Mjúk lending – varðstaða um kjarabætur

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins skrifar um árið 2019.

Auglýsing

Skömmu fyrir jól birti Hag­stofa Íslands stutta frétt á heima­síðu sinni, sem litla athygli hefur vakið í fjöl­miðl­um. Þetta áhuga­leysi fjöl­miðla hlýtur að vekja nokkra undr­un, því umfjöll­un­ar­efni frétt­ar­innar er mál­efni, sem oft er til umræðu á opin­berum vett­vangi og er jafn­vel á stundum til­efni mik­illa stór­yrða og alhæf­inga. Fréttin sner­ist sem sagt um nið­ur­stöður lífs­kjara­rann­sóknar stofn­un­ar­inn­ar, sem leiddi í ljós að tekju­dreif­ing í land­inu varð jafn­ari milli áranna 2017 og 2018 og að tekju­dreif­ing hér á landi var ein sú jafn­asta í Evr­ópu árið 2018. Tekju­jöfn­uður mæld­ist mestur í Slóvakíu en næst og jöfn komu Sló­venía og Ísland. Breyt­ingar milli ára eru ekki til­tak­an­lega miklar, en tekju­jöfn­uður á Íslandi mælist ívið meiri en und­an­farin ár og staða lands­ins í evr­ópskum sam­an­burði er áfram sú að ójöfn­uður er hér minni en í flestum sam­an­burð­ar­lönd­un­um.

Tekju­jöfn­uður eykst – mis­skipt­ing minnkar

Í frétt Hag­stof­unnar er greint frá tveimur mæli­kvörð­um, sem sýna þessar nið­ur­stöð­ur. Ann­ars vegar er um að ræða svo­kall­aðan Gin­i-­stuðul og hins vegar svo­kall­aðan fimmt­unga­stuð­ul, sem mælir hlut­fallið milli tekna þeirra 20% tekju­hæstu og þeirra 20% sem lægstar tekjur hafa. Vita­skuld er hvor­ugur þess­ara mæli­kvarða algild­ur, óskeik­ull eða haf­inn yfir gagn­rýni, en þeir byggja þó á við­ur­kenndum aðferðum alþjóð­legra stofn­ana til að mæla jöfnuð og ójöfnuð í við­kom­andi lönd­um. Þeir gefa afar sterka vís­bend­ingu um þró­un­ina milli ára í þessum efnum - hvort tekju­jöfn­uður fari vax­andi eða minnk­andi - og hvernig landið standi í alþjóð­legum sam­an­burð­i. 

Svo virð­ist sem fjöl­miðlum hafi almennt ekki þótt þessar nið­ur­stöður frétt­næm­ar. Kannski er það vegna þess að ekki koma fram neitt sér­stak­lega miklar breyt­ingar milli ára. Kannski er það vegna þess að fjöl­miðla­menn telji alveg sjálf­sagt að tekju­jöfn­uður auk­ist milli ára og að hann sé meiri hér á landi en í nán­ast öllum öðrum löndum Evr­ópu. Kannski er bara meiri eft­ir­spurn eftir nei­kvæðum fréttum en jákvæð­um. Ég veit ekki. Ég veit hins vegar að á und­an­förnum árum hefur ekki verið neinn skortur á full­yrð­ingum á opin­berum vett­vangi um að hér á landi fari mis­skipt­ing vax­andi og ójöfn­uður sé hér mik­ill miðað við þau lönd sem við berum okkur helst saman við. Slíkar full­yrð­ingar hafa ítrekað komið fram í umræðum á Alþingi, í ræðum rót­tækra verka­lýðs­for­ingja og hjá ýmsum álits­gjöfum í fjöl­miðl­um. Þeir sem hafa uppi mál­flutn­ing af þessu tagi gera hins vegar yfir­leitt enga til­raun til að rök­styðja þessar full­yrð­ing­ar, enda verður slíkur rök­stuðn­ingur ekki sóttur í töl­fræði­legar upp­lýs­ingar um þró­un­ina hér á landi eða sam­an­burð­ar­tölur frá öðrum lönd­um. Sam­an­burð­ar­hæfar upp­lýs­ingar sýna þvert á móti að tekju­jöfn­uður hér á landi fer vax­andi og mis­skipt­ing minnk­ar.

Auglýsing

Lífs­kjara­samn­ing­arnir og aðgerðir stjórn­valda

Áhuga­vert er að skoða þessar upp­lýs­ingar í sam­hengi við umræður um kjara­mál, sem hafa verið fyr­ir­ferð­ar­miklar á árinu. Sá jöfn­uður í tekju­dreif­ingu, sem hér kemur fram, er í ágætu sam­ræmi við yfir­lýsta stefnu bæði aðila vinnu­mark­að­ar­ins og stjórn­valda. Verka­lýðs­hreyf­ing­in, vinnu­veit­endur og rík­is­stjórnir und­an­far­inna ára hafa verið nokkuð sam­stíga í því að svig­rúm til kjara­bóta bæri einkum að nýta til að lag­færa stöðu þeirra tekju­lægstu. Þetta hefur verið útgangs­punktur í kjara­samn­ingum og jafn­framt hafa marg­vís­legar aðgerðir stjórn­valda, meðal ann­ars á sviði skatta­mála, tekið mið af mark­miðum af þessu tagi. Eins og alltaf má deila um ein­stök skref í þessum efnum og útfærslu aðgerða, en meg­in­stefnan hefur verið skýr og skilað árangri. 

Lífs­kjara­samn­ing­arnir eru áreið­an­lega mik­il­væg­asti áfang­inn á sviði efna­hags­mála á árinu sem er að líða og jafn­vel á kjör­tíma­bil­inu öllu. Með þeim eru stigin mik­il­væg skref til að varð­veita þá miklu kaup­mátt­ar­aukn­ingu, sem náðst hefur á und­an­förnum árum, og standa vörð um stöð­ug­leik­ann í efna­hags­líf­inu, sem er for­senda áfram­hald­andi árang­urs. Það er mikið fagn­að­ar­efni að aðilum vinnu­mark­að­ar­ins tókst á end­anum að kom­ast að raun­hæfum og ábyrgum nið­ur­stöðum við samn­inga­borðið og að nauð­syn­leg aðkoma stjórn­valda byggði líka á traustum grunni en ekki inni­stæðu­lausum lof­orð­u­m. 

Við­kvæm staða en tæki­færi framundan

Lífs­kjara­samn­ing­arnir eiga ríkan þátt í því að verð­bólga hefur hald­ist vel innan marka á árinu og að for­sendur hafa verið til meiri vaxta­lækk­ana en við höfum séð um langt skeið. Þetta tvennt, ásamt skatta­lækk­un­um, skiptir miklu þegar við tök­umst á við ytri aðstæður sem um margt eru erf­ið­ari en und­an­farin ár. Á árinu sem er að líða hefur atvinnu­lífið þurft að takast á við erf­ið­ari skil­yrði, loðnu­brest, fall Wow og fleira, og vissu­lega er afkoman enn erfið hjá fyr­ir­tækjum í ýmsum grein­um, en þrátt fyrir það er engin ástæða til svart­sýni og horfur eru von­andi heldur að batna aft­ur. 

Til þess að atvinnu­lífið nái sér vel á strik að nýju þurfa stjórn­völd að halda áfram að bæta starfs­um­hverfi og skil­yrði fyr­ir­tækj­anna, svo sem með frek­ari skatta­lækk­un­um, og halda áfram mik­il­vægri inn­viða­upp­bygg­ingu, sem nýt­ist bæði til skemmri tíma og lengri. Stjórn­völd þurfa um leið að gæta að stöð­ug­leik­anum og gera það sem í þeirra valdi stendur til að draga úr efna­hags­legri og póli­tískri óvissu, því hvort tveggja er mik­il­vægt til að þokka­legur fyr­ir­sjá­an­leiki ríki varð­andi aðstæður atvinnu­líf­is­ins. Vel­gengni atvinnu­lífs­ins og verð­mæta­sköpun á þeim vett­vangi er svo aftur for­senda þess að kaup­máttur alls almenn­ings haldi áfram að vaxa og að unnt sé að fjár­magna mik­il­væga þjón­ustu hins opin­bera, sem hefur líka veru­leg áhrif á lífs­kjör lands­manna allra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar