Umsögn um lífsskoðun jafnaðarmanns

Þráin Hallgrímsson segir að fyrir þá sem hafi áhuga á stjórnmálum samtíðarinnar sé bókin Tæpitungulaust gullnáma.

Auglýsing

Það ásótti mig text­inn hans Marcel Proust í bók hans Alheim­ur­inn í teboll­anum Un uni­vers dans une tasse de thé, þegar ég gaf mér tíma í næði til að íhuga efni bókar Jóns Bald­vins Tæpitungu­laust. Eins og svip­mynd brá fyrir Kol­finnu Bald­vins­dótt­ur, sem bar að lokum hit­ann og þung­ann af útgáfu þess­arar bók­ar. Ég sé ennþá fyrir mér Kol­finnu með systk­inum sínum sitja í stig­anum í Baaregaards­hús­inu að Sund­stræti 19 á Ísa­firði þegar ég kom heim að afloknum vinnu­degi í Mennta­skól­anum á Ísa­firði annað árið okkar á Ísa­firði. Stillt og prúð börn, Kolfinna, Glúmur og Snæ­fríð­ur. Ekki mæltu þau orð af vörum en kink­uðu kolli góð­lát­lega. Ekk­ert fékk raskað ró þeirra. Þau voru að bíða eftir pabba og mömmu sem voru á heim­leið. Allt þetta kom upp í huga minn og ég minnt­ist Proust þegar hann sötr­aði teið sitt í barn­æsku og maulaði madel­eine kök­una sína. Alveg eins og Proust sá ég fyrir mér ynd­is­lega æskudaga okkar í smá­bæjum eins og Ísa­firði eða Siglu­firði þar sem alltaf var sól og alltaf blíða allt sum­arið og fólkið okkar hafði nægan tíma til alls, líka til að sötra te og maula magða­len­ur. Fólkið í síld­inni á Siglu­firði hafði alltaf tíma fyrir börn­in. Þau voru sjálf­sagður hluti af lífi full­orð­inna. Síldin sá um það á Siglu­firði og atvinnu­lífið á Ísa­firði var með svip­uðum hætti þó síld­ina vant­aði. Allt þetta hugs­aði ég og minnt­ist um leið barn­anna okk­ar. 

Kolfinna á þakkir skildar fyrir sinn hluta af þessu verki. Bókin er sein­lesin eins og vera ber með póli­tísk verk­efni. En fyrir þá sem hafa áhuga á stjórn­málum sam­tíð­ar­innar og mann­lífi er hún gull­náma.

Auglýsing
Smábærinn á sér sess í upp­hafi bók­ar­innar eins og vera ber. Jón Bald­vin dregur upp stór­skemmti­legar myndir af Ísa­firði í Tæpitungu­laust þar sem hann byggði upp öfl­uga mennta­stofnun með Bryn­dísi og dug­miklum kenn­ara­hópi. Ísa­fjörður er fyrsta stóra akk­erið í lífi hans. Þar hófst fyrir alvöru starfs­fer­ill hans og stjórn­mála­fer­ill. Vísir að því sem koma skyldi síðar á lífs­leið­inn­i. 

Þegar örlaga­þræðir mynd­ast

Einn ógleym­an­legur sam­kenn­ari við MÍ var Guð­jón Frið­riks­son, sagn­fræð­ingur og síðar einn af okkar bestu ævi­sögu­rit­ur­um. Hann sagði eitt sinn við mig í spjalli að skemmti­leg­ustu kaflar ævi­sagna væru yfir­leitt fram­ar­lega í sög­unni, þegar kraftar æsku og þroska kæmu í ljós og örlaga­þræðir færu að mynd­ast sem síðar yrðu að lífs­hlaupi okk­ar. Tæpitungu­laust er vit­an­lega ekki ævi­saga, en af grein­um, frá­sögnum og ræðum má þar lesa þræð­ina sem verða að vefnum í lífi Jóns Bald­vins. Við­talið við Stefán Stef­áns­son, skó­smið og kosn­inga­stjóra kratanna á Ísa­firði frá 1972 er af þessum meiði, saga jafn­að­ar­manna sem héldu um stjórn­ar­tauma á Ísa­firði um ald­ar­fjórð­ungs­skeið og byggðu upp útgerð og atvinnu­líf, skól­ana, sjúkra­húsið og ráku mynd­arbú til að fram­leiða mjólk og mjólk­ur­af­urðir fyrir bæj­ar­búa. Allt var þetta unnið af fjár­vana bæj­ar­sjóði með vonir og dugnað ungra manna og kvenna einar að leiðarljósi. Ungt fólk með hug­sjónir jafn­að­ar­manna nægði til að glæða þorpið lífi og von­um. Veita börnum og fjöl­skyldum skjól. Það fór einmitt vel á því að rekja einmitt þessa sögu þar sem kaftur end­ur­nýj­unar kom með Jóni Bald­vin og sam­verka­fólki hans við stofnun Mennta­skól­ans á Ísa­firði sem þau hjónin fylgdu síðan frá 1970 í nærri heilan ára­tug. Það var þeirra fyrsta ævin­týri. Ég var svo lán­samur að fá að taka þátt í því. 

Fall er far­ar­heill

Þessi kraftur jafn­að­ar­manna á Ísa­firði lifði miklu lengur en blóma­tími þeirra. Aðferðir þeirra í kosn­ingum og við að afla sér fylgis og þekkja fólkið í bænum fylgdi þeim inn í tíma­bil okkar sam­ferða­manna Jóns og Bryn­dísar á fyrsta ára­tug Mennta­skól­ans á Ísa­firði. Mér er minn­is­stætt að þegar þeir Sig­hvatur Björg­vins­son og Jón Bald­vin tók­ust á í fyrsta próf­kjöri um sæti á lista Alþýðu­flokks­ins á Vest­fjörðum 1978, minnir mig. Þá vissu reyndir kratar á Ísa­firði nákvæm­lega upp á atkvæði hvernig úrslitin yrðu, löngu áður en próf­kjörið fór fram. Af hverju eru þið að eyða tíma í þetta, Þrá­inn minn, sagði Björg­vin Sig­hvats­son, faðir Sig­hvats Björg­vins­sonar við mig nokkrum dögum fyrir próf­kjör­ið. Þið tapið þessu. Það reynd­ist rétt mat. Hann þekkti sitt heima­fólk. En tími Jóns Bald­vins var þá rétt að byrja. Tími hans átti eftir að koma. Hér sann­að­ist mál­tækið að fall er far­ar­heill. 

Gott veg­ar­nesti

Ég get vart talist hlut­laus áhorf­andi að stjórn­mála­ferli og starfs­ferli Jóns Bald­vins þar sem ég fylgdi honum dag­lega í störfum í nærri ára­tug. Fyrst sem kenn­ari við Mennta­skól­ann á Ísa­firði og síðan sem blaða­maður undir rit­stjórn Jóns Bald­vins þar sem ekki var síðra mann­val á Alþýðu­blað­inu sál­uga en við Mennta­skól­ann á Ísa­firði. Það dróst að honum og Bryn­dísi hæfi­leika­fólk. 

 

Auglýsing
Það fór aldrei fram hjá mér ungum að aldri og lítt reyndum í stjórn­mál­um, að þessi ungi skóla­meist­ari hafði til að bera mikla hæfi­leika. Ekki ein­ungis sem góð­ur, lipur og áhuga­samur stjórn­andi, heldur var hann ein­stak­lega rit­fær, djarfur og beittur ræðu­mað­ur. Þetta veg­ar­nesti kom sér vel í orra­hríð stjórn­mál­anna, allt frá bæj­ar­stjórn­ar­árum á Ísa­firði til þing­manns og ráð­herra. Tæpitungu­laust sýnir þann mikla dugnað og þá miklu vinnu sem hann lagði alla tíð í að und­ir­búa póli­tísk verk sín. Þraut­seigja er lík­lega orðið sem hæfir honum best til að lýsa póli­tísku lífs­starfi hans. 

 

Áhuga­maður um sam­tíma­sögu og góður grein­andi

Það hefur tví­mæla­laust staðið með Jóni Bald­vin og kemur vel fram í Tæpitungu­laust, hve ríkan hæfi­leika hann hefur til að greina atburði og sög­una. Sagt hefur verið að sá sem þekkir sög­una og lærir af henni, eign­ast verk­færi til að takast á við fram­tíð­ina. Það fór ekki fram hjá sam­kenn­urum hans við MÍ að hann lagði mikla áherslu á kennslu og grein­ingu í sam­tíma­sögu. Póli­tísk grein­ing hefur ætíð verið sér­grein Jóns Bald­vins. Þetta er eitt meg­in­ein­kenni hans sem stjórn­mála­manns. Í þessu efni stóð með honum mikil þekk­ing á sögu sem hann hafði aflað sér, en ekki síður póli­tísk reynsla úr heima­högum Hanni­bals og bræðra Jóns Bald­vins. Það á sér­stak­lega við um Arnór sem afl­aði sér víð­tækrar þekk­ingar á sögu og eðli komm­ún­ism­ans í Austur Evr­ópu og tengslum komm­ún­ista­flokk­anna við bræðra­flokka í V-Evr­ópu. Þeir bræður átt­uðu sig á því eins og Hanni­bal að fyr­ir­mynd­ar­ríki sós­í­al­ism­ans varð aldrei annað en stærsta fang­elsi mann­kyns­sög­unnar og upp­gjör íslenskra komm­ún­ista við Stalín­is­mann fór aldrei fram. Hanni­bal end­aði í stjórn­mála­flokkum jafn­að­ar­manna og Jón Bald­vin varð for­maður Alþýðu­flokks­ins löngu eftir að hann og félagar hans höfðu huslað komm­ún­ismann á ösku­haugum sög­unn­ar. Það varð ára­tugum áður en Berlín­ar­múr­inn féll og komm­ún­ismi Austur Evr­ópu leið undir lok. Það er örugg­lega rétt nið­ur­staða hjá Jóni Bald­vin að hópur vinstri manna á Íslandi neit­aði að horfast í augu við það hug­mynda­fræði­lega upp­gjör sem nauð­syn­legt var og minnir á orð Kjart­ans Ólafs­sonar um að þörf hefði verið á vægð­ar­lausri end­ur­skoðun og nýju braut­ryðj­enda­starfi þannig að ekki hefði orðið til kyn­slóð án skýrrar póli­tískrar sjálfs­mynd­ar. 

Því miður fór sú end­ur­skoðun aldrei fram. 

Póli­tískur hug­s­uður með lífs­sýn

En eftir sat víð­tæk þekk­ing og reynsla Jóns Bald­vins þegar kom að mik­il­væg­ustu póli­tísku áskor­unum í lífi hans. Ólafur Þ. Harð­ar­son segir í for­mála bók­ar­innar um höf­und­inn að Jón Bald­vin hafi verið einn af fáum íslenskum stjórn­mála­mönnum sem geti talist umtals­verðir póli­tískir hugs­uðir með heil­lega og yfir­grips­mikla lífs­sýn. Það er vart hægt að orða þetta bet­ur. For­máli Ólafs Þ. Harð­ar­sonar er reyndar þannig lofs­verður að hann er alveg nauð­syn­legur inn­gangur að bók­inni. Stefán Ólafs­son segir í áhuga­verðri umsögn um bók­ina að auk tveggja afreka Jóns Bald­vins á stjórn­mála­svið­inu, EES samn­ings­ins og fram­lags hans til sjálf­stæð­is­bar­áttu Eystra­salts­ríkj­anna, vilji hann benda á fram­lag hans sem fjár­mála­ráð­herra að ger­breyttu og end­ur­gerðu skatt­kerfi á Íslandi. Eftir upp­skurð og umbreyt­ingu skatt­kerf­is­ins, nýtti fjár­mála­ráð­herra stór­hækk­aðan per­sónu­af­slátt til að hafa mikil áhrif á fjár­hags­af­komu almenn­ings. Stefán minnir á að í kjöl­far skatta­breyt­ing­ar­innar frá 1988 til 1994 hafi lægstu laun á vinnu­mark­aði sem og lág­marks­líf­eyrir frá almanna­trygg­ingum verið skatt­frjáls í tekju­skatt­in­um. Það er staða sem lág­launa­fólk og líf­eyr­is­þegar nútím­ans geta ein­ungis látið sig dreyma um, segir Stefán en flestum er kunn­ugt hvernig per­sónu­af­sláttur hefur verið rýrður allt frá 1995 og síðan með annarri atlögu eftir hrun­ið. Á sama tíma hefur álagn­ing á tekjur hátekju­fólks verið lækk­uð. Í þessu liggur ein stóra ástæða þeirrar miklu tekju- og eigna­til­færslu sem við þekkjum vel á síð­ustu tveimur ára­tug­um. Þetta er örugg­lega rétt og sann­gjarnt mat hjá Stef­áni Ólafs­syni í vand­aðri umsögn hans um bók­ina. 

Hug­sjónir um frelsi, lýð­ræði og sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt smá­þjóða

Það er áhuga­verð spurn­ing sem Ólafur Þ. Harð­ar­son veltir upp hvað hafi valdið í reynd ein­beittum stuðn­ingi Jóns Bald­vins við sjálf­stæð­is­bar­áttu Eystra­salts­land­anna. Hann kemst að þeirri nið­ur­stöðu að hug­sjónir hans um frelsi, lýð­ræði og sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt smá­þjóða hafi ráðið för fremur en ann­að. Ekki vil ég gera lítið úr þessum orð­um. Það er í þeim mik­ill sann­leikskjarni. Þrátt fyrir harða and­stöðu allra vest­rænna þjóða og mikla við­skipta­hags­muni Íslands við Sov­ét­ríkin sál­ugu, hafi JBH tekið þessa afdrifa­ríku ákvörð­un. Þetta var mikil póli­tísk áhætta sem hann tók einn vest­rænna leið­toga. 

Hafði kjark sem fáum er gef­inn

En þeir sem hafa fylgst vel með skrifum Jóns Bald­vins síð­ustu ára­tug­ina, þekkja vel andúð hans á ofur­valdi og níð­ings­verkum hús­bónd­anna í Kreml. Hann hafði kynnt sér vel sögu Sov­ét­ríkj­anna og taldi að hin nýja yfir­stétt komm­ún­ista, nomenkla­t­úra, myndi aldrei láta ótil­neydd af völd­um. Þegar tæki­færið gafst til að hafa úrslita­á­hrif á atburða­rás­ina í Eystra­salts­ríkj­un­um, var hann eini leið­togi Vest­ur­landa sem svar­aði kall­inu um stuðn­ing. Ísland var um tíma, þegar mest reið á, eina NATO þjóðin sem veitti Eystra­salts­þjóðum stuðn­ing til sjálf­stæð­is, meðan ráða­menn í Atl­ants­hafs­banda­lag­inu gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að trufla ekki Glasnost og Per­estrojku Gor­basjovs. Ég lít á bak­grunn Jóns Bald­vins, bar­áttu hans gegn Sov­ét­komm­ún­ism­anum og ekki síst andóf bróður hans Arn­órs Hanni­bals­sonar og teng­ingar hans við ýmsa and­ófs­menn í Balk­an­lönd­unum sem mik­il­vægan þátt í þeirri ákvörðun hans að leggja allt í söl­urnar í þágu sjálf­stæð­is­bar­áttu Eystra­salts­þjóð­anna. Þarna reynd­ist grein­ing Jóns Bald­vins á stjór­mála­á­stand­inu í fyrrum lepp­ríkjum Sovét við Eystra­saltið hár­rétt. En þá er ótalið það sem mestu skipti. Jón Bald­vin hafði til að bera póli­tískan kjark og áræðni sem fáum er gef­inn. Um þetta vitnar heim­ild­ar­mynd Ólafs Rögn­valds­sonar Þeir sem þora á mjög áhrifa­mik­inn hátt. Kolfinna Bald­vins­dóttir átti einnig þátt í gerð þeirrar mynd­ar. 

Mik­il­væg­asti milli­ríkja­samn­ingur Íslands - EES

Annað helsta afrek Jóns Bald­vins er samn­ing­ur­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið sem er um þessar mundir við­ur­kenndur sem áhrifa­rík­asti milli­ríkja­samn­ingur Íslend­inga. Sagan hefur dæmt and­stæð­inga samn­ings­ins nán­ast úr leik. Þeir gára vart yfir­borð sög­unnar með aug­ljósum upp­hlaupum þar sem reynt er að koma höggi á EES samn­ing­inn. Eng­inn samn­ingur skilar þjóð­ar­bú­inu öðrum eins ávinn­ingi. Íslend­ingar eru bundnir laga- og til­skip­ana­kerfi ESB. Heilu laga­bálk­ana eins og sam­keppn­is­lög­in, sækjum við beint til Evr­ópu og allt vís­inda­sam­fé­lag Íslands nýtur góðs af þeirri miklu vinnu sem fram fer í Evr­ópu­sam­band­inu í gegnum EES samn­ing­inn. Það líður ekki ár án þess að við séum með áþreif­an­legum hætti minnt á mik­il­vægi samn­ings­ins. Þessi ávinn­ingur end­ur­spegl­ast ekki ein­ungis í við­skipt­um, menn­ingu, vís­indum eða fræða­störf­um. Teng­ing­arnar hafa víð­tæk áhrif á allt stjórn­kerfi Íslands. Það tekur stundum á eins og í deilunum um 3. orku­pakka ESB á þessu ári. 

Raddir and­stæð­inga hljóðnað

Þessar deilur skipta reyndar ekki máli í stóra sam­heng­inu um sam­band Íslands og ESB. En það er talandi dæmi um styrk samn­ings­ins að raddir and­stæð­ing­anna hafa hljóðnað og margir áhrifa­menn í stjórn­málum m.a. innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins verja nú samn­ing­inn harð­ast af öllum þó að sumir þeirra hafi áður tekið ein­dregna afstöðu gegn hon­um. Þá er einnig áhuga­vert að fylgj­ast með yngri áhrifa­mönnum og konum í Sjálf­stæð­is­flokknum sem hafa talað fyrir EES samn­ingnum með kröft­ugum hætti. En það segir mikið um flokka­kerfið íslenska að flokkur jafn­að­ar­manna, Alþýðu­flokk­ur­inn undir stjórn Jóns Bald­vins var eini stjórn­mála­flokk­ur­inn hér á landi sem stóð allan tím­ann ein­arður að baki þeim ásetn­ingi að mynda þessi dýr­mætu tengsl við Evr­ópu. 

Að þora að gagn­rýna sam­herj­ana

En þrátt fyrir aug­ljósan árangur Jóns Bald­vins bæði í EES samn­ing­unum og bar­átt­unni fyrir frelsi og sjálf­stæði Eystra­salts­land­anna, árangri sem hann náði sem fjár­mála­ráð­herra í grund­vall­ar­breyt­ingum á skatt­kerfi íslend­inga, hefur hann eig­in­lega aldrei setið á frið­ar­stóli. Hin póli­tíska ástæða er nokkuð aug­ljós. Hann hefur haldið áfram skrifum um stjórn­mál fram á þennan dag. Hann tók þátt í mik­illi póli­tískri umræðu í og eftir hrunið haustið 2008 bæði inn­an­lands og utan eins og nokkrar greinar í bók­inni bera með sér. Hann er einn af fáum íslenskum stjórn­mála­mönnum sem hefur verið eft­ir­sóttur fyr­ir­les­ari bæði um Evr­ópu­mál, sögu sjálf­stæð­is­bar­áttu Eystra­salts­land­anna, hrunið á Íslandi og alþjóða­stjórn­mál. Greinar eftir hann birt­ast reglu­lega í erlendum tíma­ritum sem venju­lega vekja athygli.

Stjórn­mála­menn draga sig yfir­leitt í hlé

Í íslenskum stjórn­málum hefur það fremur verið regla en hitt að for­ystu­menn í stjórn­málum hafa dregið sig að mestu í hlé að loknum stjórn­mála­ferli sín­um. Dæmi eru þó um hið gagn­stæða og má þar nefna Ólaf Ragnar Gríms­son, Þor­stein Páls­son og Davíð Odds­son sem allir láta enn að sér kveða í þjóð­mála­um­ræð­unni. Það er mik­ill akkur í því að menn með ára­tuga reynslu af atvinnu­líf­inu og stjórn­málum skuli ennþá miðla af reynslu sinni og þekk­ingu og ég gef lítið fyrir ein­streng­ings­legar skoð­anir og upp­hróp­anir á sam­fé­lags­miðlum um þessa for­ystu­menn. En það þarf nokkuð mikla hæfni til að standa undir end­ur­komu í þjóð­fé­lags­um­ræðu svo ekki sé talað um alþjóða­stjórn­mál. Jón Bald­vin er sann­ar­lega í þessum hópi sem lætur að sér kveða í umræðu um stjórn­mál á alþjóða­vett­vangi. Hann “nýt­ur” einnig þeirrar sér­stöðu að hafa tek­ist grimmt á við sam­herja sína um grund­vall­araf­stöðu m.a. um hrunið 2008 og Evr­ópu­mál. 

Sterkar skoð­anir á hrun­inu

Eins og alþjóð er kunn­ugt hafði Jón Bald­vin sterkar skoð­anir á hrun­inu, orsökum þess og eft­ir­mál­um. Þetta kemur vel fram í Tæpitungu­laust. Ef til vill hafa harðar skoð­anir hans á hrun­málum orðið til þess að ýmsir áhrifa­menn og sam­flokks­menn hans úr Sam­fylk­ing­unni urðu honum frá­hverf­ir. En ekki þýðir að afneita þætti Sam­fylk­ing­ar­innar í orsökum hruns­ins, þó að flokk­ur­inn sæti ekki við völd nema síð­ustu 18 mán­uði fyrir hrun­ið. Ljóst er að póli­tísk sann­fær­ing Jóns Bald­vins byggir einmitt á grein­ingum hans sem koma vel fram í þess­ari bók. Íslensk stjórn­völd gerðu hrika­leg mis­tök í aðdrag­anda hruns­ins 2008. Þau höfðu tveggja ára tíma­bil til að takast á við vanda sem þau sjálf báru ábyrgð á með einka­væð­ingu banka­kerf­is­ins. Þau liðu algert eft­ir­lits­leysi með fjár­mála­stofn­unum af hálfu inn­lendra stofn­ana meðan tákn um aðvíf­andi hrun hrönn­uð­ust upp á hinum póli­tíska sjón­deild­ar­hring. Rann­sókn­ar­skýrsla Alþingis dró síðan fram hið spillta umhverfi og tengsl stjórn­mála og við­skipta. Sam­fylk­ing og Sjálf­stæð­is­flokkur eru enn að bíta úr nál­inni með það hvernig þetta allt gat gerst á þeirra vakt, en ekki síður klúðrið sem fylgdi í kjöl­farið þegar flokk­anir gátu ekki við­ur­kennt hlut sinn og tekið afleið­ingum gerða sinna. Jón Bald­vin hefur verið ómyrkur í máli um þetta tíma­bil sem má segja að hafi verið próf­steinn hins nýja jafn­að­ar­manna­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hún féll á því prófi. Því mið­ur. 

Evru­sam­starfið og fram­koma ESB við skuldug­ustu ríkin

Jón Bald­vin hefur einnig sett fram gagn­rýni á hvernig staðið var að evru­sam­starf­inu við upp­haf evr­unn­ar, fyrst mis­tökum við upp­haf evru­sam­starfs­ins en síðar við aðgerða­leysi ESB og og helstu banka­stofn­ana í Evr­ópu­löndum gagn­vart skuldug­ustu ríkjum sem urðu verst úti í lána- og skulda­krepp­unni í kjöl­fara hruns­ins. Það er einmitt áhuga­vert að fylgj­ast með því hvernig við­horf hans breyt­ist til Evr­ópu­sam­bands­ins í kjöl­far krepp­unnar haustið 2008. 

Auglýsing
Ljóst er að ýmsir stuðn­ings­menn hafa ekki sætt sig við þessi póli­tísku tíð­indi og and­stæð­ingar ESB hér á landi nota oft sjón­ar­mið hans til fram­dráttar and­stöðu við ESB. Jón Bald­vin telur lær­dóm­inn af skulda­kreppu og mis­tök­unum í stjórnun evru­sam­starfs­ins séu þess eðlis að Íslend­ingar verði nú að reiða sig á eigið hyggju­vit og sjálf­saga í stað í stað hlut­deildar í efna­hags­legum og félags­legum stöð­ug­leika í skjóli evr­unn­ar. Það verður að við­ur­kenn­ast að Jón Bald­vin færir sterk rök fyrir breyt­ing­unni á afstöðu sinni, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við verðum að unna honum þess að vera trúr grein­ingu sinni og sann­fær­ingu þegar hann telur að þessir atburðir í kringum hrunið geri það að verkum að Ísland geti ekki að óbreyttu gengið í sam­band­ið. 

Afleið­ingum spill­ingar í nokkrum ríkjum á ekki að deila með öðrum

Ég vil leyfa mér að vera ósam­mála Jóni Bald­vin um þetta síð­asta meg­in­at­riði sem teng­ist skuld­seig­ustu ríkjum ESB. Það er of langt mál að færa rök fyrir þess­ari skoðun minni hér í stuttri umsögn um bók­ina. En stutt ver­sjón af skoðun minni er sú að sum lönd Evr­ópu sem voru djúpt sokkin í spill­ingu þar á meðal bæði Spánn og Grikk­land, hefðu aldrei átt mögu­leika á að kom­ast frá hrun­inu öðru vísi en með botn­lausan skulda­klafa, hvort sem evr­ópskir bankar hefðu haldið áfram að lengja lán og afskrifa eða ekki. Alkunna er að Grikk­land fals­aði fjár­hags­stöðu gríska rík­is­ins löngu fyrir inn­göng­una í ESB og í ljós hefur komið mikil spill­ing fjár­mála­afla og stjórn­mála­manna á Spáni allt fram á síð­ustu ár. Tölum nú ekki um Ítal­íu. Þegar inn­viðir fjár­mála ríkja eru fúnir og feysknir er óverj­andi að taka slíka veik­leika inn á sam­eig­in­legt mynt­svæði evr­unnar og láta skatt­borg­ara evru­svæð­is­ins, ríkja­sam­bandsins og banka­kerfi aðild­ar­land­anna taka á sig afleið­ingar fals­ana og spill­ingar í ein­stökum ríkj­um. Þar að auki stóð skuld­sett­ustu ríkjum evru­sam­starfs­ins það til boða að hverfa úr sam­starfi um evr­una eftir hrunið eins og Mervyn King, fyrrum banka­stjóri Eng­lands­banka rekur í bók sinni um Enda­lok gull­gerð­ar­list­ar­inn­ar. Þau kusu að eigin vali að gera það ekki. Flestum er hins vegar ljóst að evru­sam­starfið byggði á veikum grunni í upp­hafi og verður ekki deilt um það.

Nýfrjáls­hyggjan og nor­ræna mód­elið

Ég hygg að í seinni tíð hafi fáir ef nokkur stjórn­mála­maður hér á landi lýst betur en Jón Bald­vin þeim tveimur hug­mynda­kerfum sem tók­ust á um stjórnun efna­hags­mála í hinum vest­ræna heimi á seinni hluta síð­ustu aldar og á upp­hafs­árum nýrrar ald­ar. Ann­ars vegar með nýfrjáls­hyggj­unni í anda þeirra Hayeks og Fried­mans og hins vegar vel­ferð­ar­ríki Norð­ur­landa þar sem nor­ræna líkanið svo­kall­aða hefur sýnt sig að vera sig­ur­veg­ar­inn í lang­hlaupi hug­mynda­kerfa í okkar heims­hluta. Þegar til valda komust áhrifa­miklir stjórn­mála­menn eins og Reagan og Thatcher beggja vegna Atl­antsála um 1980 fóru áhrif hinnar nýju frjáls­hyggju sem eldur í sinu og hér á landi hóf Eim­reið­ar­hóp­ur­inn inn­reið sína í stjórn­málin sem end­aði í einka­væð­ingu banka­kerf­is­ins. Við vitum öll hvernig sú veg­ferð end­aði og óþarfi að rekja það hér. Hrunið á Íslandi haustið 2008 stað­festi að bæði und­ir­stöður hug­mynda­fræð­innar og fram­kvæmd hennar leiddi Ísland í ógöng­ur. 

Margir jafn­að­ar­menn hrifust af frjáls­lyndum Blairisma

Margir jafn­að­ar­menn hrifust af kröfum um aukið versl­un­ar- og við­skipta­frelsi og að rík­is­klafanum væri lyft af fyr­ir­tækjum sem voru undir rík­is­for­sjá á Norð­ur­löndum og fór áhrifa þess­arar stefnu sem oft er kennd við Tony Blair í Bret­landi að gæta á Íslandi og á fleiri Norð­ur­löndum um alda­mótin en Tony Blair vann yfir­burða­sigur í kosn­ingum í Bret­landi 1997 og var for­sæt­is­ráð­herra í ára­tug. En þó að margir væru sam­mála um að losa atvinnu­lífið undan rík­is­for­sjá og efla sam­keppni, kom fleira til sem veikti stöðu launa­fólks og efldi stór­fyr­ir­tæki á kostnað sam­taka launa­fólks og stjórn­mála­manna.

Áhrif frjálsrar farar launa­fólks og frjálsra fjár­magns­flutn­inga í ESB

Margir hag­fræð­ingar og þjóð­fé­lags­rýnar hafa einnig bent á að áhrif fjór­frels­ins um frjálsa för launa­fólks og frjálsa fjár­magns­flutn­ing­inga hafi gengið gegn grund­vall­ar­at­riðum í vel­ferð­ar­kerfum Norð­ur­land­anna og ríkja Evr­ópu þar sem fjár­magnið fékk að valsa eft­ir­lits­laust um ríki sem búið höfðu við nokkuð stöðugan vinnu­markað með lágu atvinnu­leysi um ára­tuga­skeið. Þetta breytt­ist með flóði erlends verka­fólks milli landa ESB þar sem í sumum Evr­ópu­ríkjum voru ekki ákvæði um lág­marks­kjör eins og gilda hér á landi og við höfum haft lög­bundin í starfs­kjara­lög­unum íslensku í um fjóra ára­tugi. Alþjóða­væð­ingin hefur síðan haft svipuð áhrif og aukið styrk stór­fyr­ir­tækja á kostnað hreyf­ingar launa­fólks og stjórn­mála­afla. 

Auglýsing
Jón Bald­vin fjallar nokkuð um þessi atriði og ljóst er að hér hafa stjórn­mála­flokkar sem telja sig verj­endur almanna­hags­muna ekki staðið nógu vel á verð­in­um. Hann hefur eins og margir for­ystu­menn jafn­að­ar­manna miklar áhyggjur af sam­þjöppun auðs og vax­andi auð­ræðis í heim­inum sem mun valda vel­ferð­ar­ríkjum meiri erf­ið­leikum í að fram­fylgja jöfn­uði og rétt­læti í álf­unn­i. 

Jafn­að­ar­menn rufu hafta­m­úr­inn tvisvar á öld­inni

Það er íhug­un­ar­efni að á síð­ustu öld sem ein­kennd­ist af hafta­bú­skap, vernd­ar­stefnu og ein­angr­un­ar­basli lengst af á Íslandi, voru það jafn­að­ar­menn sem stóðu í far­ar­broddi þegar höftin voru rof­in, bæði með EFTA aðild­inni 1970 og síðan EES samn­ingnum 1994. Það er hins vegar álita­efni hvort þeir varnaglar sem voru í samn­ing­unum bæði um frjálsa för launa­fólks og fjár­magns hafa verið nýttir sem skyldi og það á ekki bara við um Ísland heldur ekki síður um Norð­ur­lönd og Evr­ópu­ríkin innan ESB.

Auglýsing
En það er ekki síður athygl­is­vert að þegar íslenska þjóð­fé­lagið hrundi undan spill­ingu og stjórn­leysi fjár­mála­afl­anna haustið 2008, kom það í hlut jafn­að­ar­manna á Íslandi að stýra þjóð­ar­skút­unni út úr öldurót­in­u. 

Margir sem fjalla um þetta tíma­bil, eyða miklu púðri í það að kenna stjórn­inni sem hreins­aði flór­inn eftir frjáls­hyggju­stjórn Geirs H. Haarde um hvað­eina sem miður fór á stjórn­ar­tím­an­um. En stað­reyndin er sú að stjórn VG og SF sat uppi með þjóð­ar­gjald­þrot sem rekja mátti til mis­taka fyrri stjórnar og síðan hljóp annar mönd­ull stjórn­ar­innar stöðugt undan merkjum þegar reyndi á í stjórn­ar­sam­starf­inu.

Nor­ræna líkanið og fyr­ir­mynd­ar­þjóð­fé­lagið

Það var áreið­an­lega póli­tísk gæfa Jóns Bald­vins Hanni­bals­sonar sem fyrr­ver­andi stjórn­mála­manns og þjóð­fé­lags­rýn­is, að leið hans skyldi liggja sem sendi­herra til Banda­ríkj­anna, lands tæki­fær­anna þar sem allir áttu að geta látið amer­íska draum­inn ræt­ast. Við sem höfum þekkt hann lengi tókum eftir afger­andi breyt­ingu á við­horfi hans til banda­rískra stjórn­mála og hann setti á odd­inn umræðu um nor­ræna líkanið sem fyr­ir­mynd ann­arra stjórn­mála­kerfa um allan heim. Hann gerir mjög vel grein fyrir sam­an­burði á vel­ferð­ar­kerfum nor­rænu ríkj­anna ann­ars vegar og stjórn­kerfum ríkja frjáls­hyggju­afl­anna hins vegar í Tæpitungu­laust. Þeir sem stutt hafa þessa stefnu nor­rænu kratanna hér á landi um fyr­ir­mynd­ar­líkan stjórn­mála og verka­lýðs­mála Norð­ur­löndum hafa átt undir högg að sækja. Í kjara­samn­ingum síð­ustu ára hefur verið reynt að feta þessa leið en því miður hafa margir viljað tína bestu bit­ana af kök­unni. Það er ekki í boði. M.a. þess vegna hefur verið erfitt að koma nor­ræna lík­an­inu að mótun á vel­ferð­ar­kerfi hér á landi.

Stjórn­mála­maður af ástríðu

Þegar litið er yfir lífs­starf Jóns Bald­vins í Tæpitungu­laust er ljóst að það er þrek­virki.Mig minnir að hann hafi ein­hvern tím­ann lýst sjálfum sér sem ástríðu­stjórn­mála­manni. Það er hverju orði sann­ara. Styrkur JBH liggur í grunn­inn í þeirri miklu hæfni sem felst í grein­ingum hans á sam­tíma­at­burðum og sög­unni. Í hverju ein­asta stóra verk­efni sem hann hefur unnið í stjórn­málum hefur hann lag á að greina hluti með því að taka ein­faldar sam­lík­ingar úr sam­tím­anum til að auka skiln­ing okkar á und­ir­liggj­andi orsaka­þáttum þró­un­ar. Síðan fylgir hann málum fast eftir og tekur stundum mikla póli­tíska áhættu.

Hver er konan að baki mann­in­um?

Það verður ekki skilið við þessa umsögn án þess að minn­ast á hug­ljúft við­tal við þau Jón Bald­vin og Bryn­dísi í lok bók­ar­innar sem Jónas Jón­as­son, útvarps­maður tók við þau árið 2008. Þegar karl­maður lætur að sér kveða, er stundum spurt í Frakk­landi, hvar er konan og þá átt við kon­una að baki mann­in­um. Þau Jón Bald­vin og Bryn­dís hafa verið sálu­fé­lagar frá unga aldri. Lík­lega er flestum ljóst að fer­ill eins og Jóns Bald­vins er ekki eins manns verk. Þar hefur stuðn­ing­ur­inn og ráð­gjaf­ar­hlut­verkið verið leið­ar­ljós hans í erf­iðum við­fangs­efn­um. 

Mér er minn­is­stætt árið sem Bryn­dís var skóla­meist­ari á Ísa­firði í fjar­veru JBH. 

Hún var góður yfir­maður sem tókst á við við­fangs­efnin af festu og sam­visku­semi í góðri sátt við nem­endur og sam­kenn­ara. Kannski á vissan hátt mild­ari. Þannig leysti hún sín verk vel af hend­i. 

Loka­orð

Ekki ætla ég að eyða orðum að frá­gangi bók­ar­innar þar sem ég veit að vinnan að und­ir­bún­ingi undir prentun var unnin í miklu kapp­hlaupi við tím­ann. Einnig minn­ist Jón Bald­vin í eft­ir­mála á end­ur­tekn­ingar sem óhjá­kvæmi­lega fylgja verki eins og þessu. Þetta tel ég ekki ókost við bók­ina, heldur til kosta henn­ar. Það væri hins vegar ómet­an­legt ef úr þessu verki yrði unnið annað verk í mun styttra formi sem væri sam­an­tekt um stefnu­mál og fram­kvæmd jafn­að­ar­stefnu á Íslandi frá því EFTA samn­ing­ur­inn var gerður og fram á okkar daga. Það færi vel á því að þetta verk­efni yrði síðan tengt við stefnur og strauma stjórn­mála í hinum vest­ræna heimi með sér­stakri skírskotun til þró­unar stjórn- og félags­mála á Norð­ur­lönd­um, Bret­landi, í ESB og Banda­ríkjum N Amer­íku. Sá efni­viður sem hér liggur fyrir væri kjör­inn efni­viður að verki sem þá mætti stilla upp í tíma­röð. Sé það fyrir mér sem spenn­andi les­efni.

Höf­undur starf­aði nær óslitið með JBH á árunum 1973-83. Hann varð síðan að mestu við störf fyrir verka­lýðs­hreyf­ing­una innan ASÍ, fræðslu­full­trúi MFA, Skóla­stjóri Mímis, skrif­stofu­stjóri ASÍ og síðan skrif­stofu­stjóri Dags­brúnar og síðar Efl­ing­ar-­stétt­ar­fé­lags frá stofnun fram til 2018. Stjórn­mála­af­skipti hófust með þát­töku í sveit­ar­stjórn­ar­málum fyrst á Ísa­firði og síðan í Kópa­vogi fyrir Alþýðu­flokk­inn og síðan Sam­fylk­ing­una. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar