Braskað í brimi

Kvótakerfið er sennilega mesta brask-kerfi sem komið hefur verið á hér á landi og virðist það hafa öðlast sjálfstætt líf. Stórir eigendur moka arði í eigin vasa.

Auglýsing

Borðspilið Matador gengur út á að braska með eignir og verða ríkur. Það er eitt vinsælasta spil í heimi og allir geta spilað með. Í því er best að sölsa undir sig sem mest af eignum, og þegar andstæðingarnir lenda á þinni eign, þá þarf að borga gjald.

Svipað virðist vera uppi á teningnum í því kvótakerfi sem þróast hefur hér á landi í fiskveiðum og sett var á fyrir um 35 árum síðan. Það borgar sig að sölsa undir sig sem mest af kvóta. Nú er staðan þannig að örfáir aðilar eru búnir raka að sér um 70% af öllum fiskveiðikvóta landsins, um 10 stærstu fyrirtækin eiga mest af kvóta. Sum eiga svo mikið að búið er sprengja reglur um eignarhald í kerfinu, en stjórnvöld gera ekkert.

Í úttekt Kjarnans frá því í október í fyrra er að finna áhugaverðar tölur: Frá 2008 hefur hagur sjávarútvegsins vænkast um 450 milljarða króna (sem er um helmingur af fjárlögum Íslands fyrir árið 2020). Frá 2010 hafa fyrirtæki í sjávarútvegi greitt um 93.000 milljónir í arð til eigenda sinna og árið 2018 voru arðgreiðslur um 12.500 milljónir króna.

Fyrir venjulegt fólk er erfitt að setja tölur sem þessar í samhengi, til dæmis eru meðallaun á Íslandi um 700.000 krónur á mánuði. Samkvæmt þessu var arðurinn bara í fyrra um 17.850 sinnum meðallaun. Útgerðin hefur frá árinu 2012 greitt að meðaltali um 8.7 milljarða á ári í veiðigjöld, en þá tóku lög um veiðigjöld gildi. Til samanburðar má geta þess að um 230 milljarðar fóru í heilbrigðiskerfið á Íslandi árið 2019.

Um 20% aukning á 13 dögum

Það er líka eins og lesa reyfara að fylgjast með því þeim eignatilfærslum sem átt hafa sér stað á undanförnum misserum í sjávarútvegsgeiranum. Orðið „kvótabrask“ kemur upp í hugann. Fyrir skömmu birti Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins frétt með þessari fyrirsögn: Ævintýraleg ávöxtun á örskömmum tíma. Þar er sagt frá viðskiptum FISK á Sauðárkróki í fyrirtækinu Brimi. Á tímabilinu frá 18-28. ágúst 2019 keypti FISK um 10% hlut í Brimi fyrir rúmlega 6.6 milljarða króna. Þann 11. september (13 dögum síðar) seldi FISK sama hlut fyrir 7.94 milljarða og hagnaðist því um mismuninn, rúmlega 1300 miljónir. Þetta er 20% virðisaukning á 13 dögum! Hvernig getur það verið? Hvað olli 20% virðisauka á þessum stutta tíma? Er hægt að túlka þessi „viðskipti“ öðruvísi en að FISK hafi með þeim ætlað sér að græða vel á örskömmum tíma? Var þetta allt saman tilviljun og frjáls markaður að verki? Eða voru þeir í FISK svona heppnir, já, eins og að komast á gott fiskirí?

Auglýsing
Þessi viðskipti voru reiknuð sem 4000% hagnaður á ársgrundvelli og hlaut þessi „snúningur“ mikið lof samkvæmt einum álitsgjafa Fréttablaðsins. Hljómar þetta ekki eins og brask? Eða á þetta bara að vera svona? Þetta er kannski löglegt, en verulega vafasamt út frá siðferðislegu sjónarmiði að mati undirritaðs. FISK er dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga og er nú orðið þriðji stærsti kvótaeigandi landsins (á eftir Brimi og Samherja). 

Og hvað verður um hagnaðinn? Jú, eflaust rennur hann til hluthafanna að einhverju leyti, eða þá að hann verði notaður til enn frekari „viðskipta“ með auðlind landsmanna, sem alltaf er sagt að sé okkar sameign, en það er ein mesta opinbera blekking sem til er hér á landi. 

Tugir frétta um Brim hf

Það hefur einnig verið ævintýralegt að fylgjast með fléttunum í kringum Brim, sem nú er orðið helsti kvótaeigandi landsins. Á vefsíðu Viðskiptablaðsins eru tugir frétta sem tengjast fyrirtækinu með einum eða öðrum hætti. Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Brims og hefur hann á undanförnum misserum verið að kaupa fyrirtæki til hægri og vinstri, fyrirtæki hafa verið að skipta um stjórnir og nöfn, starfsmönnum verið sagt upp, einstaklingar sagt sig úr stjórnum og þess háttar. 

Nú er svo komið að Brim er orðið mesti kvótaeigandi landsins og fyrirtækið komið upp úr þakinu sem notað er sem viðmið á kvótaeign, sem er 12% af heildaraflamarki. Í ágúst á síðasta ári tók Brim yfir HB Granda og var samþykkt að breyta alfarið nafni fyrirtækisins í Brim.

Brim braut lög

En allt hefur ekki gengið löglega fyrir sig í öllum þessum „snúningum“. Þann 10. september s.l. birti Viðskiptablaðið frétt þess efnis að Brim hf hafi brotið lög um innherjaupplýsingar í viðskiptum með bréf í fyrirtækinu Ögurvík. Innherjaupplýsingar eru t.d. upplýsingar sem stjórnendur fyrirtækja búa yfir og eða aðrir lykilmenn. Brim hf. viðurkenndi brot sitt og gerð var sátt við Fjármálaeftirlitið upp á heilar 8,2 milljónir í málinu! Það er einn þokkalegur jeppi. Mögulega hefur verið hlegið dátt á skrifstofum Brims eftir þetta. Svo heldur (kvóta)lífið bara áfram.

Það er ekki skrýtið að almenningur tali um „kvótagreifa“ eða „kvótakónga. Að fylgjast með hegðun og framferði þessara karlmanna (yfirleitt allt karlar) minnir helst á sögur af „ólígörkum“ í Rússlandi sem komust yfir óheyrileg auðæfi eftir hrun Sovétríkjanna 1991. Þar komust nokkrir aðilar í marga feita bita með einum eða öðrum hætti. Margir þessara „ólígarka“ hafa verið og eða eru á listum yfir ríkustu menn heims. Margir af efnuðust mönnum Íslands koma út sjávarútvegsgeiranum. 

En varla hefur þetta vakað fyrir mönnum þegar komið var á varanlegu eignarhaldi og frjálsu framsali á sínum tíma í kvótakerfinu árið 1990. Hér er átt við hina gríðarlega söfnun auðs og samþjöppun á eignarhaldi á fáar hendur. Sennilega hugsuðu menn dæmið ekki nógu langt og það er jú erfitt að sjá fyrir um framtíðina.

Breytingar ólíklegar

Þá vaknar spurningin; verður þessu breytt á einhvern hátt? Stutta svarið er að öllum líkindum nei. Til þess eru hagsmunirnir of miklir. Svo er Sjálfstæðisflokkurinn yfirleitt við völd hér á landi og innan hans eru tæplega til raddir sem vilja breyta þessu með einhverjum hætti. Sama á að öllum líkindum við um Framsóknarflokkinn. Og VG hefur ekki þann pólitíska slagkraft (eða hreinleg vilja?) til þess að breyta þessu kerfi þannig að þjóðin (almenningur) njóti í alvöru góðs af þessari miklu auðlind.

Við munum því sennilega áfram lifa í einhverskonar „Matador-kerfi“ í íslenskum sjávarútvegi, þar sem hinir ríku verða ríkari og drottna yfir einni helstu auðlind landsmanna. Og við hin horfum bara á þegar fleiri og fleiri útgerðarpláss deyja hægum dauðdaga og kvótinn safnast á færri og færri hendur.

Höfundur er stjórnmálafræðingur, ættaður frá fyrrum sjávarplássinu Akranesi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er nýsköpun ekki lengur töff?
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar