Nýsköpun fyrir alla

Ragnheiður H. Magnúsdóttir skrifar um fyrstu nýsköpunarstefnuna sem Ísland hefur nokkru sinni sett sér.

Auglýsing

Síð­ast­liðið haust var fyrsta Nýsköp­un­ar­stefna fyrir Ísland kynnt af Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ferða­mála- iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra sem skip­aði stýri­hóp og verk­efn­is­stjórn­ ­fyrir verk­efnið fyrir rétt rúmu ári síð­an. Í stýri­hópnum voru full­­trúar atvinn­u­lífs, háskóla- og vís­inda­­sam­­fé­lags, sprota- og tækn­i­­fyr­ir­tækja og þeirra stjórn­­­mála­­flokka sem eiga sæti á Alþingi og tók innan við ár að mynda stefn­una.

Nú höfum við í fyrsta sinn stefnu til að styðja okkur við sem þjóð. Draum­ur­inn er að fólk, fyr­ir­tæki og stofn­anir geti notað þessa stefnu sem leið­ar­ljós þegar þau skoða með hvaða hætti þau gætu nýtt nýsköp­un, því það er ekki nokkur spurn­ing að við þurfum á nýsköpun að halda á þessum tímum breyt­inga og nýrrar tækni.

Síð­ustu ár hefur fjöldi þeirra sem hefur séð mögu­leik­ana í nýsköpun vaxið tölu­vert. Það hjálpar líka heil­mikið að stjórn­a­sátt­máli nú­ver­andi rík­is­stjórnar inni­heldur mörg mark­mið hvað varðar nýsköp­un. Sam­tök Iðn­að­ar­ins hefur einnig breytt skipu­lagi inn­an­búðar hjá sér þannig að einn af þremur stoðum þeirra er nú hug­verka­geir­inn, fjöl­mörg sprota­fyr­ir­tæki eru að verða til og áfram mætti telja.

MIT há­skól­inn í Boston hefur sett fram nokkuð skýrar leið­bein­ingar fyrir það hvað þurfi til svo að nýsköpun blóm­stri hjá þjóðum og lands­svæð­um. Þeir hafa sett fram svo­kall­að 5 stakehold­er modelÍ stuttu máli snú­ast þeirra leið­bein­ingar um mik­il­vægi þess að halda uppi sam­tali á milli fimm hags­muna­að­ila nýsköp­un­ar. Þessir fimm hags­muna­að­ilar sem eru: Rík­is­stjórn, mennta­kerfi, fyr­ir­tæki, fjár­festar og frum­kvöðl­ar.

Auglýsing
Í huga sér­fræð­ing­anna í MIT há­skól­anum ger­ist sam­talið um nýsköpun ekki í berg­máls­klefa, allir hags­muna­að­ilar verða að koma að þessu svo vel eigi að vera. Passað var upp á að allir hags­muna­að­il­arnir kæmu að vinn­unni við gerð nýsköp­un­ar­stefn­unnar og er það vel. Nú er stefnan klár, en við verðum að halda sam­tal­inu lif­andi og taka til aðgerða.

Um leið og við grípum til aðgerða og sjáum árangur er mik­il­vægt að við segjum umheim­inum frá okk­ar ­styrk­leik­um hvað varðar nýsköp­un. Styrk­leik­arnir hér­lendis liggja meðal ann­ars í orku­tengdri tækni, heil­brigð­is­tækni, sjáv­ar­út­vegs­tækni, upp­lýs­inga­tækni og listum svo eitt­hvað sé nefnt. Þar eigum við að leggja áherslur og bjóða sér­fræð­ingum heims í dans, án þess að loka á að ann­ars konar nýsköpun verði til og þar með meiri verð­mæta­sköp­un.

Breyta þarf við­horfi margra til nýsköp­un­ar. Nýsköpun er nefni­lega ekki bara eitt­hvað krútt­legt í íslensku atvinnu­lífi. Mar­el, Öss­ur, CCP og Nox ­Med­ical hefðu aldrei orðið til ef ekki væri fyrir nýsköp­un. Öll þessi fyr­ir­tæki, og fjöl­mörg minni fyr­ir­tæki, byggja sína starf­semi að stóru leyti á nýsköp­un­ar­starfi og ljóst er að nýsköp­un­ar­drifin fyr­ir­tæki búa til fjöl­mörg störf og umfangs­miklar útflutn­ings­tekjur — sem skiptir veru­legu máli í stóra sam­heng­inu.

Sið­ferði­leg sjón­ar­mið þurfa einnig að vera í fyr­ir­rúmi þegar sköp­un­ar­kraft­inum er beitt, því ­tækninýj­ung­arn­ar ­sem munu koma fram á næstu árum, á tímum fjórðu iðn­bylt­ing­ar­inn­ar, eru þess eðlis að við þurfum að muna að beita ­gagn­rýnn­i hugsun og tölu­verðri til­finn­inga­greind svo ekki fari illa.

Þór­dís Kol­brún, nýsköp­un­ar­ráð­herra, hefur þegar kynnt fyrstu aðgerð­irnar í þágu nýsköp­unar á Íslandi, aðgerðir sem munu styrkja, hvetja og hlúa að frum­kvöðla­starf­i á Íslandi.

En gleymum ekki að það geta allir verið með í þess­ari veg­ferð. Eins og segir í fyrsta leið­ar­ljósi Nýsköp­un­ar­stefn­unn­ar: Hug­vit ein­stak­linga er mik­il­væg­asta upp­spretta nýsköp­un­ar.

Bolt­inn er kom­inn til okk­ar.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega 30 starfsmönnum sagt upp hjá Póstinum
Pósturinn mun hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi en breytingin mun leiða til um 200 milljóna króna lækkunar kostnaðar á ársgrundvelli.
Kjarninn 29. janúar 2020
Elfa Ýr Gylfadóttir
Eiga íslenskir fréttamiðlar sér framtíð?
Kjarninn 29. janúar 2020
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar