Opið bréf til borgarráðs um opnunartíma leikskóla og kvenleika

Börn að leik Mynd: Aðsend
Auglýsing

Við und­ir­rit­aðar skorum á borg­ar­ráð að hafna breyt­ingum á opn­un­ar­tíma leik­skóla sem sam­þykktar hafa verið í skóla- og frí­stunda­ráði. Við þurfum ekki af velkj­ast í neinum vafa um hvaða hópur mun þurfa að aðlaga sig að þessum breyt­ing­um. Mæður munu í mun meira mæli en feður þurfa að minnka starfs­hlut­fall, undir auknu álagi um að hlaupa hraðar til að halda öllum bolt­unum á lofti. Mæður úr við­kvæmum hóp­um; ein­stæðar mæð­ur, mæður af verka­lýðs­stétt eða af erlendum upp­runa, sem þurfa að vinna mikið og hafa ef til vill ekki sterkt stuðn­ings­net munu finna mest fyrir þess­ari van­hugs­uðu aðgerð Reykja­vík­ur­borg­ar. 

Ofan á þetta allt bæt­ast svo hug­mynda­fræði­legu áhrifin þar sem hug­mynda­fræði ákafrar mæðr­unar (e. intensive mother­ing) í sam­fé­lagi kynjat­ví­hyggju stang­ast á við femíníska hug­mynda­fræði sem vill afbyggja og end­ur­hanna félags­lega sköpuð hlut­verk mæðra og feðra. Átaka­lín­urnar snú­ast um „það sem er best fyrir börn­in“ ann­ars vegar og jafn­réttis hins vegar og nið­ur­staðan oftar en ekki sú að þetta séu í raun ósam­rým­an­legar and­stæð­ur. Þessi átök valda vel þekktri og stöðugri sekt­ar­kennd hjá konum sem þurfa að standa undir kröfum sam­fé­lags­ins um virka þátt­töku í atvinnu- og efna­hags­lífi á sama tíma og þær eiga að mæta þörfum barna sinna.

Hin póst­femíníska nálgun um að konur í vest­rænum ríkjum séu lausar úr höftum hefð­bund­inna kynja­hug­mynda, að hið per­sónu­lega sé ekki lengur pólítískt heldur hafi konur val um hvernig þær hagi sínu lífi, er mýta. Það þarf eftir sem áður þorp til að ala upp barn, sér í lagi í sam­fé­lagi sem vill kenna sig við jafn­rétti kynj­anna.

Auglýsing

Nýsam­þykktar breyt­ingar á opn­un­ar­tímum leik­skóla eru vatn á myllu þeirrar orð­ræðu sem nú virð­ist vera í nokk­urri sókn, þar sem hags­munum barna og jafn­rétti kynj­anna er stillt upp sem and­stæðum pól­um. Umræðan um leik­skóla sem vinnu, sjálfs­nið­ur­rif leik­skóla­starfs­fólks sem „allt er sam­mála um að börn séu allt of mikið í“ og dýrð­ar­ljóm­inn sem for­maður skóla- og frí­stunda­ráðs hjúpaði 4-6 tíma leik­skóla­dag for­tíðar eru til marks um þetta. 

Umræðan um breyt­ing­arnar munu því ekki bara leiða til verri stöðu áður­nefndra hópa, heldur stuðla að auk­inni van­líðan og sam­visku­biti hjá kon­unum sem þurfa að halda öllum bolt­unum á lofti. Ef okkur er alvara með jafn­rétt­is­sam­fé­lagi verða inn­viðir þess að gera fólki af öllum kynjum kleift að taka virkan þátt á vinnu­mark­aði og axla jafna ábyrgð á barna­upp­eldi. Það verður ekki gert með styttri opn­un­ar­tíma leik­skól­anna heldur með bættum aðbún­aði þeirra, sóma­sam­legum laun­um, styttri vinnu­viku og minna álagi á starfs­fólk. Þar ætti Reykja­vík­ur­borg að ganga á undan með góðu for­dæmi.

Claudia Over­esch, Elín Ýr Arnar Haf­dís­ar­dótt­ir, Elísa­bet Ýr Atla­dótt­ir, Gunnur Vil­borg, Hall­dóra Jón­as­dótt­ir, Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir, Hildur Björk Páls­dótt­ir, Ingi­björg Stef­áns­dótt­ir, Haf­dís Eyj­ólfs­dótt­ir, María Lilja Þrast­ar­dóttir Kemp, Ósk Gunn­laugs­dótt­ir, Sóley Tóm­as­dótt­ir, Sunna Sím­on­ar­dóttir og Þóra Kristín Þórs­dótt­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar