Einlæg bón um að endurskoða skerðingu leikskóla

Heiða María Sigurðardóttir, lektor við sálfræðideild Háskóla Íslands, skrifar um styttingu leikskóla.

Auglýsing

Ég á starfs­mönnum leik­skóla svo margt að þakka. Án leik­skóla hefði ég ekki getað klárað námið mitt þegar við hjónin vorum fátækir náms­menn á fram­andi slóðum án nokk­urs stuðn­ings­nets. Án leik­skóla gæti ég ekki sinnt núver­andi vinnu minni. Leik­skól­inn er und­ir­staða þess að mæður jafnt sem feður geti menntað sig og stundað atvinnu.

Í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum 1994 voru dag­vist­ar­mál eitt aðal­bar­áttu­mál R-list­ans, sam­eig­in­legs fram­boðs allra flokka nema Sjálf­stæð­is­flokks (Guðný Björk Eydal, 2006). Lagt var upp með að í lok kjör­tíma­bils fengju öll eins árs börn og eldri þá vistun sem for­eldrar vildu nýta sér (Guð­jón Sig­urðs­son, 1998). Það skýtur því sann­ar­lega skökku við þegar núver­andi meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna, Við­reisnar og Pírata virð­ist ætla að taka þá harka­legu ákvörðun – án nokk­urs fyr­ir­vara eða sam­fé­lags­legrar umræðu – að skerða starf­semi leik­skóla Reykja­vík­ur. 

Skert þjón­usta leik­skóla felur í sér tvennt: Hámarks­dval­ar­tími er styttur og sömu­leiðis er skellt í lás á leik­skólum 16:30 í stað 17:00. Hvaða afleið­ingar getur þetta haft?

Skert starf­semi leik­skóla er jafn­rétt­is­mál

Við á Íslandi trónum á toppi hinna ýmsu lista um jafn­rétti kynj­anna. Þegar til kast­anna kemur er þó enn ójafn­vægi þegar kemur að barna­upp­eldi. Sem dæmi styttu feður almennt fæð­ing­ar­or­lofstöku sína í kjöl­far efna­hags­hruns­ins á meðan mæður lengdu orlofstöku (Heiða María Sig­urð­ar­dóttir og Ólöf Garð­ars­dótt­ir, 2018 ), vænt­an­lega því ein­hvern veg­inn þurfti fólk að brúa bilið á milli fæð­ing­ar­or­lofs og dag­vist­un­ar. Það bil brúa almennt konur frekar en karl­ar. Skert þjón­usta leik­skóla getur bitnað á öllum for­eldrum, en hún er lík­leg til að bitna mest á kon­um, þá sér­stak­lega konum í erf­iðri félags­legri stöð­u. 

Skert starf­semi leik­skóla er lýð­heilsu­mál

Mikið hefur verið talað um nei­kvæð áhrif streitu á lík­ama og sál. Skerð­ing á starf­semi leik­skóla er ekki vel til þess fallin að minnka álag á barna­fólk – sem nú þegar á nógu erfitt með að púsla saman öllum þeim mýmörgu verk­efnum sem þarf að sinna hvern ein­asta dag. Þreytt­ir, útúr­stress­aðir for­eldrar sem ná ekki endum saman af því að þeir geta ekki sinnt fullri vinnu eru síður lík­legir til að vera glað­ir, gef­andi og nær­andi umönn­un­ar­að­il­ar. 

Auglýsing
Svo er annað lýð­heilsu­mál sem ekk­ert hefur verið talað um í þessu sam­bandi, en það er að lík­ams­klukka Íslend­inga er lík­lega ekki í takti við stað­ar­klukk­una, og getur það valdið ýmsum heilsu­far­s­vanda­málum ef fólk neyð­ist til að fara fyrr af stað á morgn­ana en lík­ams­klukka þeirra segir til um. Þá er það einnig stað­reynd að fólk hefur mis­mun­andi dæg­ur­gerð; sumir eru að eðl­is­fari morg­un­hanar á meðan aðrir eru nátt­hrafn­ar, og virð­ist þetta vera arf­gengt (Da­vid R. Sam­son o.fl., 2017). Fólk með seink­aða dæg­ur­gerð er því hér á Íslandi enn meira úr takti við stað­ar­klukk­una. Menn virð­ast enda­laust geta rif­ist um hvort breyta eigi klukk­unni eða ekki, en ein leið til að koma til móts við báða hópa er að bjóða ein­fald­lega upp á meiri sveigj­an­leika, það er að opn­un­ar­tími skóla, fyr­ir­tækja og stofn­ana verði sveigj­an­legri til að hann henti fólki með mis­mun­andi dæg­ur­gerð. Skertur opn­un­ar­tími leik­skóla er klárlega ekki í takti við tím­ann – og heldur ekki við lík­ams­klukk­una.

Skert starf­semi leik­skóla getur komið niður á börnum

Í við­tali við Vísi.is þann 16. jan­úar segir Skúli Helga­son, for­maður skóla- og frí­stunda­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, að ekki séu nema 62 börn sem nýti sér núver­andi opn­un­ar­tíma leik­skól­anna til fulls, rétt eins og 62 börn og for­eldrar þeirra skipti engu máli. Þá eru ótalin þau börn sem dvalið hafa á leik­skól­anum til kl. 17 án þess þó að hafa dvalið þar allan opn­un­ar­tím­ann, til dæmis börn for­eldra með vinnu­tíma frá 9-17 í stað 8-16. Var eitt­hvert sam­ráð haft við for­eldra þess­ara barna? Var nokk­urt for­eldri spurt hvaða áhrif þessi skerð­ing hefði á það og barn þess? Er ekki einmitt lík­legt að ein­hver góð og gild ástæða hafi verið fyrir því að fólk hafi þurft að nýta þennan leik­skóla­tíma? Er ekki sömu­leiðis lík­legt að aðstæður þessa fólks breyt­ist ekki eins og hendi væri veifað bara af því að skóla- og frí­stunda­ráðs Reykja­vík­ur­borgar skipar svo fyr­ir? 

Undir niðri marar samt alltaf sú hug­mynd að það sé vont fyrir börn að dvelj­ast á leik­skóla, að það hafi slæm áhrif á þroska þeirra að dvelj­ast þar í stað þess að vera hjá for­eldrum sín­um. Ég vil með ekki með nokkru móti gera lítið úr sam­veru for­eldra og barna. Aftur á móti hafa margar rann­sóknir sýnt að dvöl á góðum leik­skóla þarf alls ekki að hafa nei­kvæð áhrif á börn og getur jafn­vel haft jákvæð áhrif á ýmsa þroska­þætt­i. 

Ég ætla að ger­ast mik­ill Nostradamus og spá því að þessi ákvörðun komi niður á börn­un­um. Þessi börn eru ekk­ert að fara að fá auknar gæða­stundir með for­eldrum sín­um. Þessi börn eru að fara í ein­hverja aðra pössun eða til for­eldra undir enn meira álagi en áður.

Skert starf­semi leik­skóla gengur gegn rétti fólks til að ráða eigin lífi

Með allt þetta í huga biðla ég auð­mjúk­lega og inni­lega til skóla- og frí­stunda­ráð um að end­ur­skoða þessa ákvörð­un. Hún var gerð af góðum hug en breyt­ingin gengur því miður gegn rétti for­eldra barna í Reykja­vík til að haga lífi sínu og fjöl­skyldu sinnar eins og þeim hentar best. 

Höf­undur er lektor við Sál­fræði­deild Háskóla Íslands, fyrr­ver­andi starfs­maður leik­skóla, og móðir leik­skóla­barns.

Heim­ild­ir:

David R. Sam­son o.fl. (2017). Chrono­type vari­ation dri­ves night-time sentin­el-like behaviour in hunter–g­ather­er.

Guð­jón Sig­urðs­son, 1998: Hverju lof­aði R-list­inn?

Guðný Björk Eydal (2006). Þróun og ein­kenni íslenskrar umönn­un­ar­stefnu 1944-2004.

Heiða María Sig­urð­ar­dóttir og Ólöf Garð­ars­dóttir (2018). Backlash in gender equ­ality? Fathers’ parental leave during a time of economic cris­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar