Er íslenskt raforkuverð hátt eða lágt?

Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, skrifar um kýtur milli Landsvirkjunar og Samtaka iðnaðarins um hvort raforkuverð á Íslandi sé samkeppnishæft eða ekki.

Auglýsing

Enn á ný kýta Lands­virkjun og Sam­tök iðn­að­ar­ins um það hvort raf­orku­verð á Íslandi er sam­keppn­is­hæft eður ei. Þær þrætur eru ekki ný til­komnar og lík­lega myndu Sam­tök iðn­að­ar­ins helst vilja að Lands­virkjun yrði brotin upp, til að veikja samn­ings­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins. En þetta með orku­verðið er ekk­ert mjög flók­ið. Stað­reyndin er sú að varla nokk­urs staðar á byggðu bóli bjóð­ast fyr­ir­tækjum lang­tíma­samn­ingar um raf­orku­kaup á eins hag­stæðu verði eins og hjá íslenskum orku­fyr­ir­tækj­um. Íslenskur raf­orku­mark­aður er aug­ljós­lega sam­keppn­is­hæf­ur.

CRU: Verð Lands­virkj­unar er sam­keppn­is­hæft

Lands­virkjun (LV) fékk nýverið sér­fræð­ing frá grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu CRU til að bera saman raf­orku­verð LV við orku­verðið í nokkrum helstu sam­keppn­is­lönd­un­um. Nið­ur­staða CRU var sú að verðið hjá LV sé prýði­lega sam­keppn­is­hæft. Og varla nokkur dæmi um ódýr­ara orku­verð til stór­iðju, nema á afmörk­uðum mark­aði í Kanada þar sem stórar vatns­afls­virkj­anir eru í nokkrum til­vikum í eigu álfyr­ir­tækja, svo og í ríkjum við Persafló­ann þar sem stór­iðja nýtur ódýrra gasauð­linda. 

Auglýsing
Um leið er rétt að hafa í huga að í þessum til­vikum erlendis er stór­iðjan oft stór hlut­hafi í orku­fyr­ir­tækj­unum og aug­ljóst að LV mun ekki und­ir­bjóða slíkt rekstr­ar­mód­el.

SI: Mál­flutn­ingur CRU er vill­andi

Sam­tök iðn­að­ar­ins (SI) virð­ast ósátt við þá nið­ur­stöðu CRU að LV sé að bjóða sam­keppn­is­hæft orku­verð og segir fram­kvæmda­stjóri SI að LV (og CRU) dragi þarna upp ranga mynd af raf­orku­mark­aðnum. SI benda á að CRU hafi not­ast við tölur frá 2018 og þær end­ur­spegli ekki stöð­una í dag, því nú séu bæði Elkem og Norð­urál að borga hærra raf­orku­verð en 2018. Einnig segir fram­kvæmda­stjóri SI að það skekki sam­an­burð­inn að ekki sé litið til mark­að­ar­ins í heild, heldur ein­ungis lít­ils brots af mark­aðnum og allt heim­fært upp á það. 

LV: Raf­orku­verð til álvera á Íslandi er víst sam­keppn­is­hæft

LV hefur svarað SI og hafnar fyr­ir­tækið mál­flutn­ingi SI um að mynd CRU sé ekki lýsandi fyrir stöð­una. Haft er eftir fram­kvæmda­stjóri mark­aðs- og við­skipta­þró­unar LV að fyr­ir­tækið beri fullt traust til sér­fræði­þekk­ingar CRU og að raf­orku­verð til álvera á Íslandi sé vel sam­keppn­is­hæft við það sem álverum bjóð­ist ann­ars staðar í heim­in­um. Þar að auki muni sam­keppn­is­for­skot end­ur­nýj­an­legu íslensku raf­orkunnar lík­lega aukast enn meira í fram­tíð­inni vegna bar­átt­unnar við lofts­lags­breyt­ing­ar. 

Hið rétta: Hvergi hag­stæð­ari lang­tíma­samn­ingar en vax­andi sam­keppni

Hvor hefur rétt fyrir sér; LV eða SI? Það er rétt hjá SI að raf­orku­verð LV til Elkem og Norð­ur­áls hækk­aði mikið á árinu 2019. Sú hækkun var fyr­ir­séð (enda voru gömlu orku­samn­ing­arnir orðnir úr takti við verð­þróun á raf­orku­mörk­uð­u­m). Því má rétti­lega halda því fram að 2018 sé ekki heppi­legt við­mið­un­ar­ár, þar sem hluti stór­iðj­unnar á Íslandi var þá að greiða miklu lægra orku­verð en nú er. 

Það er engu að síður svo að nán­ast hvergi ann­ars staðar bjóð­ast stórnot­endum raf­orku jafn hag­stæðir lang­tíma­samn­ingar eins og hér á Íslandi. Sú stað­reynd skapar fyr­ir­tækjum hér, sem þurfa að kaupa mikið raf­magn, mun þægi­legri og áhættu­minni rekstr­ar­skil­yrði en ger­ist og gengur víð­ast hvar erlend­is. Um leið eru vissu­lega dæmi um að stórnot­endur raf­orku geti i ein­hverjum til­vikum tíma­bundið fengið ódýr­ari raf­orku ann­ars stað­ar. En sam­keppn­is­hæfni Íslands vegna hóg­værs og lítt sveiflu­kennds raf­orku­verðs er mjög mik­il.

Stórnot­endur verða að vera opnir fyrir tæki­færum

Áður fyrr var eitt helsta ein­kenni íslenska raf­orku­mark­að­ar­ins að þar bauðst stórnot­endum sann­kallað botn­verð. Með mikið breyttu mark­aðs- og sam­keppn­isum­hverfi, svo sem vegna stór­auk­innar álf­ram­leiðslu í Kína og vax­andi útflutn­ings á áli það­an, hafa orðið miklar breyt­ingar í rekstr­ar­um­hverfi vest­rænna álfyr­ir­tækja. Þetta á við um fleiri fram­leiðslu­greinar eins og t.d. fram­leiðslu á kísli og kís­il­af­urð­um. Ekki verður kom­ist hjá því að stórnot­endur bæði á Íslandi og ann­ars staðar horf­ist í augu við þessar stað­reynd­ir.

Dæmi um stórnot­endur raf­orku sem reyna með upp­byggj­andi hætti að auka arð­semi sína eru t.a.m. norsk stór­iðju­fyr­ir­tæki. Þar er víða rík áhersla lögð á að auka verð­mæta­sköpun fyr­ir­tækj­anna með fram­leiðslu á virð­is­meiri afurð­um. Um leið leit­ast stórnot­endur raf­orku þar í landi við að gera lang­tíma­samn­inga við vind­orku­fyr­ir­tæki sem tryggja þeim sem ódýrasta raf­orku og styrkja end­ur­nýj­an­lega ímynd við­kom­andi stórnot­enda jafn­vel enn meira. Ef stórnot­endur raf­orku á Íslandi ætla að standa sig í sam­keppn­inni þurfa þeir líka að vera opnir fyrir tæki­fær­unum og vera til­búnir að takast á við breytt mark­aðs og tækni­um­hverf­i. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar