Er íslenskt raforkuverð hátt eða lágt?

Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, skrifar um kýtur milli Landsvirkjunar og Samtaka iðnaðarins um hvort raforkuverð á Íslandi sé samkeppnishæft eða ekki.

Auglýsing

Enn á ný kýta Lands­virkjun og Sam­tök iðn­að­ar­ins um það hvort raf­orku­verð á Íslandi er sam­keppn­is­hæft eður ei. Þær þrætur eru ekki ný til­komnar og lík­lega myndu Sam­tök iðn­að­ar­ins helst vilja að Lands­virkjun yrði brotin upp, til að veikja samn­ings­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins. En þetta með orku­verðið er ekk­ert mjög flók­ið. Stað­reyndin er sú að varla nokk­urs staðar á byggðu bóli bjóð­ast fyr­ir­tækjum lang­tíma­samn­ingar um raf­orku­kaup á eins hag­stæðu verði eins og hjá íslenskum orku­fyr­ir­tækj­um. Íslenskur raf­orku­mark­aður er aug­ljós­lega sam­keppn­is­hæf­ur.

CRU: Verð Lands­virkj­unar er sam­keppn­is­hæft

Lands­virkjun (LV) fékk nýverið sér­fræð­ing frá grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu CRU til að bera saman raf­orku­verð LV við orku­verðið í nokkrum helstu sam­keppn­is­lönd­un­um. Nið­ur­staða CRU var sú að verðið hjá LV sé prýði­lega sam­keppn­is­hæft. Og varla nokkur dæmi um ódýr­ara orku­verð til stór­iðju, nema á afmörk­uðum mark­aði í Kanada þar sem stórar vatns­afls­virkj­anir eru í nokkrum til­vikum í eigu álfyr­ir­tækja, svo og í ríkjum við Persafló­ann þar sem stór­iðja nýtur ódýrra gasauð­linda. 

Auglýsing
Um leið er rétt að hafa í huga að í þessum til­vikum erlendis er stór­iðjan oft stór hlut­hafi í orku­fyr­ir­tækj­unum og aug­ljóst að LV mun ekki und­ir­bjóða slíkt rekstr­ar­mód­el.

SI: Mál­flutn­ingur CRU er vill­andi

Sam­tök iðn­að­ar­ins (SI) virð­ast ósátt við þá nið­ur­stöðu CRU að LV sé að bjóða sam­keppn­is­hæft orku­verð og segir fram­kvæmda­stjóri SI að LV (og CRU) dragi þarna upp ranga mynd af raf­orku­mark­aðnum. SI benda á að CRU hafi not­ast við tölur frá 2018 og þær end­ur­spegli ekki stöð­una í dag, því nú séu bæði Elkem og Norð­urál að borga hærra raf­orku­verð en 2018. Einnig segir fram­kvæmda­stjóri SI að það skekki sam­an­burð­inn að ekki sé litið til mark­að­ar­ins í heild, heldur ein­ungis lít­ils brots af mark­aðnum og allt heim­fært upp á það. 

LV: Raf­orku­verð til álvera á Íslandi er víst sam­keppn­is­hæft

LV hefur svarað SI og hafnar fyr­ir­tækið mál­flutn­ingi SI um að mynd CRU sé ekki lýsandi fyrir stöð­una. Haft er eftir fram­kvæmda­stjóri mark­aðs- og við­skipta­þró­unar LV að fyr­ir­tækið beri fullt traust til sér­fræði­þekk­ingar CRU og að raf­orku­verð til álvera á Íslandi sé vel sam­keppn­is­hæft við það sem álverum bjóð­ist ann­ars staðar í heim­in­um. Þar að auki muni sam­keppn­is­for­skot end­ur­nýj­an­legu íslensku raf­orkunnar lík­lega aukast enn meira í fram­tíð­inni vegna bar­átt­unnar við lofts­lags­breyt­ing­ar. 

Hið rétta: Hvergi hag­stæð­ari lang­tíma­samn­ingar en vax­andi sam­keppni

Hvor hefur rétt fyrir sér; LV eða SI? Það er rétt hjá SI að raf­orku­verð LV til Elkem og Norð­ur­áls hækk­aði mikið á árinu 2019. Sú hækkun var fyr­ir­séð (enda voru gömlu orku­samn­ing­arnir orðnir úr takti við verð­þróun á raf­orku­mörk­uð­u­m). Því má rétti­lega halda því fram að 2018 sé ekki heppi­legt við­mið­un­ar­ár, þar sem hluti stór­iðj­unnar á Íslandi var þá að greiða miklu lægra orku­verð en nú er. 

Það er engu að síður svo að nán­ast hvergi ann­ars staðar bjóð­ast stórnot­endum raf­orku jafn hag­stæðir lang­tíma­samn­ingar eins og hér á Íslandi. Sú stað­reynd skapar fyr­ir­tækjum hér, sem þurfa að kaupa mikið raf­magn, mun þægi­legri og áhættu­minni rekstr­ar­skil­yrði en ger­ist og gengur víð­ast hvar erlend­is. Um leið eru vissu­lega dæmi um að stórnot­endur raf­orku geti i ein­hverjum til­vikum tíma­bundið fengið ódýr­ari raf­orku ann­ars stað­ar. En sam­keppn­is­hæfni Íslands vegna hóg­værs og lítt sveiflu­kennds raf­orku­verðs er mjög mik­il.

Stórnot­endur verða að vera opnir fyrir tæki­færum

Áður fyrr var eitt helsta ein­kenni íslenska raf­orku­mark­að­ar­ins að þar bauðst stórnot­endum sann­kallað botn­verð. Með mikið breyttu mark­aðs- og sam­keppn­isum­hverfi, svo sem vegna stór­auk­innar álf­ram­leiðslu í Kína og vax­andi útflutn­ings á áli það­an, hafa orðið miklar breyt­ingar í rekstr­ar­um­hverfi vest­rænna álfyr­ir­tækja. Þetta á við um fleiri fram­leiðslu­greinar eins og t.d. fram­leiðslu á kísli og kís­il­af­urð­um. Ekki verður kom­ist hjá því að stórnot­endur bæði á Íslandi og ann­ars staðar horf­ist í augu við þessar stað­reynd­ir.

Dæmi um stórnot­endur raf­orku sem reyna með upp­byggj­andi hætti að auka arð­semi sína eru t.a.m. norsk stór­iðju­fyr­ir­tæki. Þar er víða rík áhersla lögð á að auka verð­mæta­sköpun fyr­ir­tækj­anna með fram­leiðslu á virð­is­meiri afurð­um. Um leið leit­ast stórnot­endur raf­orku þar í landi við að gera lang­tíma­samn­inga við vind­orku­fyr­ir­tæki sem tryggja þeim sem ódýrasta raf­orku og styrkja end­ur­nýj­an­lega ímynd við­kom­andi stórnot­enda jafn­vel enn meira. Ef stórnot­endur raf­orku á Íslandi ætla að standa sig í sam­keppn­inni þurfa þeir líka að vera opnir fyrir tæki­fær­unum og vera til­búnir að takast á við breytt mark­aðs og tækni­um­hverf­i. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar