Opið bréf til borgarráðs um opnunartíma leikskóla og kvenleika

Börn að leik Mynd: Aðsend
Auglýsing

Við und­ir­rit­aðar skorum á borg­ar­ráð að hafna breyt­ingum á opn­un­ar­tíma leik­skóla sem sam­þykktar hafa verið í skóla- og frí­stunda­ráði. Við þurfum ekki af velkj­ast í neinum vafa um hvaða hópur mun þurfa að aðlaga sig að þessum breyt­ing­um. Mæður munu í mun meira mæli en feður þurfa að minnka starfs­hlut­fall, undir auknu álagi um að hlaupa hraðar til að halda öllum bolt­unum á lofti. Mæður úr við­kvæmum hóp­um; ein­stæðar mæð­ur, mæður af verka­lýðs­stétt eða af erlendum upp­runa, sem þurfa að vinna mikið og hafa ef til vill ekki sterkt stuðn­ings­net munu finna mest fyrir þess­ari van­hugs­uðu aðgerð Reykja­vík­ur­borg­ar. 

Ofan á þetta allt bæt­ast svo hug­mynda­fræði­legu áhrifin þar sem hug­mynda­fræði ákafrar mæðr­unar (e. intensive mother­ing) í sam­fé­lagi kynjat­ví­hyggju stang­ast á við femíníska hug­mynda­fræði sem vill afbyggja og end­ur­hanna félags­lega sköpuð hlut­verk mæðra og feðra. Átaka­lín­urnar snú­ast um „það sem er best fyrir börn­in“ ann­ars vegar og jafn­réttis hins vegar og nið­ur­staðan oftar en ekki sú að þetta séu í raun ósam­rým­an­legar and­stæð­ur. Þessi átök valda vel þekktri og stöðugri sekt­ar­kennd hjá konum sem þurfa að standa undir kröfum sam­fé­lags­ins um virka þátt­töku í atvinnu- og efna­hags­lífi á sama tíma og þær eiga að mæta þörfum barna sinna.

Hin póst­femíníska nálgun um að konur í vest­rænum ríkjum séu lausar úr höftum hefð­bund­inna kynja­hug­mynda, að hið per­sónu­lega sé ekki lengur pólítískt heldur hafi konur val um hvernig þær hagi sínu lífi, er mýta. Það þarf eftir sem áður þorp til að ala upp barn, sér í lagi í sam­fé­lagi sem vill kenna sig við jafn­rétti kynj­anna.

Auglýsing

Nýsam­þykktar breyt­ingar á opn­un­ar­tímum leik­skóla eru vatn á myllu þeirrar orð­ræðu sem nú virð­ist vera í nokk­urri sókn, þar sem hags­munum barna og jafn­rétti kynj­anna er stillt upp sem and­stæðum pól­um. Umræðan um leik­skóla sem vinnu, sjálfs­nið­ur­rif leik­skóla­starfs­fólks sem „allt er sam­mála um að börn séu allt of mikið í“ og dýrð­ar­ljóm­inn sem for­maður skóla- og frí­stunda­ráðs hjúpaði 4-6 tíma leik­skóla­dag for­tíðar eru til marks um þetta. 

Umræðan um breyt­ing­arnar munu því ekki bara leiða til verri stöðu áður­nefndra hópa, heldur stuðla að auk­inni van­líðan og sam­visku­biti hjá kon­unum sem þurfa að halda öllum bolt­unum á lofti. Ef okkur er alvara með jafn­rétt­is­sam­fé­lagi verða inn­viðir þess að gera fólki af öllum kynjum kleift að taka virkan þátt á vinnu­mark­aði og axla jafna ábyrgð á barna­upp­eldi. Það verður ekki gert með styttri opn­un­ar­tíma leik­skól­anna heldur með bættum aðbún­aði þeirra, sóma­sam­legum laun­um, styttri vinnu­viku og minna álagi á starfs­fólk. Þar ætti Reykja­vík­ur­borg að ganga á undan með góðu for­dæmi.

Claudia Over­esch, Elín Ýr Arnar Haf­dís­ar­dótt­ir, Elísa­bet Ýr Atla­dótt­ir, Gunnur Vil­borg, Hall­dóra Jón­as­dótt­ir, Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir, Hildur Björk Páls­dótt­ir, Ingi­björg Stef­áns­dótt­ir, Haf­dís Eyj­ólfs­dótt­ir, María Lilja Þrast­ar­dóttir Kemp, Ósk Gunn­laugs­dótt­ir, Sóley Tóm­as­dótt­ir, Sunna Sím­on­ar­dóttir og Þóra Kristín Þórs­dótt­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar