Mjúk lending – varðstaða um kjarabætur

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins skrifar um árið 2019.

Auglýsing

Skömmu fyrir jól birti Hag­stofa Íslands stutta frétt á heima­síðu sinni, sem litla athygli hefur vakið í fjöl­miðl­um. Þetta áhuga­leysi fjöl­miðla hlýtur að vekja nokkra undr­un, því umfjöll­un­ar­efni frétt­ar­innar er mál­efni, sem oft er til umræðu á opin­berum vett­vangi og er jafn­vel á stundum til­efni mik­illa stór­yrða og alhæf­inga. Fréttin sner­ist sem sagt um nið­ur­stöður lífs­kjara­rann­sóknar stofn­un­ar­inn­ar, sem leiddi í ljós að tekju­dreif­ing í land­inu varð jafn­ari milli áranna 2017 og 2018 og að tekju­dreif­ing hér á landi var ein sú jafn­asta í Evr­ópu árið 2018. Tekju­jöfn­uður mæld­ist mestur í Slóvakíu en næst og jöfn komu Sló­venía og Ísland. Breyt­ingar milli ára eru ekki til­tak­an­lega miklar, en tekju­jöfn­uður á Íslandi mælist ívið meiri en und­an­farin ár og staða lands­ins í evr­ópskum sam­an­burði er áfram sú að ójöfn­uður er hér minni en í flestum sam­an­burð­ar­lönd­un­um.

Tekju­jöfn­uður eykst – mis­skipt­ing minnkar

Í frétt Hag­stof­unnar er greint frá tveimur mæli­kvörð­um, sem sýna þessar nið­ur­stöð­ur. Ann­ars vegar er um að ræða svo­kall­aðan Gin­i-­stuðul og hins vegar svo­kall­aðan fimmt­unga­stuð­ul, sem mælir hlut­fallið milli tekna þeirra 20% tekju­hæstu og þeirra 20% sem lægstar tekjur hafa. Vita­skuld er hvor­ugur þess­ara mæli­kvarða algild­ur, óskeik­ull eða haf­inn yfir gagn­rýni, en þeir byggja þó á við­ur­kenndum aðferðum alþjóð­legra stofn­ana til að mæla jöfnuð og ójöfnuð í við­kom­andi lönd­um. Þeir gefa afar sterka vís­bend­ingu um þró­un­ina milli ára í þessum efnum - hvort tekju­jöfn­uður fari vax­andi eða minnk­andi - og hvernig landið standi í alþjóð­legum sam­an­burð­i. 

Svo virð­ist sem fjöl­miðlum hafi almennt ekki þótt þessar nið­ur­stöður frétt­næm­ar. Kannski er það vegna þess að ekki koma fram neitt sér­stak­lega miklar breyt­ingar milli ára. Kannski er það vegna þess að fjöl­miðla­menn telji alveg sjálf­sagt að tekju­jöfn­uður auk­ist milli ára og að hann sé meiri hér á landi en í nán­ast öllum öðrum löndum Evr­ópu. Kannski er bara meiri eft­ir­spurn eftir nei­kvæðum fréttum en jákvæð­um. Ég veit ekki. Ég veit hins vegar að á und­an­förnum árum hefur ekki verið neinn skortur á full­yrð­ingum á opin­berum vett­vangi um að hér á landi fari mis­skipt­ing vax­andi og ójöfn­uður sé hér mik­ill miðað við þau lönd sem við berum okkur helst saman við. Slíkar full­yrð­ingar hafa ítrekað komið fram í umræðum á Alþingi, í ræðum rót­tækra verka­lýðs­for­ingja og hjá ýmsum álits­gjöfum í fjöl­miðl­um. Þeir sem hafa uppi mál­flutn­ing af þessu tagi gera hins vegar yfir­leitt enga til­raun til að rök­styðja þessar full­yrð­ing­ar, enda verður slíkur rök­stuðn­ingur ekki sóttur í töl­fræði­legar upp­lýs­ingar um þró­un­ina hér á landi eða sam­an­burð­ar­tölur frá öðrum lönd­um. Sam­an­burð­ar­hæfar upp­lýs­ingar sýna þvert á móti að tekju­jöfn­uður hér á landi fer vax­andi og mis­skipt­ing minnk­ar.

Auglýsing

Lífs­kjara­samn­ing­arnir og aðgerðir stjórn­valda

Áhuga­vert er að skoða þessar upp­lýs­ingar í sam­hengi við umræður um kjara­mál, sem hafa verið fyr­ir­ferð­ar­miklar á árinu. Sá jöfn­uður í tekju­dreif­ingu, sem hér kemur fram, er í ágætu sam­ræmi við yfir­lýsta stefnu bæði aðila vinnu­mark­að­ar­ins og stjórn­valda. Verka­lýðs­hreyf­ing­in, vinnu­veit­endur og rík­is­stjórnir und­an­far­inna ára hafa verið nokkuð sam­stíga í því að svig­rúm til kjara­bóta bæri einkum að nýta til að lag­færa stöðu þeirra tekju­lægstu. Þetta hefur verið útgangs­punktur í kjara­samn­ingum og jafn­framt hafa marg­vís­legar aðgerðir stjórn­valda, meðal ann­ars á sviði skatta­mála, tekið mið af mark­miðum af þessu tagi. Eins og alltaf má deila um ein­stök skref í þessum efnum og útfærslu aðgerða, en meg­in­stefnan hefur verið skýr og skilað árangri. 

Lífs­kjara­samn­ing­arnir eru áreið­an­lega mik­il­væg­asti áfang­inn á sviði efna­hags­mála á árinu sem er að líða og jafn­vel á kjör­tíma­bil­inu öllu. Með þeim eru stigin mik­il­væg skref til að varð­veita þá miklu kaup­mátt­ar­aukn­ingu, sem náðst hefur á und­an­förnum árum, og standa vörð um stöð­ug­leik­ann í efna­hags­líf­inu, sem er for­senda áfram­hald­andi árang­urs. Það er mikið fagn­að­ar­efni að aðilum vinnu­mark­að­ar­ins tókst á end­anum að kom­ast að raun­hæfum og ábyrgum nið­ur­stöðum við samn­inga­borðið og að nauð­syn­leg aðkoma stjórn­valda byggði líka á traustum grunni en ekki inni­stæðu­lausum lof­orð­u­m. 

Við­kvæm staða en tæki­færi framundan

Lífs­kjara­samn­ing­arnir eiga ríkan þátt í því að verð­bólga hefur hald­ist vel innan marka á árinu og að for­sendur hafa verið til meiri vaxta­lækk­ana en við höfum séð um langt skeið. Þetta tvennt, ásamt skatta­lækk­un­um, skiptir miklu þegar við tök­umst á við ytri aðstæður sem um margt eru erf­ið­ari en und­an­farin ár. Á árinu sem er að líða hefur atvinnu­lífið þurft að takast á við erf­ið­ari skil­yrði, loðnu­brest, fall Wow og fleira, og vissu­lega er afkoman enn erfið hjá fyr­ir­tækjum í ýmsum grein­um, en þrátt fyrir það er engin ástæða til svart­sýni og horfur eru von­andi heldur að batna aft­ur. 

Til þess að atvinnu­lífið nái sér vel á strik að nýju þurfa stjórn­völd að halda áfram að bæta starfs­um­hverfi og skil­yrði fyr­ir­tækj­anna, svo sem með frek­ari skatta­lækk­un­um, og halda áfram mik­il­vægri inn­viða­upp­bygg­ingu, sem nýt­ist bæði til skemmri tíma og lengri. Stjórn­völd þurfa um leið að gæta að stöð­ug­leik­anum og gera það sem í þeirra valdi stendur til að draga úr efna­hags­legri og póli­tískri óvissu, því hvort tveggja er mik­il­vægt til að þokka­legur fyr­ir­sjá­an­leiki ríki varð­andi aðstæður atvinnu­líf­is­ins. Vel­gengni atvinnu­lífs­ins og verð­mæta­sköpun á þeim vett­vangi er svo aftur for­senda þess að kaup­máttur alls almenn­ings haldi áfram að vaxa og að unnt sé að fjár­magna mik­il­væga þjón­ustu hins opin­bera, sem hefur líka veru­leg áhrif á lífs­kjör lands­manna allra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar