Ást við fyrstu sýn á jólunum

Jóhann S. Bogason vill óska öllum landsmönnum þeirrar gæfu að hafa efni á því að klóna gæludýrin sín svo að þeim öðlist að upplifa ást við fyrstu sýn.

Auglýsing

Mikið afskap­lega er nú gaman að vera hér á klak­anum í sprengilægð­um, raf­magns­leysi, ófærð og guð­má­vita­hvað, og geta jafn­framt fylgst með því hvernig ham­ingj­unni vex sífellt ásmegin á Jól­un­um. Nýverið voru okkur Íslend­ingum að ber­ast þau stór­kost­legu tíð­indi um hvernig ást við fyrstu sýn getur allt í einu blómstrað hjá fyrr­ver­andi for­seta okkar og spúsu hans. Reyndar ekki þeirra í mill­um, en Guð láti á gott vita. Herra fyrr­ver­andi for­seti og ein­dreg­inn jafn­að­ar­maður til margra ára‚ Ólafur Ragnar Gríms­son, lét svo lítið að leyfa okkur pöpl­inum að njóta mynda sem hann hafði tekið af hvolpi í snjó með konu sinni. Henni Dor­rit Mússa­jeff. Það er sú hin sama sem stökk svo glað­hlakka­lega upp í fangið á mót­mæl­endum þegar Ísland hrundi undir for­sæti manns­ins henn­ar. Og pöp­ull­inn fagn­aði.

En hér ber eitt­hvað nýrra við sem gæti sýnt land­anum hversu gæfu­ríkur Íslend­ing­ur­inn er á Jól­un­um. Bless­unin hún Dor­rit varð sum sé „ást­fangin við fyrstu sýn“ af klón­uðum hvolpi. Það að verða ást­fang­inn við fyrstu sýn þykir jafnan ákaf­lega róm­an­tískt hér­lendis sem utan­lands og yfir­leitt lofs­vert. Sumir telja það til marks um að örlögin hafi með ein­hverjum hætti hagað málum á þann veg að hver sá sem verður ást­fang­inn við fyrstu sýn sé sjálfur lukk­unnar pamfíll í lóttói lífs­ins. Yfir­leitt vísar það í hrifn­ingu á eigin teg­und. Mikið afskap­lega væri nú gaman ef að allir lands­menn gætu trúað slíkum ævin­týr­um. 

Auglýsing
Þessum tíð­indum hefur verið marg­sinnis hampað á helstu frétta­miðlum hér, oft sem fyrstu „frétt“. En vita­skuld er vafa­samt að það telj­ist ein­hver sér­stök gæfa að verða ást­fang­inn við fyrstu sýn af til­búnu klón­uðu dýri sem kost­aði ein­hverjar millj­ón­ir. Jafn­vel þó að það þætti hræ­bil­legt! Ég verð eig­in­lega að við­ur­kenna að ég þekki enga mann­eskju sem er í þeirri aðstöðu að vilja klóna gælu­dýr. Gælu­dýr eru gælu­dýr vegna þess að maður er til­bú­inn að lifa þau af og greftra. Það tekur eng­inn maður að sér gælu­dýr sem geta lifað hann af. Nema mögu­lega skjald­bök­ur. Það er önnur saga. En hvað veit ég svo sem.

Þannig er nú málum samt háttað á þessum Jólum að manni ber að skilja sem svo að þau hjóna­kornin hafi sjálf stuðlað að sinni eigin stór­kost­legu gæfu út af klón­uðum hvolpi. Og að frúin hafi orðið ást­fangin við fyrstu sýn. Krafta­verk ger­ast, Guði sé lof og dýrð!

Ein­hverra hluta vegna er hvolp­klónið nefnt „Sam­son“. Mér skilst að nafn­giftin stafi af því að frú Dor­rit lét klóna hund­inn sinn sem dó og henni var ákaf­lega annt um. Sá hét víst Sám­ur. Hér ber okkur Íslend­ingum að staldra við og íhuga hversu nátengd þau hjóna­kornin eru í raun sögu okk­ar. Öll þekkjum við hvernig Gunnar á Hlíð­ar­enda barð­ist gegn ofurefl­inu allt fram í and­látið og kall­aði snemma í þeim hild­ar­leik til hunds síns: „Sárt ert þú leik­inn Sámur fóstri og búið svo sé til ætlað að skammt skuli okkar í með­al­.“ 

Fagn­að­ar­er­indi fyrr­ver­andi for­seta okkar og spúsu hans felst í því að nú þurfi aldrei að vera skammt á milli okkar og Sam­sons, klón­uðum niðja Sáms. Ég vil óska öllum lands­mönnum þeirrar gæfu að hafa efni á því að klóna gælu­dýrin sín svo að þeim öðlist að upp­lifa ást við fyrstu sýn. Þetta er hinn magn­þrungni örlaga­vefur sem Dor­rit og Ólafi hefur tek­ist að spinna, sam­ofnum við sögu okk­ar, úr laun­helgum klón­un­ar. 

Þetta er hinn sanni andi Jól­anna!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar