Húsmóðirin og leikskólinn

Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum, minnir á að sú umræða sem nú stendur yfir um opnunartíma leikskóla í Reykjavík eigi sér djúpar rætur og langa sögu.

Auglýsing

Þegar hreyf­ingin Wages for house work ruddi sér til rúms á 7. og 8. ára­tug síð­ustu aldar með ákalli um að heim­il­is­störf ættu að vera launuð eins og hver önnur vinna, kall­aði það ekki aðeins á umræðu um eðli og inn­tak heim­il­is­starfa, heldur einnig umönn­un­ar­starfa. Hreyf­ingin átti rætur sínar á Ítalíu og þarna var leit­ast við að end­ur­skil­greina vinnu, en um leið fjöl­skyld­una og hlut­verk karla og kvenna, barna og for­eldra, innan henn­ar.  

Hér má til ein­föld­unar draga upp mynd af móð­ur­inni – í þessu sam­hengi hinni ítölsku hús­móður – sem gætir barna og elur þau upp, sinnir eldri ætt­ingj­um, leggur mat á borð og borðar sjálf síðust, ef þá yfir­leitt. Þarfir fjöl­skyld­unnar ganga framar hennar eigin þörf­um. En þar sem við erum öll mann­eskjur (líka kon­ur) þá kemur að skulda­dög­um, a.m.k. í huga hinnar örþreyttu móð­ur. Því geta fylgt stöðugar áminn­ingar til barn­anna um allt sem fyrir þau er gert og upp­komin börn standa raunar í skuld við móður sína til eilífð­ar­nón­s. 

Ítölsku femínist­arnir reyndu að byggja upp ann­ars konar skiln­ing á fjöl­skyld­unni. Börn og for­eldrar væru í þessu sam­an. Börn væru sjálf­stæðir ein­stak­lingar innan fjöl­skyld­unn­ar, þeim mætti fela ábyrgð og þau væru líka fær um að sýna öðrum skiln­ing. Karlar og konur hjálp­uð­ust jafn­vel að. Þetta er nær því sam­fé­lags­skipu­lagi sem Ísland vill kenna sig við – afrakstur mik­illar kvenna­bar­áttu og stjórn­mála­bar­áttu – og senni­lega myndu fæst okkar vilja skipta því út. 

Auglýsing
En þetta er og var við­kvæm umræða. Bar­áttan gegn hug­mynd­inni um hina fórn­fúsu móður gat auð­veld­lega orðið að bar­áttu gegn hinni fórn­fúsu móð­ur, þar sem konur voru dæmdar fyrir að hafa leikið það hlut­verk sem þær töldu að þeim bæri. 

Þessi inn­gangur er rétt til að minna á að sú umræða sem nú stendur yfir um opn­un­ar­tíma leik­skóla í Reykja­vík á sér djúpar rætur og langa sögu. Hún snertir mörg okkar per­sónu­lega og er um leið óþægi­leg áminn­ing um hvað það er stutt síðan þræta þurfti um gildi almennra leik­skóla. Þá er nær­tækt að rifja upp að margir töldu að leik­skólar ættu ein­göngu að vera til staðar fyrir ein­stæða for­eldra og aðra sem stæðu höllum fæti. Þessa hug­mynd má enn heyra í því formi að jöfn­un­ar­hlut­verk leik­skóla sé bundið við að tryggja nógu langa vistun til að ein­stætt for­eldri geti unnið fullan vinnu­dag. Þetta er vissu­lega mik­il­vægt. En leik­skólar jafna líka tæki­færi barna í milli, með því að bjóða upp á menntun og sam­fé­lag þar sem ólíkir sam­fé­lags­hópar koma sam­an. Þeir stuðla að kynja­jafn­rétti í atvinnu­líf­inu og við ákvarð­ana­töku, en líka kynja­jafn­rétti heima við – og það er ekki hægt að hafa nógu mörg orð um mik­il­vægi fjár­hags­legs sjálf­stæðis kvenna, þar á meðal í tengslum við bar­átt­una gegn heim­il­is­of­beld­i. 

Aðstæður for­eldra leik­skóla­barna geta verið mjög mis­mun­andi. Sum okkar kom­ast auð­veld­lega af með átta klukku­stunda vist­un­ar­dag og jafn­vel styttri, en önnur ekki. Þetta á ekki ein­göngu við um ein­stæða for­eldra, heldur líka til dæmis for­eldra sem hafa engan annan stuðn­ing að reiða sig á eða for­eldra þar sem annað for­eldrið (t.a.m. iðn­að­ar­menn) vinnur langan vinnu­dag og getur sjaldan sótt barn á leik­skól­ann. Í þessu sam­bandi er ómögu­legt að skilja hver ákvað að átta klukku­stunda vist­un­ar­dagur væri hæfi­legur en 8,5 eða 9 klukku­stundir ekki. Í því er engin brú. 

Aðstæður barna eru líka mis­mun­andi. Sumum reyn­ist erfitt að vera lengi á leik­skóla, önnur eiga erfitt með að vera lengi heima hjá sér. Það er nefni­lega margt sem er börnum fyrir bestu. Þeim er fyrir bestu að eiga gott og öruggt sam­band við for­eldra sína. En það getur líka verið þeim fyrir bestu að hafa fleiri full­orðna í lífi sínu sem þau geta reitt sig á og bund­ist bönd­um. Smám saman höfum við lært að það er ekki endi­lega börnum fyrir bestu að hafa eina fórn­fúsa, dálítið alltum­lykj­andi móður í lífi sínu. Fæð­ing­ar­or­lof beggja for­eldra hefur gefið góða raun, ekki aðeins fyrir jafn­rétti á vinnu­mark­aði heldur líka fyrir börn. 

­Upp­bygg­ing almennra leik­skóla er ein far­sælasta stjórn­mála­á­kvörðun okkar tíma. Leik­skólar Íslands eru á heims­mæli­kvarða, sem upp­eld­is- og mennta­stofn­anir (og hér má vara við þeirri til­hneig­ingu að skilja að upp­eldi og menntun í umræðum um skóla), en líka sem horn­steinn sam­fé­lags­skipu­lags þar sem konur eru ekki neyddar til að velja á milli þess að vinna og að eiga börn. Það þarf ekki nema stutta heim­sókn til lands þar sem þetta frelsi er ekki fyrir hendi til að skilja gildi þess. 

Hins vegar hefur gild­is­mat sam­fé­lags­ins ekki endi­lega hald­ist í hendur við þetta, eins og sjá má af bágum starfs­kjörum innan leik­skól­anna. Kannski ætl­umst við til þess sama af starfs­fólki leik­skól­anna og einu sinni var vænst af hús­móð­ur­inni: að það haldi stöðugt áfram og fórni sér fyrir fjöld­ann. Þessa gætir einnig í starfs­kjörum umönn­un­ar­stétta almennt, sem að langstærstum hluta eru mann­aðar kon­um. Þetta er eitt af stóru við­fangs­efnum stjórn­mál­anna til næstu ára og um leið verk­efni sam­fé­lags­ins. Hér þarf að byggja upp sátt um að rétta þessa skekkju af. Stytt­ing opn­un­ar­tíma leik­skóla bætir eflaust stöð­una á leik­skól­um, sem er vel. En sem ein­stök aðgerð verður það ekki til að leið­rétta þessa skekkju, heldur mögu­lega til að ýkja hana. Hér þarf miklu fleira að koma til.

Höf­undur er ráð­gjafi rík­is­stjórn­ar­innar í jafn­rétt­is­mál­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar