Hvað getum við lært af Norðmönnum?

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um sjávarútveg í Noregi og á Íslandi.

Auglýsing

Kjarna­grein mín 12. des. s.l. um auð­lind­arentu og auð­linda­gjöld hefur vakið tals­verð við­brögð frá les­end­um, einkum af lands­byggð­inni. Kjarn­inn í gagn­rýn­inni er þessi: Enda þótt afla­magns­kerfi með fram­sali hafi náð til­ætl­uðum árangri varð­andi sjálf­bærni veiða (með tak­mark­aðri sókn) og aukna arð­semi, þá hefur hagn­að­ur­inn (auð­lind­arent­an) safn­ast á fáar hendur og fórn­ar­kostn­að­ur­inn (sjáv­ar­pláss án veiði­heim­ilda) með til­heyr­andi byggða­röskun og verð­falli eigna verið of hár. Við höfum ekk­ert sinnt hinum sam­fé­lags­lega kostn­aði. Þeir sem þetta segja hafa mikið til síns máls. Þetta er ástæðan fyrir því, að okkur hefur mis­tek­ist að skapa sátt um fisk­veiði­stjórn­ar­kerf­ið.

 Að þessu leyti hefur Norð­mönnum tek­ist mun betur til en okk­ur.  Þjóð­hags­lega er sjáv­ar­út­veg­ur­inn hvergi nærri eins mik­il­vægur hjá Norð­mönnum og hjá okk­ur. Útflutn­ingur sjáv­ar­af­urða (og þ.m.t. fisk­eld­i)  skilar rúm­lega 6% af gjald­eyr­is­tekjum Norð­manna vegna útflutn­ings. Olía og gas malar norsku þjóð­inni gull umfram allt ann­að. Hvort tveggja eru auð­lind­ir, sem að lögum eru sam­eign norsku þjóð­ar­inn­ar. Nýt­ing­ar­heim­ildir eru boðnar upp, og auð­lind­arentan rennur í sam­eig­in­legan þjóð­ar­sjóð. Stefna Norð­manna varð­andi auð­linda­nýt­ingu  og þjóð­hags­lega arð­semi hefur vakið athygli um allan heim.

Norsk fisk­veiði­stjórnun byggir lögum sam­kvæmt á þrennu: Sjálf­bærni, arð­semi og sam­fé­lags­legri ábyrgð. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er burða­rás atvinnu­lífs í strand­byggðum Nor­egs. Ef ekki væri fyrir fisk­veið­ar, fisk­vinnslu og fisk­eldi, lægi við land­auðn í þessum byggð­ar­lög­um. Útgerð, fisk­vinnsla og fisk­eldi eru for­senda atvinnu og búsetu á hinni löngu strand­lengju Nor­egs.

Auglýsing

Þótt margt sé líkt með fisk­veiði­kerfi Norð­manna og Íslend­inga, er reg­in­munur þar á að einu leyti. Á Íslandi skortir alger­lega alla lög­gjöf um hina sam­fé­lags­legu ábyrgð þessa atvinnu­veg­ar, sem er burða­rás á lands­byggð­inni. Á níunda ára­tugnum leiddu Norð­menn í lög marg­vís­leg ákvæði um sam­fé­lags­lega ábyrgð fyr­ir­tækj­anna gagn­vart byggð­ar­lögum á lands­byggð­inni og settu að skil­yrði fyrir úthlutun veiði­heim­ilda. Þess vegna rík­ir, að flestra mati, meiri sátt um sjáv­ar­út­vegs­stefn­una þar í landi en hér. Við eigum að kynna okkur reynslu Norð­manna af þess­ari lög­gjöf og fram­kvæmd henn­ar. Það er óum­deilt, að Norð­menn hafa náð miklum árangri í alþjóð­legum sam­an­burði með auð­linda­stefnu sinni og að af því megi mikið læra.

Þann 30. mars, 2017  birti eg hér í Kjarn­anum grein um þetta efni undir fyr­ir­sögn­inni „Hvað getum við lært af Norð­mönn­um?“ Þar segir meðal ann­ars eft­ir­far­andi:

Sam­vinnu­rekst­ur 

Í nýút­kominni bók um, hvað Skotar geti lært af sam­skiptum Norð­ur­landa­þjóða við Evr­ópu­sam­band­ið, birt­ist fróð­leg grein um þetta efni eftir norskan nátt­úru­vís­inda­mann, Duncan Halley að nafni (hann er skoskur að upp­runa, en norskur rík­is­borg­ari) (1). Í grein­inni kemur fram, að um auð­linda­nýt­ingu og dreif­ingu arðs af auð­lind­inni gilda tvenn lög: Lögin um auð­linda­nýt­ing­una hafa að mark­miði að tryggja sjálf­bærar fisk­veiðar og þjóð­hags­lega arð­semi af rekstri útgerðar og fisk­vinnslu. Hin lögin kveða á um eign­ar­hald á útgerð­ar­fyr­ir­tækjum með það að mark­miði að tryggja, að arð­ur­inn nýt­ist sem best byggð­ar­lög­um, sem byggja afkomu sína á sjáv­ar­út­vegi, með­fram hinni löngu strand­lengju Nor­egs. Það er sam­fé­lags­legi þátt­ur­inn.

Þessi lög kveða á um, að fiski­skip verða að vera í eigu ein­stak­linga, sem sjálfir stunda sjó eða vinna við stjórnun útgerð­ar. Þetta hefur leitt til þess, að flestir sem stýra útgerð­ar­fyr­ir­tækjum hafa sjálfir verið virkir sem sjó­menn og/eða skip­stjórn­ar­menn.  Ef skip eru í eigu hluta­fé­lags, verður hluta­fé­lagið að vera í eigu starf­andi sjó­manna eða stjórn­enda í við­kom­andi byggð­ar­lagi. Fisk­vinnslu­fyr­ir­tæki mega eiga allt að 49.9%, en ráð­andi hlutur verður að vera í eigu starf­andi sjó­manna, núver­andi eða fyrr­ver­andi, sem verða að starfa við útgerð­ina. M.ö.o. hlut­hafar verða að vera tengdir útgerð­inni og byggð­ar­lag­inu. Við þetta bæt­ist síð­an, að sam­kvæmt lögum er afurða­salan í höndum sam­vinnu­fyr­ir­tækja.

Sam­fé­lags­á­byrgð

Norsk fisk­veiði­stjórnun byggir því lögum sam­kvæmt á þrennu: sjálf­bærni, arð­semi og sam­fé­lags­legri ábyrgð. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er burða­rás atvinnu­lífs í strand­byggðum Nor­egs. Ef ekki væri fyrir fisk­veið­ar, fisk­eldi og fisk­vinnslu, lægi við land­auðn í þessum byggð­ar­lög­um. Útgerð og fisk­vinnsla er ein­fald­lega for­senda atvinnu – og þar með –  búsetu. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn stendur fyrir mik­illi verð­mæta­sköp­un. Hann er næst­stærsti útflutn­ings­geir­inn. Á það er lögð rík áhersla, að sjáv­ar­út­veg­ur­inn sé rek­inn í sátt við hið nátt­úru­lega umhverfi. Meira en 70% allra fisk­veiða eru úr stofn­um, sem njóta vott­unar fyrir sjálf­bærni. Þetta er hæsta hlut­fall, sem þekk­ist í heim­in­um. Þess vegna eru norskir fisk­eld­is­menn að færa sig um set til Íslands, þar sem lög og reglur um vernd nátt­úr­unnar eru öll í skötu­lík­i. 

„Helstu nytja­stofnar eru í góðu ásig­komu­lag­i“, að sögn OECD. „Nýt­ing sjáv­ar­auð­lind­ar­innar og stjórnun fisk­veiða byggir á nið­ur­stöðum vís­inda­legra rann­sókna“, að sögn FAO, mat­væla­stofn­unar SÞ. „Fisk­veiði­stjórnun Norð­manna er fyrsta flokks í heim­in­um“, að sögn Mar­ine Stewards­hip Council.

Vegna örra tækni­fram­fara var svo komið á átt­unda ára­tugn­um, að margir fiski­stofnar innan norsku lög­sög­unnar voru ofveidd­ir. Sumir stofnar bein­línis hrundu (eins og gerð­ist innan lög­sögu ESB). Ríkið dældi gríð­ar­legum fjár­munum inn í grein­ina til þessa að forða gjald­þrotum og brott­flutn­ingi fólks úr strand­byggð­un­um.  

Kerf­isum­bætur

Ráð­ist var í kerf­isum­bæt­ur, sem hafa skilað miklum árangri. Á s.l. 30 árum (frá 1985-2015) hefur hrygn­ing­ar­stofn upp­sjáv­ar­fisk­teg­unda vaxið um 51%. Hrygn­ing­ar­stofn djúp­sjáv­ar­teg­unda hefur vaxið sem svarar 340%. M.ö.o. nýt­ingu sjáv­ar­auð­lind­ar­innar hefur verið hagað með þeim hætti, að afrakstur auð­lind­ar­innar hefur vaxið umtals­vert.

Sér­tækir styrkir til sjáv­ar­út­vegs­ins hafa verið aflagðir fyrir utan und­an­þágu frá sér­stöku meng­un­ar­gjaldi á elds­neyti. Eftir standa styrkir vegna t.d. end­ur­hæf­ingar og starfs­þjálf­un­ar, sem gilda almennt fyrir atvinnu­líf­ið. 

Öfugt við Evr­ópu­sam­bandið hafa norskir sjáv­ar­út­vegs­ráð­herrar aldrei snið­gengið vís­inda­lega ráð­gjöf um afla­mark. Aðal­at­riðið er, að laga­á­kvæðum um sam­fé­lags­lega ábyrgð er fylgt eft­ir, þannig að tekjur og arður sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja rennur um æða­kerfi sam­fé­lags­ins í sjáv­ar­byggð­um. Þetta á ekki bara við um tekjur starfs­fólks­ins heldur einnig arð fyr­ir­tækj­anna og hagnað eig­end­anna. Fiski­stofn­arnir eru í góðu ásig­komu­lagi. Und­an­tekn­ing­arnar eru deilistofn­ar, sem að hluta til­heyra fisk­veiði­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins. Víð­tæk sam­fé­lags­leg sátt ríkir um þetta fyr­ir­komu­lag auð­linda­nýt­ingar og sam­fé­lags­á­byrgð­ar. Árang­ur­inn hefur ekki látið á sér standa.

1. Grein Dr. Duncans Halley „Fis­hing, For­estry and Agricult­ure and the Norweg­ian Mod­el“ birt­ist í rit­inu: „McS­mörgaards­bord – What post-Brexit Scotland can learn from the Nor­dics“, Luath Press ltd., 543/2 Castle Hill, The Royal Mile, Edin­burgh EH1 2ND.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar