Nýsköpun getur komið í veg fyrir „stórslys“ í heilbrigðiskerfinu

Þorgils Völundarson bindur vonir við að nýsköpun í heilbrigðiskerfinu verði efld.

Auglýsing

Heima­hjúkrun er orðin nokkuð vel þekkt fyr­ir­komu­lag hér á landi en lík­lega er heima­spít­ali fram­andi hug­tak fyrir flesta. Alla­vega kom ég að fjöllum þegar ég las þetta fyrst og varð að kynna mér það frek­ar.

Grein­ar­höf­undur er með vöðva­rrýrn­un­ar­sjúk­dóm og hand­leggs­brotn­aði á síð­asta ári. Meðan ég lá á Land­spít­al­anum í Foss­vogi var verið að koma með fólk á öllum tímum sól­ar­hrings inn á her­berg­ið. Það var verið að nýta hvert pláss sem losn­aði til að hleypa fólki af göngum bráða­deild­ar­innar sem þurfti að liggja þar vegna pláss­leys­is.

Það kom mér því ekki á óvart að Már Krist­jáns­son, yfir­læknir smit­sjúk­dóma­lækn­inga Land­spít­ala, lýsti því nýlega yfir í grein í Lækna­blað­inu að hann ótt­að­ist að „stór­slys“ væri í vændum og lík­lega mætti rekja and­lát sjúk­lings til þess að hann hafi verið útskrif­aður of snemma. Rann­sókn á því máli er nú í gangi.

Auglýsing

Fjöldi fólks með króníska sjúk­dóma þarf reglu­lega að leggj­ast inn á sjúkra­hús til að fá með­ferð við sjúk­dómum sínum og eða fylgi­kvill­um. Þessu fylgir mikið rask fyrir sjúk­linga og aðstand­end­ur.

Mikið af tíma sjúk­lings­ins innan spít­al­ans er varið í bið eftir rann­sókn­um, við­töl­um, lyfja­gjöf og öðru. Sjúk­ling­unum finnst því tíma sínum illa var­ið. Mörgum finnst einnig að þeir séu að tefja starfs­fólk frá mik­il­væg­ari verk­um.

Það væri miklu þægi­legra að fá þessa þjón­ustu heima en það er óraun­hæft. Eða hvað?

Brig­ham and Women's Hospi­tal og Harvard Med­ical School fóru af stað með til­raun til að athuga hvort þjóna megi sjúk­lingum frekar heima frá. Nið­ur­stöð­urnar voru birtar í grein í Annals of Internal Med­icine í des­em­ber 2019.

Úrtakið fyrir til­raun­ina var slembival­ið. Valdir voru sjúk­lingar sem ekki voru með lífs­hættu­lega kvilla sem gætu kraf­ist neyð­ar­að­gerða. Þeir fengu heim­sókn frá hjúkr­un­ar­fræð­ingi tvisvar á dag og lækni dag­lega. Auk þess voru sjúkra­þjálf­ar­ar, iðju­þjálfar og aðrir sér­fræð­ingar kall­aðir til eftir þörf­um.

Það sem gerði til­raun­ina raun­hæfa nú er að nýsköpun hefur leitt til mik­illa fram­fara í lækn­inga­tækj­um. Tækin eru orðin not­enda­vænni og ódýr­ari án þess að slegið sé af gæða­kröf­um.

Nið­ur­stöð­urnar voru heima­spít­al­anum veru­lega í hag. Kostn­aður við sjúk­linga sem fengu með­ferð heiman frá var 39% lægri en við­mið­un­ar­hóps­ins sem dvaldi á sjúkra­húsi. Þjón­usta við þá krafð­ist færri rann­sókna, 3 á móti 15, heima­sjúk­ling­arnir vörðu minni tíma í kyrr­stöðu eða liggj­andi, mið­gildi 12% á móti 23% og líkur á end­ur­komu innan 30 daga voru mun ólík­legri, 7% á móti 23%.

En þá má spyrja sig, er ekki með þessu verið að færa ummönnun yfir á aðstanendur og auka álag á þá? Í við­tali við einn grein­ar­höf­und kom fram að þetta hafi verið skoðað sér­stak­lega og það hafi sýnt sig að álagið frekar minnk­aði þar sem aðstanendur þurfa oft ekki síður að fylgja sjúk­lingi á spít­ala og bíða með við­kom­andi. Álagið á þá hafi því minnk­að.

Brig­ham and Women’s Hospi­tal ákvað að ljúka til­raun­inni á undan áætlun til að hefja inn­leið­ingu sem fyrst. Upp er komin heima­síða til að kynna þjón­ust­una fyrir sjúk­lingum sem og þeim sem hafa áhuga á að inn­leiða sams­konar kerfi.

Í núver­andi stjórn­ar­sátt­mála er lögð áherslu á efl­ingu nýsköp­un­ar. Nýsköp­un­ar­á­ætlun fyrir næsta ára­tug er komin út og ráð­herra nýsköp­unar hefur verið ötul í sínu starfi í þessum mála­flokki.

Ofan­greint verk­efni er aug­ljóst dæmi um mátt nýsköp­unar til að bæta lífs­gæði og draga úr kostn­aði og álagi. Ég hvet stjórn­völd og stjórn­endur heil­briðg­is­kerf­is­ins að kynna sér verk­efnið vel. Enn fremur vona ég að nýsköpun í heil­brigð­is­kerf­inu verði efld og bind ég þar miklar vonir við nýstofn­aðan klasa BioMed Iceland.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar