Stoltur sjóðsfélagi

Baldur Thorlacius sviðsetur árás á verðbréfasjóði til að fanga athygli lesenda til að beina athyglinni að kostur þess að einstaklingar fjárfesti í hlutabréfum.

Auglýsing

„Ég er stoltur sjóðs­fé­lag­i“, sagði frænka mín um ónefndan verð­bréfa­sjóð í jóla­boði um dag­inn. „Sáuð þið til­kynn­ing­una frá þeim fyrir helgi, um minni­háttar breyt­ingu á fjár­fest­ing­ar­stefn­unni? Ótrú­lega spenn­and­i“, hélt hún áfram. Nokkrir gestir í jóla­boð­inu tóku í sama streng eða nefndu til sög­unnar aðra sjóði sem þeir voru sér­stak­lega spenntir fyr­ir. 

Ofan­greind frá­sögn er upp­spuni. Svona sam­tal hefur vænt­an­lega aldrei átt sér stað, enda eru hefð­bundnir sjóðir í eðli sínu ekki mjög spenn­andi. Um og upp úr síð­ustu alda­mótum voru sams­konar sam­töl aftur á móti nokkuð algeng í jóla­boð­um, þá varð­andi ein­stök fyr­ir­tæki frekar en sjóði. Frænkur og frændur voru stoltir hlut­hafar í fyr­ir­tækjum sem þau höfðu trú á. Fylgd­ust með fréttum af þeim og voru hluti af ein­hverri veg­ferð, sem með­eig­end­ur. 

Síðan þá hefur ýmis­legt gerst. Bein eign ein­stak­linga á hluta­bréfa­mark­aði hefur lækkað úr því að vera 11,5% árið 2007 og niður í 4,5% í dag. Aug­ljós­asta skýr­ingin er að „hér varð hrun“. Það kemur samt fleira til, enda hafði fram­an­greint hlut­fall lækkað úr 17,2% í 11,5% á árunum 2002 til 2007. Önnur skýr­ing er að smám saman var dregið úr skatta­legum hvötum til hluta­bréfa­kaupa, þar til þeir voru afnumdir árið 2002. Þriðja skýr­ing­in, og sú sem ég ætla að staldra aðeins við hér, er aukin áhersla banka á að ein­stak­lingar fjár­festi í sjóðum frekar en hluta­bréfum ein­stakra fyr­ir­tækja. 

Auglýsing

Áður en lengra er haldið skal tekið fram að til­gangur minn með ritun þess­arar greinar er ekki að hall­mæla sjóð­um. Þessi „árás“ á sjóði er svið­sett til þess að fanga athygli les­enda (já, ég skrifa um það óspenn­andi hluti að ég nota verð­bréfa­sjóði til þess að ná til fólks). Sjóðir eru ein mik­il­væg­asta stoð fjár­mála­kerf­is­ins og frá­bær leið fyrir fólk til þess að dreifa áhættu með ein­földum og skil­virkum hætti. Ég vil því veg þeirra sem allra mest­an. 

Þar komum við einmitt að kjarna máls­ins. Ég er sann­færður um að beinar fjár­fest­ingar ein­stak­linga í hluta­bréfum og fjár­fest­ingar þeirra í sjóðum séu stuðn­ings­vör­ur, frekar en stað­göngu­vör­ur. Ef við beinum fólki frá því að kynna sér málin og kaupa hluta­bréf og bjóðum þeim ein­ungis að fjár­festa í tölum á blaði um sögu­lega ávöxtun og fjár­fest­ing­ar­stefnu gæti það hrein­lega misst áhug­ann, sem kemur á end­anum niður á sjóð­unum sjálf­um. 

Að mínu mati þurfum við meira jafn­vægi. Fleiri stolta hlut­hafa, sem fjár­festa hluta af sparn­aði sínum í ein­staka fyr­ir­tækjum og dreifa svo áhætt­unni með fjár­fest­ingum í sjóð­um, inn­lánum og öðrum sparn­að­ar­form­um. Dræm þátt­taka almenn­ings á hluta­bréfa­mark­aði hefur ýmsar nei­kvæðar afleið­ingar í för með sér, þar á meðal að nýliðun á mark­aði verður minni en ella og spenn­andi vaxt­ar­fyr­ir­tæki ná ekki að fjár­magna sig. Lítil fyr­ir­tæki með stóra drauma reiða sig gjarnan meira á fjár­fest­ingar ein­stak­linga heldur en verð­bréfa­sjóða, svo ávinn­ing­ur­inn er skýr. 

Við þurfum að koma okkur úr því fari að horfa alltaf fram hjá almenn­ingi sem þátt­tak­anda í fjár­mögnun og rekstri atvinnu­lífs­ins. Hvetjum fólk til þess að kynna sér málin og taka eigin ákvarð­an­ir, í bland við að útvista fjár­fest­ingum til sjóða og ann­arra fag­að­ila. Í því fel­ast mikil van­nýtt tæki­færi sem eru öllum aðilum fjár­mála­mark­að­ar­ins sem og atvinnu­líf­inu til mik­illa hags­bóta. Eflum fræðslu og end­ur­hugsum alla upp­lýs­inga­gjöf til fjár­festa, út frá mis­mun­andi þörfum og þekk­ingu þeirra. Hóf­legur skatta­af­sláttur til hluta­bréfa­kaupa myndi einnig gera mikið til þess að hreyfa við nál­inn­i. 

Með öðrum orð­um, komum fjár­fest­ingum aftur á mat­seð­il­inn í jóla­boð­unum – en gerum það með ábyrgum hætti, svo gest­irnir fái ekki í mag­ann. 

Höf­undur er við­skipta­stjóri hjá Nas­daq Iceland.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar