Dreyfus-málið: 1899–2019

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson, hagfræðingur og sagnfræðingur, skrifar um hið sögufræga Dreyfus-mál.

Auglýsing

Varla er til það dóms­mál sem orðið hefur eins sögu­frægt og Dreyfus-­mál­ið. Það hefst haustið 1894 þegar Frakkar verða þess varir að rík­is­leynd­ar­málum er lekið til Þjóð­verja sem voru þá höf­uð­and­stæð­ingar Frakka vegna stríðs­ins 1870 til 1871. Upp­haf fransk-prúss­neska stríðs­ins má rekja til klækja Bis­marcks, járn­kanslar­ans, við sam­ein­ingu Þýska­lands. Frakkar töp­uðu stríð­inu og neydd­ust m.a. til að flytja höf­uð­borg sína til Tours og afsala sér kola­hér­uð­un­um, Elsass og Lot­hrin­gen, til Þjóð­verja. Hér­uðin urðu skipti­mynt í báðum heims­styrj­öld­un­um, allt þar til Kol og stál­banda­lag­ið, und­an­fari ESB, var stofnað 1951. Upp­lýs­inga­leki til Þjóð­verja var mjög alvar­legt mál og heiður franska hers­ins í húfi. Strax um haustið 1894 er gyð­ing­ur­inn Alfred Dreyfus hand­tek­inn, dæmdur fyrir land­ráð, auð­mýktur og opin­ber­lega sviptur liðs­for­ingja­tign. Dreyfus er ekki líf­lát­inn heldur sendur í lífs­tíð­ar­út­legð á Djöfla­eyjuna þaðan sem eng­inn átti aft­ur­kvæmt. 

Geor­ges Picqu­art, nýr yfir­maður njósn­a­deildar franska rík­is­ins, verður þess brátt var að rík­is­leynd­ar­málin halda áfram að ber­ast Þjóð­verj­um, og hefst þá hið raun­veru­lega Dreyfus-­mál en það sner­ist fyrst og fremst um land­lægt útlend­inga- og gyð­inga­hatur um Evr­ópu þvera og endi­langa. Í bar­átt­unni gegn gyð­inga­hatri bar hæst menn á borð við sós­í­alist­ann katt­fróma, Jean Jaurès, og Geor­ges Clem­enceau, sem síðar varð for­sæt­is­ráð­herra Frakka, en hann var útgef­andi L'Aur­ore, dag­blaðs­ins sem birti grein rit­höf­und­ar­ins Émile Zola en hún hófst með setn­ing­unni, J‘accuse — Ég ákæri — og markar upp­haf bar­átt­unn­ar. Þess má geta að í kjöl­farið var Émile Zola kærður og dæmd­ur, og varð hann að flýja til Lund­úna til að lenda ekki í dýfliss­unni. Málið var tekið upp að nýju. Ekki þótti ráð­lagt að halda rétt­ar­höldin í París og voru þau flutt til Rennes á Bret­an­íu­skaga þar sem Dreyfus var að nýju fund­inn sekur um land­ráð. Þáver­andi for­seti Frakk­lands, Émile Lou­bet, sá sig hins vegar til­neyddan til að biðja Dreyfus afsök­unar til að bjarga heiðri franska hers­ins. Dreyfus féllst á þá afsök­un­ar­beiðni og losn­aði ar með úr prís­und­inni.

Robert Bad­inter, dóms­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn Mitt­er­ands, er einna þekkt­astur fyrir að hafa aflétt dauða­refs­ingu í Frakk­landi árið 1981. Hann telur að dóms­úr­skurð­ur­inn, sem stríðs­ráðið kvað upp í Rennes í sept­em­ber­mán­uði 1899, hafi gíf­ur­legt vægi, hvort heldur sið­ferð­is­legt eða póli­tískt. Enn þann dag í dag sætir þessi laga­gjörn­ingur tíð­ind­um, þar sem „heið­ur“ stofn­unar var tek­inn fram yfir sak­leysi ein­stak­lings. Bad­inter bendir á að þarna sé dæmi um það hvað gyð­inga­hatur og kyn­þátta­hyggja getur leitt til alvar­legrar sið­blindu.

Auglýsing
Dreyfus-málið hefur haft gíf­ur­leg áhrif víða um heim. Á Íslandi tóku margir afstöðu með Dreyfusi og dæmi um að börn hafi verið skírð í höf­uðið á hon­um, sbr. Alfreð Dreyfus, ljós­mynd­ari í Reykja­vík. Hins vegar fer ekki á milli mála að í svoköll­uðu Geir­finns- og Guð­mund­ar­máli taka stjórn­völd sömu afstöðu og stríðs­ráðið í Rennes í sept­em­ber 1899. Heiður stofn­unar er tek­inn fram yfir sak­leysi ein­stak­linga. Nafn­giftin ein og sér segir allt sem segja þarf! Ciesi­el­ski-­málið ber hins vegar öll merki útlend­inga­hat­urs, og Íslands­vin­ur­inn Roman Pol­anski sýnir glögg­lega hvernig það birt­ist í með­ferð saka­mála í nýj­ustu mynd sinni: J‘accuse. 

Frakkar hafa hins vegar tekið allt aðra afstöðu en Íslend­ingar og í til­efni þess að 120 ár eru liðin frá dómi stríðs­ráðs­ins í Rennes var haldin þar mikil sýn­ing og ráð­stefna og fyrr­nefndur Robert Bad­inter heið­urs­for­seti henn­ar. Sýn­ing á ljós­myndum af atburð­unum við hús dóm­stóls­ins, sem nú hýsir mennta­skóla kenndan við Émile Zola, stór­sýn­ing á Þjóð­minja­safni Bret­an­íu, þar í grennd, ráð­stefnur og fyr­ir­lestar með virtum fræði­mönnum um konur og Dreyfus, gyð­inga­andúð, þátt fjöl­miðla, gyð­inga- og frí­múr­ara­sam­særið, um rit­höf­und­inn Émile Zola, auk upp­lestrar barna­barns Dreyfus­ar, Charles Dreyfus, um nauð­syn þess að halda mál­inu á lofti. Jafn­framt settu mann­rétt­inda­sam­tök Dreyfus-­málið í sam­hengi við atburði líð­andi. Allt er gert til að sagan end­ur­taki sig ekki.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og sagn­fræð­ing­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar