Hvernig fjölmiðlaumhverfi vilja stjórnmálamenn?

Ritstjóri og framkvæmdastjóri Kjarnans skrifuðu umsögn um fyrirliggjandi frumvarp um stuðningsgreiðslur til fjölmiðla. Þessi grein byggir á þeirri umsögn.

Kjarnamynd
Auglýsing

Hér að neðan er almenn umsögn stjórn­enda Kjarn­ans miðla við frum­varp til laga um breyt­ingu á lögum um fjöl­miðla, nr. 38/2011, með síð­ari breyt­ing­um. Kjarn­inn miðlar ehf. leggur til að frum­varpið verði sam­þykkt með þeirri breyt­ingu að end­ur­greiðslu­hlut­fallið verði á ný hækkað úr 18 í 25 pró­sent, líkt og nefnd um bætt rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla, sem skipuð var af Ill­uga Gunn­ars­syni, þáver­andi mennta­mála­ráð­herra og þing­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og starf­aði undir for­mennsku Björg­vins Guð­munds­son­ar, lagði til í skýrslu sinni sem skilað var í jan­úar 2018.Þórður Snær Júlíusson

Engin sýni­leg rök voru færð fyrir þeim breyt­ingum sem gerðar voru á frum­varp­inu frá því að því var dreift á Alþingi og þar til að það komst á dag­skrá. Ljóst er að breyt­ing­arnar draga úr áhrifum stuðn­ings­greiðslna á þá fjöl­miðla sem upp­fylla sett skil­yrði um stuðn­ing en geta átt von á lægri stuðn­ings­greiðslum en 50 millj­ónum króna. Ef end­ur­greiðslu­hlut­fallið er hækkað aftur í 25 pró­sent mun það skila öfl­ugri og fjöl­breytt­­ari fjöl­miðlaflóru, sterk­­ari lýð­ræð­is­­stoð­um, fleiri krónum aftur í rík­­is­­sjóð í formi auk­inna skatt­greiðslna sam­hliða vexti og fleiri störfum fyrir metn­að­­ar­­fulla blaða­­menn.Eyrún Magnúsdóttir.

 End­ur­greiðslur vegna rit­stjórn­ar­kostn­aðar stærstu fjöl­miðla lands­ins verða hins vegar þær sömu óháð því hvort að hlut­fallið verði 18 eða 25 pró­sent. Breyt­ingin hefur því engin áhrif á þá.

Frek­ari rök­stuðn­ingur

Kjarn­inn miðlar ehf., útgef­andi Kjarn­ans og Vís­bend­ing­ar, telur að frum­varp mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um breyt­ingar á lögum um fjöl­miðla, sem hefur það mark­mið að koma á stuðn­ingi við öflun og miðlun frétta og frétta­tengds efn­is, sé gott fyrsta skref í átt að því að bæta íslenskt fjöl­miðlaum­hverfi. Núver­andi rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla er í margs­konar ólagi vegna ýmissa þátta. 

Fyrst ber að nefna að umhverfið hefur kúvenst vegna tækni- og upp­­­lýs­inga­­­bylt­ing­­­ar­innar sem hefur ger­breytt neyt­enda­hegðun og haft mikil nei­kvæð áhrif á hefð­bundin tekju­­­mó­d­el fjöl­miðla. Fyrir vikið vilja færri greiða fyrir fréttir og frétta­vinnslu og það hefur gert það að verkum að nýjar teg­undir miðla, sér­­­­stak­­­­lega sam­­­­fé­lags­mið­l­­­­ar, eru farnir að taka til sín sífellt stærri sneið af tekjum sem áður runnu til íslenskra miðla.

Auglýsing
Þá ríkir hér­lendis mark­aðs­bjögun sem er að hluta til afleið­ing aðgerð­ar- og aðlög­un­ar­leysis hins opin­bera. Hún hefur leitt af sér að fjöl­miðla­fyr­ir­tæki geta rekið sig í miklu tapi og án við­skipta­legra for­sendna árum sam­an, að hægt er að fela raun­veru­legt eign­ar­hald fjöl­miðla, að hið opin­bera styrkir nú þegar valda fjöl­miðla óbeint með háum fjár­hæðum eða með því að láta skatt­greið­endur bera kostnað vegna dreif­ing­ar­leiða þeirra, og að tekju­sókn­ar­mögu­leikar hafa ekki verið aðlag­aðir að nýjum raun­veru­leika.

Allt ofan­greint sýnir að það er löngu orðið tíma­bært að grípa til umfangs­mik­illa aðgerða til að laga þetta rekstr­ar­um­hverfi. Eitt slíkt skref er það frum­varp sem nú er til umræðu og því ber að fagna að frum­varpið sé loks komið í far­veg. Stjórn­endur Kjarn­ans styðja það að uppi­stöðu og telja að það muni stuðla að heil­brigð­ara og sterkara fjöl­miðlaum­hverfi. Rök um að í stuðn­ingi hins opin­bera við fjöl­miðla, sem er sam­bæri­legur og við ýmsar aðrar greinar sem njóta end­ur­greiðslna á kostn­að­i,  felist hætta á að það dragi úr aðhaldi fjöl­miðla gagn­vart ríkj­andi stjórn­völdum hverju sinni stand­ast illa enda er um að ræða aðgerð sem hefur verið beitt í nágranna­löndum okkar um lengri tíma með góðum árangri. 

Því ber sér­stak­lega að fagna að skýr skil­yrði séu sett fyrir því að geta sótt um stuðn­ings­greiðsl­ur. Þar skiptir mestu máli að gerð sé krafa um að öll opin­ber gjöld séu í skilum og að til­tekin rekstr­ar­saga sé til staðar áður en fjöl­mið­ill telst stuðn­ings­hæf­ur. 

Á frum­varp­inu eru hins vegar van­kantar sem tíund­aðir verða í þess­ari umsögn og færð rök fyrir af hverju það sé æski­legt að þeir verði sniðnir af.

Of langt ferli

Í skýrslu nefndar um rekstr­­­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla hér á landi, sem skipuð var í lok árs 2016 kom fram að rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla sé svo erf­iður að það gefi stjórn­­­völdum til­­­efni til að stuðla að bættu rekstr­­­ar­um­hverfi þeirra. Frum­varpið byggir á vinnu þeirrar nefnd­ar.

Það rekstr­­ar­um­hverfi sem íslenskum einka­reknum fjöl­miðlum er sniðið er auk þess ólíkt því sem tíðkast víð­­ast hvar í Evr­­ópu. Þannig eru beinir rík­­is­­styrkir til einka­rek­inna fjöl­miðla á öllum Norð­­ur­lönd­un­um, í Frakk­landi, Lúx­em­borg, Lett­landi og Ítal­­íu.

Á hinum Norð­­ur­lönd­un­um, sem eru þau sam­­fé­lög sem Ísland ber sig mest saman við, má rekja rekstr­­ar­­stuðn­­ing hins opin­bera til einka­rek­inna fjöl­miðla aftur til árs­ins 1990. Í Nor­egi og Sví­­þjóð hefur stuðn­­ing­­ur­inn verið auk­inn umtals­vert und­an­farin mis­s­eri. Dönsk stjórn­­völd kynntu einnig aðgerðir til að bregð­­ast við rekstr­­ar­­stöðu fjöl­miðla á árinu 2018, sem fólust meðal ann­­ars í því að draga saman umfang DR, danska rík­­is­­sjón­varps­ins.

Und­ir­liggj­andi var að tryggja að gagn­rýnin umræða, aðhald, fjöl­breyttar skoð­­anir og sjón­­­ar­mið, menn­ing­­ar­­leg fjöl­breytni, rann­­sókn­­ar­­blaða­­mennska séu grund­­völlur hvers lýð­ræð­is­­rík­­­is. Til þess að ná því mark­miði þurfa fjöl­miðlar að vera fjöl­breyttir og í eigu ólíkra aðila.

Auglýsing
Ferlið – til­­raun til að styðja við fjöl­miðla – hefur nú staðið yfir í rúm þrjú ár, ef miðað er við að það hafi haf­ist þegar Ill­ugi Gunn­ars­son, þáver­andi mennta­mála­ráð­herra og kjör­ins full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins, skip­aði áður­nefnda nefnd í árs­lok 2016. Sú nefnd, undir for­mennsku Björg­vins Guð­munds­sonar almanna­teng­ils, skil­aði af sér í jan­úar 2018, fyrir tveimur árum síð­an. 

Í kjöl­farið var ráð­inn verk­efna­stjóri hjá fjöl­miðla­nefnd til að safna saman gögnum sem nýtt­ust við að kort­leggja stöð­una í fjöl­miðlaum­hverf­inu og hver mögu­legur kostn­aður við aðgerðir yrð­i. 

31. jan­úar 2019 kynnti Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, drög að frum­varpi um breyt­ingar á fjöl­miðla­lög­um. Frum­varpið var kynnt í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda í jan­úar og eftir sam­ráðs­ferlið voru gerðar breyt­ingar á frum­varp­inu.

Ný útgáfa af fjöl­miðla­frum­varp­inu var kynnt á rík­­is­­stjórn­­­ar­fund­i í byrjun maí. Frum­varp­inu var dreift á Alþingi þann 20. maí en það komst þó ekki til umræðu á Alþingi áður en þingið fór í sum­­­ar­­leyf­­i. 

Í haust stóð til að mæla fyrir mál­inu í sept­em­ber en því var sífellt frestað. Loks tókst að mæla fyrir frum­varp­inu 16. des­em­ber 2019, en það hafði þá enn tekið umtals­verðum breyt­ing­um, sem snéru sér­stak­lega að því að lækka end­ur­greiðslu­hlut­fall. 

Stjórn­endur Kjarn­ans benda á að þetta ferli hefur tekið langan tíma miðað við hversu lýð­ræð­is­lega mik­il­vægt það var talið af nefnd­inni að ráð­ast í aðgerð­ir. Ferlið hefur staðið yfir á meðan að þrír mis­mun­andi ráð­herrar hafa setið í mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu (Illugi Gunn­ars­son, Krist­ján Þór Júl­í­us­son og Lilja D. Alfreðs­dótt­ir).

Þessi langi tími gerir það líka að verkum að nær ómögu­legt er fyrir rekstr­ar­að­ila fjöl­miðla í vexti að skipu­leggja rekstur sinn með vit­rænum hætti þar sem óvissa ríkir um hvort að aðgerðir muni líta dags­ins ljós og hvers eðlis þær verða. 

Því er nauð­syn­legt að afgreiða málið nú hratt og örugg­lega.

Mark­aðs­bjögun í boði hins opin­bera

Það er ekki síst mik­il­vægt að laga rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla nú vegna afleið­inga aðgerða, og aðgerð­ar­leys­is, hins opin­bera síð­ast­lið­inn rúma ára­tug. Það ríkja engar eðli­legar leik­reglur á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði. Í stað þess að jafna þá stöðu sem þar er uppi, og gefa öllum tæki­færi til að keppa á sömu for­send­um, hefur hið opin­bera lagt sitt að mörkum til að stuðla að enn frek­ari mark­aðs­bjög­un. 

Hér verða nefnd nokkur dæmi um þetta.

Í fyrsta lagi hefur það við­geng­ist að huldu­menn fjár­magni rekstur fjöl­miðla án þess að eft­ir­lits­stofn­anir grípi þar inn í. Með því er hægt að fela raun­veru­legt eign­ar­hald fjöl­miðla, sem hlýtur að telj­ast lýð­ræð­is­leg ógn undir öllum kring­um­stæð­um. Þessi staða hefur valdið öðrum fjöl­miðla­­fyr­ir­tækjum sem reyna að reka sig heið­­ar­­lega, með gagn­­sæjum hætti og með sjálf­­bærni að leið­­ar­­ljósi, miklum skaða. 

Í öðru lagi ber að nefna allskyns með­­­gjöf sem ríkið hef­­ur, beint og óbeint, veitt völdum fjöl­miðla­­fyr­ir­tækjum á síð­­ast­liðnum rúma ára­tug, á kostnað hinna sem við þau keppa. Birt­ing­­ar­­mynd hennar er meðal ann­­ars sú að valdir fjöl­miðlar hafa notið umfram stuðn­­ings frá hinu opin­bera með því að rík­­ið, stofn­an­ir, rík­­is­­fyr­ir­tæki og sveit­­ar­­fé­lög kaupa mikið magn af aug­lýs­ingum í þeim. Þar er sann­­ar­­lega ekki unnið eftir neinu heild­rænu skipu­lagi og við blasir að ákveðnir fjöl­miðlar hafa fengið mun meira í sinn hlut af því aug­lýs­ingafé en aðr­­ir. Þar er um að ræða hund­ruð millj­­óna króna á ári. 

Þá er rétt að nefna að skatt­greið­endur hafa borið árlegan kostnað af því að urða dag­blöð og frí­póst þar sem slíkur kostn­aður hefur gallið á fyr­ir­tæki í eigu sveit­­ar­­fé­laga á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­in­u. 

Í þriðja lagi ber að nefna að bankar sem eru í dag í rík­i­s­eigu afskrif­uðu millj­arða króna af skuldum tveggja stórra fjöl­miðla­fyr­ir­tækja á árunum eftir banka­hrun. 

Stuðla verður að auk­inni fjöl­breytni og styrkja fyr­ir­tæki í vexti

Fjöl­miðlar verða að vera fjöl­breyttir og í eigu ólíkra aðila. Það er und­ir­staða sterks aðhalds og að lýð­ræðið virki eins og það á að gera. Þær aðgerðir sem nú er rætt um eiga að styðja við gras­­rót fjöl­miðla. Þær skipta minni miðla, og sér­­stak­­lega stað­bundna lands­­byggð­­ar­­fjöl­miðla og sér­hæfð­ari miðla, miklu máli. Í sumum til­vikum er um lífs­spurs­mál að ræða, líkt og komið hefur fram í umsögnum stjórn­enda slíkra miðla. End­­ur­greiðslu­­kerfi gerir þeim kleift að vaxa og fá meiri sjálf­­stæðan slag­­kraft. Nýlegar breyt­ingar á frum­varp­inu lækka greiðslur til þess­­ara aðila, þeirra sem fara ekki yfir 50 millj­­óna króna end­ur­greiðslu­þak­ið, um 20 pró­sent. Breyt­ing­­arnar hafa hins vegar engin áhrif á greiðslur til stærstu fjöl­miðla­fyr­ir­tækj­anna þriggja (Ár­vak­urs, Torgs og Sýn­ar). Þeir fá áfram sem áður sínar 50 millj­­óna króna­há­marks­greiðsl­ur. 

Auglýsing
Engar vit­rænar skýr­ingar eru gefnar á þessu og eðli­legt væri að breyta til fyrri veg­ar, og hafa end­ur­greiðslu­hlut­fallið 25 pró­sent, þannig að aðgerðin nái til­gangi sín­um, stuðli að fjöl­breytni, heil­brigði og vext­i. 

Þum­al­putta­reglan segir að það eigi að vökva sprota. Það er gert með sam­­bæri­­legu end­­ur­greiðslu­­kerfi fyrir rann­­sóknir og þró­un, kvik­­mynda­­gerð og vegna bóka­út­­­gáfu. Það skilar fjöl­breytt­­ari fjöl­miðlaflóru, sterk­­ari lýð­ræð­is­­stoð­um, fleiri krónum aftur í rík­­is­­sjóð í formi auk­inna skatt­greiðslna sam­hliða vexti og auð­vitað fleiri störfum fyrir metn­að­­ar­­fulla blaða­­menn. 

Auk þess er vert að benda á að end­ur­greiðslur til þeirra fjöl­miðla sem eru vel undir end­ur­greiðslu­þak­inu geta líka hvatt til frek­ari fjár­fest­inga hlut­hafa eða ann­arra fjár­festa í þeim, þar sem fyrir liggur að 18-25 pró­sent af henni bæt­ist við þá fjár­fest­ingu árlega, verði frum­varpið að lög­um. 

Fylgið ábend­ingum Björg­vins­nefnd­ar­innar

Vert er að benda á að nefndin sem skipuð var til að greina rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla hér á landi, og starf­aði undir þremur ráð­herrum, komst að þeirri nið­ur­stöðu í skýrslu sinni, sem skilað var í jan­úar 2018, að nauð­syn­legt væri að grípa til aðgerða. Í skýrslu hennar sagði orð­rétt: „Nið­ur­staða nefnd­ar­innar er að þótt fjöl­miðlaum­hverfi á Íslandi sé á margan hátt fjöl­breytt, sé tekið til­lit til mann­fæð­ar, þá dylst engum að rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla er erf­ið­ur. Rekstr­ar­erf­ið­leikar fjöl­miðla gefa hinu opin­bera til­efni til að stuðla að bættu rekstr­ar­um­hverfi þeirra.“

Hún lagði til til­lögur í sjö liðum um aðgerðir til að bæta rekstr­ar­grund­völl fjöl­miðla: 

  • Ein til­lagan fól í sér stuðn­ings­kerfi við einka­rekna fjöl­miðla að nor­rænni fyr­ir­mynd. Það er sú sem er til umræðu í því frum­varpi sem hér er til umfjöll­un­ar. Afar mik­il­vægt er að byggja á grunn­inum sem vinna nefnd­ar­innar lagði og ráð­ast í þær til­lögur sem hún lagði fram hverja og eina, en ekki að nálg­ast við­fangs­efnið eins og ein til­laga geti komið í stað ann­arr­ar. Þannig geta breyt­ingar á veru RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði til að mynda ekki komið í stað stuðn­ings­kerf­is. Til að stuðla að heil­brigði í rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla, stórra sem smárra, þarf að ráðast  flestar til­lög­urn­ar. 
  • Önnur til­laga nefnd­ar­innar fól í sér að breyta þyrfti stöðu RÚV á aug­lýs­ing­ar­mark­aði. Stjórn­endur Kjarn­ans styðja að ráð­ist verði í þær breyt­ing­ar, sam­hliða því að staða RÚV verði var­in, þrátt fyrir að mat sér­fræð­inga sé það að brott­hvarf RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði muni ekki skila Kjarn­anum neinum við­bót­ar­tekjum sem máli skipta, heldur fyrst og síð­ast styrkja rekstr­ar­grund­völl stærstu ljós­vaka­fjöl­miðla lands­ins. Að mati stjórn­enda Kjarn­ans eru allar aðgerðir sem gera fjöl­miðlaum­hverfið í heild sterkara, góðar aðgerð­ir, og því styðja þeir sterk­ari rekstr­ar­stoðir stórra sam­keppn­is­að­ila okk­ar. Það er hins vegar mik­il­vægt að þess­ari til­lögu sé ekki blandað saman við þá fyrri, sem hefur annan til­gang og þarf að útfær­ast á jafn­ræð­is­grund­velli svo hún nái mark­miði sín­u. 
  • Þriðja til­laga nefnd­ar­inn­ar, um að lækka virð­is­auka­skatt á áskrift­ir, hefur þegar verið hrint í fram­kvæmd með frum­varpi sem var sam­þykkt á árinu 2018, og færði virð­is­auka­skatt á vef­á­skriftir úr 24 pró­sentum í 11 pró­sent. Stjórn­endur Kjarn­ans styðja þessa aðgerð þótt hún hafi helst gagn­ast stórum sam­keppn­is­að­ilum hans, sökum þess að hún stuðl­aði að betra rekstr­ar­um­hverfi fyrir fjöl­miðla í heild.
  • Fjórða til­laga nefnd­ar­innar snéri að því að heim­ila áfeng­is­aug­lýs­ingar í íslenskum fjöl­miðl­um. Fullt til­efni er til þess að taka vit­ræna umræðu um kosti og galla þess fyr­ir­komu­lags sem nú ríkir um slíkar teg­undir aug­lýs­inga á vett­vangi stjórn­mála.
  • Fimmta til­lagan snérist um gagn­sæi í kaupum hins opin­bera á aug­lýs­ing­um. Nefndin lagði til að settar yrðu skýrar reglur um gagn­sæi í aug­lýs­inga­kaupum hins opin­bera þannig að opin­berum aðilum beri að birta sund­ur­lið­aðar upp­lýs­ingar um kaup á aug­lýs­ing­um. Stjórn­endur Kjarn­ans styðja að öllu leyti að ráð­ist verði í þá vinnu sem allra fyrst að gera þá til­lögu að veru­leika. 
  • Tvær af sjö til­lögum nefnd­ar­innar snúa að textun og tal­setn­ingu, sem snerta ekki rekstur Kjarn­ans með neinum hætti og því ekki við­eig­andi að við séum að lýsa skoð­unum okkar á þeim.

Hvað vilja stjórn­mála­menn?

Sam­an­dregið þá eru þetta ein­faldar spurn­ingar sem þið stjórn­­­mála­­menn standið frammi fyr­ir: Viljið þið sterka, sjálf­­stæða fjöl­miðla? Teljið þið þá mik­il­væga lýð­ræð­in­u? 

Ef svarið er já þá ættuð þið að styðja þetta frum­varp með breyt­ingum þar sem end­ur­greiðslu­hlut­fallið er hækkað á ný og beita ykkur svo fyrir við­­bót­­ar­­leiðum til að bæta rekstr­­ar­um­hverfi þeirra, stórra sem smárra, með því að ráð­ast í fram­kvæmd á fleiri af þeim til­lögum sem Björg­vins­nefndin lagði til. 

Það frum­varp sem nú er til með­ferðar býr til sterk­ari grunn fyrir fjöl­breytt­ari fjöl­miðlaflóru og hjálpar sér­stak­lega minni miðlum í vexti að styrkj­ast og vaxa. Það er gríð­ar­lega hag­kvæmt fyrir hið opin­bera, enda skilar það fleiri skatt­krónum aftur til baka.

Lýð­ræði þrífst ekki án sjálf­­stæðra fjöl­miðla. Þeir eiga veru­­lega undir högg að sækja. Upp­­sagnir blaða­­manna með ára­tuga reynslu og þekk­ingu á und­an­­förnum mis­s­erum sýna það ásamt þeim við­var­andi speki­­leka sem orðið hefur á síð­­­ustu árum þar sem frá­­­bærir blaða­­menn skipta um starfs­vett­vang vegna þess að laun, vinn­u­að­­stæð­­ur, rekstr­­ar­um­hverfi og almennt áreiti sem fylgir því að vera gagn­rýn­inn fjöl­miðla­­maður í örsam­­fé­lagi reynd­ist þeim um megn.

Auglýsing
Á Íslandi eru fjöl­mið­l­­arnir ekki full­komn­­ir. Þeir gera stundum mis­­tök og áherslur þeirra eru stundum sér­­­kenn­i­­leg­­ar. En lang­flestir sem vinna í þessum geira gera það af hug­­sjón og vilja til að þjóna almanna­hags­munum með því að upp­­lýsa lands­­menn og setja hluti í sam­hengi fyrir þá. Frammi­­staða fjöl­miðla í mörgum risa­málum síð­­­ustu ára, og við­brögð almenn­ings við þeim, sýna hversu mik­il­vægir þeir eru sam­­fé­lag­in­u. 

Styðjið þá.

Um Kjarn­ann

Kjarn­inn verður sjö ára í sum­ar. Rit­­­stjórn­­­­­ar­­­stefna Kjarn­ans er að leggja áherslu á gæði og dýpt í umfjöll­unum sín­­­um. Að upp­­­lýsa almenn­ing í stað þess að ein­blína á að skapa vef­um­­­ferð. Þar er lögð áhersla á umfjöllun um alþjóða­­­mál, inn­­­­­lenda þjóð­­­mála­um­ræðu, við­­­skipti, efna­hags­­­mál, stjórn­­­­­mál og loft­lags- og umhverf­is­­­mál. 

Fjöl­miðla­fyr­ir­tækið hefur frá upp­hafi ein­beitt sér að því stuðla að nýsköpun í rekstri í stað þess að treysta á eldri við­skipta­módel sem virð­ast vera úr sér gengin að mestu leyti. Í þeirri hug­mynda­fræði felst meðal ann­ars að nýta sér staf­rænar dreif­ing­ar­leiðir eins vel og hægt er til að kostn­aður við dreif­ingu verði í algjöru lág­marki. Í því sam­hengi má benda á að laun starfs­manna og verk­taka Kjarn­ans mynda um 90 pró­sent af rekstr­ar­kostn­aði hans. Það þýðir að ann­að, t.d. húsa­leiga, skrif­stofu­hald og dreif­ing­ar­kostn­að­ur, er ein­ungis um tíu pró­sent. Með því nýt­ist fjár­magnið sem Kjarn­inn aflar sér til þess, fyrst og síð­ast, að búa til efni og greiða góðum blaða­mönnum laun. 

Kjarn­inn rekur frétta­vef þar sem lögð er áhersla á mun færri en ítar­legri efni en aðrir dag­legir frétta­miðlar á Íslandi bjóða upp á. Á árinu 2019 birt­ust alls 432 frétta­­skýr­ingar á Kjarn­­anum og 2.430 frétt­­ir. Kjarn­inn vill líka vera vett­vang­­ur  umræðu og á árinu hafa 581 skoð­ana­­greinar verið birt­­ar, langstærstur hluti þeirra eru aðsendar grein­ar og stór hluti þeirra frá sér­fræð­ing­um. Skoð­ana­efni rit­­stjórn­­­ar, leið­­arar og önnur skrif þar sem skoð­­anir rit­­stjórnar birt­­ast eru 1,7 pró­sent af öllu birtu efni Kjarn­ans, sem voru 3.556 tals­ins á árinu sem nú er nýlið­ið. 

Kjarn­inn hefur líka farið nýjar leiðir í að byggja upp tekju­stoð­ir. Frá því í lok árs 2016 hefur Kjarn­inn boðið les­endum sjálfum að styrkja mið­il­inn. Slíkt tekju­mód­el, sem úti­lokar ekki ógreið­andi frá því að lesa Kjarn­ann, hefur notið sífellt meiri hylli víða um heim á und­an­förnum árum. Á meðal þeirra sem byggja á því eru stór­miðlar á borð við The Guar­dian í Bret­landi og NPR í Banda­ríkj­un­um. Kjarn­inn var fyrsti fjöl­mið­ill­inn á Íslandi sem byggði upp slíka rekstr­ar­stoð og sá eini sem hefur getað gert hana að und­ir­stöðu í sínum rekstri. Eins og staðan er í dag kemur rúm­lega helm­ingur af öllum rekstr­ar­tekjum Kjarn­ans úr Kjarna­sam­fé­lag­in­u. 

Kjarn­inn hefur einnig gefið út gjald­frjálsan morg­un­póst með helstu fréttum gær­dags­ins af miðl­inum frá árinu 2014. Nú eru áskrif­endur að honum um sex þús­und tals­ins og opn­un­ar­hlut­fallið langt yfir því við­miði sem þykir eft­ir­sókn­ar­vert á alþjóða­vísu. Ljóst er því að þjón­ustan fellur not­endum mjög vel í kramið. 

Þá var Kjarn­inn braut­ryðj­andi í hlað­varps­gerð á Íslandi, en lík­ast til er ekki meiri gróska í neinum anga fjöl­miðl­unar á Íslandi í dag en henni. Fyrstu hlað­vörp Kjarn­ans voru send út á árinu 2014. Í dag eru reglu­lega allt að tíu mis­mun­andi hlað­vörp á dag­skrá Kjarn­ans viku­lega. 

Þá gefur Kjarn­inn út Vís­bend­ingu, viku­­­­rit um við­­­­skipti, efna­hags­­­­mál og nýsköp­un, og ensk frétta­bréf. Báðar þær vörur eru seldar í áskrift. 

Kjarn­inn er vax­andi mið­ill, sem gerir sífellt meira á hverju ári sem líð­ur. Hann stækkar á hverju ári. Og hver ný króna sem kemur inn í rekst­ur­inn er nýtt til að ráða fleira starfs­fólk, fram­leiða meira og betra efni og þar af leið­andi þjóna betur okkar lýð­ræð­is­lega hlut­verki sem í felst að veita aðhald, upp­lýsa almenn­ing, setja hlut­ina í sam­hengi og segja satt og rétt frá. 

Af ofan­greindu má ljóst vera að Kjarn­inn hefur bætt miklu við íslenska fjöl­miðlaflóru frá því að miðl­inum var hleypt af stokk­un­um. Á Kjarn­anum eru starfs­menn sem eru með yfir 70 ára sam­an­lagða reynslu í blaða­mennsku. Kjarn­inn hefur hlotið til­nefn­ingu til Blaða­manna­verð­launa á hverju ári síðan að hann varð til. Tví­vegis hafa starfs­menn hans hlotið verð­launin á þessum nú rúmu sex árum. Þá eru bara taldir til fastir starfs­menn, ekki skrif­andi verk­takar sem sumir hverjir búa einir og sér yfir ára­tuga reynslu. Síð­ast þegar traust til fjöl­miðla var mælt heild­rænt mæld­ist Kjarn­inn sá mið­ill sem næst fæstir van­treystu, á eftir RÚV, og Kjarn­inn var eini mið­ill­inn í efstu átta sæt­unum í þeirri traust­könnum sem bætti við sig trausti milli ára. Höf­undar eru rit­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Kjarn­ans. Kjarn­inn miðlar er eitt þeirra fjöl­miðla­­­fyr­ir­tækja sem upp­­­­­fylla þau skil­yrði sem sett eru fyrir end­­­ur­greiðslu í frum­varp­in­u og því mun sam­þykkt þess hafa fjár­hags­leg áhrif á rekstur fyr­ir­tæk­is­ins. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit