Nýsköpun getur komið í veg fyrir „stórslys“ í heilbrigðiskerfinu

Þorgils Völundarson bindur vonir við að nýsköpun í heilbrigðiskerfinu verði efld.

Auglýsing

Heima­hjúkrun er orðin nokkuð vel þekkt fyr­ir­komu­lag hér á landi en lík­lega er heima­spít­ali fram­andi hug­tak fyrir flesta. Alla­vega kom ég að fjöllum þegar ég las þetta fyrst og varð að kynna mér það frek­ar.

Grein­ar­höf­undur er með vöðva­rrýrn­un­ar­sjúk­dóm og hand­leggs­brotn­aði á síð­asta ári. Meðan ég lá á Land­spít­al­anum í Foss­vogi var verið að koma með fólk á öllum tímum sól­ar­hrings inn á her­berg­ið. Það var verið að nýta hvert pláss sem losn­aði til að hleypa fólki af göngum bráða­deild­ar­innar sem þurfti að liggja þar vegna pláss­leys­is.

Það kom mér því ekki á óvart að Már Krist­jáns­son, yfir­læknir smit­sjúk­dóma­lækn­inga Land­spít­ala, lýsti því nýlega yfir í grein í Lækna­blað­inu að hann ótt­að­ist að „stór­slys“ væri í vændum og lík­lega mætti rekja and­lát sjúk­lings til þess að hann hafi verið útskrif­aður of snemma. Rann­sókn á því máli er nú í gangi.

Auglýsing

Fjöldi fólks með króníska sjúk­dóma þarf reglu­lega að leggj­ast inn á sjúkra­hús til að fá með­ferð við sjúk­dómum sínum og eða fylgi­kvill­um. Þessu fylgir mikið rask fyrir sjúk­linga og aðstand­end­ur.

Mikið af tíma sjúk­lings­ins innan spít­al­ans er varið í bið eftir rann­sókn­um, við­töl­um, lyfja­gjöf og öðru. Sjúk­ling­unum finnst því tíma sínum illa var­ið. Mörgum finnst einnig að þeir séu að tefja starfs­fólk frá mik­il­væg­ari verk­um.

Það væri miklu þægi­legra að fá þessa þjón­ustu heima en það er óraun­hæft. Eða hvað?

Brig­ham and Women's Hospi­tal og Harvard Med­ical School fóru af stað með til­raun til að athuga hvort þjóna megi sjúk­lingum frekar heima frá. Nið­ur­stöð­urnar voru birtar í grein í Annals of Internal Med­icine í des­em­ber 2019.

Úrtakið fyrir til­raun­ina var slembival­ið. Valdir voru sjúk­lingar sem ekki voru með lífs­hættu­lega kvilla sem gætu kraf­ist neyð­ar­að­gerða. Þeir fengu heim­sókn frá hjúkr­un­ar­fræð­ingi tvisvar á dag og lækni dag­lega. Auk þess voru sjúkra­þjálf­ar­ar, iðju­þjálfar og aðrir sér­fræð­ingar kall­aðir til eftir þörf­um.

Það sem gerði til­raun­ina raun­hæfa nú er að nýsköpun hefur leitt til mik­illa fram­fara í lækn­inga­tækj­um. Tækin eru orðin not­enda­vænni og ódýr­ari án þess að slegið sé af gæða­kröf­um.

Nið­ur­stöð­urnar voru heima­spít­al­anum veru­lega í hag. Kostn­aður við sjúk­linga sem fengu með­ferð heiman frá var 39% lægri en við­mið­un­ar­hóps­ins sem dvaldi á sjúkra­húsi. Þjón­usta við þá krafð­ist færri rann­sókna, 3 á móti 15, heima­sjúk­ling­arnir vörðu minni tíma í kyrr­stöðu eða liggj­andi, mið­gildi 12% á móti 23% og líkur á end­ur­komu innan 30 daga voru mun ólík­legri, 7% á móti 23%.

En þá má spyrja sig, er ekki með þessu verið að færa ummönnun yfir á aðstanendur og auka álag á þá? Í við­tali við einn grein­ar­höf­und kom fram að þetta hafi verið skoðað sér­stak­lega og það hafi sýnt sig að álagið frekar minnk­aði þar sem aðstanendur þurfa oft ekki síður að fylgja sjúk­lingi á spít­ala og bíða með við­kom­andi. Álagið á þá hafi því minnk­að.

Brig­ham and Women’s Hospi­tal ákvað að ljúka til­raun­inni á undan áætlun til að hefja inn­leið­ingu sem fyrst. Upp er komin heima­síða til að kynna þjón­ust­una fyrir sjúk­lingum sem og þeim sem hafa áhuga á að inn­leiða sams­konar kerfi.

Í núver­andi stjórn­ar­sátt­mála er lögð áherslu á efl­ingu nýsköp­un­ar. Nýsköp­un­ar­á­ætlun fyrir næsta ára­tug er komin út og ráð­herra nýsköp­unar hefur verið ötul í sínu starfi í þessum mála­flokki.

Ofan­greint verk­efni er aug­ljóst dæmi um mátt nýsköp­unar til að bæta lífs­gæði og draga úr kostn­aði og álagi. Ég hvet stjórn­völd og stjórn­endur heil­briðg­is­kerf­is­ins að kynna sér verk­efnið vel. Enn fremur vona ég að nýsköpun í heil­brigð­is­kerf­inu verði efld og bind ég þar miklar vonir við nýstofn­aðan klasa BioMed Iceland.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Plata sem undirstrikar tengsl hugleiðslu og bænar
Hugarró er fyrsta sólóplata Margrétar Árnadóttur söngkonu og söngkennara. Hún safnar fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.
Kjarninn 5. desember 2020
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Svíar búast við að bólusetja fimmtung þjóðarinnar á næsta ársfjórðungi
Þrátt fyrir að íslenska ríkisstjórnin, sem fær bóluefni frá Svíþjóð, voni að hjarðónæmi gegn COVID-19 náist á fyrsta ársfjórðungi 2021, búast sænsk yfirvöld ekki við því að bólusetja nema fimmtung af þjóðinni gegn veirunni á sama tíma.
Kjarninn 5. desember 2020
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar