Er íslenskt raforkuverð hátt eða lágt?

Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, skrifar um kýtur milli Landsvirkjunar og Samtaka iðnaðarins um hvort raforkuverð á Íslandi sé samkeppnishæft eða ekki.

Auglýsing

Enn á ný kýta Lands­virkjun og Sam­tök iðn­að­ar­ins um það hvort raf­orku­verð á Íslandi er sam­keppn­is­hæft eður ei. Þær þrætur eru ekki ný til­komnar og lík­lega myndu Sam­tök iðn­að­ar­ins helst vilja að Lands­virkjun yrði brotin upp, til að veikja samn­ings­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins. En þetta með orku­verðið er ekk­ert mjög flók­ið. Stað­reyndin er sú að varla nokk­urs staðar á byggðu bóli bjóð­ast fyr­ir­tækjum lang­tíma­samn­ingar um raf­orku­kaup á eins hag­stæðu verði eins og hjá íslenskum orku­fyr­ir­tækj­um. Íslenskur raf­orku­mark­aður er aug­ljós­lega sam­keppn­is­hæf­ur.

CRU: Verð Lands­virkj­unar er sam­keppn­is­hæft

Lands­virkjun (LV) fékk nýverið sér­fræð­ing frá grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu CRU til að bera saman raf­orku­verð LV við orku­verðið í nokkrum helstu sam­keppn­is­lönd­un­um. Nið­ur­staða CRU var sú að verðið hjá LV sé prýði­lega sam­keppn­is­hæft. Og varla nokkur dæmi um ódýr­ara orku­verð til stór­iðju, nema á afmörk­uðum mark­aði í Kanada þar sem stórar vatns­afls­virkj­anir eru í nokkrum til­vikum í eigu álfyr­ir­tækja, svo og í ríkjum við Persafló­ann þar sem stór­iðja nýtur ódýrra gasauð­linda. 

Auglýsing
Um leið er rétt að hafa í huga að í þessum til­vikum erlendis er stór­iðjan oft stór hlut­hafi í orku­fyr­ir­tækj­unum og aug­ljóst að LV mun ekki und­ir­bjóða slíkt rekstr­ar­mód­el.

SI: Mál­flutn­ingur CRU er vill­andi

Sam­tök iðn­að­ar­ins (SI) virð­ast ósátt við þá nið­ur­stöðu CRU að LV sé að bjóða sam­keppn­is­hæft orku­verð og segir fram­kvæmda­stjóri SI að LV (og CRU) dragi þarna upp ranga mynd af raf­orku­mark­aðnum. SI benda á að CRU hafi not­ast við tölur frá 2018 og þær end­ur­spegli ekki stöð­una í dag, því nú séu bæði Elkem og Norð­urál að borga hærra raf­orku­verð en 2018. Einnig segir fram­kvæmda­stjóri SI að það skekki sam­an­burð­inn að ekki sé litið til mark­að­ar­ins í heild, heldur ein­ungis lít­ils brots af mark­aðnum og allt heim­fært upp á það. 

LV: Raf­orku­verð til álvera á Íslandi er víst sam­keppn­is­hæft

LV hefur svarað SI og hafnar fyr­ir­tækið mál­flutn­ingi SI um að mynd CRU sé ekki lýsandi fyrir stöð­una. Haft er eftir fram­kvæmda­stjóri mark­aðs- og við­skipta­þró­unar LV að fyr­ir­tækið beri fullt traust til sér­fræði­þekk­ingar CRU og að raf­orku­verð til álvera á Íslandi sé vel sam­keppn­is­hæft við það sem álverum bjóð­ist ann­ars staðar í heim­in­um. Þar að auki muni sam­keppn­is­for­skot end­ur­nýj­an­legu íslensku raf­orkunnar lík­lega aukast enn meira í fram­tíð­inni vegna bar­átt­unnar við lofts­lags­breyt­ing­ar. 

Hið rétta: Hvergi hag­stæð­ari lang­tíma­samn­ingar en vax­andi sam­keppni

Hvor hefur rétt fyrir sér; LV eða SI? Það er rétt hjá SI að raf­orku­verð LV til Elkem og Norð­ur­áls hækk­aði mikið á árinu 2019. Sú hækkun var fyr­ir­séð (enda voru gömlu orku­samn­ing­arnir orðnir úr takti við verð­þróun á raf­orku­mörk­uð­u­m). Því má rétti­lega halda því fram að 2018 sé ekki heppi­legt við­mið­un­ar­ár, þar sem hluti stór­iðj­unnar á Íslandi var þá að greiða miklu lægra orku­verð en nú er. 

Það er engu að síður svo að nán­ast hvergi ann­ars staðar bjóð­ast stórnot­endum raf­orku jafn hag­stæðir lang­tíma­samn­ingar eins og hér á Íslandi. Sú stað­reynd skapar fyr­ir­tækjum hér, sem þurfa að kaupa mikið raf­magn, mun þægi­legri og áhættu­minni rekstr­ar­skil­yrði en ger­ist og gengur víð­ast hvar erlend­is. Um leið eru vissu­lega dæmi um að stórnot­endur raf­orku geti i ein­hverjum til­vikum tíma­bundið fengið ódýr­ari raf­orku ann­ars stað­ar. En sam­keppn­is­hæfni Íslands vegna hóg­værs og lítt sveiflu­kennds raf­orku­verðs er mjög mik­il.

Stórnot­endur verða að vera opnir fyrir tæki­færum

Áður fyrr var eitt helsta ein­kenni íslenska raf­orku­mark­að­ar­ins að þar bauðst stórnot­endum sann­kallað botn­verð. Með mikið breyttu mark­aðs- og sam­keppn­isum­hverfi, svo sem vegna stór­auk­innar álf­ram­leiðslu í Kína og vax­andi útflutn­ings á áli það­an, hafa orðið miklar breyt­ingar í rekstr­ar­um­hverfi vest­rænna álfyr­ir­tækja. Þetta á við um fleiri fram­leiðslu­greinar eins og t.d. fram­leiðslu á kísli og kís­il­af­urð­um. Ekki verður kom­ist hjá því að stórnot­endur bæði á Íslandi og ann­ars staðar horf­ist í augu við þessar stað­reynd­ir.

Dæmi um stórnot­endur raf­orku sem reyna með upp­byggj­andi hætti að auka arð­semi sína eru t.a.m. norsk stór­iðju­fyr­ir­tæki. Þar er víða rík áhersla lögð á að auka verð­mæta­sköpun fyr­ir­tækj­anna með fram­leiðslu á virð­is­meiri afurð­um. Um leið leit­ast stórnot­endur raf­orku þar í landi við að gera lang­tíma­samn­inga við vind­orku­fyr­ir­tæki sem tryggja þeim sem ódýrasta raf­orku og styrkja end­ur­nýj­an­lega ímynd við­kom­andi stórnot­enda jafn­vel enn meira. Ef stórnot­endur raf­orku á Íslandi ætla að standa sig í sam­keppn­inni þurfa þeir líka að vera opnir fyrir tæki­fær­unum og vera til­búnir að takast á við breytt mark­aðs og tækni­um­hverf­i. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar