Nýsköpun getur komið í veg fyrir „stórslys“ í heilbrigðiskerfinu

Þorgils Völundarson bindur vonir við að nýsköpun í heilbrigðiskerfinu verði efld.

Auglýsing

Heima­hjúkrun er orðin nokkuð vel þekkt fyr­ir­komu­lag hér á landi en lík­lega er heima­spít­ali fram­andi hug­tak fyrir flesta. Alla­vega kom ég að fjöllum þegar ég las þetta fyrst og varð að kynna mér það frek­ar.

Grein­ar­höf­undur er með vöðva­rrýrn­un­ar­sjúk­dóm og hand­leggs­brotn­aði á síð­asta ári. Meðan ég lá á Land­spít­al­anum í Foss­vogi var verið að koma með fólk á öllum tímum sól­ar­hrings inn á her­berg­ið. Það var verið að nýta hvert pláss sem losn­aði til að hleypa fólki af göngum bráða­deild­ar­innar sem þurfti að liggja þar vegna pláss­leys­is.

Það kom mér því ekki á óvart að Már Krist­jáns­son, yfir­læknir smit­sjúk­dóma­lækn­inga Land­spít­ala, lýsti því nýlega yfir í grein í Lækna­blað­inu að hann ótt­að­ist að „stór­slys“ væri í vændum og lík­lega mætti rekja and­lát sjúk­lings til þess að hann hafi verið útskrif­aður of snemma. Rann­sókn á því máli er nú í gangi.

Auglýsing

Fjöldi fólks með króníska sjúk­dóma þarf reglu­lega að leggj­ast inn á sjúkra­hús til að fá með­ferð við sjúk­dómum sínum og eða fylgi­kvill­um. Þessu fylgir mikið rask fyrir sjúk­linga og aðstand­end­ur.

Mikið af tíma sjúk­lings­ins innan spít­al­ans er varið í bið eftir rann­sókn­um, við­töl­um, lyfja­gjöf og öðru. Sjúk­ling­unum finnst því tíma sínum illa var­ið. Mörgum finnst einnig að þeir séu að tefja starfs­fólk frá mik­il­væg­ari verk­um.

Það væri miklu þægi­legra að fá þessa þjón­ustu heima en það er óraun­hæft. Eða hvað?

Brig­ham and Women's Hospi­tal og Harvard Med­ical School fóru af stað með til­raun til að athuga hvort þjóna megi sjúk­lingum frekar heima frá. Nið­ur­stöð­urnar voru birtar í grein í Annals of Internal Med­icine í des­em­ber 2019.

Úrtakið fyrir til­raun­ina var slembival­ið. Valdir voru sjúk­lingar sem ekki voru með lífs­hættu­lega kvilla sem gætu kraf­ist neyð­ar­að­gerða. Þeir fengu heim­sókn frá hjúkr­un­ar­fræð­ingi tvisvar á dag og lækni dag­lega. Auk þess voru sjúkra­þjálf­ar­ar, iðju­þjálfar og aðrir sér­fræð­ingar kall­aðir til eftir þörf­um.

Það sem gerði til­raun­ina raun­hæfa nú er að nýsköpun hefur leitt til mik­illa fram­fara í lækn­inga­tækj­um. Tækin eru orðin not­enda­vænni og ódýr­ari án þess að slegið sé af gæða­kröf­um.

Nið­ur­stöð­urnar voru heima­spít­al­anum veru­lega í hag. Kostn­aður við sjúk­linga sem fengu með­ferð heiman frá var 39% lægri en við­mið­un­ar­hóps­ins sem dvaldi á sjúkra­húsi. Þjón­usta við þá krafð­ist færri rann­sókna, 3 á móti 15, heima­sjúk­ling­arnir vörðu minni tíma í kyrr­stöðu eða liggj­andi, mið­gildi 12% á móti 23% og líkur á end­ur­komu innan 30 daga voru mun ólík­legri, 7% á móti 23%.

En þá má spyrja sig, er ekki með þessu verið að færa ummönnun yfir á aðstanendur og auka álag á þá? Í við­tali við einn grein­ar­höf­und kom fram að þetta hafi verið skoðað sér­stak­lega og það hafi sýnt sig að álagið frekar minnk­aði þar sem aðstanendur þurfa oft ekki síður að fylgja sjúk­lingi á spít­ala og bíða með við­kom­andi. Álagið á þá hafi því minnk­að.

Brig­ham and Women’s Hospi­tal ákvað að ljúka til­raun­inni á undan áætlun til að hefja inn­leið­ingu sem fyrst. Upp er komin heima­síða til að kynna þjón­ust­una fyrir sjúk­lingum sem og þeim sem hafa áhuga á að inn­leiða sams­konar kerfi.

Í núver­andi stjórn­ar­sátt­mála er lögð áherslu á efl­ingu nýsköp­un­ar. Nýsköp­un­ar­á­ætlun fyrir næsta ára­tug er komin út og ráð­herra nýsköp­unar hefur verið ötul í sínu starfi í þessum mála­flokki.

Ofan­greint verk­efni er aug­ljóst dæmi um mátt nýsköp­unar til að bæta lífs­gæði og draga úr kostn­aði og álagi. Ég hvet stjórn­völd og stjórn­endur heil­briðg­is­kerf­is­ins að kynna sér verk­efnið vel. Enn fremur vona ég að nýsköpun í heil­brigð­is­kerf­inu verði efld og bind ég þar miklar vonir við nýstofn­aðan klasa BioMed Iceland.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar