Opið bréf til borgarráðs um opnunartíma leikskóla og kvenleika

Börn að leik Mynd: Aðsend
Auglýsing

Við und­ir­rit­aðar skorum á borg­ar­ráð að hafna breyt­ingum á opn­un­ar­tíma leik­skóla sem sam­þykktar hafa verið í skóla- og frí­stunda­ráði. Við þurfum ekki af velkj­ast í neinum vafa um hvaða hópur mun þurfa að aðlaga sig að þessum breyt­ing­um. Mæður munu í mun meira mæli en feður þurfa að minnka starfs­hlut­fall, undir auknu álagi um að hlaupa hraðar til að halda öllum bolt­unum á lofti. Mæður úr við­kvæmum hóp­um; ein­stæðar mæð­ur, mæður af verka­lýðs­stétt eða af erlendum upp­runa, sem þurfa að vinna mikið og hafa ef til vill ekki sterkt stuðn­ings­net munu finna mest fyrir þess­ari van­hugs­uðu aðgerð Reykja­vík­ur­borg­ar. 

Ofan á þetta allt bæt­ast svo hug­mynda­fræði­legu áhrifin þar sem hug­mynda­fræði ákafrar mæðr­unar (e. intensive mother­ing) í sam­fé­lagi kynjat­ví­hyggju stang­ast á við femíníska hug­mynda­fræði sem vill afbyggja og end­ur­hanna félags­lega sköpuð hlut­verk mæðra og feðra. Átaka­lín­urnar snú­ast um „það sem er best fyrir börn­in“ ann­ars vegar og jafn­réttis hins vegar og nið­ur­staðan oftar en ekki sú að þetta séu í raun ósam­rým­an­legar and­stæð­ur. Þessi átök valda vel þekktri og stöðugri sekt­ar­kennd hjá konum sem þurfa að standa undir kröfum sam­fé­lags­ins um virka þátt­töku í atvinnu- og efna­hags­lífi á sama tíma og þær eiga að mæta þörfum barna sinna.

Hin póst­femíníska nálgun um að konur í vest­rænum ríkjum séu lausar úr höftum hefð­bund­inna kynja­hug­mynda, að hið per­sónu­lega sé ekki lengur pólítískt heldur hafi konur val um hvernig þær hagi sínu lífi, er mýta. Það þarf eftir sem áður þorp til að ala upp barn, sér í lagi í sam­fé­lagi sem vill kenna sig við jafn­rétti kynj­anna.

Auglýsing

Nýsam­þykktar breyt­ingar á opn­un­ar­tímum leik­skóla eru vatn á myllu þeirrar orð­ræðu sem nú virð­ist vera í nokk­urri sókn, þar sem hags­munum barna og jafn­rétti kynj­anna er stillt upp sem and­stæðum pól­um. Umræðan um leik­skóla sem vinnu, sjálfs­nið­ur­rif leik­skóla­starfs­fólks sem „allt er sam­mála um að börn séu allt of mikið í“ og dýrð­ar­ljóm­inn sem for­maður skóla- og frí­stunda­ráðs hjúpaði 4-6 tíma leik­skóla­dag for­tíðar eru til marks um þetta. 

Umræðan um breyt­ing­arnar munu því ekki bara leiða til verri stöðu áður­nefndra hópa, heldur stuðla að auk­inni van­líðan og sam­visku­biti hjá kon­unum sem þurfa að halda öllum bolt­unum á lofti. Ef okkur er alvara með jafn­rétt­is­sam­fé­lagi verða inn­viðir þess að gera fólki af öllum kynjum kleift að taka virkan þátt á vinnu­mark­aði og axla jafna ábyrgð á barna­upp­eldi. Það verður ekki gert með styttri opn­un­ar­tíma leik­skól­anna heldur með bættum aðbún­aði þeirra, sóma­sam­legum laun­um, styttri vinnu­viku og minna álagi á starfs­fólk. Þar ætti Reykja­vík­ur­borg að ganga á undan með góðu for­dæmi.

Claudia Over­esch, Elín Ýr Arnar Haf­dís­ar­dótt­ir, Elísa­bet Ýr Atla­dótt­ir, Gunnur Vil­borg, Hall­dóra Jón­as­dótt­ir, Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir, Hildur Björk Páls­dótt­ir, Ingi­björg Stef­áns­dótt­ir, Haf­dís Eyj­ólfs­dótt­ir, María Lilja Þrast­ar­dóttir Kemp, Ósk Gunn­laugs­dótt­ir, Sóley Tóm­as­dótt­ir, Sunna Sím­on­ar­dóttir og Þóra Kristín Þórs­dótt­ir.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar