Dreyfus-málið: 1899–2019

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson, hagfræðingur og sagnfræðingur, skrifar um hið sögufræga Dreyfus-mál.

Auglýsing

Varla er til það dóms­mál sem orðið hefur eins sögu­frægt og Dreyfus-­mál­ið. Það hefst haustið 1894 þegar Frakkar verða þess varir að rík­is­leynd­ar­málum er lekið til Þjóð­verja sem voru þá höf­uð­and­stæð­ingar Frakka vegna stríðs­ins 1870 til 1871. Upp­haf fransk-prúss­neska stríðs­ins má rekja til klækja Bis­marcks, járn­kanslar­ans, við sam­ein­ingu Þýska­lands. Frakkar töp­uðu stríð­inu og neydd­ust m.a. til að flytja höf­uð­borg sína til Tours og afsala sér kola­hér­uð­un­um, Elsass og Lot­hrin­gen, til Þjóð­verja. Hér­uðin urðu skipti­mynt í báðum heims­styrj­öld­un­um, allt þar til Kol og stál­banda­lag­ið, und­an­fari ESB, var stofnað 1951. Upp­lýs­inga­leki til Þjóð­verja var mjög alvar­legt mál og heiður franska hers­ins í húfi. Strax um haustið 1894 er gyð­ing­ur­inn Alfred Dreyfus hand­tek­inn, dæmdur fyrir land­ráð, auð­mýktur og opin­ber­lega sviptur liðs­for­ingja­tign. Dreyfus er ekki líf­lát­inn heldur sendur í lífs­tíð­ar­út­legð á Djöfla­eyjuna þaðan sem eng­inn átti aft­ur­kvæmt. 

Geor­ges Picqu­art, nýr yfir­maður njósn­a­deildar franska rík­is­ins, verður þess brátt var að rík­is­leynd­ar­málin halda áfram að ber­ast Þjóð­verj­um, og hefst þá hið raun­veru­lega Dreyfus-­mál en það sner­ist fyrst og fremst um land­lægt útlend­inga- og gyð­inga­hatur um Evr­ópu þvera og endi­langa. Í bar­átt­unni gegn gyð­inga­hatri bar hæst menn á borð við sós­í­alist­ann katt­fróma, Jean Jaurès, og Geor­ges Clem­enceau, sem síðar varð for­sæt­is­ráð­herra Frakka, en hann var útgef­andi L'Aur­ore, dag­blaðs­ins sem birti grein rit­höf­und­ar­ins Émile Zola en hún hófst með setn­ing­unni, J‘accuse — Ég ákæri — og markar upp­haf bar­átt­unn­ar. Þess má geta að í kjöl­farið var Émile Zola kærður og dæmd­ur, og varð hann að flýja til Lund­úna til að lenda ekki í dýfliss­unni. Málið var tekið upp að nýju. Ekki þótti ráð­lagt að halda rétt­ar­höldin í París og voru þau flutt til Rennes á Bret­an­íu­skaga þar sem Dreyfus var að nýju fund­inn sekur um land­ráð. Þáver­andi for­seti Frakk­lands, Émile Lou­bet, sá sig hins vegar til­neyddan til að biðja Dreyfus afsök­unar til að bjarga heiðri franska hers­ins. Dreyfus féllst á þá afsök­un­ar­beiðni og losn­aði ar með úr prís­und­inni.

Robert Bad­inter, dóms­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn Mitt­er­ands, er einna þekkt­astur fyrir að hafa aflétt dauða­refs­ingu í Frakk­landi árið 1981. Hann telur að dóms­úr­skurð­ur­inn, sem stríðs­ráðið kvað upp í Rennes í sept­em­ber­mán­uði 1899, hafi gíf­ur­legt vægi, hvort heldur sið­ferð­is­legt eða póli­tískt. Enn þann dag í dag sætir þessi laga­gjörn­ingur tíð­ind­um, þar sem „heið­ur“ stofn­unar var tek­inn fram yfir sak­leysi ein­stak­lings. Bad­inter bendir á að þarna sé dæmi um það hvað gyð­inga­hatur og kyn­þátta­hyggja getur leitt til alvar­legrar sið­blindu.

Auglýsing
Dreyfus-málið hefur haft gíf­ur­leg áhrif víða um heim. Á Íslandi tóku margir afstöðu með Dreyfusi og dæmi um að börn hafi verið skírð í höf­uðið á hon­um, sbr. Alfreð Dreyfus, ljós­mynd­ari í Reykja­vík. Hins vegar fer ekki á milli mála að í svoköll­uðu Geir­finns- og Guð­mund­ar­máli taka stjórn­völd sömu afstöðu og stríðs­ráðið í Rennes í sept­em­ber 1899. Heiður stofn­unar er tek­inn fram yfir sak­leysi ein­stak­linga. Nafn­giftin ein og sér segir allt sem segja þarf! Ciesi­el­ski-­málið ber hins vegar öll merki útlend­inga­hat­urs, og Íslands­vin­ur­inn Roman Pol­anski sýnir glögg­lega hvernig það birt­ist í með­ferð saka­mála í nýj­ustu mynd sinni: J‘accuse. 

Frakkar hafa hins vegar tekið allt aðra afstöðu en Íslend­ingar og í til­efni þess að 120 ár eru liðin frá dómi stríðs­ráðs­ins í Rennes var haldin þar mikil sýn­ing og ráð­stefna og fyrr­nefndur Robert Bad­inter heið­urs­for­seti henn­ar. Sýn­ing á ljós­myndum af atburð­unum við hús dóm­stóls­ins, sem nú hýsir mennta­skóla kenndan við Émile Zola, stór­sýn­ing á Þjóð­minja­safni Bret­an­íu, þar í grennd, ráð­stefnur og fyr­ir­lestar með virtum fræði­mönnum um konur og Dreyfus, gyð­inga­andúð, þátt fjöl­miðla, gyð­inga- og frí­múr­ara­sam­særið, um rit­höf­und­inn Émile Zola, auk upp­lestrar barna­barns Dreyfus­ar, Charles Dreyfus, um nauð­syn þess að halda mál­inu á lofti. Jafn­framt settu mann­rétt­inda­sam­tök Dreyfus-­málið í sam­hengi við atburði líð­andi. Allt er gert til að sagan end­ur­taki sig ekki.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og sagn­fræð­ing­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar