Nýsköpun fyrir alla

Ragnheiður H. Magnúsdóttir skrifar um fyrstu nýsköpunarstefnuna sem Ísland hefur nokkru sinni sett sér.

Auglýsing

Síð­ast­liðið haust var fyrsta Nýsköp­un­ar­stefna fyrir Ísland kynnt af Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ferða­mála- iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra sem skip­aði stýri­hóp og verk­efn­is­stjórn­ ­fyrir verk­efnið fyrir rétt rúmu ári síð­an. Í stýri­hópnum voru full­­trúar atvinn­u­lífs, háskóla- og vís­inda­­sam­­fé­lags, sprota- og tækn­i­­fyr­ir­tækja og þeirra stjórn­­­mála­­flokka sem eiga sæti á Alþingi og tók innan við ár að mynda stefn­una.

Nú höfum við í fyrsta sinn stefnu til að styðja okkur við sem þjóð. Draum­ur­inn er að fólk, fyr­ir­tæki og stofn­anir geti notað þessa stefnu sem leið­ar­ljós þegar þau skoða með hvaða hætti þau gætu nýtt nýsköp­un, því það er ekki nokkur spurn­ing að við þurfum á nýsköpun að halda á þessum tímum breyt­inga og nýrrar tækni.

Síð­ustu ár hefur fjöldi þeirra sem hefur séð mögu­leik­ana í nýsköpun vaxið tölu­vert. Það hjálpar líka heil­mikið að stjórn­a­sátt­máli nú­ver­andi rík­is­stjórnar inni­heldur mörg mark­mið hvað varðar nýsköp­un. Sam­tök Iðn­að­ar­ins hefur einnig breytt skipu­lagi inn­an­búðar hjá sér þannig að einn af þremur stoðum þeirra er nú hug­verka­geir­inn, fjöl­mörg sprota­fyr­ir­tæki eru að verða til og áfram mætti telja.

MIT há­skól­inn í Boston hefur sett fram nokkuð skýrar leið­bein­ingar fyrir það hvað þurfi til svo að nýsköpun blóm­stri hjá þjóðum og lands­svæð­um. Þeir hafa sett fram svo­kall­að 5 stakehold­er modelÍ stuttu máli snú­ast þeirra leið­bein­ingar um mik­il­vægi þess að halda uppi sam­tali á milli fimm hags­muna­að­ila nýsköp­un­ar. Þessir fimm hags­muna­að­ilar sem eru: Rík­is­stjórn, mennta­kerfi, fyr­ir­tæki, fjár­festar og frum­kvöðl­ar.

Auglýsing
Í huga sér­fræð­ing­anna í MIT há­skól­anum ger­ist sam­talið um nýsköpun ekki í berg­máls­klefa, allir hags­muna­að­ilar verða að koma að þessu svo vel eigi að vera. Passað var upp á að allir hags­muna­að­il­arnir kæmu að vinn­unni við gerð nýsköp­un­ar­stefn­unnar og er það vel. Nú er stefnan klár, en við verðum að halda sam­tal­inu lif­andi og taka til aðgerða.

Um leið og við grípum til aðgerða og sjáum árangur er mik­il­vægt að við segjum umheim­inum frá okk­ar ­styrk­leik­um hvað varðar nýsköp­un. Styrk­leik­arnir hér­lendis liggja meðal ann­ars í orku­tengdri tækni, heil­brigð­is­tækni, sjáv­ar­út­vegs­tækni, upp­lýs­inga­tækni og listum svo eitt­hvað sé nefnt. Þar eigum við að leggja áherslur og bjóða sér­fræð­ingum heims í dans, án þess að loka á að ann­ars konar nýsköpun verði til og þar með meiri verð­mæta­sköp­un.

Breyta þarf við­horfi margra til nýsköp­un­ar. Nýsköpun er nefni­lega ekki bara eitt­hvað krútt­legt í íslensku atvinnu­lífi. Mar­el, Öss­ur, CCP og Nox ­Med­ical hefðu aldrei orðið til ef ekki væri fyrir nýsköp­un. Öll þessi fyr­ir­tæki, og fjöl­mörg minni fyr­ir­tæki, byggja sína starf­semi að stóru leyti á nýsköp­un­ar­starfi og ljóst er að nýsköp­un­ar­drifin fyr­ir­tæki búa til fjöl­mörg störf og umfangs­miklar útflutn­ings­tekjur — sem skiptir veru­legu máli í stóra sam­heng­inu.

Sið­ferði­leg sjón­ar­mið þurfa einnig að vera í fyr­ir­rúmi þegar sköp­un­ar­kraft­inum er beitt, því ­tækninýj­ung­arn­ar ­sem munu koma fram á næstu árum, á tímum fjórðu iðn­bylt­ing­ar­inn­ar, eru þess eðlis að við þurfum að muna að beita ­gagn­rýnn­i hugsun og tölu­verðri til­finn­inga­greind svo ekki fari illa.

Þór­dís Kol­brún, nýsköp­un­ar­ráð­herra, hefur þegar kynnt fyrstu aðgerð­irnar í þágu nýsköp­unar á Íslandi, aðgerðir sem munu styrkja, hvetja og hlúa að frum­kvöðla­starf­i á Íslandi.

En gleymum ekki að það geta allir verið með í þess­ari veg­ferð. Eins og segir í fyrsta leið­ar­ljósi Nýsköp­un­ar­stefn­unn­ar: Hug­vit ein­stak­linga er mik­il­væg­asta upp­spretta nýsköp­un­ar.

Bolt­inn er kom­inn til okk­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar