Réttað yfir Trump vegna Úkraínusímtals

Atburðir í Úkraínu liggja til grundvallar ákæru gegn Donald Trump til embættismissis.

Auglýsing

Allt í einu fór orðið Úkra­ína að glymja í frétt­un­um. Hvers vegna? Jú, Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna hafði hringt í nýkjör­inn for­seta Úkra­ínu, Valdi­mar Sel­en­skí (Volody­myr Zel­en­sky), en hann er eins­konar „Jón Gnarr“ þeirra Úkra­ínu­manna, grínisti sem á met­tíma kleif til æðstu met­orða. Jón Gnarr varð borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, Sel­en­skí fór skref­inu lengra og velti úr sessi „súkkulaði­kóng­in­um“ Petro Porósjenkó í for­seta­kosn­ingum í apr­íl. Sá hefur auðg­ast á fram­leiðslu og sölu á súkkulaði.

Flokk­ur­inn „Þjónn fólks­ins“ fékk svo síðar á árin 2019 meiri­hluta á úkra­ínska þing­inu, „Verk­hovna Rada“ en um er að ræða sama nafn og grín­þættir Sel­en­skís báru og gerðu hann vin­sæl­an. Bæði í Úkra­ínu og Banda­ríkj­unum eru því sjón­varps­stjörnur við völd. Það er ef til vill tím­anna tákn.

Hið „full­komna“ sím­tal

Áður­nefnt sím­tal Trumps sner­ist í fyrstu um að óska Sel­en­skí til ham­ingju með stór­sig­ur­inn í kosn­ing­unum og sjálfur lýsti Trump sím­tal­inu sem „full­komn­u“. Síðar í sím­tal­inu gerð­ist hins vegar það sem nú liggur til grund­vallar ákæru á hendur Trumps um brot í starfi (e. impeach­ment). 

Auglýsing
Þá bað Trump Sel­en­skí um að afla upp­lýs­inga/njósna um einn helsta and­stæð­ing sinn, Joe Biden, fyrrum vara­for­seta Banda­ríkj­anna og son hans, Hunter Biden. Joe Biden býður sig fram til for­seta gegn Don­ald Trump í for­seta­kosn­ingum í Banda­ríkj­unum í nóv­em­ber 2020 og ákveðnar líkur eru á að hann verði mót­fram­bjóð­andi Trumps.

Spill­ing útbreidd

Hunter Biden, sem er lög­fræð­ingur að mennt, hafði verið feng­inn til þess að rann­saka spill­ingu innan gas­fyr­ir­tæk­is­ins Buris­ma, sem er einn stærsti orku­fram­leið­andi Úkra­ínu. Meðal ann­ars sætti eig­andi þess, Mykola Zlochev­sky, rann­sókn varð­andi pen­inga­þvætti. Hann er einn af rík­ustu mönnum Úkra­ínu, til­heyrir þeim sem kall­aðir eru „ólíg­ar­k­arn­ir“ og hafa safnað ótrú­legum auð­æf­um. Spill­ing er land­lægt vanda­mál í Úkra­ínu og talið er að margir þess­ara auð­manna hafi nýtt sér það í gegnum tíð­ina. Sem stendur er Úkra­ína númer 120 af 180 löndum yfir spill­ingu, með um 32 stig, þar sem 100 stig eru þau lönd sem eru með minnsta spill­ingu. Dan­mörk er í efsta sæti list­ans með um 88 stig, minnst spilltasta land í heimi.

En málið með sím­talið ger­ist enn flókn­ara. Úkra­ína er eitt af fyrrum lýð­veldum fyrrum heims­veldis sem einu sinni hét Sov­ét­ríkin (1922-1991). Þetta mikla komm­ún­ista­veldi lið­að­ist end­an­lega í sundur árið 1991 og urðu þá öll lýð­veldi þess sjálf­stæði ríki. Þar með talið Úkra­ína. Ástandið í Úkra­ínu hefur hins vegar ein­kennst af gríð­ar­legum póli­tískum átökum og gríð­ar­legri spill­ingu síðan þá. 

For­set­inn hrak­inn frá völdum

Vet­ur­inn 2013-14 kom til mik­illa mót­mæla í Kiev gegn þáver­andi for­seta lands­ins, Viktor Janúkó­vits, sem naut stuðn­ings Vla­dimírs Pútíns, for­seta Rúss­lands. Mót­mælin sner­ust í raun um afstöðu Úkra­ínu til Evr­ópu/vest­urs­ins. Mót­mælin hófust þegar Janúkó­vits hætti snögg­lega við að und­ir­rita sam­starfs­samn­ing við ESB-­ríkin og hall­aði sér enn frekar að Rússum í stað­inn. Mót­mælin mögn­uð­ust og fóru fram á Madi­an-­torg­inu („Mai­dan“ þýðir torg) í mið­borg Kiev. Í febr­úar 2014 skutu leyniskyttur á mót­mæl­endur og talið er að tugir hafi fall­ið. Landið rambaði á barmi borg­ara­stríðs, en mót­mæl­unum lauk með því að Janúkó­vits flúði land, til Rúss­lands. Í fram­haldi af þessu var Petro Posjénkó svo kos­inn for­set­i.   

Pútín hrifsar Krím­skag­ann

Í kjöl­far þess­ara atburða, þann 27. febr­úar 2014, tóku óein­kenn­is­klæddir her­menn frá Rúss­landi yfir stjórn­ar­bygg­ingar á Krím­skaga. Á næstu vikum inn­lim­aði Vla­dimír Pútín í raun skag­ann inn í Rúss­land. Um sama leyti lýstu þjóð­ern­is­sinn­ar, hlið­hollir Pútín, í aust­ustu hérð­uðum Úkra­ínu (svo­kallað Don­bas-­svæði) yfir sjálf­stæði og þar með skall á stríð milli yfir­valda í Úkra­ín­u/Kiev og aðskiln­að­ar­sinna, sem vilja til­heyra Rúss­landi. Um er að ræða hér­uðin Donetsk og Luhansk, sem í des­em­ber fengu í reynd sjálf­stæði innan Úkra­ínu.

Auglýsing
Í þessum átökum er talið að allt að 13.000 manns hafi lát­ist fram að þessu og talið er að banda­rísk yfir­völd hafi veitt stjórn Úkra­ínu um  einn og hálfan millj­arð doll­ara í hern­að­ar­að­stoð frá 2014. Það eru um 200 millj­arðar íslenskra króna. Minna er hins­vegar vitað um hversu miklu Rússar hafa dælt í stríðs­rekst­ur­inn í Úkra­ín­u. 

Í klemmu milli aust­urs og vest­urs

Með þessu er Úkra­ína í raun í klemmu á milli aust­urs og vest­urs, van­bú­inn her Úkra­ínu hefur ekki getað staðið almenni­lega gegn herjum aðskiln­að­ar­sinna, sem eru ræki­lega studdir af Rúss­landi, meðal ann­ars með full­komnum BUK-­loft­varn­arflaug­um, sem aðskiln­að­ar­sinnar not­uðu til að skjóta niður far­þega­þotu frá rík­is­flug­fé­lagi Malasíu sum­arið 2014. Þar lét­ust um 300 sak­lausir borg­ar­ar.

Vla­dimír Pútín, ásamt aðskiln­að­ar­sinn­um, hefur tek­ist að búta Úkra­ínu í sund­ur. Það er gott fyrir Pútín, veik og óstöðug Úkra­ína er eitt­hvað sem passar honum vel. Hann hefur ekki áhuga á að Úkra­ína nálgist „vestrið“ meira en nú er. Pútin hefur þar að auki lýst mik­illi van­þóknun sinni á aðild ýmissa ríkja fyrrum Aust­ur-­Evr­ópu og Eystra­salts­land­anna að bæði ESB og NATO. Úkra­ína er hvorki í NATO eða ESB og Pútín vill halda því þannig.

Frysti hern­að­ar­að­stoð

Víkur þá aftur að „sím­tal­inu full­komna“ á milli Trump og Sel­en­skí. Komið hefur í ljós að tæpum tveimur klukku­stundum eftir sím­tal­ið, þá hafi hern­að­ar­að­stoð til Úkra­ínu upp á um 390 millj­ónir doll­ara verið stöðvuð af banda­rískum yfir­völdum (Hvíta hús­inu = Don­ald Trump). Talið er þetta hafi átt að nota sem eins­konar „skipti­mynt“ og borga út þegar aðilar í Úkra­ínu væru búnir að „grafa upp skít“ („dig up dirt“) á Joe Biden og son hans, Hunt­er. 

Mál­sókn banda­ríska þings­ins gegn Don­ald Trump grund­vall­ast á þessu, því svona lagað gerir ekki for­seti Banda­ríkj­anna að mati þeirra sem standa í mála­rekstr­inum gegn Trump og telja Demókratar (sem eru með meiri­hluta í full­trúa­deild­inni) að með þessu hafi Trump brotið stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna. 

Full­trúa­deild banda­ríska þings­ins greiddi atkvæði um málið fyrir skömmu og nið­ur­staða þess var að ákæra Trump í tveimur atrið­um; a) mis­notkun valds, (e. abuse of power) og b) hindrun á störfum þings­ins (e. obstruct­ion of con­gress). Þaðan fer málið til öld­unga­deild­ar, þar hafa repúblikanar völdin og þar skal dæmt í mál­inu. Litlar sem engar líkur eru á að málið fari í gegn þar. Engu að síður stendur eftir að Trump er þriðji for­seti í sögu Banda­ríkj­anna sem er ákærður fyrir emb­ætt­is­brot.

Væng­stýft land með merka sögu

Hvað Úkra­ínu varð­ar, þá er staðan þannig að á 20 ára valda­fmæli sínu getur Vla­dimír Pútin státað sig af því að hafa „væng­stýft“ Úkra­ínu á margan hátt. Úkra­ína er efna­hags­lega veik­burða og hafa verið gríð­ar­legar sveiflur í hag­vexti und­an­farin á. Árið 2009 varð sam­dráttur upp á um 15% og tæp 10% árið 2015. Síðan þá hefur landið heldur rétt úr kútnum og í fyrra var hag­vöxtur um 3.5%. Landið er í 127. sæti hvað varðar þjóð­ar­tekjur á ann sam­kvæmt lista Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins. Ísland er í 5. sæti á þeim lista.

Auglýsing
Úkraína (orðið þýðir í raun „jað­ar­svæð­i/út­jað­ar“) á sér merka sögu og segja má að í Kiev og þar í kring hafi grunn­ur­inn að því Rúss­landi sem við þekkjum í dag verið lagð­ur. Þetta ger­ist um 800 eftir Krist, eða um svipað leyti og byggð var að hefj­ast á Íslandi. Talið er að það hafi verið skand­in­av­ískir menn sem lögðu grunn að Kiev. Og rétt eins og á Íslandi og Norð­ur­löndum var vík­inga­menn­ing ráð­andi á þessu svæði á þessum tíma. Vík­ingar sigldu eftir ám Úkra­ínu og Evr­ópu, t.d. ánni Dnépr, sem höf­uð­borgin Kiev, sem kölluð var Kænu­garður í forn­sög­um, stendur við.

Ungir leið­togar í erf­iðum verk­efnum

Úkra­ína er skil­greint sem „ný-­mark­aðs­svæð­i“, þ.e. ríki sem er að feta sig eftir braut mark­aðs­bú­skap­ar, frá komm­ún­isma og alræði. En þessi ganga hefur enn sem komið er verið þyrnum stráð, mest­megnis vegna stríðs, póli­tískra átaka og botn­lausrar spill­ing­ar. Sel­en­skí, hinn nýi for­seti, er meðal ann­ars að reyna að bæta úr þessu, sem og sam­skipt­unum við Rússa, þ.e.a s. Pútín. Fyrir inn­limun Krím og borg­ar­innar Seva­stopol voru íbúar Úkra­ínu um 48 millj­ón­ir, en telj­ast nú vera um 42 millj­ón­ir. Það þýðir að Úkra­ína er ein fjöl­menn­asta þjóð Evr­ópu. Það er mikið i húfi fyrir þessa „nýfrjálsu“ þjóð að vel tak­ist upp og að hún geti kom­ist á braut lýð­ræð­is, mann­rétt­inda og mark­aðs­bú­skap­ar.

Volodomyr Sel­en­skí for­seti Úkra­ínu verður 42 ára gam­all í lok jan­ú­ar. Hann ber sama for­nafn og ein fræg­asta sögu­per­sóna lands­ins, prins Volody­myr/­Valdi­mar, sem var uppi seint á 10. öld. Ef Úkra­ína er talin með Evr­ópu, þá er Sel­en­skí yngsti ríkj­andi for­seti álf­unnar og lands­ins sjálfs. Það er mikil áskorun fyrir hann að sinna þessu emb­ætti, í póli­tísku umhverfi sem er þrungið bæði spenn­u/­stríði og spill­ingu. Til stuðn­ing hefur hann rík­is­stjórn Oleksiy Honcharuk , sem verður 36 ára gam­all á árinu. Með­al­aldur nýs þings Úkra­ínu er einnig sá lægsti í Evr­ópu, eða um 40 ár. Verk­efni hins unga þings og þess­ara ungu manna næstu miss­erin eru því ærin, en þeir stefna að veru­legum umbótum í anda frjáls­lyndis á úkra­ínsku sam­fé­lagi.

Höf­undur er MA í stjórn­mála­fræði frá A-Evr­ópu­deild Upp­sala­há­skóla í Sví­þjóð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar