Dreyfus-málið: 1899–2019

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson, hagfræðingur og sagnfræðingur, skrifar um hið sögufræga Dreyfus-mál.

Auglýsing

Varla er til það dómsmál sem orðið hefur eins sögufrægt og Dreyfus-málið. Það hefst haustið 1894 þegar Frakkar verða þess varir að ríkisleyndarmálum er lekið til Þjóðverja sem voru þá höfuðandstæðingar Frakka vegna stríðsins 1870 til 1871. Upphaf fransk-prússneska stríðsins má rekja til klækja Bismarcks, járnkanslarans, við sameiningu Þýskalands. Frakkar töpuðu stríðinu og neyddust m.a. til að flytja höfuðborg sína til Tours og afsala sér kolahéruðunum, Elsass og Lothringen, til Þjóðverja. Héruðin urðu skiptimynt í báðum heimsstyrjöldunum, allt þar til Kol og stálbandalagið, undanfari ESB, var stofnað 1951. Upplýsingaleki til Þjóðverja var mjög alvarlegt mál og heiður franska hersins í húfi. Strax um haustið 1894 er gyðingurinn Alfred Dreyfus handtekinn, dæmdur fyrir landráð, auðmýktur og opinberlega sviptur liðsforingjatign. Dreyfus er ekki líflátinn heldur sendur í lífstíðarútlegð á Djöflaeyjuna þaðan sem enginn átti afturkvæmt. 

Georges Picquart, nýr yfirmaður njósnadeildar franska ríkisins, verður þess brátt var að ríkisleyndarmálin halda áfram að berast Þjóðverjum, og hefst þá hið raunverulega Dreyfus-mál en það snerist fyrst og fremst um landlægt útlendinga- og gyðingahatur um Evrópu þvera og endilanga. Í baráttunni gegn gyðingahatri bar hæst menn á borð við sósíalistann kattfróma, Jean Jaurès, og Georges Clemenceau, sem síðar varð forsætisráðherra Frakka, en hann var útgefandi L'Aurore, dagblaðsins sem birti grein rithöfundarins Émile Zola en hún hófst með setningunni, J‘accuse — Ég ákæri — og markar upphaf baráttunnar. Þess má geta að í kjölfarið var Émile Zola kærður og dæmdur, og varð hann að flýja til Lundúna til að lenda ekki í dýflissunni. Málið var tekið upp að nýju. Ekki þótti ráðlagt að halda réttarhöldin í París og voru þau flutt til Rennes á Bretaníuskaga þar sem Dreyfus var að nýju fundinn sekur um landráð. Þáverandi forseti Frakklands, Émile Loubet, sá sig hins vegar tilneyddan til að biðja Dreyfus afsökunar til að bjarga heiðri franska hersins. Dreyfus féllst á þá afsökunarbeiðni og losnaði ar með úr prísundinni.

Robert Badinter, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Mitterands, er einna þekktastur fyrir að hafa aflétt dauðarefsingu í Frakklandi árið 1981. Hann telur að dómsúrskurðurinn, sem stríðsráðið kvað upp í Rennes í septembermánuði 1899, hafi gífurlegt vægi, hvort heldur siðferðislegt eða pólitískt. Enn þann dag í dag sætir þessi lagagjörningur tíðindum, þar sem „heiður“ stofnunar var tekinn fram yfir sakleysi einstaklings. Badinter bendir á að þarna sé dæmi um það hvað gyðingahatur og kynþáttahyggja getur leitt til alvarlegrar siðblindu.

Auglýsing
Dreyfus-málið hefur haft gífurleg áhrif víða um heim. Á Íslandi tóku margir afstöðu með Dreyfusi og dæmi um að börn hafi verið skírð í höfuðið á honum, sbr. Alfreð Dreyfus, ljósmyndari í Reykjavík. Hins vegar fer ekki á milli mála að í svokölluðu Geirfinns- og Guðmundarmáli taka stjórnvöld sömu afstöðu og stríðsráðið í Rennes í september 1899. Heiður stofnunar er tekinn fram yfir sakleysi einstaklinga. Nafngiftin ein og sér segir allt sem segja þarf! Ciesielski-málið ber hins vegar öll merki útlendingahaturs, og Íslandsvinurinn Roman Polanski sýnir glögglega hvernig það birtist í meðferð sakamála í nýjustu mynd sinni: J‘accuse. 

Frakkar hafa hins vegar tekið allt aðra afstöðu en Íslendingar og í tilefni þess að 120 ár eru liðin frá dómi stríðsráðsins í Rennes var haldin þar mikil sýning og ráðstefna og fyrrnefndur Robert Badinter heiðursforseti hennar. Sýning á ljósmyndum af atburðunum við hús dómstólsins, sem nú hýsir menntaskóla kenndan við Émile Zola, stórsýning á Þjóðminjasafni Bretaníu, þar í grennd, ráðstefnur og fyrirlestar með virtum fræðimönnum um konur og Dreyfus, gyðingaandúð, þátt fjölmiðla, gyðinga- og frímúrarasamsærið, um rithöfundinn Émile Zola, auk upplestrar barnabarns Dreyfusar, Charles Dreyfus, um nauðsyn þess að halda málinu á lofti. Jafnframt settu mannréttindasamtök Dreyfus-málið í samhengi við atburði líðandi. Allt er gert til að sagan endurtaki sig ekki.

Höfundur er hagfræðingur og sagnfræðingur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar