Ég er ekki í stjórnarandstöðu. En ég játa það, áður en langra er haldið, að ég hef lengi haft ímigust á stjórnmálaferli Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra. Sá illi bifur jókst mjög þann tíma sem hann svaf í embætti heilbrigðisráðherra á sama tíma og heilbrigðiskerfið morknaði vegna viljandi vanrækslu hans. Og hann minnkaði ekki ímigusturinn þegar hann, fyrrverandi eitt og annað tengt stærsta útgerðarfélagi landsins og peningalegur ölmusuþegi þess, varð sjávarútvegsráðherra.
Í báðum embættum hefur hann ávallt mætt gagnrýni með yfirlæti. Og gerir það enn, þessi þjónn okkar. Þann tíma sem hann hefur setið í sjávarútvegsráðuneytinu hefur það versta varðandi sjávarútveg fengið að malla áfram og vaxa eins og sjá má í greininni Að éta sjálfan sig, og birt var á Herðubreið 21.11 ´19. En hann lætur sem hann hvorki sjá né heyri gagnrýni. Gorgeirinn hefur kæft í honum þá siðs em sem ætla má að hver og einn fái í vöggugjöf. Þessu til sönnunar er þetta, tekið orðrétt upp úr visi.is:
Sum sagt. Samherji, stærsta útgerðarfélag landsins, helsti styrktaraðili ráðherrans, er bendlaður við alþjóðlegt svínarí. En ráðherrann á Samherjastyrk situr sem fastast sem yfirmaður sjávarútvegsins í landinu og segir í hofmóði: Það er ekkert nýtt í málinu, ekki nokkur skapaður hlutur!