Opið bréf til borgarráðs um opnunartíma leikskóla og kvenleika

Börn að leik Mynd: Aðsend
Auglýsing

Við und­ir­rit­aðar skorum á borg­ar­ráð að hafna breyt­ingum á opn­un­ar­tíma leik­skóla sem sam­þykktar hafa verið í skóla- og frí­stunda­ráði. Við þurfum ekki af velkj­ast í neinum vafa um hvaða hópur mun þurfa að aðlaga sig að þessum breyt­ing­um. Mæður munu í mun meira mæli en feður þurfa að minnka starfs­hlut­fall, undir auknu álagi um að hlaupa hraðar til að halda öllum bolt­unum á lofti. Mæður úr við­kvæmum hóp­um; ein­stæðar mæð­ur, mæður af verka­lýðs­stétt eða af erlendum upp­runa, sem þurfa að vinna mikið og hafa ef til vill ekki sterkt stuðn­ings­net munu finna mest fyrir þess­ari van­hugs­uðu aðgerð Reykja­vík­ur­borg­ar. 

Ofan á þetta allt bæt­ast svo hug­mynda­fræði­legu áhrifin þar sem hug­mynda­fræði ákafrar mæðr­unar (e. intensive mother­ing) í sam­fé­lagi kynjat­ví­hyggju stang­ast á við femíníska hug­mynda­fræði sem vill afbyggja og end­ur­hanna félags­lega sköpuð hlut­verk mæðra og feðra. Átaka­lín­urnar snú­ast um „það sem er best fyrir börn­in“ ann­ars vegar og jafn­réttis hins vegar og nið­ur­staðan oftar en ekki sú að þetta séu í raun ósam­rým­an­legar and­stæð­ur. Þessi átök valda vel þekktri og stöðugri sekt­ar­kennd hjá konum sem þurfa að standa undir kröfum sam­fé­lags­ins um virka þátt­töku í atvinnu- og efna­hags­lífi á sama tíma og þær eiga að mæta þörfum barna sinna.

Hin póst­femíníska nálgun um að konur í vest­rænum ríkjum séu lausar úr höftum hefð­bund­inna kynja­hug­mynda, að hið per­sónu­lega sé ekki lengur pólítískt heldur hafi konur val um hvernig þær hagi sínu lífi, er mýta. Það þarf eftir sem áður þorp til að ala upp barn, sér í lagi í sam­fé­lagi sem vill kenna sig við jafn­rétti kynj­anna.

Auglýsing

Nýsam­þykktar breyt­ingar á opn­un­ar­tímum leik­skóla eru vatn á myllu þeirrar orð­ræðu sem nú virð­ist vera í nokk­urri sókn, þar sem hags­munum barna og jafn­rétti kynj­anna er stillt upp sem and­stæðum pól­um. Umræðan um leik­skóla sem vinnu, sjálfs­nið­ur­rif leik­skóla­starfs­fólks sem „allt er sam­mála um að börn séu allt of mikið í“ og dýrð­ar­ljóm­inn sem for­maður skóla- og frí­stunda­ráðs hjúpaði 4-6 tíma leik­skóla­dag for­tíðar eru til marks um þetta. 

Umræðan um breyt­ing­arnar munu því ekki bara leiða til verri stöðu áður­nefndra hópa, heldur stuðla að auk­inni van­líðan og sam­visku­biti hjá kon­unum sem þurfa að halda öllum bolt­unum á lofti. Ef okkur er alvara með jafn­rétt­is­sam­fé­lagi verða inn­viðir þess að gera fólki af öllum kynjum kleift að taka virkan þátt á vinnu­mark­aði og axla jafna ábyrgð á barna­upp­eldi. Það verður ekki gert með styttri opn­un­ar­tíma leik­skól­anna heldur með bættum aðbún­aði þeirra, sóma­sam­legum laun­um, styttri vinnu­viku og minna álagi á starfs­fólk. Þar ætti Reykja­vík­ur­borg að ganga á undan með góðu for­dæmi.

Claudia Over­esch, Elín Ýr Arnar Haf­dís­ar­dótt­ir, Elísa­bet Ýr Atla­dótt­ir, Gunnur Vil­borg, Hall­dóra Jón­as­dótt­ir, Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir, Hildur Björk Páls­dótt­ir, Ingi­björg Stef­áns­dótt­ir, Haf­dís Eyj­ólfs­dótt­ir, María Lilja Þrast­ar­dóttir Kemp, Ósk Gunn­laugs­dótt­ir, Sóley Tóm­as­dótt­ir, Sunna Sím­on­ar­dóttir og Þóra Kristín Þórs­dótt­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar