Alltof stór hópur býr við fátækt

Formaður þingflokks Flokks fólksins segir flest mál flokksins á þingi, varða baráttuna gegn fátækt.

Auglýsing

Flokkur fólks­ins hefur á árinu 2019 lagt fram á Alþingi um 20 mál og þar erum að ræða bæði frum­vörp og þings­á­lykt­an­ir. Þetta eru um 10 mál á hvort okkar og er það meira en helm­ingi fleiri mál á mann en hjá þeim flokki sem kemur næst okkur í mál­fjölda á mann, sem er með rétt um 5 mál á hvern þing­mann.

Flest okkar mál varða kjör eldri borg­ara, öryrkja og lág­launa­fólk, þar sem allt of stór hópur í þeirra röðum býr við fátækt og svo einnig við sára­fá­tækt, sem er okkur sem ríkri þjóð til hábor­innar skamm­ar. Þarna eru um 10.000 börn sem verða að lifa við fátækt og þar af um 3000 við sára­fá­tækt, sem er óvið­un­andi og ekk­ert annað en brot á stjórn­ar­skránn­i. 

Hækkun á líf­eyr­is­launum eldri borg­ara og öryrkja verður bara 3,5%  nú um ára­mótin eða nær helm­ingi minna en laun eiga að hækka á næsta ári. Enn og aftur er verið að við­halda fjár­hags­legu ofbeldi und­an­far­inna ára­tuga gagn­vart þessum hópi fólks sem hefur það verst í okkar þjóð­fé­lagi. Engin leið­rétt­ing gagn­vart þessum hópi aftur í tím­ann eins og eins og við þing­menn, ráð­herrar og allir aðrir launa­menn hafa feng­ið?

Auglýsing

Ef rétt væri gefið ætti per­sónu­af­sláttur að hækka það mikið að lægstu laun og líf­eyr­is­laun væru nú þegar skatt­laus. Þá væri rík­is­stjórnin að fær­ast nær því að hætta að skatta sára­fá­tækt. Þá ætti strax að setja á hátekju­skatt og afnema per­sónu­af­slátt af hátekju­fólki því að þeir tekju­hæstu hafa ekki þörf fyrir per­sónu­af­slátt.

Þá ber þess að geta að ef þessi rík­is­stjórn og fyrri rík­is­stjórnir hefðu staðið við hækk­anir á per­sónu­af­slætti og líf­eyr­is­launum frá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins, frá því að tekin var upp stað­greiðsla skatta 1988, væru launin yfir 300.000 krónur skatta- og skerð­ing­ar­laust, í dag en ekki rúm­lega 200.000 krónur sem er sú smánar upp­hæð sem mörgum eldri borg­urum og veiku fólki er boðið upp á í dag til að reyna að lifa á.

Des­em­ber­upp­bót örorku­líf­eyr­is­þega nemur um 45 þús­und krónum eða um 28 þús­und eftir skatt. En þetta er síðan skert hjá stórum hópi líf­eyr­is­þega. Það er stórfurðu­legt að ríkið mis­muni fólki með skerð­ingum fyrir jólin og skerði des­em­ber­upp­bót­ina vegna líf­eyr­is­sjóð­launa þannig í núll og það á sama tíma og þing­menn fá fjór­falt hærri jóla­bónus og það óskert­an.

Þing­menn og emb­ætt­is­menn fá 181 þús­und króna des­em­ber­upp­bót. Mun­ur­inn er 136 þús­und krónur eða rúm­lega 100 þús­und krónur eftir skatt sem er eins og áður segir um fjór­falt meira. Þá er jóla­bónus atvinnu­lausa er 80 þús­und krónur og síðan fá þeir smá auka með hverju barn­i. 

Það er ekki í lagi að við þing­menn fáum svona háa des­em­ber­upp­bót á sama tíma og þeir sem lifa í fátækt, hvað þá í sára­fá­tækt eru að fá skerta des­em­ber­upp­bót. Þessu verður að snúa við og þeir sem lifa á líf­eyr­is­launum fái 181 þús­und krónur í des­em­ber­upp­bót, en við þing­menn verðum skertir fjár­hags­lega eins og líf­eyr­is­þegar þannig að við fáum ekki krónu í bón­us.

Nei, það er ekki til umræðu hjá þess­ari rík­is­stjórn. Lof­orð um leið­rétt­ingu og að þeirra tími væri kom­inn? Nei, ekk­ert um það og enn einu sinni, eru kosn­inga­lof­orðin svik­in. Yfir­lýs­ing um að þessi hópur gæti ekki beðið leng­ur, inn­an­tóm orð, enn og aft­ur.

Þá ætlar rík­is­stjórnin að gefa þessum hópi og lág­launa­fólki lægri skatt­pró­sentu með hægri hend­inni, en taka hana að stórum hluta með vinstri hend­inni til baka með lækkun á per­sónu­af­slætti. Hvers vegna gat þessi rík­is­stjórn að minnsta kosti látið per­sónu­af­slátt­inn vera óbreytt­an? 

Það hefði verið frá­bært skref, að láta hann bara vera eða hækka sam­kvæmt neyslu­vísi­tölu eins og þeim ber að gera. Nei, það er allt of mikið fyrir þessa rík­is­stjórn. Það varð að sjá til þess að þeir sem minnst hefðu það fengju bara sömu smáu hung­ur­lús­ina, eins og þeim hefur verið skammtað unda­farin ára­tugi í boði fjór­flokks­ins.

Árið 2020

Von­andi verður árið 2020 betra hjá þessum hópi og þá von ber ég í brjósti vegna þess að núver­andi rík­is­stjórn hefur séð ljós­ið. Þau undur og stór merki­legi atburður varð nú á þing­inu fyrir jólin að öryrkjar fengu heilar 10.000 þús­und krónur skatta og skerð­ing­ar­laust útborgað í boði rík­is­ins. 

Rík­is­stjórnin hefur nú séð smá ljós­geisla við hin myrka skerð­inga­skóg skatta og keðju­verk­andi skerð­inga sem er sam­kvæmt úreldum almanna­trygg­inga­lög­um, lögum sem von­andi verða ein­földuð á nýju ári öllum til hags­bóta. Loks­ins er kom­inn skiln­ingur á það að til að kjara­bætur skili sér til þeirra sem fá líf­eyr­is­laun verður sú kjara­bót að fara til þeirra skatta og skerð­ing­ar­laust.

Höf­undur er þing­maður Flokks fólks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar