Nýsköpun fyrir alla

Ragnheiður H. Magnúsdóttir skrifar um fyrstu nýsköpunarstefnuna sem Ísland hefur nokkru sinni sett sér.

Auglýsing

Síðastliðið haust var fyrsta Nýsköpunarstefna fyrir Ísland kynnt af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem skipaði stýrihóp og verkefnisstjórn fyrir verkefnið fyrir rétt rúmu ári síðan. Í stýri­hópnum voru full­trúar atvinnu­lífs, háskóla- og vís­inda­sam­fé­lags, sprota- og tækni­fyr­ir­tækja og þeirra stjórn­mála­flokka sem eiga sæti á Alþingi og tók innan við ár að mynda stefnuna.

Nú höfum við í fyrsta sinn stefnu til að styðja okkur við sem þjóð. Draumurinn er að fólk, fyrirtæki og stofnanir geti notað þessa stefnu sem leiðarljós þegar þau skoða með hvaða hætti þau gætu nýtt nýsköpun, því það er ekki nokkur spurning að við þurfum á nýsköpun að halda á þessum tímum breytinga og nýrrar tækni.

Síðustu ár hefur fjöldi þeirra sem hefur séð möguleikana í nýsköpun vaxið töluvert. Það hjálpar líka heilmikið að stjórnasáttmáli núverandi ríkisstjórnar inniheldur mörg markmið hvað varðar nýsköpun. Samtök Iðnaðarins hefur einnig breytt skipulagi innanbúðar hjá sér þannig að einn af þremur stoðum þeirra er nú hugverkageirinn, fjölmörg sprotafyrirtæki eru að verða til og áfram mætti telja.

MIT háskólinn í Boston hefur sett fram nokkuð skýrar leiðbeiningar fyrir það hvað þurfi til svo að nýsköpun blómstri hjá þjóðum og landssvæðum. Þeir hafa sett fram svokallað 5 stakeholder modelÍ stuttu máli snúast þeirra leiðbeiningar um mikilvægi þess að halda uppi samtali á milli fimm hagsmunaaðila nýsköpunar. Þessir fimm hagsmunaaðilar sem eru: Ríkisstjórn, menntakerfi, fyrirtæki, fjárfestar og frumkvöðlar.

Auglýsing
Í huga sérfræðinganna í MIT háskólanum gerist samtalið um nýsköpun ekki í bergmálsklefa, allir hagsmunaaðilar verða að koma að þessu svo vel eigi að vera. Passað var upp á að allir hagsmunaaðilarnir kæmu að vinnunni við gerð nýsköpunarstefnunnar og er það vel. Nú er stefnan klár, en við verðum að halda samtalinu lifandi og taka til aðgerða.

Um leið og við grípum til aðgerða og sjáum árangur er mikilvægt að við segjum umheiminum frá okkar styrkleikum hvað varðar nýsköpun. Styrkleikarnir hérlendis liggja meðal annars í orkutengdri tækni, heilbrigðistækni, sjávarútvegstækni, upplýsingatækni og listum svo eitthvað sé nefnt. Þar eigum við að leggja áherslur og bjóða sérfræðingum heims í dans, án þess að loka á að annars konar nýsköpun verði til og þar með meiri verðmætasköpun.

Breyta þarf viðhorfi margra til nýsköpunar. Nýsköpun er nefnilega ekki bara eitthvað krúttlegt í íslensku atvinnulífi. Marel, Össur, CCP og Nox Medical hefðu aldrei orðið til ef ekki væri fyrir nýsköpun. Öll þessi fyrirtæki, og fjölmörg minni fyrirtæki, byggja sína starfsemi að stóru leyti á nýsköpunarstarfi og ljóst er að nýsköpunardrifin fyrirtæki búa til fjölmörg störf og umfangsmiklar útflutningstekjur — sem skiptir verulegu máli í stóra samhenginu.

Siðferðileg sjónarmið þurfa einnig að vera í fyrirrúmi þegar sköpunarkraftinum er beitt, því tækninýjungarnar sem munu koma fram á næstu árum, á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar, eru þess eðlis að við þurfum að muna að beita gagnrýnni hugsun og töluverðri tilfinningagreind svo ekki fari illa.

Þórdís Kolbrún, nýsköpunarráðherra, hefur þegar kynnt fyrstu aðgerðirnar í þágu nýsköpunar á Íslandi, aðgerðir sem munu styrkja, hvetja og hlúa að frumkvöðlastarfi á Íslandi.

En gleymum ekki að það geta allir verið með í þessari vegferð. Eins og segir í fyrsta leiðarljósi Nýsköpunarstefnunnar: Hugvit einstaklinga er mikilvægasta uppspretta nýsköpunar.

Boltinn er kominn til okkar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar