Að velja séreignasjóði

Hallgrímur Óskarsson fjallar um séreignasjóði í aðsendri grein.

Auglýsing

Þegar kemur að því að velja hvar eigi að geyma og ávaxta við­bót­ar­líf­eyri þá geta Íslend­ingar valið úr mörgum sér­eigna­sjóð­um. Margir tugir sjóða eru í boði á okkar litla mark­aðs­svæði og er því mik­il­vægt að móta sér skoðun á því hvaða sjóðir koma til greina sem ágætir val­kostir í við­bót­ar­sparn­aði fyrir almenn­ing.

Engin ein regla er til sem metur hvaða sjóðir eru betri en aðr­ir. Bæði er það að for­sendur fólks eru mis­mun­andi og grunn­gerðir sjóða einnig; svo kemur líka til að það er erfitt að velja hvaða þættir eiga að ráða mestu. Er það ávöxtun eða stöð­ug­leiki eða aðrir þætt­ir? Er væn­legt að velja sjóð með háa ávöxtun en aðeins stuttan starfs­tíma? Eða er betra að velja sjóð sem kom vel út úr hrun­inu, tók litla áhættu? Allt eru þetta spurn­ingar sem hver og einn getur haft mis­mun­andi svör við.

Einnig má geta þess að við höfum mjög mis­mun­andi ávöxtun í sér­eign­ar­sjóðum líkt á einnig við um sam­eign­ar­sjóði (skyldu­líf­eyr­is­sjóð­i). Ef við skoðum alla sjóði á Íslandi þá er mun­ur­inn næstum sexfaldur á hæstu og lægstu með­al­raun­á­vöxtun í sér­eign, ekki ósvipað og er raunin með sam­eign­ar­sjóði.

Auglýsing

Annað sem gerir það erfitt að bera saman sér­eign­ar­sjóði á Íslandi er að þeir hafa starfað í mjög mis­mun­andi langan tíma. Sumir í 2 ár, aðrir í 10 ár og allt upp í 20 ár eða meira og gerir það allan sam­an­burð erf­ið­ar­i. 

Hér á landi hefur verið all­nokkuð hringl með sér­eigna­sjóði, sjóðir að sam­ein­ast og fengið ný heiti og svo sumir að hætta og svo nýjir að byrja sem gerir það að verkum að erf­ið­ara verður að rekja sögu sjóða, einkum þegar saga for­vera sjóða er ekki birt með þeim gögnum sem birt eru í nafni sjóðs með nýju nafni. Þetta lýsir öðrum þræði umhverfi sem er ekki orðið nógu stöðugt í eðli sínu, líkt og margir þættir íslensks við­skipta­lífs hafa verið á síð­ustu ára­tug­um. 

Erlendis er algeng­ara að sjá sjóði sem höndla með frjálsan sparnað sem starfað hafa í marga ára­tugi eða jafn­vel meira en 100 ár í óbreyttri mynd. Reynslan sýnir nefni­lega að stöð­ug­leiki í ávöxtun gefur oft vís­bend­ingu um lang­tíma­ár­angur líf­eyr­is­sjóða. Það er því fagn­að­ar­efni að sumir íslenskir sjóðir eru farnir að birta upp­lýs­ingar um stöð­ug­leika í ávöxtun á vef­síðum sín­um. 

Séreign 2000 til 2018 – Ísland og Evrópa Mynd: Aðsend

Ofan­greind mynd sýnir þann mun sem er í ávöxtun íslenskra sér­eigna­sjóða og þýskra sér­eign­ar­sjóða (ávöxtun í evr­um). Við sjáum að ávöxtun er miklu stöðugri á meg­in­land­inu en íslensku sjóð­irnir sýna miklu meiri sveifl­ur. Eft­ir­tekt­ar­vert er að sjá árið 2008 þar sem sér­eign á Íslandi hrundi um -13,4% (þó ekki eins mikið og sam­eign, sem hrundi um -22,9%) en margir sér­eigna­sjóða í Þýska­landi högg­uð­ust ekki. Ef tíma­bilið fyrir hrun er skoð­að, sem var mikið upp­gangs­tíma­bil á Íslandi þá var ávöxtun í evrum og í ISK næstum því sú sama. Tvö ár, 2002 og 2007 drógu mikið úr árangri góðu áranna en í evrum voru öll árin nær því að vera svip­uð. Eftir hrun, sem væri bæði aðhalds­tími og upp­gangs­tími, var áfram mik­ill stöð­ug­leiki í ávöxtun á sér­eign­ar­sjóðum í evrum (í Þýska­land­i). Á Íslandi var ávöxtun sér­eigna­sjóða sveiflu­kennd­ari en samt virð­ist stöð­ug­leiki íslenskra sér­eigna­sjóða hugsanlega vera að aukast, þó ekki sé hægt að segja til um það með vissu.

En ef við skoðum nokkra mik­il­væga þætti eins og ávöxtun sjóða, stöð­ug­leika, líf­tíma og gengi á erf­iðum tímum þá höfum við fjórar breytur sem allar segja nokkuð um það hvort við­kom­andi við­bót­ar­líf­eyr­is­sjóður er álit­legur val­kostur eða ekki. Heild­ar­gagna­safn fyrir alla sjóði er á vef­síð­unni www.Pension­Pro.is og ef ofan­greindar breytur eru skoð­aðar þá kemur í ljós að það eru nokkrir sér­eigna­sjóðir á Íslandi sem hafa staðið sig vel og hafa reynst vera góðir val­kostir þegar kemur að því að velja við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að. Skoðum nokkur dæmi um slíka sjóði, þótt hér sé ekki til­gang­ur­inn að gefa út var­an­legan lista yfir bestu sjóð­ina.

Mynd: Aðsend

Hér er mik­il­vægt að lýsa ögn mun­inum á grunn­gerðum sumra sjóða: Alli­anz er trygg­inga­samn­ingur sem tryggir við­skipta­vini ákveðna ávöxt­un. Við­skipta­vin­ur­inn veit hvað hann fær að lág­marki að lok­um. Þannig er sér­eign­ar­sparn­aður oft á meg­in­landi Evr­ópu, trygg­inga­samn­ingar þar sem almenn­ingur veit hvað hann fær að lokum og lág­mar­k­á­vöxtun er tryggð. Íslenskir sjóðir eru hins vegar flestir mark­aðs­sjóð­ir, sem ávaxta fé sjóðs­fé­laga með eigna­stýr­ingu á mörk­uð­um, í sjóðum og með ýmsum öðrum hætti. Ekk­ert er tryggt hvað ávöxtun varð­ar, þó hún sé oft­ast ágæt a.m.k. þegar vel árar. Íslenskir sér­eigna­sjóðir sveifl­ast þannig oft meira (upp og nið­ur) heldur en trygg­inga­samn­ingar og ekki er ein­hlítt hvort reyn­ist bet­ur. 

Svo þarf að huga að því, þegar líf­eyrir er geymdur í evr­um, eins og hjá Alli­anz, Bayern o.fl., að líf­eyrir er greiddur með íslenskum krón­um, sú upp­hæð flutt yfir í evrur og eign­ar­safnið geymt og ávaxtað í evr­um. Það fer eftir aðstæðum hvers og eins hversu vel þetta fyr­ir­komu­lag hent­ar. Því þegar kemur að því að fá líf­eyri í evrum greiddan skv. trygg­inga­samn­ingn­um, þá er aftur skipt frá evrum og yfir í íslenskar krón­ur. Það skiptir því máli hvernig verð­bólga þró­ast ann­ars vegar og gengi íslenskar krónu og evru hins vegar og getur það haft mikil áhrif á þá upp­hæð sem hver og einn fær á end­an­um. Það er ágætt að gera sér grein fyrir hver áhrif þess­ara tveggja þátta eru á líf­eyr­is­sparnað sem geymdur er í evr­um. 

Ef íslensk króna veik­ist þá hækkar ávöxtun í evrum og svo öfugt. Ef ávöxtun í evrum er 5% og geng­is­breyt­ingar valda því að gengu EUR styrk­ist um 10% þá geng­is­leið­rétt­ist ávöxt­unin upp í 15,5%. Ef gengi ISK styrk­ist um 10% þá verður geng­is­leið­rétt ávöxtun -5,5%. Hins vegar ef verð­bólga eykst þá lækkar ávöxt­unin í evrum og svo öfugt. Ef ávöxtun væri 5% í evrum og verð­bólga væri 2% þá myndi ávöxt­unin vegna verð­bólg­unar lækka úr 5% í 2,9%. Þetta getur spilað saman og haft áhrif í báðar áttir þannig að ávöxtun í evrum styrk­ist eða veik­ist vegna geng­is- og verð­bólgu­breyt­inga. Ef við skoðum stöð­una frá alda­mótum þá hafa geng­is- og ver­bólgu­breyt­ingar hækkað ávöxtun í evrum (aukið líf­eyr­is­eign í evr­um) í 11 skipti en í 8 ár hefur breyt­ingin verið nei­kvæð. Inn í þessu er hið sér­staka ár, 2008, þar sem verð­bólga var 16,4% (hafði lækk­andi áhrif á ávöxtun í evr­um) en á móti kom geng­is­breyting sem var þannig að evran styrkt­ist um 86,4% þannig að sam­an­lagt höfðu geng­is- og verð­bólgu­breyt­ingar þau áhrif að ávöxtun í evr­um, sem var 5,6% þetta ár, varð á end­anum 69,1% séð út frá þeim sem lifðu við íslenska krónu. Þetta ár styrkt­ist því líf­eyr­is­eign í evr­um, líkt og aðrar eignir erlendis og hafði geng­is­breyt­ingin meiri áhrif en verð­bólgu­á­hrif­in. Önnur ár voru, eins og nærri má geta, miklu áhrifa­minni hvað varðar þessar breyt­ingar á gengi og verð­bólgu.

Lyk­il­at­rið­ið, fyrir þá sem vilja ávaxta í evrum er að ef þeir ætla að eyða líf­eyr­inum í evru­lönd­um, t.d. greiða kostnað við ferða­lög efri áranna með þeim líf­eyri þá þarf mjög lítið að hugsa um áhrif og geng­is. Þeir sem ætla sér slíkt eru að leika sterkan leik með því að tryggja sér eign sem er utan við íslenskar sveifl­ur, líf­eyr­is­eign sem býr við stöð­ug­leika og litlar sveiflur í ávöxt­un. Hins vegar gildir fyrir þá sem ætla að nota líf­eyri úr evrum hér heima að þá hafa geng­is- og verð­bólgu­breyt­ingar áhrif og geta þau áhrif verið í báðar átt­ir. Verð­bólga er oft há hér á landi og stundum hærri en geng­is­breyt­ing­ar. Ef fer fram sem horfir að verð­bólga fari almennt lækk­andi þá mun það styrkja eign líf­eyr­is­þega í evr­um. Í nýlegri frétt Seðla­bank­ans um gjald­eyr­is­mark­að, geng­is­þróun og gjald­eyr­is­forða er stöð­ug­leiki gengis að aukast (flökt að minn­ka) en íslenska krónan lækk­aði bæði gagn­vart evru og banda­ríkja­dal á síð­asta ári. Ýtir það undir þær hug­myndir um að líf­eyr­is­eign erlendis sé að styrkj­ast og sé að verða enn sterk­ari val­kostur á næstu árum, ef áfram fer sem horf­ir. 

Að geyma sér­eigna­líf­eyri í íslenskum sjóðum tekur alveg úr sam­bandi þessa þætti sem geng­is- og verð­bólgu­breyt­ingar geta haft. Á móti koma meiri sveiflur í ávöxtun íslenskra sér­eigna­sjóða og eru dæmi um að þeir sjóðir hafi hækkað eða lækkað um tugi pró­senta á einu ári. Vera má að sumum kunni það vera áhættu­samt, að t.d. 40% af sér­eign sjóðs­fé­laga eyð­ist á einu ári. Þessa áhættu­þætti verður hver og einn að gera upp við sig. Er meiri áhætta af geng­is- og verð­bólgu­breyt­ingum eða er meiri áhætta vegna þess að margir íslenskir sér­eigna­sjóðir hafa ávöxtun sem sveifl­ast tölu­vert og taka oft stór stökk í ávöxt­un, upp og nið­ur? Svarið við þessu er ekki ein­hlítt.

Einnig má geta þess að þeir sem hafa hug á því að nýta sér inn­greiðslu á sér­eigna­sparnað til að greiða inn á hús­næð­is­lán að þá henta sjóðir eins og Alli­anz síður heldur en íslensku sjóð­irn­ir. Slíkt skiptir margt fólk tölu­verðu máli, einkum ungt fólk sem sér fram á að stækka við fast­eign sína á næstu miss­erum eða ein­fald­lega þeir sem vilja nota þetta úrræði til að greina niður eigin fast­eigna­lán.

Höf­undur er verk­fræð­ingur og sér­fræð­ingur í líf­eyr­is­mál­um.



_____________________________________________



Um for­sendur í þess­ari grein: Það ber að hafa í huga að í þess­ari grein er ekki end­an­legur listi yfir sjóði sem hafa staðið sig vel. Ýmisr aðrir sjóðir hafa líka staðið sig ágæt­lega en m.v. þá þætti sem lagðir voru til grund­vallar þá reynd­ust ofan­greindir sjóðir koma einna best út, einkum af því það var reynt að skoða sjóði innan sama tíma­bils. Þetta tíma­bil, 2003-2018, er einna algeng­asta starfs­tíma­bil flestra sjóða í sér­eign á Íslandi, þó að margir eigi líka starfs­sögu utan þess tíma­bils. Þannig var langt var til grund­vallar að velja sjóði sem höfðu sögu fyrir hrun, í hruni og eftir hrun þannig að hægt sé að meta sjóði í mis­mun­andi aðstæð­um. Það er nefni­lega nokkuð inni­halds­rýrt, eins og sumir sjóðir hafa gert, að aug­lýsa góða ávöxtun sjóða sem hafa aðeins starfað í örfá ár, og það jafn­vel á góð­ær­is­tímum þegar flestum sjóðum gengur vel. Einnig ber að hafa í huga að röð sjóða í töfl­unni hefur enga sér­staka merk­ingu. Einnig ber að nefna að ávöxtun í for­tíð er ekki endi­lega vís­bend­ing á ávöxtun í fram­tíð og að auki er rétt að hafa þann almenna fyr­ir­vara að ávöxtun er í eðli sínu slembin og getur að ein­hverju leyti farið eftir til­vilj­unum og heppni eða óheppni. Þegar raun­á­vöxtun allra sjóða er reiknuð þá var stuðst við almennt með­al­tal en ekki vegið þar sem ekki feng­ust ábyggi­legar vog­tölur fyrir alla sjóði. Mik­il­vægt er einnig að veita því athygli að hér er verið að tala um þær leiðir innan sjóða sem eru nefndar í töfl­unni, ekki allar leiðir sjóða. Sumir af þessum sjóð­um, sem nefndir eru í töfl­unni bjóða upp á leiðir sem hafa ekki sama öfl­uga árangur að baki og þær leiðir innan sjóð­anna sem hér eru nefnd­ar. Almennur fyr­ir­vari er gerður um villur sem kunna að slæð­ast með.





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar