Nýsköpun fyrir alla

Ragnheiður H. Magnúsdóttir skrifar um fyrstu nýsköpunarstefnuna sem Ísland hefur nokkru sinni sett sér.

Auglýsing

Síð­ast­liðið haust var fyrsta Nýsköp­un­ar­stefna fyrir Ísland kynnt af Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ferða­mála- iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra sem skip­aði stýri­hóp og verk­efn­is­stjórn­ ­fyrir verk­efnið fyrir rétt rúmu ári síð­an. Í stýri­hópnum voru full­­trúar atvinn­u­lífs, háskóla- og vís­inda­­sam­­fé­lags, sprota- og tækn­i­­fyr­ir­tækja og þeirra stjórn­­­mála­­flokka sem eiga sæti á Alþingi og tók innan við ár að mynda stefn­una.

Nú höfum við í fyrsta sinn stefnu til að styðja okkur við sem þjóð. Draum­ur­inn er að fólk, fyr­ir­tæki og stofn­anir geti notað þessa stefnu sem leið­ar­ljós þegar þau skoða með hvaða hætti þau gætu nýtt nýsköp­un, því það er ekki nokkur spurn­ing að við þurfum á nýsköpun að halda á þessum tímum breyt­inga og nýrrar tækni.

Síð­ustu ár hefur fjöldi þeirra sem hefur séð mögu­leik­ana í nýsköpun vaxið tölu­vert. Það hjálpar líka heil­mikið að stjórn­a­sátt­máli nú­ver­andi rík­is­stjórnar inni­heldur mörg mark­mið hvað varðar nýsköp­un. Sam­tök Iðn­að­ar­ins hefur einnig breytt skipu­lagi inn­an­búðar hjá sér þannig að einn af þremur stoðum þeirra er nú hug­verka­geir­inn, fjöl­mörg sprota­fyr­ir­tæki eru að verða til og áfram mætti telja.

MIT há­skól­inn í Boston hefur sett fram nokkuð skýrar leið­bein­ingar fyrir það hvað þurfi til svo að nýsköpun blóm­stri hjá þjóðum og lands­svæð­um. Þeir hafa sett fram svo­kall­að 5 stakehold­er modelÍ stuttu máli snú­ast þeirra leið­bein­ingar um mik­il­vægi þess að halda uppi sam­tali á milli fimm hags­muna­að­ila nýsköp­un­ar. Þessir fimm hags­muna­að­ilar sem eru: Rík­is­stjórn, mennta­kerfi, fyr­ir­tæki, fjár­festar og frum­kvöðl­ar.

Auglýsing
Í huga sér­fræð­ing­anna í MIT há­skól­anum ger­ist sam­talið um nýsköpun ekki í berg­máls­klefa, allir hags­muna­að­ilar verða að koma að þessu svo vel eigi að vera. Passað var upp á að allir hags­muna­að­il­arnir kæmu að vinn­unni við gerð nýsköp­un­ar­stefn­unnar og er það vel. Nú er stefnan klár, en við verðum að halda sam­tal­inu lif­andi og taka til aðgerða.

Um leið og við grípum til aðgerða og sjáum árangur er mik­il­vægt að við segjum umheim­inum frá okk­ar ­styrk­leik­um hvað varðar nýsköp­un. Styrk­leik­arnir hér­lendis liggja meðal ann­ars í orku­tengdri tækni, heil­brigð­is­tækni, sjáv­ar­út­vegs­tækni, upp­lýs­inga­tækni og listum svo eitt­hvað sé nefnt. Þar eigum við að leggja áherslur og bjóða sér­fræð­ingum heims í dans, án þess að loka á að ann­ars konar nýsköpun verði til og þar með meiri verð­mæta­sköp­un.

Breyta þarf við­horfi margra til nýsköp­un­ar. Nýsköpun er nefni­lega ekki bara eitt­hvað krútt­legt í íslensku atvinnu­lífi. Mar­el, Öss­ur, CCP og Nox ­Med­ical hefðu aldrei orðið til ef ekki væri fyrir nýsköp­un. Öll þessi fyr­ir­tæki, og fjöl­mörg minni fyr­ir­tæki, byggja sína starf­semi að stóru leyti á nýsköp­un­ar­starfi og ljóst er að nýsköp­un­ar­drifin fyr­ir­tæki búa til fjöl­mörg störf og umfangs­miklar útflutn­ings­tekjur — sem skiptir veru­legu máli í stóra sam­heng­inu.

Sið­ferði­leg sjón­ar­mið þurfa einnig að vera í fyr­ir­rúmi þegar sköp­un­ar­kraft­inum er beitt, því ­tækninýj­ung­arn­ar ­sem munu koma fram á næstu árum, á tímum fjórðu iðn­bylt­ing­ar­inn­ar, eru þess eðlis að við þurfum að muna að beita ­gagn­rýnn­i hugsun og tölu­verðri til­finn­inga­greind svo ekki fari illa.

Þór­dís Kol­brún, nýsköp­un­ar­ráð­herra, hefur þegar kynnt fyrstu aðgerð­irnar í þágu nýsköp­unar á Íslandi, aðgerðir sem munu styrkja, hvetja og hlúa að frum­kvöðla­starf­i á Íslandi.

En gleymum ekki að það geta allir verið með í þess­ari veg­ferð. Eins og segir í fyrsta leið­ar­ljósi Nýsköp­un­ar­stefn­unn­ar: Hug­vit ein­stak­linga er mik­il­væg­asta upp­spretta nýsköp­un­ar.

Bolt­inn er kom­inn til okk­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar