Lærdómar frá Lissabon

Fyrrverandi utanríkisráðherra skrifar um efnahagsmál í Portúgal.

Auglýsing

Það eru að byrja að kvikna ljós í myrkr­inu sem hefur grúft yfir stórum hluta Evru­svæð­is­ins eftir Hrun. Þótt Grikk­land sé enn við dauð­ans dyr og Ítalía í djúpum skít (sokkin í skuld­ir) eru sum önnur aðild­ar­ríki Evru­svæð­is­ins að ná sér. Pól­land og Eystra­salts­ríkin eru á upp­leið (Eist­land eins og venju­lega í far­ar­brodd­i). Eftir sem áður er land­flótti unga fólks­ins við­var­andi vanda­mál þar. Írland hefur náð sér á strik, þótt það sé enn að slig­ast undan þungri skulda­byrði. En skærasta ljósið er Portú­gal. 

Portú­gal undir vinstri stjórn er byrjað að blómstra. Fjöl­miðl­ar, sem bera skyn­bragð á efna­hags­mál (Economist, Spi­egel, Fin­ancial Times, New York Times o.fl.) eru farnir að taka eftir þessu. Og flykkj­ast til Lissa­bon, eins og við gerðum um jól og nýár. Mér gekk raunar fleira til. Á sama tíma og breski verka­manna­flokk­ur­inn klúðr­aði kjörnu tæki­færi til að koma Bretum á kjöl eftir Brex­it, þýski kra­ta­flokk­ur­inn er að vesl­ast upp í póli­tísku nátt­úru­leysi og flestir aðrir kra­ta­flokkar Evr­ópu virð­ast hafa misst af lest­inni, blómstrar jafn­að­ar­manna­flokkur Portú­gals – Partido Soci­alista – undir for­ystu Ant­onio Costa sem aldrei fyrr. Mér rann blóðið til skyld­unnar að skoða það nán­ar. 

Harm­kvæli til hægri

Portú­galar fóru illa út úr hrun­inu eins og fleiri. Banka­kerfið var sjúkt. Fast­eigna­bólan var upp á krít. Erlendar skuldir hlóð­ust upp. Braskið var í algleymi og brot­lenti með brauki og bramli. Þrí­eykið – fram­kvæmd­ar­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, Seðla­banki Evr­ópu og IMF – tók þá í gjör­gæslu. Bönk­unum var bjargað á kostnað almenn­ings. Skuldir rík­is­ins hlóð­ust upp. Þetta kost­aði 78 millj­arða evra. Í kjöl­farið fylgdu refsi­að­gerðir sam­kvæmt þýskri for­múlu. 

Auglýsing
Þeir kalla það „austerity“. Á íslensku gæti þetta kall­ast harm­kvælapóli­tík. For­múlan er svona: almenn­ingur á að borga skuldir fjár­magns­eig­anda í hækk­uðum sköttum og nið­ur­skurði útgjalda til vel­ferð­ar­mála. Laun voru lækk­uð, lág­marks­laun afnum­in, rétt­indi vinn­andi fólks á vinnu­mark­aði skert. Atvinnu­leysið rauk upp úr öllu valdi, 17%. Fátæktin skar í augu. Rík­is­eignir voru einka­væddar fyrir slikk. Þjóð­ar­fram­leiðslan dróst saman ár frá ári. Unga fólkið missti von­ina og flúði land, einkum þau best mennt­uðu. 2,3 millj­ónir Portú­gala búa nú utan heima­lands­ins. Þetta var púra póli­tík, nýfrjáls­hyggju trú­boðið að verki. 

Vonin til vinstri

Fyrir kosn­ing­arnar 2015 voru Portú­galar búnir að fá nóg af þessum trakt­er­ingum hægri manna. Jafn­að­ar­mað­ur, sem hafði getið sér gott orð, sem atorku­samur og fram­sýnn borg­ar­stjóri í Lissa­bon, tók við for­ystu Partido Soci­alista. Hann boð­aði ger­breytta stefnu: Hættum þessum harm­kvæl­um. Verndum okkar fólk fyrir fjár­pynd auð­valds­ins. Hækkum laun. Lög­festum aftur lág­marks­laun. Byrjum að fjár­festa í van­ræktum innviðum sam­fé­lags­ins: vist­vænni orku, sam­göng­um, heil­brigð­is­kerfi og mennt­un/­starfs­þjálf­un. Þetta hreif. Fólkið treysti honum af fyrri reynslu sem borg­ar­stjóra. Og hann stóð við sitt. Flokkur hans fékk 32% atkvæða sem dugði til að sam­eina sundrað vinstrið (gömlu komm­arnir og græn­ingjar) og mynda minni­hluta­stjórn. Hægri flokk­ur­inn (sem kennir sig í blekk­ing­ar­skyni við Social Democracy) galt afhroð. Þrí­eyk­inu leist ekki á blik­una. Fjár­mála­ráð­herra Þýska­lands, Sauble, spáði Portú­gölum þjóð­ar­gjald­þroti. Mamma Merkel sagði þetta vera ógn­væn­legar frétt­ir. Kröfu­hafar fjár­magns­eig­anda ráku upp rama­kvein og kröfð­ust þess að Brus­sel kæmi vit­inu fyrir hina Portú­gölnu. Hægri menn heima fyrir sögðu að framundan væri voð­inn vís, en von­andi myndi stjórnin springa áður en hún kæmi fram svo rót­tækum aðgerð­u­m. 

Krafta­verk kratana

En Costa og hans menn (ekki síst fjár­mála­ráð­herr­ann Mário Centene sem bar hit­ann og þung­ann af fjár­mál­un­um) stóðu við stóru orðin og létu hendur standa fram úr erm­um. Þeir stöðv­uðu einka­væð­ingar óða­got­ið, lög­festu lág­marks­laun, hækk­uðu eft­ir­laun, og veittu him­in­háum fjár­hæðum (á Portú­galskan mæli­kvarða) til fjár­fest­inga í innviðum (sam­göngu­kerfi, orku­fram­leiðsla, starfs­þjálfun, sköpun starfa í hátækni­grein­um, þar sem þeir hafa náð miklum árangri. Air­bus fram­leiðir nú sínar flug­véla­vara­hluti í Portú­gal og háskól­inn í Coimbra er í far­ar­broddi í rann­sóknum á gervi­greind og sjálf­virkni. Fór Portú­gal á hausinn? Nei, Portú­gal setti Evr­ópu­met í hag­vexti. Hall­inn á rík­is­fjár­málum fór í fyrsta sinn eftir bylt­ing­una ´74 undir 1% af VLF. Á næsta ári verður rík­is­sjóður rek­inn með afgangi í fyrsta sinn í manna­minn­um. Atvinnu­leysið lækk­aði úr 17% í 6% og er á nið­ur­leið. Er þetta allt kröt­unum að þakka? Æ fleiri inn­an­lands og utan virð­ast vera þeirra skoð­un­ar. Þing­kosn­ingar verða í októ­ber á þessu ári. Jafn­að­ar­manna­flokk­ur­inn fékk 38% fylgi í kosn­ing­unum til Evr­ópu­þings­ins í fyrra og er spáð yfir 40% fylgi - og stjórn­ar­flokk­unum til sam­ans allt að 60% fylg­i. 

Voru þeir heppn­ir? Já, líka það, eins og við. Túristar flykkj­ast nú til Portú­gal (rétt eins og til Íslands). M.a. vegna þess að Egypta­land og Tyrk­land telj­ast nú vera hættu­svæði. En líka vegna þess að Portú­gal blómstrar undir viti bor­inni við­reisn­ar­stjórn vinstri afla. Eru ekki ein­hverjir veik­leik­ar? Jú, ekki síst skulda­byrðin sem hægri stjórnin skyldi eftir sig og ofvaxið og sjúkt fjár­mála­kerfi þar líkt og hér. En öfl­ugra atvinnu­líf, stór­auknar erlendar fjár­fest­ing­ar, hrað­vax­andi útflutn­ings­tekj­urog stór­aukin kaup­máttur sem heldur uppi hag­vexti þýðir að Portú­galar eru nú að flestra mati borg­un­ar­menn fyrir sínum skuld­um. 

Þegar við kvöddum Lissa­bon sá ég uppi á vegg snjáð kosn­ingaplakat með mynd krata­for­ingj­ans Costa (hann lítur út eins og góð­lát­legur öld­ung­ur) þar sem sagði „auster­ida­de“ er vit­laust lækn­is­ráð við kreppu. Það gerir illt verra. Brjót­umst út úr víta­hringnum og end­ur­vekjum von­ina“. Þetta var að vísu á portú­gölsku en multi-l­ingua Kolfinna þýddi það fyrir mig. Costa hefur tek­ist þetta. Þar að auki er þetta sann­prófuð hag­fræði – púra Key­nes. Allt eins og talað út úr mínu hjarta. Svona eiga krata­for­ingjar að ver­a. 

Höf­undur var for­maður Alþýðu­flokks­ins 1984-96

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar