur í óveðr­inu.

Haft var eftir for­stjóra Lands­nets í Morg­un­blað­inu í síð­ustu viku að það væri á tíu ára áætlun Lands­nets að end­ur­nýja Dal­vík­ur­línu. Það er ekki rétt. Hún hefur aldrei kom­ist inn í kerf­is­á­ætlun Lands­nets, enda er engin stór­iðja á Dal­vík. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem for­stjór­inn fer rangt með. 

Hvað skyldi aðgerða­leysi Lands­nets hafa kostað þjóð­ina utan þeirra miklu hörm­unga sem fjöldi manna og dýra hefur mátt þola vegna and­vara­leysis fyr­ir­tæk­is­ins?  Ætti for­stjór­inn kannski að axla ábyrgð og fara frá? Senni­lega munum við seint sjá það.

Höf­undur er fyrr­ver­andi hér­aðs­dýra­læknir á Dal­vík og starfar fyrir alþjóða­stofnun í sunn­an­verðri Afr­íku.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar