Húsmóðirin og leikskólinn

Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum, minnir á að sú umræða sem nú stendur yfir um opnunartíma leikskóla í Reykjavík eigi sér djúpar rætur og langa sögu.

Auglýsing

Þegar hreyf­ingin Wages for house work ruddi sér til rúms á 7. og 8. ára­tug síð­ustu aldar með ákalli um að heim­il­is­störf ættu að vera launuð eins og hver önnur vinna, kall­aði það ekki aðeins á umræðu um eðli og inn­tak heim­il­is­starfa, heldur einnig umönn­un­ar­starfa. Hreyf­ingin átti rætur sínar á Ítalíu og þarna var leit­ast við að end­ur­skil­greina vinnu, en um leið fjöl­skyld­una og hlut­verk karla og kvenna, barna og for­eldra, innan henn­ar.  

Hér má til ein­föld­unar draga upp mynd af móð­ur­inni – í þessu sam­hengi hinni ítölsku hús­móður – sem gætir barna og elur þau upp, sinnir eldri ætt­ingj­um, leggur mat á borð og borðar sjálf síðust, ef þá yfir­leitt. Þarfir fjöl­skyld­unnar ganga framar hennar eigin þörf­um. En þar sem við erum öll mann­eskjur (líka kon­ur) þá kemur að skulda­dög­um, a.m.k. í huga hinnar örþreyttu móð­ur. Því geta fylgt stöðugar áminn­ingar til barn­anna um allt sem fyrir þau er gert og upp­komin börn standa raunar í skuld við móður sína til eilífð­ar­nón­s. 

Ítölsku femínist­arnir reyndu að byggja upp ann­ars konar skiln­ing á fjöl­skyld­unni. Börn og for­eldrar væru í þessu sam­an. Börn væru sjálf­stæðir ein­stak­lingar innan fjöl­skyld­unn­ar, þeim mætti fela ábyrgð og þau væru líka fær um að sýna öðrum skiln­ing. Karlar og konur hjálp­uð­ust jafn­vel að. Þetta er nær því sam­fé­lags­skipu­lagi sem Ísland vill kenna sig við – afrakstur mik­illar kvenna­bar­áttu og stjórn­mála­bar­áttu – og senni­lega myndu fæst okkar vilja skipta því út. 

Auglýsing
En þetta er og var við­kvæm umræða. Bar­áttan gegn hug­mynd­inni um hina fórn­fúsu móður gat auð­veld­lega orðið að bar­áttu gegn hinni fórn­fúsu móð­ur, þar sem konur voru dæmdar fyrir að hafa leikið það hlut­verk sem þær töldu að þeim bæri. 

Þessi inn­gangur er rétt til að minna á að sú umræða sem nú stendur yfir um opn­un­ar­tíma leik­skóla í Reykja­vík á sér djúpar rætur og langa sögu. Hún snertir mörg okkar per­sónu­lega og er um leið óþægi­leg áminn­ing um hvað það er stutt síðan þræta þurfti um gildi almennra leik­skóla. Þá er nær­tækt að rifja upp að margir töldu að leik­skólar ættu ein­göngu að vera til staðar fyrir ein­stæða for­eldra og aðra sem stæðu höllum fæti. Þessa hug­mynd má enn heyra í því formi að jöfn­un­ar­hlut­verk leik­skóla sé bundið við að tryggja nógu langa vistun til að ein­stætt for­eldri geti unnið fullan vinnu­dag. Þetta er vissu­lega mik­il­vægt. En leik­skólar jafna líka tæki­færi barna í milli, með því að bjóða upp á menntun og sam­fé­lag þar sem ólíkir sam­fé­lags­hópar koma sam­an. Þeir stuðla að kynja­jafn­rétti í atvinnu­líf­inu og við ákvarð­ana­töku, en líka kynja­jafn­rétti heima við – og það er ekki hægt að hafa nógu mörg orð um mik­il­vægi fjár­hags­legs sjálf­stæðis kvenna, þar á meðal í tengslum við bar­átt­una gegn heim­il­is­of­beld­i. 

Aðstæður for­eldra leik­skóla­barna geta verið mjög mis­mun­andi. Sum okkar kom­ast auð­veld­lega af með átta klukku­stunda vist­un­ar­dag og jafn­vel styttri, en önnur ekki. Þetta á ekki ein­göngu við um ein­stæða for­eldra, heldur líka til dæmis for­eldra sem hafa engan annan stuðn­ing að reiða sig á eða for­eldra þar sem annað for­eldrið (t.a.m. iðn­að­ar­menn) vinnur langan vinnu­dag og getur sjaldan sótt barn á leik­skól­ann. Í þessu sam­bandi er ómögu­legt að skilja hver ákvað að átta klukku­stunda vist­un­ar­dagur væri hæfi­legur en 8,5 eða 9 klukku­stundir ekki. Í því er engin brú. 

Aðstæður barna eru líka mis­mun­andi. Sumum reyn­ist erfitt að vera lengi á leik­skóla, önnur eiga erfitt með að vera lengi heima hjá sér. Það er nefni­lega margt sem er börnum fyrir bestu. Þeim er fyrir bestu að eiga gott og öruggt sam­band við for­eldra sína. En það getur líka verið þeim fyrir bestu að hafa fleiri full­orðna í lífi sínu sem þau geta reitt sig á og bund­ist bönd­um. Smám saman höfum við lært að það er ekki endi­lega börnum fyrir bestu að hafa eina fórn­fúsa, dálítið alltum­lykj­andi móður í lífi sínu. Fæð­ing­ar­or­lof beggja for­eldra hefur gefið góða raun, ekki aðeins fyrir jafn­rétti á vinnu­mark­aði heldur líka fyrir börn. 

­Upp­bygg­ing almennra leik­skóla er ein far­sælasta stjórn­mála­á­kvörðun okkar tíma. Leik­skólar Íslands eru á heims­mæli­kvarða, sem upp­eld­is- og mennta­stofn­anir (og hér má vara við þeirri til­hneig­ingu að skilja að upp­eldi og menntun í umræðum um skóla), en líka sem horn­steinn sam­fé­lags­skipu­lags þar sem konur eru ekki neyddar til að velja á milli þess að vinna og að eiga börn. Það þarf ekki nema stutta heim­sókn til lands þar sem þetta frelsi er ekki fyrir hendi til að skilja gildi þess. 

Hins vegar hefur gild­is­mat sam­fé­lags­ins ekki endi­lega hald­ist í hendur við þetta, eins og sjá má af bágum starfs­kjörum innan leik­skól­anna. Kannski ætl­umst við til þess sama af starfs­fólki leik­skól­anna og einu sinni var vænst af hús­móð­ur­inni: að það haldi stöðugt áfram og fórni sér fyrir fjöld­ann. Þessa gætir einnig í starfs­kjörum umönn­un­ar­stétta almennt, sem að langstærstum hluta eru mann­aðar kon­um. Þetta er eitt af stóru við­fangs­efnum stjórn­mál­anna til næstu ára og um leið verk­efni sam­fé­lags­ins. Hér þarf að byggja upp sátt um að rétta þessa skekkju af. Stytt­ing opn­un­ar­tíma leik­skóla bætir eflaust stöð­una á leik­skól­um, sem er vel. En sem ein­stök aðgerð verður það ekki til að leið­rétta þessa skekkju, heldur mögu­lega til að ýkja hana. Hér þarf miklu fleira að koma til.

Höf­undur er ráð­gjafi rík­is­stjórn­ar­innar í jafn­rétt­is­mál­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar