Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos

Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, veltir fyrir sér hvort að komið sé að endalokum nýfrjálshyggjutímans.

Auglýsing

Árið 1970 skrif­aði nýfrjáls­hyggju-hag­fræð­ing­ur­inn Milton Fried­man grein í New York Times Mag­azine um hlut­verk fyr­ir­tækja í sam­fé­lag­inu, sem eftir var tekið (sjá hér). 

Boð­skap­ur­inn var sá, að eina hlut­verk fyr­ir­tækja væri það að skila eig­endum þeirra (hlut­höf­um) sem mestum gróða. 

Fyr­ir­tæki hefðu engar skyldur gagn­vart starfs­mönnum sín­um, við­skipta­vin­um, birgj­um, neyt­endum eða sam­fé­lag­inu almennt.

Allt tal um sam­fé­lags­lega ábyrgð fyr­ir­tækja er ein­fald­lega sós­í­al­ismi, sagði Fried­man!

Þó sam­fé­lagið skaff­aði fyr­ir­tækjum vegi, hafn­ir, flug­velli, menntað starfs­lið, heil­brigð­is­þjón­ustu, lög­gæslu og veitti þeim aðgang að sam­eig­in­legum auð­lindum þá skipti það engu máli. 

Gróð­inn skyldi bara renna til „eig­enda” fyr­ir­tækj­anna.

Þessi nýfrjáls­hyggju­boð­skapur Fried­mans náði smám saman útbreiðslu á Vest­ur­löndum og gekk undir nafn­inu „the shareholder view of capital­ism“. 

Þetta var kap­ít­al­ismi fyrir rík­asta eina pró­sentið – og yfir­leitt enga aðra.

Auglýsing
Þarna voru komin hin hag­fræði­legu rök fyrir græðg­i­svæð­ing­unni sem fylgdi nýfrjáls­hyggj­unni og sem gat af sér póli­tískar breyt­ingar er leiddu til veru­lega auk­ins ójafn­aðar á síð­ustu 30-40 árum, eins og Piketty og félag­ar, OECD og fleiri alþjóða­stofn­anir og fræði­menn hafa ítrekað sýnt.

Þessar hug­myndir greiddu götu óheft­ari mark­aðs­hyggju, auk­inna skatt­fríð­inda fyrir hátekju- og stór­eigna­fólk, auk­innar einka­væð­ingar og fjand­sam­legri afstöðu gagn­vart vel­ferð­ar­rík­in­u. 

Hags­munir auð­manna voru í fyr­ir­rúmi. Og almenn­ingi var talin trú um að væn brauð­mylsna myndi falla niður til þeirra af veislu­borðum auð­manna. 

Það reynd­ist vera blekk­ingin ein.

Auk­inn ójöfn­uður var rök­rétt afleið­ing.

Við­skipta­ráð Banda­ríkj­anna hafnar nú sjón­ar­miði Fried­mans

Við­skipta­ráð Banda­ríkj­anna (US Business Round­ta­ble) gerð­ist snemma einn helsti fylgj­andi og boð­beri þess­arar nýfrjáls­hyggju Fried­mans þar vestra, frá og með árinu 1978. 

Á Íslandi varð Við­skipta­ráð Íslands sömu­leiðis einn rót­tæk­asti tals­maður nýfrjáls­hyggj­unn­ar, ásamt Sam­tökum atvinnu­lífs­ins og for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins, einkum frá og með tíunda ára­tugn­um. 

Í ágúst sl. urðu þau miklu tíð­indi að Við­skipta­ráð Banda­ríkj­anna hafn­aði loks þess­ari kreddu nýfrjáls­hyggj­unnar og lagð­ist á sveif með tals­mönnum sam­fé­lags­legrar ábyrgðar fyr­ir­tækja, sem kölluð er „the stakeholder view of capital­ism“ (sjá hér). 

Fyr­ir­tæki eiga nú að þjóna öll­um, en ekki bara fámennri yfir­stétt hlut­hafa eða auð­manna, segir Við­skipta­ráð Banda­ríkj­anna. Fyr­ir­tæki skuli bera ábyrgð gagn­vart starfs­mönnum sín­um, við­skipta­vin­um, birgj­um, neyt­endum og ein­fald­lega sam­fé­lag­inu öllu.

Þessi umsnún­ingur er merki­legur vegna þess að þarna er ekki um ein­hverja gagn­rýnendur eða fræði­menn að ræða, heldur full­trúa allra helstu stór­fyr­ir­tækja Banda­ríkj­anna. Full­trúa rík­asta eina pró­sents­ins.

Þetta er við­bragð elít­unnar í atvinnu­líf­inu við vax­andi til­finn­ingu almenn­ings á Vest­ur­löndum fyrir því að kap­ít­al­ism­inn sé ekki lengur fyrir almenn­ing heldur bara fyrir fámenna yfir­stétt. Þetta teng­ist einnig vax­andi áhyggjum af umhverf­is­mál­um.

Þarna hafa því orðið mikil tíma­mót í höf­uð­vígi banda­ríska kap­ít­al­ism­ans.

Davos lokar líka á nýfrjáls­hyggju Fried­mans

En vind­ur­inn snýst nú víðar gegn nýfrjáls­hyggj­unni en í Banda­ríkj­un­um.

Í Davos í Sviss fundar nú heim­sel­íta við­skipta og stjórn­mála, eins og verið hefur sl. 50 ár, á ráð­stefnu World Economic For­um. 

Klaus Schwab, stofn­andi og stjórn­andi World Economic For­um, hefur lengi verið tals­maður „sta­keholder capital­ism“, þó það sjón­ar­mið hans hafi ekki verið ríkj­andi í Davos til þessa, enda nýfrjáls­hyggjan yfir­leitt efst í hugum þeirra við­skipta­jöfra og stjórn­mála­manna sem þar hafa mætt.

En nú er öldin önnur í Dav­os!

„Sta­keholder capital­ism“ með sam­fé­lags­lega ábyrgð og almanna­hag að leið­ar­ljósi er nú mjög áber­andi á dag­skránni og Klaus Schwab sjálfur skrif­aði kröft­uga grein gegn sjón­ar­miðum Miltons Fried­man í tíma­ritið For­eign Affairs í síð­ustu viku (sjá hér). 

Auglýsing
Greinina kallar hann: “Kap­ít­al­ism­inn verður að breyt­ast til að lifa af”. Með skýrum hætti hafnar hann sjón­ar­miði Fried­mans og boðar félags­legri kap­ít­al­isma, sem betur þjóni hags­munum almenn­ings og sam­fé­lags­ins.

Klaus Schwab talar opin­skátt um að nýfrjáls­hyggju­tími síð­ustu fjög­urra ára­tuga hafi stór­aukið ójöfnuð og skaðað bæði sam­fé­lög og umhverfi.

Þess vegna verði kap­ít­al­ism­inn að breyt­ast – ekki seinna en strax!

Enda­lok nýfrjáls­hyggju­tím­ans?

Þetta eru svo mögnuð umskipti í sjón­ar­miðum hjá þessum tals­mönnum fyr­ir­tækja og kap­ít­al­isma, elítu efna­hags­lífs­ins, að spyrja má hvort þetta sé bara fag­ur­gali til að kaupa vin­sældir og slá ryki í augu almenn­ings? 

Sjálf­sagt er að hafa fyr­ir­vara á þessu og spyrja um efnd­ir. Yfir­stéttin er lík­lega mest að hugsa um að bjarga kap­ít­al­ism­anum frá sjálfum sér – draga úr mesta óhóf­inu.

Hins vegar er það óneit­an­lega mik­il­vægt að rétt­trú­aðir nýfrjáls­hyggju­menn skuli nú við­ur­kenna opin­ber­lega að þeir séu að ganga af trúnn­i. 

Það er nýtt!

Og það er til marks um hve afleit reynslan af nýfrjáls­hyggju­tím­anum hefur verið fyrir almenn­ing – aðra en elít­una.

Vinstri- og miðju­stjórn­mál og allir gagn­rýnendur nýfrjáls­hyggj­unnar þurfa nú að sigla skip­inu alla leið í höfn og tryggja enda­lok þess­ara nei­kvæðu áhrifa Fried­mans og söfn­uða hans.

Menn geta gert það í nafni þess að inn­leiða á ný bland­aða hag­kerfið sem var ríkj­andi á Vest­ur­löndum frá lokum seinni heims­styrj­aldar til um 1980 og sem þjón­aði almenn­ingi mun betur en hug­mynda­fræði nýfrjáls­hyggj­unnar hefur gert.

Eða bara til að byggja betra og sjálf­bært sam­fé­lag fyrir alla.

Til mik­ils er að vinna.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar