Óæskileg endurvinnsla á rammaáætlun

Andrés Ingi Jónsson segir það koma verulega á óvart að umhverfisráðherra Vinstri grænna ætli að bera fram tillögu forvera síns úr Framsóknarflokknum með þeim rökum að hann vilji standa vörð um ferli rammaáætlunar.

Auglýsing

Aukin endurvinnsla er af hinu góða, en alltaf fellur til eitthvað efni sem ekki er hægt að endurvinna. Þess vegna kemur á óvart að núverandi umhverfisráðherra ætli að endurvinna rammaáætlun Sigrúnar Magnúsdóttur og leggja hana óbreytta fram. Bæði er ljóst að forsendur áætlunarinnar hafa gjörbreyst og ekki síður að verklag þáverandi ráðherra stóðst ekki þær kröfur sem eðlilegt er að gera til rammaáætlunar.

Rammaáætlun snýst um að vega saman ólíka hagsmuni á hverjum tíma og flokka virkjunarkosti á grundvelli faglegra sjónarmiða í nýtingar-, bið- eða verndarflokk. Á þeim fjórum árum sem liðin eru síðan verkefnisstjórn rammaáætlunar lagði lokahönd á þær tillögur sem umhverfisráðherra segist nú ætla að leggja fram óbreyttar hafa ýmsar forsendur breyst. Mestu munar þar um þá ákvörðun að stofna þjóðgarð á miðhálendinu, sem gerir allt eldra mat á virkjunarkostum innan þess svæðis úrelt.

Það kemur verulega á óvart að umhverfisráðherra Vinstri grænna ætli að bera fram tillögu forvera síns úr Framsóknarflokknum með þeim rökum að hann vilji standa vörð um ferli rammaáætlunar. Miklu nær er að segja að með framlagningu óbreyttrar tillögu sé verið að standa vörð um léleg vinnubrögð umhverfisráðherra Framsóknarflokksins.

Auglýsing

Á sínum tíma var ítrekað bent á það að miklir annmarkar hefðu verið á undirbúningi málsins. Þökk sé sinnuleysi þáverandi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var verkefnið sett allt of seint af stað og verkefnisstjórn og faghópum því skammtaður naumur tími – um eitt ár í stað þriggja. Í framhaldinu tók ráðherra sér aðeins fjóra daga til að vega og meta tillögu verkefnisstjórnar út frá umsögnum almennings og hagsmunaaðila áður en hún lagði tillöguna óbreytta fyrir þingið í september 2016. Sú flýtiafgreiðsla skrifast á það að boða þurfti til kosninga í kjölfar Wintris-málsins, en getur ekki talist til fyrirmyndar.

Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð lýsti ég áhyggjum yfir því stjórnarsáttmálinn minntist hvergi á hvernig vinna ætti með rammaáætlun á kjörtímabilinu. Greinilega ekki að ástæðulausu miðað við þá niðurstöðu sem loksins virðist hafa náðst á milli stjórnarflokkanna þriggja: Að endurvinna tillögu sem tveir þeirra lögðu fram á handahlaupum í fyrri ríkisstjórn.

Höfundur er þingmaður utan flokka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar