Nýsköpun getur komið í veg fyrir „stórslys“ í heilbrigðiskerfinu

Þorgils Völundarson bindur vonir við að nýsköpun í heilbrigðiskerfinu verði efld.

Auglýsing

Heima­hjúkrun er orðin nokkuð vel þekkt fyr­ir­komu­lag hér á landi en lík­lega er heima­spít­ali fram­andi hug­tak fyrir flesta. Alla­vega kom ég að fjöllum þegar ég las þetta fyrst og varð að kynna mér það frek­ar.

Grein­ar­höf­undur er með vöðva­rrýrn­un­ar­sjúk­dóm og hand­leggs­brotn­aði á síð­asta ári. Meðan ég lá á Land­spít­al­anum í Foss­vogi var verið að koma með fólk á öllum tímum sól­ar­hrings inn á her­berg­ið. Það var verið að nýta hvert pláss sem losn­aði til að hleypa fólki af göngum bráða­deild­ar­innar sem þurfti að liggja þar vegna pláss­leys­is.

Það kom mér því ekki á óvart að Már Krist­jáns­son, yfir­læknir smit­sjúk­dóma­lækn­inga Land­spít­ala, lýsti því nýlega yfir í grein í Lækna­blað­inu að hann ótt­að­ist að „stór­slys“ væri í vændum og lík­lega mætti rekja and­lát sjúk­lings til þess að hann hafi verið útskrif­aður of snemma. Rann­sókn á því máli er nú í gangi.

Auglýsing

Fjöldi fólks með króníska sjúk­dóma þarf reglu­lega að leggj­ast inn á sjúkra­hús til að fá með­ferð við sjúk­dómum sínum og eða fylgi­kvill­um. Þessu fylgir mikið rask fyrir sjúk­linga og aðstand­end­ur.

Mikið af tíma sjúk­lings­ins innan spít­al­ans er varið í bið eftir rann­sókn­um, við­töl­um, lyfja­gjöf og öðru. Sjúk­ling­unum finnst því tíma sínum illa var­ið. Mörgum finnst einnig að þeir séu að tefja starfs­fólk frá mik­il­væg­ari verk­um.

Það væri miklu þægi­legra að fá þessa þjón­ustu heima en það er óraun­hæft. Eða hvað?

Brig­ham and Women's Hospi­tal og Harvard Med­ical School fóru af stað með til­raun til að athuga hvort þjóna megi sjúk­lingum frekar heima frá. Nið­ur­stöð­urnar voru birtar í grein í Annals of Internal Med­icine í des­em­ber 2019.

Úrtakið fyrir til­raun­ina var slembival­ið. Valdir voru sjúk­lingar sem ekki voru með lífs­hættu­lega kvilla sem gætu kraf­ist neyð­ar­að­gerða. Þeir fengu heim­sókn frá hjúkr­un­ar­fræð­ingi tvisvar á dag og lækni dag­lega. Auk þess voru sjúkra­þjálf­ar­ar, iðju­þjálfar og aðrir sér­fræð­ingar kall­aðir til eftir þörf­um.

Það sem gerði til­raun­ina raun­hæfa nú er að nýsköpun hefur leitt til mik­illa fram­fara í lækn­inga­tækj­um. Tækin eru orðin not­enda­vænni og ódýr­ari án þess að slegið sé af gæða­kröf­um.

Nið­ur­stöð­urnar voru heima­spít­al­anum veru­lega í hag. Kostn­aður við sjúk­linga sem fengu með­ferð heiman frá var 39% lægri en við­mið­un­ar­hóps­ins sem dvaldi á sjúkra­húsi. Þjón­usta við þá krafð­ist færri rann­sókna, 3 á móti 15, heima­sjúk­ling­arnir vörðu minni tíma í kyrr­stöðu eða liggj­andi, mið­gildi 12% á móti 23% og líkur á end­ur­komu innan 30 daga voru mun ólík­legri, 7% á móti 23%.

En þá má spyrja sig, er ekki með þessu verið að færa ummönnun yfir á aðstanendur og auka álag á þá? Í við­tali við einn grein­ar­höf­und kom fram að þetta hafi verið skoðað sér­stak­lega og það hafi sýnt sig að álagið frekar minnk­aði þar sem aðstanendur þurfa oft ekki síður að fylgja sjúk­lingi á spít­ala og bíða með við­kom­andi. Álagið á þá hafi því minnk­að.

Brig­ham and Women’s Hospi­tal ákvað að ljúka til­raun­inni á undan áætlun til að hefja inn­leið­ingu sem fyrst. Upp er komin heima­síða til að kynna þjón­ust­una fyrir sjúk­lingum sem og þeim sem hafa áhuga á að inn­leiða sams­konar kerfi.

Í núver­andi stjórn­ar­sátt­mála er lögð áherslu á efl­ingu nýsköp­un­ar. Nýsköp­un­ar­á­ætlun fyrir næsta ára­tug er komin út og ráð­herra nýsköp­unar hefur verið ötul í sínu starfi í þessum mála­flokki.

Ofan­greint verk­efni er aug­ljóst dæmi um mátt nýsköp­unar til að bæta lífs­gæði og draga úr kostn­aði og álagi. Ég hvet stjórn­völd og stjórn­endur heil­briðg­is­kerf­is­ins að kynna sér verk­efnið vel. Enn fremur vona ég að nýsköpun í heil­brigð­is­kerf­inu verði efld og bind ég þar miklar vonir við nýstofn­aðan klasa BioMed Iceland.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar