Stoltur sjóðsfélagi

Baldur Thorlacius sviðsetur árás á verðbréfasjóði til að fanga athygli lesenda til að beina athyglinni að kostur þess að einstaklingar fjárfesti í hlutabréfum.

Auglýsing

„Ég er stoltur sjóðs­fé­lag­i“, sagði frænka mín um ónefndan verð­bréfa­sjóð í jóla­boði um dag­inn. „Sáuð þið til­kynn­ing­una frá þeim fyrir helgi, um minni­háttar breyt­ingu á fjár­fest­ing­ar­stefn­unni? Ótrú­lega spenn­and­i“, hélt hún áfram. Nokkrir gestir í jóla­boð­inu tóku í sama streng eða nefndu til sög­unnar aðra sjóði sem þeir voru sér­stak­lega spenntir fyr­ir. 

Ofan­greind frá­sögn er upp­spuni. Svona sam­tal hefur vænt­an­lega aldrei átt sér stað, enda eru hefð­bundnir sjóðir í eðli sínu ekki mjög spenn­andi. Um og upp úr síð­ustu alda­mótum voru sams­konar sam­töl aftur á móti nokkuð algeng í jóla­boð­um, þá varð­andi ein­stök fyr­ir­tæki frekar en sjóði. Frænkur og frændur voru stoltir hlut­hafar í fyr­ir­tækjum sem þau höfðu trú á. Fylgd­ust með fréttum af þeim og voru hluti af ein­hverri veg­ferð, sem með­eig­end­ur. 

Síðan þá hefur ýmis­legt gerst. Bein eign ein­stak­linga á hluta­bréfa­mark­aði hefur lækkað úr því að vera 11,5% árið 2007 og niður í 4,5% í dag. Aug­ljós­asta skýr­ingin er að „hér varð hrun“. Það kemur samt fleira til, enda hafði fram­an­greint hlut­fall lækkað úr 17,2% í 11,5% á árunum 2002 til 2007. Önnur skýr­ing er að smám saman var dregið úr skatta­legum hvötum til hluta­bréfa­kaupa, þar til þeir voru afnumdir árið 2002. Þriðja skýr­ing­in, og sú sem ég ætla að staldra aðeins við hér, er aukin áhersla banka á að ein­stak­lingar fjár­festi í sjóðum frekar en hluta­bréfum ein­stakra fyr­ir­tækja. 

Auglýsing

Áður en lengra er haldið skal tekið fram að til­gangur minn með ritun þess­arar greinar er ekki að hall­mæla sjóð­um. Þessi „árás“ á sjóði er svið­sett til þess að fanga athygli les­enda (já, ég skrifa um það óspenn­andi hluti að ég nota verð­bréfa­sjóði til þess að ná til fólks). Sjóðir eru ein mik­il­væg­asta stoð fjár­mála­kerf­is­ins og frá­bær leið fyrir fólk til þess að dreifa áhættu með ein­földum og skil­virkum hætti. Ég vil því veg þeirra sem allra mest­an. 

Þar komum við einmitt að kjarna máls­ins. Ég er sann­færður um að beinar fjár­fest­ingar ein­stak­linga í hluta­bréfum og fjár­fest­ingar þeirra í sjóðum séu stuðn­ings­vör­ur, frekar en stað­göngu­vör­ur. Ef við beinum fólki frá því að kynna sér málin og kaupa hluta­bréf og bjóðum þeim ein­ungis að fjár­festa í tölum á blaði um sögu­lega ávöxtun og fjár­fest­ing­ar­stefnu gæti það hrein­lega misst áhug­ann, sem kemur á end­anum niður á sjóð­unum sjálf­um. 

Að mínu mati þurfum við meira jafn­vægi. Fleiri stolta hlut­hafa, sem fjár­festa hluta af sparn­aði sínum í ein­staka fyr­ir­tækjum og dreifa svo áhætt­unni með fjár­fest­ingum í sjóð­um, inn­lánum og öðrum sparn­að­ar­form­um. Dræm þátt­taka almenn­ings á hluta­bréfa­mark­aði hefur ýmsar nei­kvæðar afleið­ingar í för með sér, þar á meðal að nýliðun á mark­aði verður minni en ella og spenn­andi vaxt­ar­fyr­ir­tæki ná ekki að fjár­magna sig. Lítil fyr­ir­tæki með stóra drauma reiða sig gjarnan meira á fjár­fest­ingar ein­stak­linga heldur en verð­bréfa­sjóða, svo ávinn­ing­ur­inn er skýr. 

Við þurfum að koma okkur úr því fari að horfa alltaf fram hjá almenn­ingi sem þátt­tak­anda í fjár­mögnun og rekstri atvinnu­lífs­ins. Hvetjum fólk til þess að kynna sér málin og taka eigin ákvarð­an­ir, í bland við að útvista fjár­fest­ingum til sjóða og ann­arra fag­að­ila. Í því fel­ast mikil van­nýtt tæki­færi sem eru öllum aðilum fjár­mála­mark­að­ar­ins sem og atvinnu­líf­inu til mik­illa hags­bóta. Eflum fræðslu og end­ur­hugsum alla upp­lýs­inga­gjöf til fjár­festa, út frá mis­mun­andi þörfum og þekk­ingu þeirra. Hóf­legur skatta­af­sláttur til hluta­bréfa­kaupa myndi einnig gera mikið til þess að hreyfa við nál­inn­i. 

Með öðrum orð­um, komum fjár­fest­ingum aftur á mat­seð­il­inn í jóla­boð­unum – en gerum það með ábyrgum hætti, svo gest­irnir fái ekki í mag­ann. 

Höf­undur er við­skipta­stjóri hjá Nas­daq Iceland.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar