Kynjað verðmætamat og leikskólinn

Hópur kvenna ítrekar áskorun sína til borgarráðs um að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem samþykktar hafa verið í skóla- og frístundaráði.

Leikskólabarn Mynd: Pixabay
Auglýsing

Í umræðum vik­unnar hefur verið ýjað að því að við lítum á leik­skól­ana sem þjón­ustu­stofnun fyrir atvinnu­líf­ið. Ekk­ert er fjær lagi. Atvinnu­lífið hefur vissu­lega sett mikið mark á okkar kar­læga og kap­ít­al­íska sam­fé­lag og þar með aðstæður kvenna og jað­ar­settra hópa. Mál­flutn­ingur okkar snýst um að verja konur og jað­ar­setta hópa fyrir frekara álagi af völdum þess. 

­Saga leik­skól­anna er sam­ofin sögu kvenna á vinnu­mark­aði. Upp­haf­lega rak hið opin­bera dag­heim­ili fyrir börn ein­stæðra for­eldra svo þau gætu séð fjöl­skyldu sinni far­borða. Dag­heim­ilin urðu svo fyrsta skóla­stig­ið. Þar njóta börnin mennt­unar meðan for­eldr­ar, ein­stæðir jafnt sem pör, eru úti á vinnu­mark­aði. Þessi þróun hefði aldrei átt sér stað án hug­rakkra og sterkra kvenna sem settu konur og börn í for­gang á pólítískum vett­vang­i. 

Skamm­tíma­lausn á flóknum vanda

Leik­skól­arnir okk­ar  eru afurð kven­frels­is­bar­átt­unn­ar. Konur kröfð­ust breyttrar for­gangs­röð­unar og breytts verð­mæta­mats. Þær brut­ust út á vinnu­mark­að, mennt­uðu sig, tóku auk­inn þátt í stjórn­málum og breyttu. Nútíma­fyr­ir­komu­lag leik­skól­ans er Kvenna­list­anum að þakka. Kannski hefði eitt­hvað gerst án þeirra kvenna, en aldrei eins hratt og aldrei eins vel. Og kannski værum við betur stödd ef þeirra nyti enn við í stað stjórn­mála­fólks sem vill hvorki horfast í augu við né breyta kynj­uðu hag­kerfi sem byggir á ó- eða illa laun­aðri vinnu kvenna.

Auglýsing
Stytting opn­un­ar­tíma leik­skól­anna er skamm­tíma­lausn á flóknum vanda. Leik­skóla­kenn­arar og  starfs­fólk leik­skóla (eins og aðrar kvenna­stétt­ir) hefur skammar­lega lág laun. Það er undir allt of miklu álagi og vinnur allt of lengi. Lausnin er að for­gangs­raða fjár­munum í þágu leik­skól­anna, hækka launin mynd­ar­lega, bæta aðstæður til fag­legs starfs og und­ir­bún­ings, stytta vinnu­vik­una og fjölga starfs­fólki. Að loka leik­skólum fyrr á dag­inn en halda hinu óbreyttu leiðir ekki til fram­fara eða úrbóta heldur til nið­ur­skurðar og þjón­ustu­skerð­ingar og sýnir virð­ing­ar­leysi gagn­vart illa laun­uðum kvenna­störfum og leik­skól­unum sem slík­um.

Ítrekuð ummæli borg­ar­full­trúa um að áhrifin verði lítil á konur og jað­ar­sett fólk sýna virð­ing­ar­leysi gagn­vart ólaun­aðri vinnu kvenna. Ótal rann­sóknir hafa sýnt fram á sam­verk­andi þætti kyn­bund­ins launa­munar og ábyrgðar kvenna á heim­ilum umfram karla. Styttri opn­un­ar­tími verður óum­flýj­an­lega til þess að ýkja hvort tveggja, hvort sem borg­ar­full­trúum líkar betur eða verr.

Reykja­vík­ur­list­inn ruddi braut­ina

Síð­ast en ekki síst er þessi nið­ur­skurður van­virð­ing við þær bar­áttu- og stjórn­mála­konur sem eiga heið­ur­inn af núver­andi fyr­ir­komu­lagi leik­skóla­starfs. Kon­urnar í Reykja­vík­ur­list­anum sem breyttu for­gangs­röðun fjár­muna í borg­ar­stjórn og ákváðu að verja þeim til upp­bygg­ingar leik­skóla í stað ann­arra og karllæg­ari verk­efna. Borg­ar­full­trúar sem baða hálfs­dags­dvöl í leik­skólum dýrð­ar­ljóma sýna þeirri vinnu sem þá átti sér stað, ekki mikla virð­ingu.

Stytt­ing  leik­skóla­dags­ins þýðir að í stað þess að börnin njóti dvalar á leik­skólum í umsjón illa laun­aðs fag­fólks, mun álag á konur við umsjá barna aukast á kostnað atvinnu­þátt­töku og tæki­færa á vinnu­mark­aði. Það er von okkar að borg­ar­ráð hafni þessum breyt­ingum og ein­beiti sér að því að efla leik­skól­ana og breyta verð­mæta­mati sam­fé­lags­ins. Það er löngu tíma­bært að fram­lag kvenna verði metið að verð­leikum innan sem utan heim­il­is.

Í ljósi þessa ítrekum við enn og aftur áskorun okkar til borg­ar­ráðs um að hafna breyt­ingum á opn­un­ar­tíma leik­skóla sem sam­þykktar hafa verið í skóla- og frí­stunda­ráði.

Claudia Over­esch, Edda Ýr Garð­ars­dótt­ir, Elín Ýr Arnar Haf­dís­ar­dótt­ir, Elísa­bet Ýr Atla­dótt­ir, Gunnur Vil­borg, Hall­dóra Jón­as­dótt­ir, Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir, Ingi­björg Stef­áns­dótt­ir, Krist­jana Ásbjörns­dótt­ir, María Lilja Þrast­ar­dóttir Kemp, Ósk Gunn­laugs­dótt­ir, Sóley Tóm­as­dótt­ir, Sunna Sím­on­ar­dótt­ir, Unnur Ágústs­dóttir og Þóra Kristín Þórs­dótt­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar