Mannréttindi fatlaðra

Hlynur Már Vilhjálmsson fjallar um mál Erlings Smith, sem lamaðist í mótorhjólaslysi fyrir 18 árum og þarf á daglegri aðstoð að halda.

Auglýsing

Snemma í nóv­em­ber fjall­aði Stundin um mál Erlings Smith, íbúa í Mos­fells­bæ. Erling tal­aði þar um valda­leysi um eigin hagi sem hann upp­lifir vegna N­PA ­samn­ings sem hann var með en var tek­inn af honum fyrir um 2 árum síð­an. Ekk­ert hefur breyst í málum Erlings síðan að greinin um hans mál kom fram. Erling lam­að­ist í mót­or­hjólaslysi í Reykja­vík fyrir um 18 árum síðan og þarf því á dag­legri aðstoð að halda. Hann hefur und­an­farin 2 ár búið á hjúkr­un­ar­heim­ili í Mos­fellsbæ gegn vilja sín­um. Hann upp­lifir nauð­ung­ar­vist þar og þráir að búa heima hjá sér og að konan hans fái aftur greitt fyrir að sinna honum eins og áður í gegn­um N­PA ­samn­ing. Þau misstu þennan samn­ing fyrir 2 árum þegar þau giftu sig en sam­kvæmt reglum um N­PA ­samn­inga, að sögn bæj­ar­fé­lags­ins, er ólög­legt að gera slíkan samn­ing við skyld­menni eða fjöl­skyldu­með­lim. Hér er þó um að ræða fremstu ósk Erlings, íbúa í bæj­ar­fé­lag­inu og íslensks þegn­s. 

Ég tel að þetta gangi gegn grund­vall­ar­mann­rétt­indum Erlings. Bæj­ar­fé­lög ættu að geta gert samn­inga við fjöl­skyldu­með­limi sé það í hag not­anda N­PA ­samn­ings. Að gera það ólög­legt er út í hött. Í þessu máli sést að það er far­sælasta leiðin fyrir ein­stak­ling­inn og er jafn­framt hans fremsta lífs­ósk, þá væri hann sátt­ur. Í stað þess upp­lifir hann inni­lokun á hjúkr­un­ar­heim­il­inu. Þetta gengur ein­fald­lega ekki upp.

Auglýsing
Fyrir um 2 vikum síðan hafði Erling sam­band við mig í leit að aðstoð varð­andi mál sitt. Ég fór strax í að senda for­manni lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefndar Mos­fells­bæj­ar, Uni Hild­ar­dótt­ur, tölvu­póst sem var ekki svar­að. Svo sendi ég annan tölvu­póst og honum er ekki enn svarað held­ur. Á sama tíma og ég sendi fyrsta póst­inn sendi ég einnig póst á með­lim not­enda­ráðs Mos­fells­bæjar um mál­efni fatl­aðs fólks, sem heyrir einnig undir bæj­ar­fé­lag Mos­fells­bæjar og fékk skjót svör frá við­kom­andi. Hann var sam­mála mér um að staða Erlings væri alls ekki við­un­andi og hann myndi taka upp málið í not­enda­ráð­inu en tjáði mér jafn­framt að reynslan væri hins­veg­ar sú að ekk­ert væri gert þrátt fyrir álykt­anir not­enda­ráðs­ins. Orð­rétt sagði: „Er sam­mála þér. Get tekið þetta upp þegar næst er fund­ur. Reynslan er hins vegar sú að þótt vel sé tekið undir mál á fund­um, ger­ist ekk­ert“. Ég skil þess orð mannsins þannig að bæj­ar­stjórnin sé aðgerða­laus varð­andi mál fatl­aðs fólks sem upp koma í not­enda­ráð­inu og ef það reyn­ist svo þá er það bara skammar­legt fyrir bæj­ar­stjórn­ina. Séu hendur hennar bundnar vegna laga um N­PA að­stoð þá tel ég það vera skyldu bæj­ar­stjórn­ar­innar að vekja athygli á og gagn­rýna það að ekki sé hægt að hjálpa fólki sem er í sömu stöðu og Erling. Ég tel það vera skyldu bæj­ar­fé­lags­ins að hugsa fyrst og fremst um hags­muni bæj­ar­búa. Ég set líka spurn­ingu við það að for­maður lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefndar bæj­ar­ins svari ekki póstum um mik­il­væga vel­ferð og mann­rétt­indi íbúa bæj­ar­ins.

Þessi staða er ámæl­is­verð fyrir Mos­fellsbæ og ég krefst þess að full­trúar bæj­ar­ins taki undir með máli Erlings og tala fyrir fólki í hans stöðu. Að við breytum sam­fé­lag­inu þannig að það virki fyrir alla. Hann bíður enn lausna sinna mála. Við verðum að búa sam­fé­lagi okkar þannig að fólk geti verið sátt og að grund­vall­ar­nauð­synjum fólks sé sinnt af þeim sem fara með völd­in. Ef yfir­völd telja sig ekki geta veitt lands­mönnum þau mann­rétt­indi sem hverjum ætti að vera sjálf­sögð þá er ekki annað í stöð­unni en að mót­mæla við­kom­andi stjórn­valdi. Ég hvet bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæjar til þess að senda frá sér yfir­lýs­ingu um stöðu þess­ara mála án taf­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar